NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

30 ára afmælishóf 1975.
Kristinn Eymundsson flutti hátíðarræðu.

Ágætu félagar og gestir.!
Á hátiðarstund sem þessari, þegar létt er yfir hugarþeli er mönnum gjarnt á að líta yfir farin veg, eins og alvöruræðumenn segja stundum. Þó svo að starf sýningarmannsins sé oftast óhappalaust, sérlega vegna starfshæfni hanns, þá má alltaf einhvers minnast sé yfir heildina litið.

Eitt merkasta framtak síðari ára var, þegar sýningarmenn á suðurnesjum tóku kvenmann í læri.! Það var nú handbragð sem sagði sex! Það dugði þó ekki til að útskrifa útlærðan kvennsýningarmann, því lögin kveða svo á um að nemandi verður að komast í kynni við rafeindir og það gat hann Sigurjón í Tónabíó einn henni kennt. Þegar þangað kom og líða tók á kennslu Sigurjóns um lampa, spólur og þétta, gerðist undarleg en hægfara þróun hjá kvennnemanum. Hún þykknaði um sig miðja eftir því sem Sigurjón kjaftaði meira! Eldri og reyndari sýningarmaður hefði auðvitað séð að hún Rúna okkar var “ófrísk” eins og það er víst nefnt og átti sér fullkomlega eðlilega skýringu, þó svo að illar tungur segðu seinna að Sigurjón hefði kjaftað í hana barn! Splunkuný prófnefnd var í skyndi kölluð á vettvang og mátti vart á milli sjá hvort hún tæki að sér ljósmóðurstörf í staðinn, og gæfi út fæðingarvottorð í stað prófvottorðs! Allt fór þó fram eftir réttri röð og er Rúna félaginu kærkominn liðsauki.

Ég Kristinn Eymundsson lesari þessa bréfs, fórnaði starfinu fyrir háleitar hugsjónir og var ýtt út í kuldann. Í tvö ár gekk ég tötrum klæddur milli bíóhúsa með sultardropa í nös, og falaði vinnu. Loks tókst mér að komast undir verndarvæng Regnbogans en þegar bíóeigendur fréttu það, töldu þeir að ég hefði tekið út nægar kvalir og nú streyma að mér atvinnutilboð til að losa mig við aðra og nýja kvöl. Reyndar ef ég fer að hugsa um öll þessi tilboð, þá hlýtur að vera tilfinnanlegur skortur á sýningarmönnum hér í borg.!

Fréttir í stuttu máli:
Stjörnubíó hefur samið við slökkvilið Reykjavíkur að þeir prófi alla brunahana í næsta nágrenni, tveim dögum fyrir hvern bruna!

The Prince Of Tónabío” sem reyndar er ekki sýningarmaður, en ágætur félagi þeirra samt, er farinn til Miami. Síðast, þegar Ingvi dvaldist á Miami, geysaði þar einn hrikalegasti hvirfilbylur aldarinnar en í tilefni af heimsókn prinsins í þetta sinn, hafa brotist út mestu óeirðir í manna minnum! Komið hefur til tals í Hollywood að Ingvi verði arftaki Charlston Heston í stórslysamyndum framtíðarinnar. Fari svo verður fátt um fína drætti innan félags bíóráðenda!

Regnboginn er yngsta bíóið á Stór-Reykjavíkursvæðinu ef undan er skilið BORGAR-EKKI-BÍÓIÐ í Kópavogi. Regnboginn hefur ávallt verið tákn þess að syndaflóðinu væri lokið og í Regnboganum vinna líka menn í öllum regnbogans litum. Þar er syndaflóðinu bara ekki lokið! Þar er höfuðpaurinn Óskar en hann var einu sinni formaður þessa félags og ríkti lengur en Hitler sálugi yfir sínu þúsund ára ríki. Óskar hefur undir sér mikið gengi. Þeir eru Emil og Tryggvi og Kiddi og Gauji og svo Jói í vitaskipinu m/s Hafnarbíó. Í Regnboganum er hver sýningarmaður á við fimm venjulega - á einföldu kaupi þó- og slík er yfirferðin að forstjórinn hefur fest á fætur þræla sinna brun-bretti og í bígerð að koma upp kamar á hjólum ! Í suma hverja er jafnvel búið að setja “autómat”! Óskar stjórnar skiptingum út á við með harðri hendi og vísar mönnum til sýningar í Vitaskipinu, þegar þurfa þykir. Þar situr Jói sem fastast enda digur orðinn. Hann gleymdi heilræði Óskars í upphafi að ekki mætti borða annað en flatkökur vegna þrengsla í klefanum ! Nú er hann á leiðinni til Mallorka, þar er næg sól um þessar mundir en hér á Íslandi hefði hann orðið brúnn í áföngum !

Í Austurbæjarbíó klæðast menn fötum eftir tilefnum. Stefán Jónsson tók á móti Land og synir í jakkafötum ef Kristinn Árnason á móti Veiðiferiðnni í gallabuxum. Fyrir þetta komust þeir í blöðin. Kristinn er (eða var) við dyrnar líka og hvers manns huglúfi. Einu sinni í innhleypi kom kona aðvífandi og vidi troða upp á Kristinn pésum er lofuðu eilífri sælu ofar skýjum almættisins. Eitthvað var Kristinn tregur og gaf lítið út á lestur slíkra rita, konunni þótti miður og spurði í ásökunartón:”ert þú ekki kristinn ?” Ó-jú væna mín og Árnason í þokkabót. Svona menn lenda varla í vandræðum. Íslensku myndirnar slógu síðan öll aðsóknarmet og Austurbæjarbíó sannaði enn á ný að þar er hljómburðurinn verstur

Í stjórninni sátu fyrir aðalfund í dag ungir og ábyrgir menn og Sigurjóni skýtur allstaðar upp kollinum í gervi formanns FSK. Það er ætíð svo að opni einhver einhverntíma sinn munn upp á fundum, þá er honum samstundis bolað í embætti. Þannig fór fyrir Sigurjóni. Sveinn nagar blýanta og Gunnar innheimtir gjöld og snýr aldrei aftur til baka eing og nafni hans á Hlíðarenda álpaðist til að gjöra áður fyrr og hlaut bana fyrir. Meira er ekki hægt að segja um stjórnina.

Utangarðsbíó úr Keflavíkinni hreppti lóðina í Breiðholtinu undan Laugarásbíó fyrir nýtt bjartsýnisbíó á tímum heimakvikmynda til kl. o3 um nótt. Næsta skrefið hjá Árna í Keflavík verður sennilega að senda UNIVERSAL kvikmyndafélaginu ljósmynd af Laugarásbíó og fullvissa þá um að slíkt hús sé ekki boðlegt þeirra myndum. Byltingin étur börnin sín, það má bóka.

Nú lýk ég þessari lesningu áður en tómatar fara að fjúka en illt þótti höfundi að ekki skyldu vera meiri upplýsingar að fá um það fyrirbriði sem kallast sýningarmenn og störf þeirra á árinu.

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220