|
Starfsemin Orlofshúsin Kjaramálin Fræðslumál Sjóðir RSÍ Látnir félagar |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
SKÝRSLA FÉLAGS ÍSLENSKRA RAFVIRKJA 2000 SKÝRSLA STJÓRNAR FÍR UM STARFSEMINA
STARFSÁRIÐ LAGT FRAM Á AÐALFUNDI 5.
APRÍL 2001
Formaður:
Haraldur Jónsson Trúnaðarmannaráð: Skoðunarmenn FÍR : Hermann Lúðvíksson og Viggó Jensson. Til vara Jóhannes Bjarni Jónsson
Stjórnarfundir Stjórn félagsins heldur fundi yfirleitt einu sinni í mánuði að undanskildum sumarmánuðum. Almennir félagsfundir
eru nú orðið, utan aðalfunda aðildarfélaga, haldnir á vegum RSÍ. Skipulag sambandsins og sameiginlegir
sjóðir RSÍ sem valda því að mjög mörg mál eru á hendi miðstjórnar RSÍ. Einnig sameiginlegir
kjarasamningar sem eru afgreiddir í sameiginlegum atkvæðagreiðslum þvert á aðildarfélög innan RSÍ. Búin
er til kjörskrá sem miðast við þá sem vinna á viðkomandi kjarasamning. Hver samningur er heildstæður
og sjálfstæður samningur. RSÍ hefur skipt samningsviði sínu meir upp og er með mun fleiri kjarasamninga
en önnur sambönd. Skipulag RSÍ er það sama og viðhaft er innan annarra rafiðnaðarsambandanna á Norðurlöndunum.
RSÍ er eina landsambandið hér á landi sem hefur þetta fyrirkomulag við afgreiðslu kjarasamninga, í
öðrum landsamböndum er það hvert aðildarfélag sem afgreiðir hvern kjarasamning fyrir sig. Í flestum
tilfellum er um að ræða einn aðalkjarasamning viðkomandi félags og síðan er í einhverjum tilfellum
samið um kálfa út frá honum. Rafiðnaðarsambandið var eina heildstæða starfsgreinasambandið hér á
landi og hefur það fyrirkomulag marga augljósa kosti í för með sér, sérstaklega við skipulag
starfsmenntunar í starfsgeiranum og eins nýtast eftirmenntunarnámskeið fyrir allar starfsgreinar í
geiranum. Matvís hefur verið byggt upp með sama skipulagi og RSÍ. Miðstjórn starfar þannig að umfangsmiklum málaflokkum er vísað í
starfsnefndir, þ.e. orlofsnefnd, ritnefnd, laganefnd og úthlutunarnefnd styrktarsjóðs, auk annarra nefnda
sem starfa í samráði við meistarafélagið. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til meiri valddreifingar og
virkara stjórnkerfis innan sambandsins. Þátttaka rafiðnaðarmanna í sameiginlegri starfsemi verkalýðshreyfingarinnar
er mikil, auk þess að við eigum fulltrúa í nokkrum nefndum hins opinbera og í sameiginlegum nefndum norrænna
rafiðnaðarmanna og norræna og evrópska byggingarsambandinu. Þetta kostar tíma og fjárútlát, en gefur
okkur tækifæri til þess að hafa víðtækari áhrif á framvindu mála og aðstæður til þess að koma
sjónarmiðum okkar mjög víða á framfæri. Skrifstofan Starfsemi skrifstofunnar verður sífellt margþættari m.a. sakir þess að lögð
hefur verið á það áhersla undanfarin ár, að félagsmenn sjái sér hag í því að vera innan samtaka
rafiðnaðarmanna frekar en litið sé á það sem skyldu. Mjög mikil fjölgun hefur verið á félagsmönnum
RSÍ undanfarin ár eftir nánast kyrrstöðu á meðan niðursveiflan ríkti á árunum 1991 – 1995. RSÍ og aðildarfélög þess hafa aðgang að lögmönnum ASÍ og eru þeir nýttir
þegar upp koma deilur vegna túlkana á kjarasamningum, en þegar upp koma deilur vegna launa eða innheimtu
gjalda þá sjá lögmenn sambandsins, þ.e. Löggarður og Lára V. Júlíusdóttir, um þau mál. Rafiðnaðarsambandið
hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að þjálfa upp trúnaðarmenn sambandsins og hefur
verið varið til þess á aðra millj. króna á ári. Starfsmenn RSÍ : Guðmundur Gunnarsson form. kjarasamningar og samskipti út á við; ASÍ, nefndarstörf
og norræn samskipti. Helgi R. Gunnarsson framkv.stj. dagleg stjórnun á skrifstofu, kjarasamningar og
nefndarstörf. Sigurður Hallvarðsson gjaldkeri, atvinnuleysistryggingar, styrktarsjóður, útsendingar og
umsjón kjörskráa. Þór Ottesen og Ísleifur Tómasson samskipti við vinnustaði, vinnuverndarmál, viðhald
orlofshúsa. Hulda Jakobsdóttir ritari, bókhald, útleiga orlofshúsa. Sæmundur Hrólfsson umsjón og
eftirlit orlofshúsa, hlutastarf. Starfsmaður Ákvæðisvinnustofu : Þór Ottesen, hlutastarf. Ákvæðisvinnustofan sér um viðhald taxtans, en hann hefur verið í mikilli
endurnýjun undanfarið ár og næstunni kemur út endurskoðað taxtakerfi, þar sem margir verkþættir hafa
verið sameinaðir og eins hefur verið bætt við nýjum þáttum fyrir margskonar tæknibúnað. Þetta
gerir notkun taxtans einfaldari. Stofan mun í vor senda frá sér nýtt ákvæðisvinnuforrit. Sú ákvörðun
að dreifa forritinu ókeypis til félagsmanna hefur reynst farsæl og rétt ákvörðun hjá RSÍ og er
notkun taxtans að aukast aftur. Einnig er taxtinn mikið notaður við verkáætlanir og tilboðsgerð.
Reglulega berast til stofunnar beiðnir um að meta verk sem deilur standa um.
Starfsmaður Félags íslenskra rafvirkja : Ísleifur Tómasson, hlutastarf. FÍR ákvað 1999 að ráða starfsmann í hlutastarf. Undanfarið ár hefur snúist
mikið um undirbúning 75 ára afmælisárs félagsins og verða margskonar uppákomur í tilefni af því. Félagið
sendi öllum félagsmönnum merkt veski um áramótin og dagatal. Afmælishátíð verður að Stórhöfðanum þann 24. maí. FÍR mun einnig sjá um hina árlegu fjölskylduhátíð
rafiðnaðarmanna um Jónsmessuna að Apavatni, hún verður nú 22. - 24. júní. Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins : Ísleifur Árni Jakobsson framkv.stj., Stefán Ó Guðmundsson. Stofan sér um umsjón og endurnýjun námskráa rafiðnaðargreina. Mat á námi
erlendra rafiðnaðarmanna, eins ef einstaklingar vilja hefja nám í rafiðngrein. Eftirlit með námsamningum.
