SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS ÍSLENSKRA RAFVIRKJA UM STARFSEMINA SÍÐASTA STARFSÁR. LÖGÐ FRAM Á AÐALFUNDI 7. APRÍL 2000Látnir félagar. Jónas Haraldsson Erling Adolf Ágústsson Þorsteinn Þorsteinsson Bjarni Júlíusson Sigurgeir Svanur Eyvindsson Geir Í Geirsson Hörður Sævar Gunnarsson Ágúst Nordgulen Guðbjartur Betúelsson Hörður Zophaníasson Haraldur Hermannsson Sigurður Torfi Sigurðsson Sigurður Lárusson Haraldur S. Gíslason Gunnlaugur Þórarinsson Eiríkur Kr. Eiríksson Formaður: Haraldur Jónsson Trúnaðarmannaráð: Skoðunarmenn FÍR : Hermann Lúðvíksson og Viggó Jensson. Til vara Jóhannes Bjarni Jónsson Stjórnar- og félagsfundir Þetta er sama skipulag og er viðhaft innan hinna rafiðnaðarsambandanna á norðurlöndunum. RSÍ er eina landsambandið hér á landi sem hefur þetta fyrirkomulag við afgreiðslu kjarasamninga, í öðrum landssamböndum er það hvert aðildarfélag sem afgreiðir hvern kjarasamning fyrir sig. Í flestum tilfellum er um að ræða einn aðalkjarasamning viðkomandi félags og síðan eru í einhverjum tilfellum samið um kálfa út frá honum. Rafiðnaðarsambandið var eina heildstæða starfsgreinasambandið hér á landi og hefur það fyrirkomulag marga augljósa kosti í för með sér, sérstaklega við skipulag starfsmenntunar í starfsgeiranum og eins nýtast eftirmenntunarnámskeið fyrir allar starfsgreinar í geiranum. Matvís hefur verið byggt upp með sama skipulagi og RSÍ. Umfangsmiklum málaflokkum er vísað í starfsnefndir þ.e. orlofsnefnd, ritnefnd, laganefnd og úthlutunarnefnd styrktarsjóðs, auk annarra nefnda sem starfa í samráði við meistarafélagið. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til meiri valddreifingar og virkara stjórnkerfis innan sambandsins. Þátttaka rafiðnaðarmanna í sameiginlegri starfsemi verkalýðshreyfingarinnar er mikil, auk þess að við eigum fulltrúa í nokkrum nefndum hins opinbera og í sameiginlegum nefndum norrænna rafiðnaðarmanna og norræna og evrópska byggingarsambandinu. Þetta kostar tíma og fjárútlát, en gefur okkur tækifæri til þess að hafa víðtækari áhrif á framvindu mála og aðstæður til þess að koma sjónarmiðum okkar mjög víða á framfæri. Skrifstofan Nokkuð hefur borið á því að verktakar hafi sótt í RSÍ vegna hagstæðra námskeiðsgjalda og styrkja frá Styrktarsjóð, og viljað greiða afturvirkt félagsgjöld til þess að öðlast full réttindi strax. Þessir aðilar hafa svo gefið upp laun sem eru lægri en lægstu taxtar á vinnumarkaði. Nú hafa verið settar strangari reglur um inngöngu í sambandið. Það er leitt til þess að vita að til séu aðilar, sem hiklaust ætlast til þess að fá að njóta alls þess sem fullborgandi félagsmenn hafa skapað án þess að taka þátt í að greiða fyrir það. RSÍ og aðildarfélög þess hafa aðgang að lögmönnum ASÍ og eru þeir nýttir þegar upp koma deilur vegna túlkana á kjarasamningum, en þegar upp koma deilur vegna launa eða innheimtu gjalda þá sjá lögmenn sambandsins, þ.e. Löggarður og Lára V. Júlíusdóttir , um þau mál. Rafiðnaðarsambandið hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að þjálfa upp trúnaðarmenn sambandsins og hefur verið varið til þess hundruðum þúsunda króna á ári. Starfsmenn RSÍ Guðmundur Gunnarsson form. kjarasamninga og samskipti út á við; ASÍ, nefndarstörf og norræn samskipti. Helgi R. Gunnarsson framkv.stj. dagleg stjórnun á skrifstofu, kjarasamningar og nefndarstörf. Sigurður Hallvarðsson gjaldkeri, atvinnuleysistryggingar og styrktarsjóður. útsendingar og umsjón kjörskráa. Þór Ottesen og Ísleifur Tómasson samskipti við vinnustaði, vinnuverndarmál, viðhald orlofshúsa. Hulda Jakobsdóttir ritari, bókhald, útleiga orlofshúsa. Starfsmaður Ákvæðisvinnustofu : Þór Ottesen Starfsmenn innheimtudeildar : Elín Sigurðardóttir framkv.stj., bókhald, afgreiðsla. atvinnuleysisbóta. Anna María Hannesdóttir færsla innheimtukerfis Fjóla Þorvaldsdóttir færslur innheimtukerfis, bókhald aðildarfélaga, umsjón orlofsumsókna. Sigrún Magnúsdóttir ritari. um áramótin var innheimtustofa Matvís sameinuð innheimtustofu rafiðnaðarmanna við það fluttist Ásta Kristjónsdóttir starfsmaður hennar til okkar. Starfsmenn Lífiðnar : Friðjón Þórðarson framkv.stj.,
