Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

Hafnarfjarðarbíó rifið

Fréttir

 


Í kvöld var hafist handa við að rífa gamla Hafnarfjarðarbíó en húsnæðið hefur fyrir nokkru lokið hlutverki sínu og staðið autt um skeið. Unnið verður að niðurrifi hússins næstu daga. Fyrirhugað er að byggð verði tengibygging yfir í verslunarmiðstöðina Fjörð sem þannig tengist þá Strandgötunni. Fyrir liggur umsókn um hótelrekstur í þeirri byggingu en Strandgata 28 er einnig hluti af þeim hugmyndum. Óljóst er hvenær þessar framkvæmdir hefjast en deiliskipulagi fyrir miðbæinn er lokið og ekkert því til fyrirstöðu að byggt verði á reitnum. Þangað til verður svæðið nýtt sem bílastæði í þágu verslunar, þjónustu og annarrar starfsemi í miðbæ Hafnarfjarðar.

13.11.2001
Skráð af: jgr

Komnir í gegn!

Fréttir

 


Vel gengur að rífa gamla Hafnarfjarðarbíó en mestöll framhliðin hefur nú verið felld. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar annast framkvæmdina undir stjórn og eftirliti VSB-verkfræðistofu fyrir hönd umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Reynir Kristjánsson, yfirverkstjóri þjónustudeildar, segir að áætlun geri ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið eftir viku, þ.e. miðvikudaginn 21. nóvember og er þá með talinn frágangur fyrir bílastæði sem þarna eiga að vera.


14.11.2001
Skráð af: jgr

 

Vantar myndir

 

Hægt að senda myndir til vefstjóra

rpbryn@simnet.is

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220