Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

Tjarnarborg

Grímur Bjarnason byrjaði að sýna 1945 í gömlu Tjarnarborg í Kirkjuveg sem var samkomuhús  Bæjarins.  Þetta var nú frekar lítið hús, salurinn ekki nema 8x8metrar. 

Þarna í gömlu Tjarnarborg voru tvær vélar sem við fengum frá Bretunum.  Það var Thorarensen frá Siglufirði sem átti samkomuhúsið og vélarnar.  Ungmennafélagið byggði húsið en hann keypti það um þetta leiti.  Baldur Steingrímsson rafvirki og rafveitustjóri, sýndi fyrstu myndirnar.  Hann var ættaður frá Siglufirði og Thorarensen hafði fengið  hann til að starta þessu.  Tækin voru ósköp ófullkomin, gamlar vélar frá Bretanum með kolbogaljósi.  Þá þurfti að skipta um spólur 5-6 sinnum á sýningu.

Grímur Bjarnason Síningarstjóri
Það er svo einkennilegt með þetta að það hefur sjaldan komið mikið fyrir.  Stuttu eftir að byrjuðum í Kirkjuvegi kviknaði að vísu í.  Ein filman stóð á gólfinu upp við vegg.  Ég var rétt búinn að skipta og það hrökk neisti í  filmuna og hún fuðraði upp.  Myndin var ónýt en annað slapp.  Síðan var flutt í stærra og betra húsnæði og komu þá þýskar vélar Bauer B11 með stórum spólum sem tóku hálfa myndina.

 

 

Vantar myndir

 

Hægt að senda myndir til vefstjóra

rpbryn@simnet.is

 

 

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220