innheimtumál, ávöxtun verðbréfa, Bjarni Sigfússon innheimtumál, umsjón
lífeyrissjóðs. Gunnar Árnason bókhald, uppfærslur verðbréfa, Unnur Magnúsdóttir
bókhald lífeyrissjóðs Fulltrúar á landsbyggðinni : Bjarni Árnason starfar nokkrar klst. á viku á skrifstofu á Akranesi og Helgi Jónsson ásamt stjórnarmönnum sínum í RFN sjá um skrifstofuna á Akureyri. Ómar Baldursson ásamt stjórnarmönnum sínum í FRS sjá um skrifstofuna á Selfossi og Arnoddur Jónsson um málefni sambandsins á Suðurnesjum, Þórður Bachmann í Borgarnesi, Júlía Björk Þórðardóttir á Ísafirði, Ingimar Hólm Ellertsson og Frosti Frostason á Sauðárkrók, Vigfús Ingi Hauksson Siglufirði, Magni B. Sveinsson á Neskaupstað, Sigurður Karlsson á Höfn, Gunnar Jónsson Kirkjubæjarklaustri, og Arngrímur Magnússon í Vestmannaeyjum. Starfsmenn Rafiðnaðarskólans : Sigurður Geirsson framkv.stj,
Jón Árni Rúnarsson framkv.stj., Guðfinnur Traustason verkefnastj., Haukur Konráðsson
verkefnastj., Þórdís Bergmundsdóttir skrifstofustj., Rannveig Friðriksdóttir ritari
og skráning, Hafdís Reinaldsdóttir skráning og umsjón kaffistofu, Guðmunda
Kristinsdóttir verkefnastj., Anna S. Ragnarsdóttir skrifst., Gunnlaugur S. Gunnarsson
netumsjón, kennsla. Logi Halldórsson útbreiðsla, auglýs. Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins : Ísleifur Árni Jakobsson og Stefán Ó Guðmundsson. Starfsmenn Viðskipta- og tölvuskólans : Jón Árni Rúnarsson
skólastjóri Í aðildarfélögum sambandsins voru 1998 og 99 :
Nýja húsið við Stórhöfða. Skrifstofur RSÍ, Innheimtustofunnar, Lífiðnar og Matvís verða í húsi nr. 31. Um áramótin var búið að glerja það hús og ganga frá þaki. Efstu 3 hæðirnar þar sem skrifstofurnar verða staðsettar verða afhentar í apríllok, en jarðhæðin þar sem fundarsalur verður ásamt skrifstofum fræðsluskrifstofu Matvís verður afhent í maí. Félag mjólkurfræðinga hefur einnig leigt skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Íslandspóstur er með aðstöðu gegnt okkur við Stórhöfðann og hefur verið að byggja þar upp nýja aðstöðu fyrir dreifingarmiðstöð sína. Þeir vildu leigja allt lausa húsnæðið og nú er búið að ganga frá leigusamningum í 10 ár og munum við afhenda Íslandspósti það tilbúið til notkunar í september. Orlofshúsin Í sumar verður boðið uppá nýja valkosti. 3 ný hús verða tekin í notkun við Hæðargarðsvatn við Kirkjubæjarklaustur. Þetta eru 30 ferm. hús með einu svefnherbergi en önnur aðstaða er svipuð og í hinum orlofshúsum. Þessi hús fara ekki inn í úthlutunarkerfið heldur verður þeim úthlutað með sama hætti og í vetrarleigunni, menn geta hringt inn og pantað eina eða fleiri nætur. Einnig verða 2 tjaldvagnar staðsettir inn í Þórsmörk og verður þeim úthlutað með sama hætti. Í sumar verður bætt við 4 vögnum og verður tjaldvagnaútgerðin eins og síðasta sumar í samvinnu með Matvís, nokkrir vagnar verða staðsettir á Akureyri. Í sumar var skipt við Einingu á Akureyri þeir verða með eitt húsa okkar í Lóninu en við fáum eitt hús við Illugastaði. Þegar við tókum við orlofshúsum FÍS við Apavatn þurftu þau umtalsverða endurnýjun. Á