Umsjón prófabanka sveinsprófsnefnda og umsjón sveinsprófa. Samskipti við menntamálaráðuneyti og
verkmenntaskóla. Skrifstofan starfar í nánu samstarfi við Félag kennara í rafiðngreinum. Fulltrúar á landsbyggðinni : Bjarni Árnason starfar nokkrar klst. á viku á skrifstofu á Akranesi og Helgi
Jónsson í RFN sér um skrifstofuna á Akureyri. Ómar Baldursson í FRS sér um skrifstofuna á Selfossi og
Arnoddur Jónsson í RFS um málefni sambandsins á Suðurnesjum, Þórður Bachmann í Borgarnesi, Júlía Björk
Þórðardóttir á Ísafirði, Ingimar Hólm Ellertsson og Frosti Frostason á Sauðárkrók, Vigfús Ingi
Hauksson Siglufirði, Magni B. Sveinsson á Neskaupstað, Sigurður Karlsson á Höfn, Gunnar Jónsson Kirkjubæjarklaustri,
og Arngrímur Magnússon í Vestmannaeyjum. Nýja húsið við Stórhöfða.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Fjöldi félagsmanna Í aðildarfélögum sambandsins voru
1999 og 2000 :
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Í dálknum Alls eru allir taldir, en í dálknum Skattskyldir er bókhaldslegur
fjöldi þ.e. þeir sem eru félagsmenn hluta úr ári eru færðir saman og myndaður þannig heildarfjöldi
fullgreiðandi félagsmanna. Sú stærð er notuð við skattgreiðslur til annarra sambanda sem RSÍ er aðili
að. Breyting á félagsgjaldi Félagsgjaldið breytist eitthvað hjá öllum og mismunandi eftir
tekjusamsetningu hvers einstaklings. Ef menn vinna að staðaldri mikla yfirvinnu eða meira en 93 yfirv.klst.
á mán. að jafnaði alla mánuði ársins, þá þýðir breytingin hækkun félagsgjalds. Ef unnin er minni
yfirvinna jafngildir breytingin lækkun. Fyrir þá sem eru að greiða hæstu félagsgjöldin og liggja uppi
í þakinu þýðir breytingin lækkun um 424 kr. á mánuði. Undanfarin ár hefur lítið verið um verkfallsátök og verkfallsjóður er þess
vegna orðinn mjög öflugur. Á þeim forsendum ákvað síðasta þing að 10% félagsgjaldsins fari tímabundið
til orlofshúsakerfisins í nokkur ár vegna mikillar uppbyggingar og 14% í verkfallssjóð í stað 24% áður. Nokkuð hefur borið á því að verktakar og aðrir hafi sótt í RSÍ vegna
hagstæðra námskeiðsgjalda og góðra styrkja frá Styrktarsjóð, og viljað greiða einungis í þá sjóði og þá afturvirkt til þess að öðlast full réttindi
strax. Þessir aðilar hafa svo gefið upp laun sem eru lægri en lægstu taxtar á vinnumarkaði. Settar hafa
verið strangari reglur um inngöngu í sambandið. Það er leitt til þess að vita að til séu aðilar,
sem hiklaust ætlast til þess að fá að njóta alls þess sem fullborgandi félagsmenn hafa skapað án þess
að taka þátt í að greiða fyrir það. Félagsgjald í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambandsins er 1.1% af
heildarlaunum. Félagsgjaldinu er í dag skipt milli sjóða innan sambandsins í þeim hlutföllum eins og
myndin hér að neðan sýnir. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
RSÍ gerðist aðalstyrktaraðili íslenska kvennahandboltalandsliðsins, með 3ja ára samning. Með því vill RSÍ minna á það forvarnarstarf sem unnið er í íþróttahreyfingunni. Í samningnum stendur m.a. : A-landslið kvenna í handknattleik mun leika með auglýsingu frá RSÍ á keppnisbúningum sínum Á æfingabúningi verður auglýsing frá skólum rafiðnaðarmanna. Landsliðsmenn og þjálfarar HSÍ munu taka þátt í kynningarstarfi RSÍ Tvö skilti með merkjum RSÍ og Rafiðnaðarskólans verða sett upp á öllum landsleikjum, A-landsliða karla og kvenna, í handknattleik hérlendis. RSÍ verður helsta stuðningsfyrirtæki HSÍ og íslenska kvenna landsliðsins í handknattleik í sambandi við undirbúning og þátttöku liðsins í stórmótum til 31. mars 2003. Fyrir auglýsingar við leikvöll og á keppnisbúningi mun RSÍ og Rafiðnaðarskólinn greiða HSÍ kr. 2.100.000 (auk vsk) á meðan á samningstíma stendur. RSÍ mun verðlauna árangur A-landsliðs kvenna sérstaklega nái landsliðið eftirfarandi árangri á samningstímanum, 200.000 kr. fyrir að spila í forkeppni HM sem haldinn verður í nóvember árið 2000.og 200.000 kr. fyrir að spila í áskorendaleik um sæti á HM í maí árið 2001. Heimasíðan Heimasíðan hefur auk þess reynst mjög góður vettvangur til þess að koma
á framfæri upplýsingum um starfsemina og skoðunum og sjónarmiðum sambandsins. Mikil greinaskrif voru á
síðunni síðasta ár þá sérstaklega vegna undirbúnings þings ASÍ. Þar kynntum við sjónarmið okkar
hvers vegna við töldum að breyta þyrfti skipulagi ASÍ. Margir í verkalýðsforystunni virtust ekki þola
þessa umræðu, en í stað þess að svara með málefnanlegum hætti var lagst í hinar venjubundnu
skotgrafir, eins og reyndar er algengt meðal okkar íslendinga. Fræg ummæli nóbelskálsins í
Innansveitarkróníku lýsa þessu vel, “ Því hefur verið haldið fram að íslendingar beygi sig lítt
fyrir skynsamlegum rökum, fjármálarökum varla heldur, en leysi vandræðu sín með því að stunda orðhengilshátt
og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við, en verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær
sem komið er að kjarna málsins.” En við urðum áþreifanlega varir við að mjög margir lesa þau
sjónarmið, sem sett eru fram á síðunni og oft vitnað til hennar í fjölmiðlum. Árangur þessarar baráttu
var m.a. nýtt skipulag ASÍ sem var samþykkt á síðasta þingi, það var nánast eins og við höfum
barist fyrir. Gríðarlegur vöxtur síðunar hefur leitt til þess að slóðir eru ekki
alltaf nægilega greinilegar. Í undirbúningi er endurhönnun síðunnar, eins verður hún gerð gagnvirkari
m.a. með því að félagsmenn geti slegið inn félagsnúmer sitt og fengið upplýsingar um stöðu sína,
t.d. punktafjölda í orlofskerfinu. Eins upplýsingar um hvaða orlfoshús eru laus og sótt um orlofshús. Samkomulag við Eflingu og Starfsgreinasambandið um félagsaðild Þetta samstarf hefur gengið vel, nokkuð hefur verið um að menn hafi viljað
færa sig yfir til okkar en vinnuveitandinn hefur hafnað því. Það er þetta með félagafrelsið, það
er nokkrir sem túlka það þannig, að það sé frelsi vinnuveitenda til þess að ákveða hvort og þá
í hvaða stéttarfélagi launamenn séu. Trúnaðarráðstefna RSÍ 2000 Næst fór Stefán Ó. Guðmundsson yfir starfsemi Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.
