Fréttir frá 2018

03 6. 2018

Fundur evrópsku byggingarmannasamtakanna

EFBWW

Þann 5. mars kom framkvæmdastjóri evrópsku byggingamannasamtakanna (EBTF/EFBWW), Sam Hägglund, á fund hér á landi. Evrópsku byggingasamtökin halda uppi miklu og góðu starfi á evrópskum grunni en helsta starfsemi fer fram í Brussel með góðum tengingum við Evrópuþingið. IMG 0852

EBTF stendur vörð um réttindi launafólks þegar ýmsar breytingar eru gerðar á reglugerðum og tilskipunum en helstu verkefni dagsins í dag er vinna við að tryggja réttindi starfsmanna sem fara á milli landa til starfa og stuðla að því að skýra réttarstöðu þeirra. Oft á tíðum mjög flókinn málaflokkur en þeim mun mikilvægara að upplýsingar liggi fyrir. Verkefni sem snýr að því að halda utan um félagsleg réttindi á milli landa og síðan verkefni sem snýr að því að bæta vinnuaðstöðu starfsmanna sem starfa í byggingariðnaði. 

EBTF eru fjölmenn samtök en fjöldi félagsmanna er um 1,7 milljón manns og nær til 32 landa í Evrópu og um það bil 75 verkalýðsfélög eru með aðild að samtökunum. Hér á Íslandi eru það Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn sem eru aðildarfélög í dag.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?