síðasta ári var unnið mikið á svæðinu og tjaldstæðið sett i notkunarhæft ástand með uppsetningu á snyrtingum og sturtum. Í vetur hefur verið skipt um allar innréttingar í orlofshúsunum og þau endurskipulögð. Þegar hefur verið varið vel á annan tug milljóna í svæðið. Fyrir liggur að taka verður stóra húsið í gegn og mun það kosta umtalsverða fjármuni. Með tilkomu tjaldsvæðis þá var ákveðið að ráða sumarstarfsmann til þess að sjá um svæðið á Apavatni og sinna útleigu tjaldvagnanna. Samstarf við Matvís í orlofshúsamálum hefur vaxið og hefur það verið rætt að sameina sem mest viðhaldvinnu við húsin. Orlofskerfið er mjög umfangsmikið í rekstri og blasir við að það þurfi að ráða starfsmann í fullt starf til þess. RSÍ 30 ára. Í haust er ákveðið að hafa fjölskyldudag í og við nýja húsið. Einnig hefur verið ákveðið að RSÍ verði styrktaraðili íslenska kvennahandboltalandsins, með 3ja ára samning. Með því vill RSÍ minna á það forvarnarstarf sem unnið er í íþróttahreyfingunni. Kvennaboltin hefur verið á hraðri uppleið en ekki fengið jafnmikinn stuðning og karlaboltinn. RSÍ hefur margoft reynt að vekja athygli á því að rafiðnaðarstörf eru mörg vel til þess fallin að vera fyrir bæði kynin. Golfmótið Heimasíðan Kjaramálaráðstefna RSÍ 1999. Ályktun kjaramálaráðstefnunnar Ráðstefnan fordæmir vinnubrögð Kjaradóms og hvetur til þess að hann taki sér leyfi frá störfum a.m.k fram eftir næstu öld. RSÍ telur að samtök atvinnurekenda og launamanna eigi að taka höndum saman um að ákveðnir hópar geti ekki sett í hættu stöðugleika efnahagslífs og eyðileggja þann árangur, sem náðst hefur síðan tekin var upp skynsemisstefna við gerð kjarasamninga 1990. Ráðstefnan hvetur forystu RSÍ að taka því ekki þegjandi eða láta það yfir sig ganga að stjórnvöld, atvinnurekendur eða einhverjir í röðum launamanna hafni þessari stefnu. Ráðstefnan hvetur forystu RSÍ til þess að halda áfram á þeirri
braut sem sambandið hefur fylgt um að tryggja stöðugleika sem hefur leitt til góðs
atvinnuástands. Ráðstefnan harmar hvernig til hefur tekist með þróun tekjutengdra
bóta eins og vaxta- og barnabóta. Hún hvetur til þess að RSÍ taki þátt í
sameiginlegri baráttu allra samtaka launamanna um að breyta skattkerfinu til betri
vegar. Kjarasamningur RSÍ-SART/SA, úrdráttur helstu atriða : Upphafslaunahækkun er 3,9% og svo um 3% á hverju ári. Nefnd á vegum ASÍ og SA skoðar árlega breytingar á vinnumarkaði og efnahagsástandi og ákvarðar hvort meiri launabreytingar eigi rétt á sér eða hvort launalið samningsins sé sagt upp. Nefnd á vegum RSÍ og SART mun endurskoða launatöfluna í samræmi við niðurstöður Kjararannsóknar um launaþróun á vinnumarkaði eins og gert var á síðasta samningstímabili, þá var bætt við kerfið tveim töxtum. Við undirskrift hækka lágmarkslaun í rafiðnaði um tæp 13% og verða kr. 90.000. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf hækka úr taxta 5 í taxta 6 eða um 10% og verða kr. 117.861. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna sem bera tæknilega ábyrgð og geta starfað sjálfstætt er 10. taxti og verða kr. 148.764. Þetta er nýtt ákvæði sem á að tryggja að vanir rafiðnaðarmenn séu ekki á lægri launum en 10. taxta og á að skila því launaskriði sem hefur verið á suð-vestur horninu út á landsbyggðina. Lágmarkslaun nema hækka um 30% og verða kr. 73.095 og fara í kr. 90.000 síðasta árið. Lágmarkslaun í virkjanaframkvæmdum hækka um 26% og verða kr. 145.000. Í bókun kemur fram að SA telji að launakerfi RSÍ og SART er lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. Desemberuppbót hækkar í kr. 31.000 á samningstímanum.
