Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 
Filmuviðloðun (á plöttum) í sýningarklefa
Hér er listi yfir ráð til úrbóta á filmuviðloðun:


 
  1. Kaupið nákvæman stafrænan rakamæli (t.d. Radio Shack á 25 dollar eða Edmund Scientific á 30 dollara) til að fylgjast með rakastiginu í sýningarklefanum.
     
  2. Kodak mælir með að rakanum sé haldið á milli 50 til 60 prósentustiga. Raki yfir 60% stig veldur því að ljósnæmislagið dregur til sín raka og filman loðir meira saman. Of mikill raki kann líka að stuðla að því að málmhlutir ryðgi og tærist. Raki undir 50% stigum dregur úr yfirborðsleiðni filmunnar svo að hægar dregur úr viðloðun. Besta ráðið til að auka rakann er að nota rakatæki. Notið ekki tæki sem raunverulega sprauta vatnsdropum út í loftið þar sem málmefnin í vatninu valda oft ryki.
     
  3. Ef ekki er hægt að halda rakanum á milli 50-60% stiga, breiðið þá yfir filmuna með plasti á nóttunni og setjið rakan svamp í skál undir plasttjaldið til að auka rakastig filmunnar. Gætið þess að bleyta ekki filmuna eða plötuna (plattann).
     
  4. Notið úðunarvökva (t.d. Static Guard) á alla þá staði sem ekki leiða rafmagn og filman snertir: plötuna, plastkefli, stýrislár o.s.frv. Í neyðartilvikum getið þið úðað vökvanum (Static Guard) á hliðina á filmunni eða jafnvel á yfirborð hennar á spólum sem eru til vandræða (en það er venjulega síðasta eða næstsíðasta spolan). Gætið þess vel að úða ekki svo mikið að áfallið sé greinlegt, og verið fullviss um að úðunarvökvinn (Static Guard) hafið alveg gufað upp áður en filman er keyrð. Notið alls ekki WD-40, olíuefni, sílikon eða talkúm á filmuna þar sem þessi efni valda meiri viðloðun eða öðrum vandamálum.
     
  5. Notið endilega plötusogskálar (túttur) til að koma í veg fyrir að filman fari af miðjunni eða þeytist af plötunni vegna miðflóttaafls.
     
  6. Hringmyndun á filmu hefur áhrif á það hvernig hún dregst til. Reynið að vinda filmuna upp á annan hátt en vanalega. Ef þið vindið venjulega filmuna upp þannig að hljóðrásin snúi frá plötunnni, prófið þá að vinda hana upp þannig að hljóðrásin snúi niður, eða öfugt.
     
  7. Viðloðunin er venjulega mest í síðustu spólunum, einkum í löngum kvikmyndum. Ástæðan er sú að filman dregst af spólunni í miklu hvassari hornlínu þegar utar er komið á plötunni.
     
  8. Kodak hefur alltaf mælt með varaöryggistæki sem skynjar spennuna á filmunni (tæki sem nemur ekki bara filmuslit) til að halda skemmdum á filmu og tækjum í lágmarki ef pólýesterfilma þvælist. Ef spennan verður of mikil, annaðhvort stöðva þessi tæki sýningarvélina eða skera filmuna snyrtilega í sundur til að halda skemmdum í lágmarki. Kelmar, Avask og ýmis önnur fyrirtæki sem framleiða plötur bjóða upp á mikið úrval af öryggistækjum sem skynja filmuspennuna.
     
  9. Við höfum prófað sýnishorn af plötu þar sem filman á ekki að geta skroppið af. Framleiðandinn, sem sótt hefur um einkaleyfi, er Stuart Audio Visual Amusement Co., Inc, 600 Cherry Court, Plainview, NY, 11803-2073. Símanúmerið er 516-349-1777. Tækið kemur ekki í veg fyrir viðloðun en hindrar að margir filmuhringir dragist inn að miðju ("heila") og aftra líka að spólan renni af plötunni.
     
  10. NATO og Millifélaganefndin (the Intersociety Committee) hefur stofnað nefnd með Bob Pinkston í forsæti til að rannsaka viðloðunarvandamálið. Kodak og Fuji hafa unnið náið með nefndinni til að skilja betur vandann sem hefur birst hjá ýmsum filmutegundum. Kodak hefur þá þegar farið töluvert fram við að draga úr filmuviðloðuninni en prófanir standa yfir.

    http://www.kodak.com/US/en/motion/support/faq/static.shtml 

    Sævar Hilbertsson þýddi.
 

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220