Rafiðnaðarskólinn

rafskoli_storhofdiRafiðnaðarskólinn er í jafnri eign RSÍ (Rafiðnaðarsamband Íslands) og SART (Samtök rafverktaka).


Rafiðnaðarmenn hafa byggt upp og rekið umfangsmikið eftirmenntunarkerfi síðan 1975. Eftirmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja stofnuðu Rafiðnaðarskólann 20. september 1985. Lengst af báru nefndirnar ábyrgð á fræðslustarfinu. Árið 1993 var formlega stofnað til skólanefndar Rafiðnaðarskólans sem bar þá ábyrgð á starf-seminni. Árið 2003 var rekstri skólans breytt í hlutafélag "Rafiðnaðarskólinn ehf" þar sem hluthafar eru tveir, RSÍ og SART, hvor um sig með 50% hlut.

Rafiðnaðarskólinn er til húsa að Stórhöfða 27 á fyrstu og þriðju hæð. Skólinn flutti starfsemi sína í þetta húsnæði 1.janúar 2010. Núna er 1 tölvustofa og 3 fagstofur í skólanum á tveimur hæðum. Afgreiðsla skólans og skrifstofa eru á þríðju hæð.

Í dag eru tvær eftirmenntunarnefndir starfandi við skólann, þ.e.Eftirmenntunarnefnd sterkstraums og Efirmenntunarnefnd veikstraums. Í hvorri eftirmenntunarnefnd eru átta fulltrúar, fjórir frá launþegum (RSÍ) og fjórir frá atvinnurekendum (SART).

Sjá heimasíðu skólans

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?