Desemberuppbót nema fer í kr. 19.700. Orlofsuppbót hækkar í kr. 10.000 og hjá nemum
fer hún í kr. 7.700. Öll ákvæði um hvíldartíma og frítökurétt eru mun skýrari og betri og er fallist á sjónarmið RSÍ um ágalla fyrri samnings. Hér er átt við skýringar um hvíldartíma og að yfirvinnulaun verði tvöföld fari hvíld niður fyrir 8 klst. Réttur rafiðnaðarmanna til fullra launa í veikindum tvöfaldast og getur ekki fallið niður fyrir 10 daga eftir 3 starfsár og ekki niður fyrir mánuð eftir 5 ár. Hér er um verulega bót frá fyrrverandi ákvæðum þar starfsmenn gátu fallið niður í engan rétt fyrsta mánuð ef skipt var um vinnustað og svo 2 veikindadaga eftir það. Orlof vegna veikinda barna lengist um 3 daga eða í 10 daga eftir eins árs starf. Eftir áratuga barátta um veikindarétt í orlofi erlendis tókst loks að fá veikindi í orlofi á Evrópska efnahagssvæðinu viðurkennd. Slysatryggingar hækka umtalsvert, t.d.við varanlega örorku fara þær úr 5 millj. kr. í 12 millj. kr. Orlof lengist í 28 daga eftir 10 ára starf og ávinnsla á hærri orlofsrétt styttist verulega ef skipt er um vinnustað. Nýr ákvæðisvinnusamningur var undirritaður og gerðar breytingar á honum til samræmis við þær breytingar sem urðu þegar skrifstofu Ákvæðisvinnunefndar var lokað. Einingakerfið verður endurskoðað og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir 1. des. næstk. Ákvæðisvinnutímaeiningin hækkar um 2% aukalega nú og um önnur 2% um næstu áramót. Fullnægi atvinnurekandi ákvæðum um að útvega hlífðarfatnað. Ber hann kostnað vegna þess. Útborgun launa síðasta virkan dag í mánuði. Það hefur valdið vandræðum ef mánuður byrjar á frídögum að útborgun var fyrsta virkan dag í mánuði, þessu er breytt núna. Endurgjald ef fyrirfram skipulagðri vinnu er aflýst tvöfaldast. Viðurkenndur er í ákvörðunarréttur starfsmanna um heimferð í vinnutíma ef þeir sem eru að störfum í innan við klst. fjarlægð frá heimili sínu. Á kjaramálaráðstefnu RSÍ var samþykkt að RSÍ tæki þátt í samráði ASÍ félaga gangvart stjórnvöldum. Eftirfarandi mál voru nefnd : Hækkun skattleysismarka og Tekjutengingar barnabóta. Einnig fjölskyldumál og réttindakerfi foreldra eins og Fæðingar- og foreldraorlof. Þessi mál gengu eftir eins og hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga. Einnig er búið að ganga frá kjarasamning við Íslenska útvarpsfélagið, þar hækkuð lágmarkslaun umtalsvert eða í 117. þús. kr. Fastar krónutölur voru settar inn í launataxta auk sömu prósentuhækkana og samið var um á almennamarkaðnum. Það var gert á grundvelli útreikninga sem sýndu fram á að laun hjá ÍÚ höfðu hækkað minna en laun á almenna markaðnum. Skipulagsmálin Þann 21. apríl, daginn fyrir þing RSÍ þar sem átti að afgreiða inngöngu FÍS með formlegum hætti, var kallaður saman fundur skipulagsnefndar ASÍ. Á þeim fundi hafnaði skipulagsnefnd því að FÍS gæti gengið í RSÍ. Sama dag er einnig kölluð saman laganefnd ASÍ og hún hafnaði umsókn Matvís um inngöngu í ASÍ. Það var gert á grundvelli þess álits laganefndar að í Matvís gætu einungis verið þeir sem hefðu sveinspróf. Þessar samþykktir nefndanna voru síðan staðfestar seinna sama dag í miðstjórn ASÍ. Einkennilegt þótti að þessar nefndir voru kallaðar saman daginn fyrir þing RSÍ og sama dag og sambandstjórnarfundur er hjá Samiðn. Formaður Rafiðnaðarsambandsins lagði fram bókun á miðstjórnarfundi ASÍ og gekk af fundi. Á þingi RSÍ var innganga FÍS samþykkt samhljóða, þrátt fyrir samþykktir í stofnunum ASÍ daginn áður og að það myndi hugsanlega þýða brottrekstur RSÍ úr ASÍ. Ástæða höfnunar ASÍ á inngöngu Matvís var harkalega gagnrýnd. Lög Matvís væru nákvæmlega eins og lög