Skrifstofan er nýflutt ásamt Fræðsluskrifstofu Matvís í nýja húsið að Stórhöfða 31. Helstu
verkefni Fræðsluskrifstofunnar eru samskipti við Menntamálaráðuneytið m.a. umsjón sveinsprófa, námssamninga
og endurskoðun námsskráa rafiðngreina. Einnig metur skrifstofan nám og réttindi þeirra sem vilja hefja
nám í rafiðnaðargreinum, einnig fjallar hún um réttindi erlendra rafiðnaðarmanna. Þá var komið að Birni Ágúst Sigurjónssyni formanni orlofsnefndar. Hann fór
yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum nefndarinnar og útleigu orflofseigna RSÍ. Mikil umræða varð um
framleigu orlofshúsa og hvernig hún hefur vaxið undanfarin misseri. "Það er óásættanlegt að fjölmargir
félagsmenn standi í langri biðröð eftir orlofshúsi, á meðan utanfélagsmenn eru að nýta húsin. Við
erum að greiða niður hverja viku um 20 þús. kr. úr félagssjóði og þeir peningar eiga að renna til félagsmanna
og barna þeirra, ekki annarra. Til þess að sporna gegn þessu verður frá og með næstu áramótum teknir
þrír punktar af fyrir hverja vetrarleigu. Einnig kemur til greina að vera með tvennskonar gjaldskrá. Óbreytta
fyrir félagsmenn, en ef komið er að einhverjum utanaðkomandi í húsunum þá verða þeir að greiða
fullt verð eða kr. 35 þús fyrir hverja viku." Dagskránni lauk kl. 11.30 á föstudagskvöld og kl. 9.00 á laugardagsmorgun mættu
Ásmundur Stefánsson og Rannveig Einarsdóttir og fjölluðu um samningatækni og samskipti innan
samninganefnda. Innlegg þeirra var vægast sagt mjög fróðlegt og almenn ánægja meðal ráðstefnugesta.
Á laugardagskvöld var sameiginlegur kvöldverður. Á sunnudagsmorgun hófst ráðstefnan kl. 10.00 með því að formaður RSÍ
fjallaði um starfsemi RSÍ. Hann fór sérstaklega yfir félagsgjaldið og hvernig það skiptist. Félagsgjaldið
breytist nú um áramótin úr 2% af daglaunum í 1,15% af heildarlaunum. Það er rúmlega 15% lækkun á félagsgjaldinu. Félagsgjaldið skiptist þannig í dag 40% fer til sambandsins, 35% til aðildarfélags,
14% í vinnudeilusjóð, 10% í orlofssjóð og 1% í styrktarsjóð. Sambandið sér um allan félagslegan
rekstur, gerð og umsjón kjarasamninga. Allir starfsmenn eru hjá RSÍ og flestallir félagsfundir eru
haldnir á sameiginlegum grunni á vegum RSÍ. Sambandið hefur með að gera alla umsjón sjóða rafiðnaðarmanna,
orlofssjóð og umsjón og viðhald orlofshúsa. Styrktarsjóð, úthlutun dagpeninga, íþóttastyrkja, útfararstyrkja
og annarra styrkja. Umsjón verkfallsjóðs og menningarsjóðs sem á allar húseignir RSÍ eins og Stórhöfðann
og skrifstofur út á landi. Aðildarfélög nýta sinn hluta til kostnaðar vegna stjórnarfunda og einnig
eiga þau stóran hluta þess húsnæðis sem Rafiðnaðarskólinn er í. Þau styrkja skólann í því formi
að húsaleiga er í lágmarki og oft er hún gefin til baka í formi kennslutækja. Verkfallssjóður RSÍ er einn fárra innan ASÍ og er sá langsterkasti pr. félagsmann.
Einnig býr sambandið að því skipulagi að það er með 25 sér kjarasamninga þannig að hverfandi líkur
eru á að allt sambandið fari samtímis í verkfall. Þó að hluti félagsmanna sé í átökum, þá er
hinn hlutinn í vinnu og greiðir í sjóðinn. Guðmundur svaraði spurningum um hvort hægt væri að lækka
félagsgjaldið frekar. "Það er hægt, en hvað vilja menn þá taka í burtu? Við erum með 5
starfsmenn í félagslegu þjónustunni og umsjón orlofshúsanna, það er ekki hægt að minnka þar nema
þá að skerða þjónustuna, sem ég á ekki von á að félagsmenn sætti sig við. Þá er það
verkfallssjóðurinn mörg stéttarfélög eru ekki með verkfallssjóð, en eftir því sem ég hef heyrt á
félagsfundum, þá á ég ekki von á það sé vilji til hjá okkur að skerða hann. Það væri þá helst
að lækka þann hluta sem rennur til aðildarfélaga, en ég á ekki von á að aðildarfélögin séu tilbúin
til þess". Síðan tók skrifstofustjóri RSÍ Helgi R. Gunnarson við og fór yfir reglugerð
Styrktarsjóðsins. Sjóðurinn er með ákaflega rúma reglugerð og eru félagsmenn með góðar tryggingar
í gegnum sjóðinn. Hann greiðir 250 þús. kr. vegna útfarar, auk þess greiðir hann svipaða upphæð
til eftirlifandi maka og einnig bætur til barna sem eru undir 18 ára. Sjóðurinn tryggir sjóðfélögum
eftir að greiðslum frá atvinnurekenda lýkur 80% af meðaltali launa næstliðinna 6 mánaða. Sama gildir
um fæðingar- og foreldraorlof. Auk þess greiðir hann styrki vegna áfengismeðferðar, glasafrjógvunar, lýtaaðgerða
og lyfjakostnaðar auk þess eru heimildir til þess að styrkja félagsmenn í sérstökum tilfellum. Gjaldkeri RSÍ Rúnar Bachmann fór yfir fjárhagsáætlun RSÍ og sjóða
sambandsins fyrir 2001. Áætlaðar tekjur sambandsins verða á næsta ári um 41.5 millj. kr. Áætluð gjöld
skiptast í laun og rekstrarkostnað 21 millj. Funda- og fræðslukostnaður 7 millj. Samningar 4 millj.
