Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

 
NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 
Úr sýningarmanninum 1966 - 1967.

Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, hafa nú verið settar upp nýjar sýningarvélar í Tónabíó, og er myndin hér fyrir ofan tekin þar. Þetta eru þýskar vélar Zeiss-Ikon, en umboð fyrir þær hér á landi hefur Filmur og Vélar s/f, fyrirtæki þeirra félaga okkar Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Eyland. Við náðum tali af þeim félögum, og spurðum þá nánar um þessa uppsetningu í Tónabíói, og hvað annað þeir hefðu á prjónunum.- Þetta er þriðja uppsetningin á þessum vélum hér á landi,- sagði Jóhann,- fyrst í Patreksfjarðarbíó, Patreksfyrði, og svo á Flateyri. Þæe vélar eru af gerðinni Ernemann 8.- Vélarnar í Tónabíó eru aftur á móti Ernemann 9, sem eru nokkru stærri, og lýsing þar er Xenonlampi-2500 w.

Þá höfum við selt Xenonlampa í nokkur hús, m.a. Gamla bíó, og núna á næstunni í Laugarásbíó, mjög stóra lampa, eða 4000 w.
Þeir eru einnig með tvö ítölsk sýningavélaumboð. Pio Pion -, þá vél hafa þeir þegar selt í umboð. Pio Pion-, þá vél hafa þeir þegar selt í Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði, en það er ferðavél og svo fer vél af þeirri tegund í félagsheimilið á Bíldudal. Það er stór vél með 1600 w. Xenonlampa.- Þá eru ítalskar 16mm. vélar sem heita Fuemo- bæði stórar vélar fyrir kvikmyndaahús með Xenonlampa,allt upp í 1600 w. og svo minni vélar fyrir félagsheimili og skóla.

Ýmislegt fleira eru þeir félagar með, varahluti alls konar, filmulím, límvélar o.m.f.l. kvikmyndatækjum viðkomandi, og svo auðvitað fjölbreytt úrval af ljósmyndavörum. Það er til mikilla þæginda fyrir okkur sýningarmenn að geta þarna leitað, með það sem okkur vantar, til manna sem hafa staðgóða þekkingu á starfi okkar af eigin reynslu.
Jóhann og Gunnar hafa nú alveg hætt sýningarstörfum og helgað sig viðskiptunum.-Sýningarmenn í Tónabíó nú eru Agnar Einarsson sem áður var í Stjörnubíó og Ingimundur Eymundsson.

 

RÁÐLEGGINGARHORNIÐ.
HREINSUN LINSUNAR.


Eftir James L. Parr, sýningarmann í Reno, Nevada.

Til að byrja með, langar mig til að lýsa því yfir, að ég er ósammála reglu þeirri sem kveður á um daglega hreinsun linsuglerjanna. Hreinsun þeirra, sama hve varlega hún er framkvæmd, mæðir að vissu marki á glerhúðinni, en dagleg athugun er nauðsynleg. Viljir þú hafa linsurnar sem nýjar í mörg ár, þá lestu eftirfarandi athugasemdir.

Ef sýningarklefanum og gólfinu er haldið hreinu, og ef sýningarvélunum er haldið hreinum frá óþarfa olíu, þarf ekki að hreinsa linsuglerin nema tvisvar- í mesta lagi þrisvar í viku. Dagleg hreinsun með mjúkum bursta (Camel-hár) mun nægja til að halda glerjunum hreinum. Slíkur bursti skyldi eingöngu notaður til þeirra hluta. Athugaðu hvort móða hefur setzt á glerin, með því að bera linsuna undir birtu. Ef slík móða er til staðar, er komin tími til raunverulegar hreinsunar. ÞAÐ MIKILVÆGASTA OG ÁVALT FYRSTA SKREFIÐ FYRIR HREINSUN, ER AÐ BURSTA RYK OG ANNAÐ LAUST EFNI AF GLERJUNUM. Síðan skulu glerin hreinsuð með þeim leysir sem framleiðendur mæla með, mjúku skinni eða linsu-pappír. Ef þú vanrækir að bursta af glerjunum á undan, átt þú á hættu að rispa varnarhúðina. Varast skal að þurka af glerjunum sem daglega reglu. Það á aðeins að gera, þegar nauðsyn krefur og móða hefur myndast.

Því miður eru linsur oft þeir hlutar sýningarvélarinnar sem rangt eru meðhöndlaðir. Alvöru sýningarmaður þekkir þær reglur sem gilda um hreinsun linsuglerjanna, og hvaða áhrif það hefur á gæði myndarinnar.  Sú þekking ætti að vera stolt hvers sýningarmanns.


 

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220