RSÍ og þau væru margsamþykkt og staðfest innan ASÍ allt frá stofnun RSÍ fyrir 30 árum. Þessi sambönd væru starfsgreinasambönd, það gerði uppbyggingu öflugrar sí- og starfsmenntunar mun auðveldari og hagkvæmari og félli mjög vel að kröfum nútímavinnumarkaðar. Þessi afstaða ASÍ stæði í vegi fyrir að starfsgreinasambönd eins og t.d. Matvís og Bókagerðamanna komist í ASÍ og sambönd sem væru þar þegar inni þyrftu að fara út. Á sama tíma hefði laganefnd ASÍ samþykkt lög stéttarfélaga innan Verkamannasambandsins, þar sem gert er ráð fyrir samskonar skipulagi og hafnað væri í lögum Matvís. Rafiðnaðarmenn settu fram eftirfarandi spurningar til miðstjórnar og forseta ASÍ :
Á sama tíma leggur skipulagsnefnd ASÍ til að Félag hljómlistarmanna og Félag flugfreyja gangi í jafn ólíkt samband og samband verzlunarmanna er, og að Félag mjólkurfræðinga gangi í Samiðn frekar en Matvís. Þetta er gert þrátt fyrir yfirlýstan vilja félagsmanna þessara félaga, að þeir vilji ekki ganga í þessi sambönd. Eru þessar ákvarðanir í samræmi við samþykkt lög ASÍ og samþykktir sem gerðar hafa verið um skipulagsmál sambandsins? Ef svo er fer miðstjórn RSÍ fram á að fá að sjá það rökstutt, með tilvísunum. Í greinargerð frá lögmanni ASÍ þar sem hann svarar spurningum frá RSÍ um þetta mál kemur fram að þetta standist ekki gildandi samþykktir ASÍ. Í mjög ítarlegri greinargerð frá lögmanni ASÍ þann 19. maí var staðfest það sem RSÍ hélt fram, samþykktir sem gerðar voru á þingum ASÍ 1958 og 1960 hafi aldrei verið aflagðar. Saga samþykkta um skipulag ASÍ frá 1958 til þessa dags segi okkur að menn hafi ýtt til hliðar innbyrðis ágreining um skipulagsmál eða um hvaða skipulagsform henti best með því að hafa samþykktir óljósar og hugtakanotkun hafi verið mjög á reiki. Þannig hafi ákvarðanir miðstjórnar miðað að því að halda óbreyttu ástandi fremur en að færa skipulag sambandsins að einhverri rökréttri fyrirmynd. Á fyrri hluta þessa tímabils, þ.e. frá 1958 til dagsins í dag, virðist sem tilhneiging hafi verið til umburðarlyndari túlkunar, en síðastliðin áratug hafi hins vegar gætt tilhneigingar til þrengri túlkunar, sem fyrst og fremst hafi birst í þeim ágreiningi sem upp hefur komið gagnvart iðnaðarmannafélögunum. Staða samþykkta sambandsþinga sem almennra stefnuyfirlýsinga hefur verið veik. Aldrei hefur verið ákveðið að skerða fullveldi félaganna nema að mjög takmörkuðu leyti. Þetta hefur leitt til þess að heildarsamtökin hafa í raun ekki sjálf ákveðið skipulag sitt heldur fremur aðhæft það að þeirri stöðu sem uppi hefur verið innan hreyfingarinnar hverju sinni en kannski síður að breytingum sem orðið hafa í umhverfinu. Rafiðnaðarsambandið aftur til starfa innan ASÍ. Í ályktun forseta ASÍ stóð m.a. : Þannig er ljóst að þær reglur sem gilda innan ASÍ verða að taka
mið af heildarhagsmunum. Einnig verður ljóst að það, með hverjum hætti einstök
félög eða sambönd eiga aðild að ASÍ, getur aldrei orðið samkvæmt einni
ósveigjanlegri reglu. Vinna verður að því að allir núverandi aðilar ASÍ geti áfram átt aðild að sambandinu og efla þarf samstarf við aðila utan ASÍ með það að markmiði að þeir geti einnig átt aðild að sambandinu. Endurskoða verður form aðildar að sambandinu til að tryggja að ASÍ geti þjónað því hlutverki sínu, að vera samnefnari verkalýðshreyfingarinnar allrar. Formskilyrði mega ekki vera fjötur um fót ef einstakir hlutar hreyfingarinnar sem nú eru utan ASÍ vilja koma til liðs við sambandið. Sambandsstjórn felur forsetum sambandsins að vinna að þeim markmiðum sem fram koma í þessari ályktun á næstu mánuðum og kalla til formlegs samráðs fulltrúa aðildarfélaga og sambanda