Heimasíða og jólablað RSÍ blaðsins 4.8 millj. Félagsstarf, fjölskylduhátíð, golfmót 2.7 millj. Ýmis
kostn. m.a. styrkur til kvennahandboltalandsliðsins 1,2 millj. Í lok ráðstefnunnar kom skrifstofustj. ASÍ Halldór Grönvold og fjallaði um
þær breytingar á fæðingar- og feðraorlofslögum sem urðu um síðustu áramót. Þar er um verulega réttarbót
að ræða fyrir launamenn og umtalsverður sigur fyrir þá því fyrir þessu höfum við barist í mörg ár.
ASÍ mun gefa út kynningarbæklinga í næsta mánuði. Alþýðutrygging Miðstjórn RSÍ tók jákvætt í það að standa að stofnun tryggingafélags,
þrátt fyrir að ekki væri sjáanlegur hagur fyrir félagsmenn RSÍ af þeirri tryggingu sem boðið væri
upp á í byrjun. En þar sem hér er um að ræða mikla réttarbót fyrir íslenska launamenn og það væri
ábyrgðarhluti að henda því frá sér. Þetta væri einungis fyrsta skrefið í að byggja upp öflugt
tryggingafélag samborið við reynslu félaga okkar á Norðurlöndunum. Verzlunarmenn tóku ekki í mál að
vera með í þessu og það gerði samsetningu hópsins óhagkvæmari til tryggingar en ella. Á
hluthafafundi sem haldinn var í haust kom í ljós að einungis Rafiðnaðarsambandið ásamt þremur öðrum
verkalýðsfélögum út á landi lýstu yfir vilja til þess að stofna Alþýðutryggingu. Þá var ekkert
annað að gera en að slíta félaginu. Nú nýlega er farið að hreyfa málinu aftur í framhaldi af því að nokkrir
tryggingarmiðlarar hafa haft samband við stéttarfélögin og boðið þeim margskonar hóptryggingar á mjög
góðu verði. Að tillögu formanns RSÍ var samþykkt í miðstjórn ASÍ að stofna nokkurskonar
tryggingarráð sem reyndi að hafa heildarsýn yfir tilboðin og þá að reyna að ná saman sem flestum stéttarfélögum
til þess að ná verðum niður. Byggingarreglugerð og löggildingar rafvirkjameistara SART og RSÍ vöktu í vetur athygli á því ófremdarástandi sem skapaðist
vegna löggildinga Umhverfisráðuneytisins til handa rafvirkjameisturum samkvæmt Skipulags- og byggingarlögum
frá 15. maí 1997 og Byggingarreglugerð frá 1998. Löggilding Umhverfisráðuneytisins til handa rafvirkjameisturum veitir þeim
engan rétt, þar sem að veitingin stangast á við önnur lög og reglugerðir, þ.e.a.s. Lög um öryggi
raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Jafnframt reglugerð um raforkuvirki, en þar segir m.a "B löggilding
er löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki og til viðgerða á hverskonar rafföngum á lágspennusviði
á almennum markaði." Auk þess segir : "Sá sem vill
öðlast B löggildingu, sem er löggilding til starfa við lágspennuvirki verður að: Hafa sveinsbréf í
rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi rafiðna (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla og
hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja." Byggingarreglugerðin í heild sinni stenst ekki gagnvart rafvirkjameisturum. Í
öllum tilfellum þurfa þeir löggildingu Löggildingarstofu skv. Reglugerð um raforkuvirki. Erindi vegna þessa máls voru send Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og
Umverfisráðherra. Deilur við Sultartanga Á síðasta ári voru deilur vegna faglegs frágangs við Sultartanga og vegna
samskipta milli íslenskra fyrirtækja og erlendra. RSÍ mótmælti þeirri mismunun sem felst í því að
Landsvirkjun þýðir verkútboð á erlend tungumál, íslensk fyrirtæki verða að kaupa dýra túlkun yfir
á íslensku ef þau ætla að geta boðið í verkin. Einnig gagnrýndi RSÍ mismunandi mati sem lagt væri
á fagleg vinnubrögð. Þess er krafist réttilega af íslenskum rafiðnaðarmönnum að þeir skili verkum sínum
með faglegum hætti og noti viðurkenndan búnað. Gagnvart erlendum fyrirtækjum væri allt annað upp á
teningnum. Þau komast upp með lélegan frágang og eru stundum að setja upp búnað sem ekki er viðurkenndur gagnvart íslenskum fyrirtækjum. Vanir íslenskir rafiðnaðarmenn sem hafa starfað við uppsetningu á fleiri en
einni virkjun sögðu að Sultartangavirkjun væri faglegur ruslahaugur. Þegar erlendu rafiðnaðarmennirnir
væru farnir yrði Landsvirkjun að laga þann búnað, sem erlendu fyrirtækin hafa komist upp með að setja
þar upp og endurmontera þurfi skápa sem þeir hafi sett upp. Í heimsóknum starfsmanna RSÍ á staðin kom
í ljós að margt var ábótavant við aðbúnað og öryggistæki á staðnum. Þegar Landsvirkjun var bent
á þeta var það lagfært umyrðalaust. Forstjóri Landsvirkjunar bauð síðar framkv.stjórn RSÍ í skoðunarferð í
Sultartanga, þá var búið að lagfæra allt sem misfarist hafði. Forsvarsmenn Landsvirkjunar vonuðust til
þess að svona slys myndu ekki koma fyrir aftur, en það væri erfitt að eiga við sum erlendu fyrirtækjanna. Eins risu upp deilur milli innlendra og erlendra rafverktakafyrirtækja vegna
uppgjöra á verkum. Starfsmaður RSÍ fór á fund forsvarsmanns erlendu fyrirtækjanna og afhentu þeim bréf
með mótmælum vegna mismunandi faglegra krafna sem gerðar eru til íslenskra og erlendra fyrirtækja. Því
var einnig mótmælt að erlendu fyrirtækin gerðu ekki upp við íslenska undirverktaka og þegar þeir
reyndu að þrýsta á um greiðslur flyttu erlendu fyrirtækin inn erlenda rafiðnaðarmenn og létu þá
ganga í störf íslendinganna. Forsvarmönnum erlendu fyrirtækjanna var bent á þá venju sem tíðkist hér,
að rafiðnaðarfyrirtæki og rafiðnaðarmenn gangi ekki inn í verkefni hjá öðrum fyrirtækjum standi
yfir deilur um uppgjör eða ógreidd laun. Forsvarsmaður erlenda fyrirtækisins brást illa við. Þegar starfsmaður RSÍ
ætlaði að fara að tala við írsku rafiðnaðarmennina og afhenda þeim einnig þessi gögn, bannaði hann
þeim að tala við íslendinga og taka við nokkru skriflegu efni frá þeim. Hinir írsku félagar okkar tjáðu
þá starfsmanni RSÍ að ef þeir töluðu við hann þá yrði þeim sagt upp og þeir sendir heim með næstu
vél. Rétt er að taka fram að hinir írsku félagar okkar eru greinilega færir og vanir rafiðnaðarmenn.
