Fræðsluskrifstofa Rafiðnaðarins

Menntamálaráðuneytið, Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins og sveinsprófsnefndir í rafiðnaði hafa gert með sér samning vegna umsýslu sveinsprófa og námssamninga í rafiðngreinum. Í samningnum er Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins falin umsýsla sveinsprófa, eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í rafiðngreinum. Menntamálaráðuneytið setur reglugerðir um Vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað (nr.697 frá 20. júlí 2009),  og reglugerð um sveinspróf (nr.698 frá 20. júlí 2009).

Í þessum reglugerðum er fjallað um skyldur samningsaðila og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að taka að sér kennslu nema á vinnustað og framkvæmd sveinsprófa. Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins veitir nemum og rafiðnaðarfyrirtækjum allar upplýsingar er varða gerð náms- og starfsþjálfunarsamninga og er til aðstoðar um gerð þeirra. 

Hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins liggja frammi öll eyðublöð er varða rafiðnaðarmenntunina og þangað skulu berast öll erindi um nýja námssamninga, breytingar á námssamningum og umsóknir um sveinspróf.  Þá starfar Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins með starfsgreinaráði fyrir rafiðngreinar samkvæmt reglugerð (nr.711 frá 20. júlí 2009). 
 

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins er til húsa á Stórhöfða 27.

Sjá heimasíðu Fræðsluskrifstofunnar

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?