Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

Lög
Félags Sýningarstjóra við kvikmyndahús

 

1.gr.

          Félagið heitir "Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús", skammstafað F.S.K.  Starfssvæði þess er allt landið.  Stjórn þess, heimili og varnarþing, skal vera í Reykjavík.  Félagið er aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands sem er aðili að Alþýðusambandi Íslands.

2.gr.

          Tilgangur félagsins er að efla samstarf meðal sýningarmanna við kvikmyndahús hér á landi, styðja hagsmuni þeirra og réttindi á allan löglegan hátt og vinna í samvinnu við önnur verkalýðsfélög og Rafiðnaðarsamband Íslands að framgangi allra þeirra mála, er verða mega til aukinna réttinda, menningar og bættra kjara alþýðunnar.

3.gr.

          Rétt til inntöku í félagið hafa allir, sem hlotið hafa full starfsréttindi samkvæmt reglugerð hins opinbera.  Þó er heimilt að taka inn í félagið menn með staðbundin réttindi, en skulu settir á aukaskrá, og skulu þeir hafa öll réttindi í félaginu að undanskildum kosningarétti á þing Rafiðnaðarsambands Íslands og Alþýðusambands Íslands.

4.gr.

          Inntökubeiðnir skulu vera skriflegar á þar til gerð eyðublöð, er félagið leggur til.  Skulu inntökubeiðnir afhentar formanni ásamt góðri mynd (passamynd) af innsækjanda.  Inntökubeiðnir skulu samþykktar af félagsstjórn, en umsækjandi telst þó ekki fullgildur félagsmaður fyrr en inntökubeiðnin hefur verið samþykkt af löglegum félagsfundi.  Hafi félagsmaður sem uppfyllir ákvæði 3.gr. greitt til sjóða félagsins í 6 mánuði eða lengur og hefur ekki sótt um skriflega samkvæmt 1. mgr., telst hann fullgildur félagi og skal stjórn félagsins tilkynna honum það með ábyrgðarbréfi og gefa honum kost á að staðfesta eða gera athugasemd við félagsaðild sína.  Að liðnum 6 vikum frá tilkynningu um félagsaðild samkvæmt þessari mgr. skal stjórn félagsins afhenda nýjum félagsmanni félagsskírteini.

5.gr.

          Úrsögn skal vera skrifleg og sendast félagsstjórn og verður því aðeins tekin til greina, að viðkomandi standi ekki óbættum sökum við félagið og sé að hætta störfum sem sýningarmaður.  Enginn getur þó sagt sig úr félaginu, eftir að tillaga um samningsuppsögn er komin fram, að þar til samningar hafi þeim verið sagt upp, eru komnir aftur á, eða vinnudeilu aflýst ef til hennar hefur komið.

6.gr.

    Hverjum félaga er skylt:
  a.
 
að fylgja lögum félagsins og fundarsamþykktum í öllum greinum og halda samninga, sem félagið gerir við atvinnurekendur og aðra.
  b.
 
að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið án endurgjalds, nema félagið ákveði annað.
  c.
 
að tilkynna félagsstjórn, ef uppvíst verður að lögbrot hefur átt sér stað meðal félagsmanna.

7.gr.

          Félagi getur glatað félagsréttindum sínum um lengri eða skemmri tíma, ef hann brýtur lög félagsins, samþykktir eða samninga, eða hefst eitthvað að, sem félaginu er til tjóns eða vansa.  Tillögur um sviptingu félagsréttinda leggur stjórnin fyrir félagsfund, er úrskurðar það mál.  Úrskurði má áfrýja til miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands og eða Alþýðusambands Íslands.  Úrskurður félagsfundar gildir þar til miðstjórn sambandsins hefur úrskurðað annað, eða viðkomandi maður hefur að fullu bætt fyrir brot sitt.

8.gr.

          Félagsmenn skulu óháðir öðrum störfum við kvikmyndahús en prófun og sýningu kvikmynda, viðgerð filmunnar, ef með þarf, og gæslu sýningarvéla.  Sé um önnur störf að ræða, skal semja um það sérstaklega við viðkomandi kvikmyndahús.