Það er aftur á móti það efni sem þeim er gert að vinna úr og þau afköst sem þeim er gert að skila
sem leiða til þess ástands sem er á rafbúnaðinum. Við nánari athugun virðist enginn hafa löggildingu hér á landi fyrir hið írska fyrirtæki og það er því Landsvirkjun sem leppar það og er því í raun faglega ábyrgt fyrir óvönduðum búnaði og vinnubrögðum. Síðar þurfti að stöðva vélar virkjunarinnar til að skipta út lágspennustýriskápum sem eru faglega óásættanlegir og óhæfir. Einnig þurfit að skipta þá út öðrum hlutum sem reyndust ónothæfir. |
||
|
Úthlutanir Eftir að sambandið keypti tvö hús á Spáni fyrr í vetur eins og fjallað er
um hér aftar. Þá komu fjölmargar beiðnir um að sambandið leigði hús á Spáni í sumar og öðlaðist
þannig reynslu fyrir næsta vetur þegar húsin okkar verða sett í leigu. Við því var orðið og var
eitt hús leigt. Fjöldi umsókna barst og þegar búið var að úthluta kom í ljós að auðvelt var að
fylla aðra íbúð og var hún því leigð. Ákveðið var að leigja húsin út í tveggja vikna pökkum og
dreifa jafngildi einnar niðurgreiðslu orlofshúsanna hér heima á hvert tímabil. Umsóknir um páskana voru nú um þrefallt fleiri en áður. Alls sóttu 95 um
þá 29 valkosti sem í boði voru. Langflestir sóttu um íbúðirnar á Akureyri, en einnig umtalsverður fjöldi
um potthúsin á Suðurlandi og í Borgarfirði. Inn í þetta spilar örugglega tvennt, ekkert skíðafæri
á Suðvesturhorninu og eindæma blíða á landinu. Allt fór út í fyrstu umferð utan annað húsið í Lóni
og eitt minni húsanna á Klaustri. Framleiga húsa og slæm umgengni Á síðasta ári var mikil umræða meðal félagsmanna um framleigu orlofshúsa
og hve mikið hún hafi vaxið undanfarin misseri. Það er óásættanlegt að fjölmargir félagsmenn séu
í langri biðröð eftir orlofshúsi, á meðan utanfélagsmenn væru að nýta húsin. Við erum að greiða
niður hverja viku um 17 þús. kr. úr félagssjóði að jafnaði og þeir peningar eiga að renna til félagsmanna
og barna þeirra, ekki annarra. Til þess að sporna gegn þessu var um síðustu áramót ákveðið að taka þrjá punkta af fyrir hverja helgarleigu
um veturna. Einnig kemur til greina að vera með tvennskonar gjaldskrá. Óbreytta fyrir félagsmenn, en ef
komið er að einhverjum utanaðkomandi í húsunum þá verða þeir að greiða fullt verð eða kr. 35 þús
fyrir hverja viku. Það er einnig áhyggjuefni að umgegni um húsin hefur í sumum tilfellum ekki
verið nægjanlega góð. Þrifnaður er stundum ekki ásættanlegur. Sumir hafa verið með kröfur um að
sambandið sjái um þrif milli útleiga. Það segir sig sjálft að ef svo væri þá væri ekki verið að
tala um að leigja út hús fyrir þær upphæðir sem útleigan er í dag, leiguverðið þyrfti þá væntanlega
að hækka um helming. Viðhald húsa og ný hús. Á síðasta sumri var boðið upp á nýja valkosti. 3 ný hús voru tekin í
notkun við Hæðargarðsvatn við Kirkjubæjarklaustur. Þetta eru 30 ferm. hús með einu svefnherbergi en
önnur aðstaða er svipuð og í hinum orlofshúsunum. Húsin voru ekki sett inn í úthlutunarkerfið heldur
var þeim úthlutað með sama hætti og í vetrarleigunni, menn geta hringt inn og pantað eina eða fleiri nætur.
Þetta reyndist vinsælt og voru húsin í leigu allar helgar og oft í miðri viku. Félagsmenn sem voru á
ferð um svæðið nýttu húsin oft í miðri viku. Nokkur húsanna við Hæðargarðsvatn hafa verið í
leigu í vetur Í fyrra gerum við samning við Einingu á Akureyri, þeir fengu eitt húsa
okkar í Lóninu en við fengum eitt hús á Illugastöðum, báðir aðilar voru ánægðir með þetta
fyrirkomulag og var ákveðið að halda því áfram þetta ár. Undanfarin ár hefur margsinnis komið upp sú umræða hvort sambandið eigi að kaupa orlofshús erlendis þá hefur sérstaklega verið bent á Spán, sakir þess að mörg starfsmannafélög og einstaklingar hafa keypt fleiri hundruð hús á svæðinu kringum Torreveija, rétt sunnan Alicante. Nú eru þangað reglulegt flug a.m.k. einu sinni á viku frá páskum fram á haust. Því var ákveðið að starfsmenn sambandsins færu þangað í haust og þeir myndu kynna sér hvaða möguleikar væru í boði. Niðurstaða þessa varð sú að RSÍ keypti 2 hús og Matvís keypti eitt. Húsin verða afhent næsta vetur og ætlunin að þau verði tekin í notkun páskana 2002. Þessi umræða varð til þess að fjöldi beiðna kom fram um að sambandið leigði hús í sumar á þessu svæði. Sambandið leigði því tvö hús og eru þau þegar fullleigð. Einnig var ákveðið að leigja orlofshús í Vestmannaeyjum í sumar og setja það inn í útleigukerfið, golfáhugamenn hafa lýst yfir sérstakri ánægju með þetta framtak. Í vetur hafa orlofshúsin við Skorradalsvatn verið tekin í gegn, skipt um húsbúnað og skápa. Verandir endurnýjaðar og sett upp útigeymsla. Ákveðið hefur verið að taka þessi hús úr leigu yfir háveturinn, aðkoma að þeim er erfið á veturna, bratt og snjóþungt. Á þeim forsendum hefur miðstjórn ákveðið að það verði ekki settir heitir pottar við húsin á næstunni a.m.k. Á síðasta ári var farið í svipaðar framkvæmdir á 3 húsum sambandsins við Einarsstaði. Um áramótin síðustu keypti RSÍ fjórðu íbúðina við Ljósheima. Hún
er eins og stærri íbúðin sem við eigum þar, um 80 ferm. með tveimur rúmgóðum svefnherbergjum. Það
þurfti að leggja í töluverðar endurbætur á íbúðinni svo hún yrði sambærileg og hinar íbúðirnar.
