Fréttir frá 2019

02 7. 2019

Launahækkanir og Seðlabankinn

rafidnadarsambandid2Í aðdraganda kjaraviðræðna sprettur Seðlabankastjóri iðulega fram á sviðið og varar við að landið fari á hliðina ef launafólk vogar sér að fara fram á kjarabætur. Óhóflegar launahækkanir muni valda verðbólgu og það mikilli.

Þegar kjararáð úrskurðaði um 45% launahækkun til launahæsta fólksins voru varnaðarorð Seðlabankastjóra ekki jafn sterk ef þau voru þá yfir höfuð einhver að ráði. Samtök atvinnulífsins keppast núna við að taka undir varnaðarorðin. 

Eru menn virkilega búnir að gleyma úrskurðum kjararáðs? Af hverju gerðu men ekkert til þess að leiðrétta þá vitleysu sem í þeim fólst ef launahækkanir setja allt á hliðina? 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?