til að vinna tillögugerð fyrir lok apríl árið 2000. Þessar tillögur verða ræddar í miðstjórn í apríl og lagðar fyrir til kynningar á sérstökum formanna- og sambandsstjórnarfundi ASÍ sem haldinn verður í maí. Tillögurnar skal taka til afgreiðslu á sambandsþingi í nóvember 2000. Þessi ályktun var samþykkt mótatkvæðalaust, nokkrir sátu hjá. Fulltrúar RSÍ tilkynntu í umræðum að þeir væru mjög sáttir við þessa ályktun, hún væri þannig að viðurkennd væru þau sjónarmið sem RSÍ hefði sett fram og fulltrúar sambandsins myndu því hefja starf í nefndum og ráðum ASÍ frá og með deginum í dag. Fram kom hjá nokkrum ræðumanna að það væri þeirra álit að þetta væri síðasti möguleiki til þess að ná sáttum. Ef aðilar næðu ekki saman í vetur þá væri sjálfhætt að reyna áfram, ASÍ væri þá búið að vera. Alþýðutrygging Samskipti stéttarfélaganna. Síðastliðið haust setti formaður RSÍ fram hugmyndir hvernig ASÍ 21. aldarinnar gæti verið. Í dag eru landssamböndin og mörg stærri félaganna sjálfum sér nóg í flestum málum. Hlutverk ASÍ í dag er að vinna úr hagfræðilegum gögnum og koma á framfæri upplýsingum er varða launafólk. Móta afstöðu til lögfræðilegra atriða, koma fram gagnvart ríkisvaldi, gefa umsagnir um frumvörp, sjá um alþjóðleg samskipti eins og t.d. hin mikilvægu Evrópumál. Nokkur stéttarfélög og landssambönd vilja ekki fela ASÍ ákvörðunarvald í innri málum sínum og þaðan af síður gerð kjarasamninga. Með því er augljóslega verið að gera það óframkvæmanlegt sem ætlast er til að ASÍ geri. Það eru svo miklar þversagnir í umræðunni. ASÍ hefur misst mjög hæfa starfsmenn og við blasir, ef ekkert verður að gert, þá munu fleiri hverfa á braut. Nýta má miklu betur þá fjármuni sem ASÍ hefur úr að spila. Hin gríðarlega umfangsmiklu þing ASÍ kosta óhemju fjármagn, þar gerist ekkert og þau eru óþörf. Þar koma saman 500 manns og hlusta á forseta lesa upp þykkar skýrslur um hvað gerst hafi undanfarin 4 ár og svo eyða pólitísku fylkingarnar mörgum dögum í að rífast um orðalag á ályktunum, sem á endanum verða svo útþynntar að engum dettur í hug að lesa þær. Forsetar ASÍ og miðstjórn ASÍ eru óþörf valdastig. Kjósa má einn forseta eða formann, en hann á ekki að vera starfsmaður ASÍ. Ráða á framkvæmdastjóra og setja framkvæmdastjórn sem í ættu sæti 1 - 2 menn frá stærstu félögum eða landssamböndum. ASÍ myndi síðan halda árlegan aðalfund. Þá væri hægt að efla verulega hina nauðsynlegu hagdeild, sama má segja um lagadeildina. Þá væru til fjármunir til þess að standa fyrir ráðstefnum um þau málefni sem væru efst á baugi hverju sinni. Með þessu fyrirkomulagi væri hægt að ná öllum samtökum launamanna á Íslandi saman í ein heildarsamtök. Þá hefðu margskonar innri deilur ekkert þangað að gera. Samtökin væru í sinni einföldu mynd samstarfsvettvangur um þau verkefni sem vinna þarf hverju sinni. Pólitísku valdablokkirnar hyrfu aftur í grámósku þess tíma sem þær eiga heima. Það er ljóst að þær munu berjast af alefli gegn þessum hugmyndum. Þær vilja geta nýtt ASÍ í pólitísku brambolti sínu. Við erum á hraðferð inn í harðskeytt þjóðfélag, þar sem markaðshugsjónir verða ráðandi og mannlegir hagsmunir munu verða undir í mörgum tilfellum. Íslenskt launafólk þarf nauðsynlega og á svo sannarlega skilið sterka verkalýðshreyfingu og það er svo auðvelt að koma því í framkvæmd. Stærri framkvæmdir Þegar að hinum skipulagða lokadegi kemur er stillt upp mikilli flugeldasýningu og koktailboði þar sem einhver glerfínn ráðherra kemur og klippir á borða og skálar svo við eigendurna og þeir taka svo í hendurnar hvor á öðrum brosandi framan í sjónvarpsvélarnar og fréttamenn hrósa þessum mönnum fyrir hvað þeir séu duglegir. Engir dökkir baugar eru undir augum og þaðan af síður þreytumerki á svona ofurmennum, sem svitna ekki einu sinni þó þeir klippi í sundur sveran silkiborða í einu handtaki, þó þeir haldi á kampavínsglasi í hinni hendinni. Starfsfólkið liggur örmagna baksviðs. Greiðslur fyrir hvíldartíma og önnur atriði vegna lágmarkshvíldar standa því ekki til boða. Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja. Það fyrsta sem íslensku fyrirtækin gera er að hafa samband við RSÍ, þau hafa ekki samband við Samtök atvinnurekenda og ekki við Vinnueftirlitið. Hvers vegna beita Samtök atvinnurekenda sér ekki í svona málum? Það virðist vera SA þóknanlegt að brotnir séu á bak aftur kjarasamninga og reglugerðir. Hagsmunir lítilla og millistórra íslenskra fyrirtækja skipta engu. Þar á bæ ráða ríkjum hagsmunir stóru fyrirtækjanna, þau litlu eru í raun launþegar hjá þeim. Markmið SA er að brjóta þau á bak aftur, jafnvel þó um sé að ræða samninga sem SA hefur þó staðið að og undirritað. Þó það kosti að íslensk fyrirtæki missi verkefni og íslenskir launamenn gangi um verkefnalausir. Hér má benda á afstöðu SA í Technomálinu, málum Eimskipa og nú síðast í málum í Sultartanga. Í haust sauð upp úr hjá rafiðnaðarmönnum að störfum við Sultartangavirkjun. Ástæðan var sú að eftirlitsmenn voru að saka þá um að þeir stæðu sig ekki, fagvinna væri ekki góð og mikið um upptekningar og verkin væru á eftir áætlun. Á fundi sem RSÍ hélt á staðnum kom fram að Írskt fyrirtæki skilaði ekki inn teikningum og verklýsingum, skápar sem kæmu frá Írlandi væru rangt unnir. Þetta væri ástæða þess að rafiðnaðarmennirnir stæðu oft verkefnalausir eða það þyrfti að endurmontera skápa. Þetta ætti eftirlitsmönnum að vera ljóst og þeim væri nær að snúa sér þangað með ásakanir sínar. RSÍ hafði samband við Landsvirkjun og fulltrúa Írska fyrirtækisins. Eftirlitsmennirnir eru undirverktakar hjá Landsvirkjun. Okkur var tjáð að það væri greinilegt að eftirlitsmennirnir færu ekki eftir starfsreglum, þeim væri uppálagt ef þeir hefðu eitthvað að athuga við störf og fráganga að hafa samband við viðkomandi fyrirtæki ekki starfsmennina á gólfinu. Landsvirkjun brást fljót og drengilega við þessu og hafði samband við eftirlitsmennina. Í ljós kom að mönnum var kunnugt um þetta og viðurkennt var að íslensku rafiðnaðarmennirnir hefðu setið undir röngum og ósanngjörnum ásökunum og þeir voru beðnir afsökunar. Starfsmönnum RSÍ þóttu það undarlegt úr því svo væri, að ekkert hefði verið gert í að leiðrétta þetta fyrr. Hingað til lands hafa komið erlend fyrirtæki og undirboðið íslensk rafverktakafyrirtæki. Það gera þau í skjóli þess að erlendu fyrirtækin geta fullnægt skilyrðum með því að greiða lágmarkslaun, en íslensku fyrirtækin fá enga innlenda rafiðnaðarmenn til þess að vinna á launum sem eru undir þeim launum sem í gildi eru á almennum markaði rafiðnaðarmanna. Þetta var lagfært að nokkru með því að setja inn í kjarasamninginn lágmarkslaun í stærri verkum sem samsvara meðallaunum. Landsvirkjun þýðir öll verkútboð á erlend tungumál, þannig að íslensk fyrirtæki verða að kaupa dýra túlkun yfir á íslensku ef þau ætla að geta boðið í verkin. Þess er krafist réttilega af íslenskum rafiðnaðarmönnum að þeir skili verkum sínum eð faglegum hætti og noti viðurkenndan búnað. Gagnvart erlendum fyrirtækjum er allt annað upp á teningnum. Þau komast upp með ótrúlega lélegan frágang og að því að mér er tjáð þá eru þau stundum að setja upp búnað sem ekki er viðurkenndur gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Starfmenntakerfi rafiðnaðarmanna - það langstærsta á Íslandi.