Það var orðin veruleg þörf á að bæta við íbúð hér í Reykjavík, hinar íbúðirnar voru bókaðar
langt fram í tímann. Svignaskarðshúsin hafa verið með vinsælustu húsum sambandsins síðan við skiptum þar um hús og settum upp heita potta upp við húsin. Þetta varð til þess að fleiri stéttarfélög settu upp heita potta við hús sín og vatnsnotkun hefur því margfaldast á svæðinu. Fyrir nokkru barst tilkynning um að nú væri svæðið vatnslaust og taka yrði húsin úr leigu. Þetta snerti okkur vitanlega illa því við vorum búin að leigja húsin út fram í miðjan maí. Vatn er tekið úr mel sem er skammt frá Gljúfurá. Í þurrkum hefur vatni úr ánni verið dælt á melinn. En melurinn var frosinn þannig að ekki var hægt að gera það nú. En með því að láta vatn úr nýrri hitaveitu renna á melinn var hann þýddur og komst vatn á aftur eftir 2ja vikna hlé. Greinilegt er að það verður að taka til hendinni og koma upp öflugri kaldavatnsveitu við Svignaskarð. Eftir áralanga baráttu fengum við loks að setja upp heita potta við orlofshúsin
okkar í Ölfusborgum. Svo einkennilegt sem það nú er þá snéru öll félögin sem barist höfðu hvað
harkalegast gegn okkur, við blaðinu og vildu fá heita potta. Þetta varð til þess að auka þurfti
afkastagetu heitavatnskerfisins. Eftir að nýja hitakerfið var
tekið í notkun síðasta sumar kom í ljós að ekki hafði verið nóg að gert og afkastageta þess var
enn ekki nægjanleg. Í vetur hafa farið fram endurbætur og er nú talið að búið sé að komast fyrir
alla byrjunarörðugleika. Eins og við héldum fram fyrir daufum eyrum þá hefur notkun húsanna í Ölfusborgun
aukist jafnt og þétt síðan heitu pottarnir komu. Með tilkomu orlofssvæðisins við Apavatn var
ákveðið að selja húsin á Snæfoksstöðum og eins Hraunborgum. Eins og kom fram í síðustu skýrslu
þá var hætt við að selja húsið í Hraunborgum, sakir þess hversu vinsælt það er. Annað húsið á Snæfoksstöðum var selt strax og var ætlunin að
selja hitt síðasta sumar. Ekki fengust viðunandi tilboð í húsið, eins ákvað miðstjórn að fresta fjölgun
húsa við Apavatnið á meðan sambandið væri að kljúfa byggingarkostnað á nýju skrifstofuhúsi. Því
var ákveðið að fresta sölu hússins, enda er það í leigu allt árið. Tjaldvagnaútgerðin Síðasta sumar voru 3 tjaldvagnar staðsettir inni á svæði Útivistar í Básum
í Þórsmörk. Þeir voru ekki settir inn í úthlutunarkerfið heldur leigðir út með sama hætti og í
vetrarleigunni. Þessi útgerð vakti mikla athygli og ánægju margra. Vagnarnir voru í leigu allar helgar,
en lítið í miðri viku. Að fenginni reynslu frá því í fyrra, þá verða tjaldvagnarnir sem voru inn
í Þórsmörk settir aftur í útleigukerfið, en fellihýsi keypt og þau sett upp inn í Þórsmörk. Frá
vögnunum er stutt í snyrtingar Útivistar og aðgengi að sturtum. Dvalargestum stendur til boða öll
dagskrá sem Útivist býður upp á, varðeldar á laugardagskvöldum og gönguferðir um svæðið. Tjaldvagnaútgerðin hefur undanfarin sumur verið rekin í samvinnu við Matvís
og hefur það rekstrarform reynst báðum aðilum farsælt. Nokkrir vagnar hafa verið staðsettir á
Akureyri og hafa félagsmenn nýtt sér þann möguleika vel. Orlofssvæðið við Apavatn
Veturinn 1999/2000 var skipt um allar innréttingar í orlofshúsunum fjórum og þau endurskipulögð. Í vetur hefur hluti stóra hússins verið tekinn í gegn. Snyrtingar endurnýjaðar og bætt við sturtum. Einnig voru tvö svefnherbergjanna tekin í gegn. Næsta vetur er áformað að ljúka endurnýjun hússins, þá verður eldhúsið flutt inn í salinn, þar sem nú eru tvo lítil svefnherbergi. Þau verða aftur á móti sett upp þar sem eldhúsið er nú og stækka þau umtalsvert við það. Með tilkomu tjaldsvæðis þá var ákveðið að ráða sumarstarfsmann til þess að sjá um svæðið á Apavatni. Í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur var ákveðið að reisa í vetur nýtt umsjónarmannshús við innkeyrsluna á svæðið og hafa undir því stóran kjallara sem rúmaði tækjabúnað og þann varabúnað sem þarf fyrir orlofshúsin í Árnessýslu. Þá væri hægt að rýma umsjónarmannsíbúðina í stóra húsinu og geymslurnar. Félagsmenn sem hafa haft húsið í leigu hafa kvartaði undan því að hafa umsjónarmann inn á sér. Umsjónarmenn hafa svo kvartað undan því hversu hljóðbært húsið sé og hafa oft frekar kosið að gista á tjaldsvæðinu um helgar. Með tilkomu nýja hússins er hægt að rýma geymslurnar í stóra húsinu og stækka þá íbúðina og gera hana skemmtilegri og leigja hana út með húsinu. Þar sem geymslurnar eru aðskildar í kjallaranum verður hægt að hafa nýja umsjónarmannshúsið í helgarleigu yfir veturinn og var það tekið í notkun um síðustu páska. Með aukinni notkun húsanna á Apavatnssvæðinu kom í ljós að heita vatnið var ekki nægjanlegt og við fengum ekki allt það vatn sem við vorum að greiða fyrir. Seljandinn stækkaði því heimæðina á síðasta ári og stækkaði dælurnar. Með tilkomu tjaldsvæðisins kom það fyrir nokkrum sinnum á síðasta sumri að kalda vatnið þraut. Kalda vatnið er tekið úr borholu á svæðinu og með botndælu. Við höfum kannað hvort hægt sé að auka afköst vatnsveitunnar og talið er að það séu ekki hægt að gera ráð fyrir því. Skammt frá svæðinu er lind sem við höfum látið taka sýni úr og hafa þau reynst góð. Nú standa yfir samningar við bóndann um lindina og með tengingu hennar við kaldavatnskerfið verður nægt vatn á svæðinu auk þess skapast möguleiki til þess að setja upp brunahana. Einnig verða tengdir við kerfið nokkrir aðrir bústaðir sem mun lækka kostnað okkar verulega. Orlofsjóður FÍS sameinaður orlofskerfi RSÍ
