Þegar unnið er utan lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarfélagsskulu rafiðnaðarmenn hafa frítt fæði og húsnæði á vinnustað.
Húsnæði skal vera upphitað og séð fyrir ræstingu. Hvílur skulu vera stoppaðir legubekkir eða rúm með dýnum og skulu ábreiður fylgja hverri hvílu. Allt hreinlæti skal vera svo sem fyrir er mælt í viðkomandi heilbrigðissamþykkt eða eftir úrskurði héraðslæknis.
Að jafnaði skal vista starfsmenn í eins manns herbergjum.

3.5.4. Fjarvistarálag
Sé starfsmaður sendur á vegum fyrirtækis til vinnu innanlands fjarri útgerðarstað greiðist fjarvistarálag ein klst. fyrir hverja nótt umfram fjórar.

3.5.5. Dagpeningagreiðslur á ferðalögum erlendis
Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.
Þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast á ólaunuðum frídögum, skal hann þegar heim er komið fá frí sem samsvarar 8 dagv.klst fyrir hvern frídag sem þannig glatast, enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við ákvörðun launa. Um töku þessara frídaga vísast til 6. mgr. gr. 2.7.2.

Auglýsing um dagpeninga 1.10.2022

Reiknivél dagpeninga og akstursgjalds Stjórnarráðsins

Var efnið hjálplegt?