Á síðasta ári voru nemendur í starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna tæplega 9000, skólarnir voru reknir í tæplega 4000 ferm. húsnæði í eigu rafiðnaðarmanna, fastir starfsmenn voru tæplega 40 og lausráðnir voru á annað hundrað. Hröð þróun í rafiðnaði kallar á síaukna starfsemi og tölvudeild Rafiðnaðarskólans hefur vaxið með ævintýralegum miklum hraða. Ákveðið að kaupa Viðskipta og tölvuskólann til þess að styrkja tölvudeildina tæknilega og rekstrarlega. RSÍ og aðildarfélög hafa lagt fram fjármuni til húsnæðiskaupa og voru 1000 ferm. keyptir og innréttaðir í Faxafeni 10 skammt frá húsnæði Rafiðnaðarskólans. Starfsemin sprengdi það utan af sér á einu ári og hefur það húsnæði verið stækkað nokkrum sinnum með kaupum á sífellt stærri hlut í húseigninni í Faxafeni. Eigum við nú alla efri hæð hússins og um þriðjung neðri hæðarinnar, eða vel á þriðja þúsund ferm. Meginhluti námsframboðsins þar byggist á lengri starfsmenntabrautum. Ekki duga lítil hús til útskrifta, því Borgarleikhúsið og Íslenska óperan hafa verið leigð til útskriftar. Nú er boðið upp á yfir 200 gerðir námskeiða. Lengra nám hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna og er boðið upp á margskonar nám sem tekur allt frá einni önn upp í nokkrar annir. Þar er m.a um sérfræðinám á háskólastigi að ræða. Rafiðnaðarskólinn hefur ætíð einbeitt sér að fagtengdum námskeið fyrir rafiðnaðarmenn, en hann hefur notið góðs af annarri menntastarfsemi okkar. T.d. hefði ekki verið unnt að byggja upp og viðhalda mörg hinna gífurlega dýru sérhæfðu fagnámskeiða með eftirmenntunargjaldinu einu saman. Í gegnum árin hafa margir aðilar leitað upplýsinga af reynslu
okkar í starfsmenntastarfsemi og sumir hafa leitað eftir samstarfi. Í síðustu viku
gekk Rafiðnaðarskólinn til samstarfs við Prenttæknistofnum um stofnun
Margmiðlunarskólans. Þar var margmiðlunardeild Rafiðnaðarskólans sameinuð
starfsemi Prenttæknistofnunar á þessu sviði. Hinn nýi skóli er í ný innréttuðu
700 ferm. húsnæði sem við keyptum á síðasta sumri undir margmiðlunardeild
Rafiðnaðarskólans á fyrstu hæð í Faxafeni 10. Prenttæknistofnun flutti einnig
sína starfsemi þangað. Það húsnæði er nú þegar orðið fullnýtt. Það hefur tíðkast að rafiðnaðarmenn í námi hverfa oft á tíðum úr námi og fara til starfa innan rafiðnaðargeirans, oft lenda menn í þannig störfum að ekki er krafist sveinsprófs, en viðkomandi sækir sérmenntun á sínu sviði í Rafiðnaðarskólanum eða annarsstaðar. Viðkomandi getur hvenær sem er tekið upp þráðinn og hafið nám að nýju og lokið sveinsprófi í einhverri rafiðnaðargrein. Hann fær þá metið það sérnám sem hann hefur sótt og þá starfsþjálfun sem hann hefur öðlast. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til þess að þörfum atvinnulífsins fyrir rafiðnaðarmenn með styttri menntun hefur verið fullnægt og ekki síður, einstaklingurinn hefur ætíð möguleika á að bæta við sig námi. Aðstoðarmenn rafiðnaðarmanna og sérstök menntun vegna þeirra hefur þar af leiðandi aldrei tíðkast, það er engin þörf fyrir þá. LÍFIÐN
Grundvallarlaun Lífeyrissjóðsins Lífiðnar er nú kr. 76.239- á mánuði. Samkvæmt reglugerð sjóðsins skal gera tryggingafræðilega úttekt á hverju ári. Styrktarsjóður rafiðnaðaramanna Greiðslur úr sjóðnum skiptast þannig:
Í dag greiðir sjóðurinn bætur sem eru 80% af meðallaunum. Þessi ákvörðun var tekin á síðasta ári og hefur haft umtalsverða aukningu á útgjöldum sjóðsins í för með sér. Niðurlag Eins og fram kemur í skýrslunni snýst starfsemi nútíma verkalýðsfélags ekki einungis um gerð kjarasamninga og innheimtu á gjöldum. Lifandi þróttmikil starfsemi á að skapar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra leið til öruggara og fyllra lífs. Eitt af þeim markmiðum sem núverandi stjórn setti sér, var að efla félagslíf og gera eignir sambandsins aðgengilegri félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Haraldur Jónsson apríl 2000. |