Fyrirhugaðar framkvæmdir í orlofskerfinu Sambandið á rafbúnað til upphitunar á heitum pottum sem var í Snæfoksstaðahúsunum áður en heita vatnið kom þangað. Ofarlega á óskalista er að setja upp heita potta við húsin í Lóninu. Í bátaskýlinu við Apavatn er gufubað, sem er ónýtt. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort eigi að endurnýja það og setja þar setustofu og snyrtingar. Búið er að endurskipuleggja Apavatnssvæðið og gera ráð fyrir fleiri húsum þar. Þar er gert ráð fyrir tveim nýjun 10 húsa hverfum. Ráðgert er að hefja framkvæmdir við annað þeirra á næstu árum. Það hverfi er á vestanverðu nesinu, norðan við núverandi hús. Fyrsta skrefið í þeim framkvæmdum er vegalagning og lagning vatns og skolplagna. Samstarf við Félag bókagerðarmanna um golfvöll Dalbúa Frá því að orlofssvæði FÍS við Apavatn kom inn í orlofshúsakerfi RSÍ,
hafa verið uppi vangaveltur um hvort koma ætti fyrir golfvelli á svæðinu. Hægt er að byggja par þrjú
völl með 2 - 3 brautum, austan við skóginn sem umlykur tjaldsvæðið, á svæðinu niður að
vatninu. Síðastliðin vetur barst til RSÍ erindi frá golfklúbbnum Dalbúa. Klúbburinn var langt kominn með
uppbyggingu 9 holu vallar. Eftir að hafa skoðað málið ákvað miðstjórn í samráði við stjórn
golfklúbbs RSÍ, að það væri betra að hafa aðgang að 9 holu velli í stuttri fjarlægð frá Apavatni
og kæmi mun fleiri félögum RSÍ til góða. Völlurinn er nálægt því að vera mitt á milli Apavatns og
orlofssvæðis RSÍ í Brekkuskógi. Þetta er mun hagkvæmara en að byggja upp smávöll við Apavatn, auk
þess eru flatir jafndýrar hvort sem um er að ræða stóran eða lítinn völl og kalla á jafnmikla umsjón. Seinni hluta síðasta sumars var lokið við uppbyggingu vallarins. RSÍ fjármagnaði
gerð rúmlega þriggja flatna. Í stað þess fá allir félagsmenn RSÍ aðgang að vellinum fyrir hálft
daggjald, 500 kr. Einnig greiðir RSÍ nokkur félagsgjöld og fær þá ákveðinn fjölda sumarkorta sem verða
nýtt fyrir félaga okkar sem dvelja í orlofshúsum í grenndinni. Bygging golfskála var klúbbnum erfið. Stjórn Dalbúa leitað því til RSÍ
og Félags bókagerðarmanna í haust um að þessir aðilar kæmu inn í klúbbinn og tækju þátt í því
að koma rekstrinum í jafnvægi. Niðurstaðan varð sú að myndað var eignarhaldsfélag um skálann þar
sem FBM og RSÍ eiga hvort um sig 45% en Dalbúi á 10%.
Eignarhaldsfélagið tók síðan lán og gerði upp allar skuldir klúbbsins, en það verður síðan greitt
niður með leigutekjum frá Dalbúa. Í framhaldi af þessum viðræðum hafa komið fram hugmyndir um að kanna hvort
frekara samstarf geti verið aðilum hagstætt, t.d. samrekstur sláttuvéla og sameiginlegir starfsmenn að
einhverju leyti. Samstarfið við uppbyggingu vallarins hefur
verið mjög gott og báðum aðilum hagstætt, enda er stutt á milli þessara orlofsvæða. Ástæða er að
geta þess að RSÍ og FBM eiga mjög mikið samstarf á vettvangi starfsmenntamála í sameiginlegum rekstri
Margmiðlunarskólans og hefur uppvöxtur hans frá því samstarfið hófst verið ævintýri líkast. Spennugolf 2000 Eftir mörg góð og miður góð högg voru úrslit ljós. Í keppni án
forgjafar urðu úrslit eftirfarandi: 1. Guðbjörn Ólafsson 78 högg. 2. Arnar Sigurbjörnsson 84 högg og 3. Þórhallur Pálsson 86 högg Í keppni með forgjöf var um mikla spennu að ræða eins og vera ber í
spennugolfi en úrslit þar urðu eftirfarandi: 1. Ragnar Ingólfsson 69 högg, 2. Guðlaugur R. Hilmarsson 69 högg og 3. Sigurður R. Þorkelsson
70 högg Ragnar telst sigurvegari þar sem hann hefur betra skor á seinni níu holunum. Nýtniverðlaunin að þessu sinni hlaut Hanni Fossdalsá. Þá voru nokkur aukaverðlaun veitt eins og vanalega. Lengsta upphafshögg á
3ju braut átti Sigurður H. Hauksson, næstur holu í upphafshöggi á 6 braut var Guðbjörn Ólafsson
1,13me, á 14 braut var Sigurður H. Hauksson 4,15me og á 18 braut var Þórhallur Pálsson 1,56me frá holu. Svona glæsilegt mót verður ekki haldið nema með góðum stuðningi frá
velunnurum okkar en mörg fyrirtæki tengd rafiðnaði veittu okkur mikinn stuðning. Golfnefnd RSÍ mun halda næsta mót þ.e. SPENNUGOLF 2001 að Flúðum á
Selsvelli 8. júní nk. Einnig er rætt um að halda mót á golfvelli Dalbúans í Miðdal við Laugarvatn
fyrir háforgjafarmenn og byrjendur þ.e. ef veður og vallarskilyrði leyfa, það mót yrði áður en stóra
mótið eða síðast í maí, ef af þessu móti verður þá verður það auglýst. Það má til gamans geta þess að fyrsta SPENNUGOLFMÓTIÐ var haldið á Flúðum,
sem þá var bara 9 holu völlur, árið 1994 og mættu til leiks 22 kylfingar en síðan þá hafa 139
kylfingar komið til leiks. Aðeins 4 kylfingar hafa mætt á öll þessi 7 mót, þeir eru: Einar
Hafsteinsson, Gísli Ögmundsson, Sveinbjörn Guðjónsson og Stefán Ó. Guðmundsson Ákveðið hefur verið að halda námskeið í vor og fá golfkennara til að
til að taka byrjendur í golfíþróttinni innan RSÍ á námskeið í golfi og reglum þess. Reiknað er með
að hver hópur samanstandi af 8 einstaklingum og að kennslan fari fram á Reykjavíkursvæðinu. Í golfnefnd RSÍ eru Garðar Árnason, Guðbjörn Ólafsson,
Magnús Jaroslav Magnússon og Víðir Tómasson. Með þeim starfa Helgi R. Gunnarsson, Stefán Ó. Guðmundsson og Jón Árni Rúnarsson. Starfsmenn mótsins
voru Þór Ottesen, Ísleifur Tómasson og Sæmundur Hrólfsson. Formenn RSÍ og RFN afhentu verðlaun. |
|
Kjaramálaráðstefna Á síðasta samningstímabili hækkuðu heildarmánaðarlaun innan sambandsins að meðaltali um tæplega
38% og eru nú um 260 þús. Meðaldaglaun hækkuðu um 40% og eru nú að meðaltali rúmlega 160 þús. kr.
