Stjórn og trúnaðarráð FÍR fer fram á að vinna við uppsetningu á launareiknivél verði lokið eigi síðar en 16.mars

og krefst skýringa á hvað hefur tafið þessa vinnu, það er ekki boðlegt nú þegar nýir og flóknir samningar

fara að taka gildi að félagsmenn hafi ekki aðgang að launareiknivél, stjórn og trúnaðarráð FÍR fer fram

á að þessari vinnu verði útvistað ef RSÍ getur ekki lokið henni á tilskyldum tíma.

 

Kosningafundur FÍR, þar sem frambjóðendur kynna sig og félagsmönnum gefst tækifæri til að spyrja frambjóðendur spjörunum úr.

 
Stórhöfði 27 í húsi Rafmenntar, þriðjudaginn 11.febrúar kl 18:00 gengið inn að neðanverðu.
 
Dagskrá fundarins:
1) Frambjóðendur kynna sig
2) Spurningar úr sal til frambjóðenda
 
Léttar veitingar meðan á fundi stendur.
Fundinum verður streymt.
 
Stjórn FÍR

Nýárspistill formanns FÍR

 

Kæru félagsmenn

 

Fyrir hönd stjórnar FÍR þá óska ég þér og fjölskyldu þinni gleðilegs árs og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á síðasta ári.

 

Síðasta ár var mjög annasamt.  Þrekvirki sem rafiðnaðarmenn fyrir norðan unnu til að halda uppi raforkukerfi landsins í þeim veðravítum sem hafa skollið á okkur undanfarið eru aðdáunarverð.  Í svoleiðis aðstæðum kemur alltaf betur og betur í ljós nauðsyn rafmenntunar til að halda uppi þeim lífsgæðum sem við viljum halda í þessu landi. Í svoleiðis aðstæðum þarf öryggi rafiðnaðarmanna að vera númer eitt.  Mikil áhersla er löggð á öryggismál félagsmanna þar sem öryggisnefnd RSÍ hefur verið mjög virk. T.d. var haldið áfram því átaki að koma öryggislásum til félagsmanna í samstarfi við Rafmennt og SART og öryggisviðburður RSÍ-Ung var haldinn.

 

Eitt stærsta mál ársins var að sjálfsögðu samþykkt aðal kjarasamnings fyrir félagsmenn.  Tvö atriði fóru misvel í félagsmenn, ákvæði um yfirvinnu eitt og tvö og stytting vinnuviku.  Út frá þeirri óánægju voru haldnar skoðanakannanir og félagsfundir hjá félaginu til að skerpa á afstöðu félagsmanna.  Við treystum á að félagsmenn hafi sambandi Rafiðnaðarsambandið ef menn vilja fá frekari útfærslu á styttingu vinnuviku og önnur atriði kjarasamnings.  FÍR stefnir að því að hafa skrifstofu félagsins opna lengur einn dag í mánuði þar sem félagsmenn geta komið og rætt við stjórnarmenn.

Við þurfum alltaf að vera á varðbergi varðandi réttindi okkar og kjör og hefur stjórn FÍR verið að gera sitt besta til að tryggja það til komandi framtíðar.  Vinna stendur nú við að klára þá samninga sem enn eru lausir.

 

Við leggjum mikla áherslu á að fjölga konum í faginu og hefur félagið styrkt félag fagkvenna til að efla hag kvenna innan iðnmennta, og ekki síst innan rafiðnaðargeirans.

 

Miklar breytingar hafa orðið innan Rafmenntar þar sem fjöldi námskeiða standa meðlimum til boða.

 

Íslandsmótið í rafvirkjun var haldið á árinu og munu sigurvegarar taka þátt í Euroskills fyrir hönd félagsins.

 

Þing RSÍ var haldið á árinu þar sem margir af okkar félagsmönnum endurnýjuðu umboð sitt fyrir hönd félagsins í miðstjórn og aðrar stöður.  Undirritaður var einn af þeim sem endurnýjaði umboð sitt sem varaformaður RSÍ og vona ég að það það muni koma félaginu til góða.

Vinna við stefnumótun RSÍ er í fullum gangi og mun FÍR taka þátt í því í gegnum samtal við félagsmenn.  Stefna FÍR er að efla tengsl við félagsmenn með félagsfundum og aukinni upplýsingagjöf.

 

Eitt af stóru verkefnum þessa árs er 50 ára afmæli RSÍ og mun FÍR taka virkan þátt í afmælisárinu.  Enda er FÍR einn af stofnaðilum RSÍ og stærsta aðildarfélagið innan sambandsins.

 

Fjölskylduhátíð RSÍ verður mjög glæsileg á þessu ári vegna stórafmælis RSÍ.  Og hvetjum við félagsmenn endilega til að mæta og samfagna með okkur.

 

Formannskosning FÍR er á árinu og mun undirritaður gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður félagsins.

 

FÍR er mjög virkt félag með mikla sögu sem við erum mjög stolt af.  Það er von stjórnar að félagsmenn komi til með að standa saman eins og við höfum alltaf gert.

 

Baráttukveðjur fyrir hönd stjórnar,

 

Borgþór Hjörvarsson

 

Formaður FÍR

 

Aðalfundi verður einnig streymt!

 

FIR adalfundur. 2019. FB.heimas 1

Hér slóðinn sem félagsmenn geta fylgst með aðalfundi

 

 

https://www.youtube.com/channel/UCRNLEy0KSFBsJ9hT5RZj97g/live

 

 Ykkur er boðið!!  4 júní 2016

FÍR_90_Ára.jpg

Hér getur þú horft á beina útsendingu frá aðalfundi FÍR sem hefst kl. 18:00 13. apríl.

 


Horfðu á strauminn hér ef þú upplifir einhver vandamál með spilarann.