Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

  

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

1945-----1960  15 ÁRA.

Um þessar mundir er F.S.K. 15 ára. Af því tilefni er bæði gagn og gaman að rifja upp nokkur atriði úr sögu lítils félags, sem við erfiðar aðstæður hefur náð furðu miklum árangri á ekki lengri tíma.

Það var þann 29.mars 1945, að nokkrir sýningarmenn frá kvikmyndahúsum í Reykjavík og nágrenni, komu saman að Hótel Borg, í því augnamiði að stofna með sér félagsskap til að vinna að hagsmunamálum sýningarmanna. Frumkvæðið að þessu áttu þeir Ólafur L. Jónsson, Karl Guðmundsson Ólafur Á rnason. Brýn nauðsyn var orðin að þeir menn sem við þessi störf unnu, mynduðu með sér einhvers konar samband þessum mönnum fjölgaði ört, því ný kvikmyndahús komu upp víða um landið, og útlit viðbót í Reykjavík. En engar reglur voru til um starf þessara manna eða nám til þess, og þá var einnig mikið ósamræmi á kaupi manna við þetta. Það voru því stórar vonir tengdar við þessa félagsstofnun frá upphafi.

Á þessum fyrsta fundi var svo félagið stofnað og nefnt "Félag sýningarmanna við kvikmyndahús". Samin var fundarsamþykkt sem allir viðstaddir undirrituðu og voru stofnfélagar 14. Af þeim eru 10 enn starfandi sýningarmenn. Þessi undirritaða fundarsamþykkt er svohljóðandi:

Undirritaðir sýningarmenn við kvikmyndahúsin í Reykjavík og nágrenni, hafa í dag stofnað með sér félagsskap er nefnist "Félag sýningarmanna við kvikmyndahús" skammstafað F.S.K. og er tilgangurinn með stofnun félagsins sá, að vinna að hagsmunum og réttindum þeirra er starfa sem sýningarmenn kvikmynda við kvikmyndahús hér á landi, fá starfið lögverndað og reglugerð setta um nám og námstíma þeirra er ætla sér að nema starfið í framtíðinni. Ennfremur mun félagið beita sér fyrir því að fá undanþágur veittar til starfsréttinda þeim til handa er unnið hafa við starfið á undanförnum árum. Félagið mun beita sér fyrir því að komið verði á landslögum um öryggi sýningarklefa í kvikmyndahúsum og meðferð eldfimra kvikmynda, sambærilega þeim bestu er tíðkast meðal annara þjóða.
19.maí var framhaldsstofnfundur haldinn og þá kosin fyrsta stjórn félagsins en hana skipuðu: Ólafur L. Jónsson formaður, Karl Guðmundsson, gjaldkeri og Ólafur Árnason, ritari.

Fyrsta var nú að ná sambandi við sem flesta starfandi sýningarmenn út um landið, og bjóða þeim inngöngu í félagið en síðan að snúa sér að því verkefni sem mest aðkallandi var, að fá settar ákveðnar reglur um starfsréttindi sýningarmanna og nám til starfsins. Það tók mikinn tíma og þurfti mikla þolinmæði til, en það hafðist þó að lokum, því reglugerð um öryggisútbúnað við kvikmyndasýningar, og réttindi og nám sýningarmanna var staðfest 12. mars 1947, eða eftir nærri tveggja ára þvarg. Að öllum öðrum, sem að þessu unnu fyrir félagið, ólöstuðum, held ég að óhætt sé að segja að það muni mest að þakka hinum óþreytandi forystumanni Ólafi L. Jónssyni, að svo góður árangur náðist. Hann fylgdi málinu eftir af ódrepandi þolinmæði og datt aldrei í hug að gefast upp, hversu daufar undirtektir sem mál hans fékk. Ólafur hefur nú, fyrir nokkru, verið kjörinn fyrsti heiðursfélagi félagsins fyrir vel unnin störf í þágu þess. Með þessari reglugerð má segja að fengin hafi verið sú undirstaða sem síðan var byggt á.......................

Nú höfðu kvikmyndahúsaeigendur í Reykjavík myndað með sér samtök, og þá auðvitað æskilegast að fá við þá fastan kaup og kjarasamning þar sem fjallað væri, ekki aðeins um kaup, heldur einnig orlof, veikindafrí og annað sem í slíkum samningum er. Nú var látið verða af því að félagið gengi í A.S.Í. og í ársbyrjun 1955 var svo fyrsti samningur félagsins við félag kvikmyndahúsaeigenda undirritaður. Þegar í upphafi kom fram einróma álit manna að nauðsynlegt væri að koma á einhverskonar fræðslustarfsemi innan félagsins, varðandi störf sýningarmanna. Var mikið um þetta rætt og stungið upp á ýmsum leiðum. Nauðsynlegt var að þetta væri á prenti, svo hægt væri að koma því til félagana út um landið, sem ekki gætu sótt fundi um slík efni hér. Athugað var hvort hægt væri að komast í samband við tímarit um skyld efni og koma þar í greinum, en ýmist voru þau tímarit, sem fyrir hendi voru of fjarskyld okkar málum eða þá að þau lognuðust útaf áður en til þessa kom. Ýmislegt var þó gert í þessu, þótt í smáum stíl væri en verulegur skriður komst ekki á málið fyr en 1958, að ráðist var í það djarfa fyrirtæki að gefa út félagsblað "Sýningarmanninn". Þessi hugmynd hafði að vísu skotið upp kollinum, en ekki þótt framkvæmanleg. Þessi útgáfa hefur þó heppnast vonum framar, og blaðið lifir góðu lífi, öllum til nokkurar ánægju og fróðleiks.................................................

Hér hefur verið stiklað á nokkrum punktum í þessari 15 ára sögu, og er þó ótalið aðal verkefni félagsins allt frá þeim tíma er reglugerðin var sett, en það hefur verið að verjast því að gengið væri á rétt okkar og ekki væru sniðgengnar þær reglur sem um réttindi okkar gilda. Þetta hefur tekist vel, en kostað mikið starf, og umfram allt, samheldni og félagsþroska félaganna. Við skulum vona að á komandi árum verði þessi samstaða félagana ekki minni heldur aukist, svo félagið verði æ sterkari vettvangur til að gæta hagsmuna meðlima sinna.
Látum það verða afmælisósk til félagsins okkar.

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220