9.gr.

          Aðalfundur ákveður upphæð ársgjalda meðlima og inntöku gjalda fyrir eitt ár í senn og fellur það í gjalddaga á aðalfundi ár hvert.  Taki aðalfundur þessi mál ekki til athugunar eða meðferðar, gilda ákvarðanir síðasta aðalfundar í þessu efni fyrir næsta starfsár.  Ársgjöld renni í félagssjóð.  Félagssjóð skal geyma á vöxtum í banka eða öðrum jafn tryggilegum stað, eftir nánari ákvörðun stjórnarinnar.  Stjórnin ber sameiginlega ábyrgð á félagssjóði og öðrum eignum félagsins, jafnframt er félagið aðili að sjóðum Rafiðnaðarsambands Íslands.  Reikningar félagsins er almanaksárið og skulu reikningar yfirfarnir af kjörnum skoðunarmönnum og áritaðir af löggiltum endurskoðanda liggja fyrir til skoðunar fyrir félagsmenn minnst þrjá daga fyrir aðalfund.

10.gr.

          Hver sá félagi, sem skuldar félagsgjöld fyrir meira en eitt ár við áramót, skal settur á aukaskrá og ekki njóta atkvæðisréttinda, fyrr en skuldin er greidd.  Félagsstjórn er þó heimilt að undanþiggja menn félagsgjöldum, ef veikindi, atvinnuleysi eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi.

11.gr.

          Félagsstjórn getur fyrirskipað, að félagi megi ekki vinna með utanfélagsmönnum við kvikmyndasýningar.  Undanskildir eru þó nemendur, sem gert hafa námssamning við viðkomandi sýningarstjóra og kvikmyndahúseigendur.

12.gr.

          Aðalfundur félagsins skal haldinn í Reykjavík í Mars eða Apríl ár hvert, skal stjórnin boða til hans bréflega með 2ja vikna fyrirvara.  Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.  Aðra félagsfundi skal halda, þegar stjórninni þykir ástæða til, eða minnst 1/4 fullgildra félagsmanna krefst þess skriflega, og skal til þessara funda boðað með ekki skemur en tveggja sólarhringa fyrirvara.  Meiri hluti atkvæða ræður ályktun funda, nema um lagabreytingar sé um að ræða, þá þarf 2/3 atkvæða.  Lagabreytinga skal geta í fundarboði, engin lagabreyting öðlast gildi fyrr en miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands og Alþýðusambands Íslands hefur staðfest hana.

13.gr.

          Á aðalfundi skal taka fyrir venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. kjósa formann og tvo menn í stjórn, í stað þriggja manna sem úr stjórn ganga, en tveir stjórnarmenn skulu sitja áfram, og auk þess skal kjósa tvo endurskoðendur reikninga félagsins.  Skal formaður kosinn sér, en að öðru leyti skipta stjórnarmenn með sér verkum.  Forfallist formaður, kýs stjórnin varaformann.  Kosning stjórnar skal vera skrifleg og bundin við uppástungur, nema um samhljóða uppástungu sé að ræða.

14.gr.

          Til stjórnarfunda boðar formaður og skulu á stjórnarfundi - svo lögmætur sé - ávallt mættir 3 menn.  Í forföllum aðalmanns mætir varaformaður.  Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsins út á við til samningsgerða við vinnuveitendur o.þ.h., nema því aðeins að félagsfundur kjósi sérstaka samninganefnd.  Félaginu verður ekki slitið nema 3/4 allra félagsmanna samþykki það að viðhafðri allsherjaatkvæðisgreiðslu.  Verði samþykkt að leggja félagið niður, skal Rafiðnaðarsamband Íslands varðveita eignir þess þar til annað verkalýðsfélag er stofnað með sama tilgangi á félagssvæðinu, fær það félag þá umráð eignanna, að tilskildu samþykki miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands.  Um sameiningu félaga fjallað á sama hátt og lagabreytingar.
 
Lög félagsins þannig samþykkt á aðalfundi félagsins þann  1.  juní 2001.
 

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220