RSÍ var þátttakandi í gerð þjóðarsáttarsamninganna, eða skynsemisleiðarinnar hans Ásmundar Stefánssonar
eins og hún er oft nefnd, og hefur fylgt þeirri stefnu síðan. Á kjaramálaráðstefnu RSÍ, sem haldin
var haustið 1996 við upphaf undirbúnings síðustu kjarasamninga var samþykkt að stefna að áframhaldandi
stöðugleika og stefna að gerð kjarasamninga sem sköpuðu möguleika til aukins kaupmáttar. Í upphafi viðræðna síðasta vetur var að venju
haldin kjaramálaráðstefna RSÍ, þar kom m.a. fram að kjarasamningar til lengri tíma, t.d. 2ja ára, séu frekar til þess fallnir að stuðla
að stöðugleika og stígandi kaupmætti, en stuttir samningar. Ráðstefnan vildi ekki hafa forgöngu um að
þjóðfélagið færi á taugum og lenti í niðursveiflu á ímynduðum forsendum. Með sameiginlegu átaki
á að vera hægt að jafna efnahagssveiflur og setja markið áfram á "Stígandi lukku" eins og RSÍ
hafði forgöngu um við gerð síðustu kjarasamninga. Mörg teikn eru á lofti um að ekki verði hægt að
ná jafnmikilli kaupmáttaraukningu næstu ár, eins og tókst á yfirstandandi samningstímabili. En ráðstefnan
vildi að RSÍ tæki þátt í því, að verja þann árangur sem náðst hefur og telur að hægt sé með réttum
aðgerðum að halda áfram að auka kaupmáttinn í stað þess að yfirkeyra efnahagskerfið, sem leiði til
þess að kaupmáttur minnki. Helstu atriði sem ákveðið var að leggja áherslu á í komandi
kjarasamningum : Sérstaka hækkun lægstu launa. Sérstaka hækkun launa iðnnema. Hækkun lágmarkslauna í stærri framkvæmdum. Opnari og sveigjanlegri launakerfi Opnun á launalið samnings ef efnahagsforsendur fara úr skorðum. Lengingu orlofs. Hækkun trygginga og betri veikindarétt Betri skilgreiningar á hvíldartíma og frítöku Lengingu útkalla, við náðum því að verulegu leyti, þ.e. í 4 tíma að nóttu
og um helgar Greiðslur fyrir truflun í frítíma. Hækkun greiðslna í lífeyrissjóð og í séreignarsjóð. Ákvörðunarrétt starfsmanns um heimferð sé hann að störfum innan ákveðinnar
fjarlægðar frá heimili. Hækkun orlofs- og desemberuppbótar. Breytingu á bakvaktarálögum. RSÍ ætti að taka þátt í samráði ASÍ félaga gagnvart stjórnvöldum. Eftirfarandi mál voru nefnd : Hækkun
skattleysismarka og tekjutengingar barnabóta. Einnig fjölskyldumál og réttindakerfi foreldra eins og fæðingar- og foreldraorlof. Kjarasamningur RSÍ-SART/SA,
útdráttur helstu atriða : Þann 24. marz var undirritaður nýr kjarasamningur fyrir almenna markaðinn.
Samningstíminn er 4 ár, en hægt er að segja samningnum upp á árinu 2003, þannig að hann verði til 3ja
ára. Upphafslaunahækkun er 3,9% og svo um 3% á hverju ári. Nefnd á vegum ASÍ og SA skoðar árlega breytingar á vinnumarkaði og efnahagsástandi og ákvarðar hvort meiri launabreytingar eigi rétt á sér eða hvort launalið samningsins sé sagt upp. Nefnd á vegum RSÍ og SART mun endurskoða launatöfluna í samræmi við niðurstöður Kjararannsóknar um launaþróun á vinnumarkaði eins og gert var á síðasta samningstímabili, þá var bætt við kerfið tveim töxtum. Við undirskrift hækka lágmarkslaun í rafiðnaði um tæp 13% og verða kr.
90.000. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf hækka úr taxta 5 í taxta 6 eða um 10% og verða
kr. 117.861. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna sem bera tæknilega ábyrgð og geta starfað sjálfstætt er 10.
taxti og verða kr. 148.764. Þetta er nýtt ákvæði sem á að tryggja að vanir rafiðnaðarmenn séu ekki
á lægri launum en 10. taxta og á að skila því launaskriði
sem hefur verið á suðvesturhorninu út á landsbyggðina. Lágmarkslaun nema hækka um 30% og verða kr.
73.095 og fara í kr. 90.000 síðasta árið. Lágmarkslaun í virkjanaframkvæmdum hækka um 26% og verða
kr. 145.000. Í bókun kemur fram að SA telji að launakerfi RSÍ og SART séu lágmarkslaun á almennum
vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. Desemberuppbót hækkar í kr. 31.000 á samningstímanum. Desemberuppbót nema
fer í kr. 19.700. Orlofsuppbót hækkar í kr. 10.000 og hjá nemum fer hún í kr. 7.700. Á samningstímanum munu atvinnurekendur greiða 2% í séreignasjóð gegn jafnháu framlagi rafiðnaðarmanna. Útkall um nætur og um helgar lengist um eina klst. Inn kemur nýtt ákvæði sem kveður á um að verði rafiðnaðarmenn fyrir truflunum í frítíma beri þeim endurgjald. Öll ákvæði um hvíldartíma og frítökurétt eru mun skýrari og betri og er fallist á sjónarmið RSÍ um ágalla fyrri samnings. Hér er átt við skýringar um hvíldartíma og að yfirvinnulaun verði tvöföld fari hvíld niður fyrir 8 klst. Réttur rafiðnaðarmanna til fullra launa í veikindum tvöfaldast og getur ekki
fallið niður fyrir 10 daga eftir 3 starfsár og ekki niður fyrir mánuð eftir 5 ár. Hér er um verulega bót
frá fyrrverandi ákvæðum þar sem starfsmenn gátu fallið niður í engan rétt fyrsta mánuð ef skipt
var um vinnustað og svo 2 veikindadaga eftir það. Orlof vegna veikinda barna lengist um 3 daga eða í 10
daga eftir eins árs starf. Eftir áratuga baráttu um veikindarétt í orlofi erlendis tókst loks að fá
veikindi í orlofi á evrópska efnahagssvæðinu viðurkennd. Slysatryggingar hækka umtalsvert, t.d. við
varanlega örorku fara þær úr 5 millj. kr. í 12 millj. kr. Orlof lengist í 28 daga eftir 10 ára starf og
ávinnsla á hærri orlofsrétt styttist verulega ef skipt er um vinnustað. Nýr ákvæðisvinnusamningur var undirritaður og gerðar breytingar á honum
til samræmis við þær breytingar sem urðu þegar skrifstofu Ákvæðisvinnunefndar var lokað.
Einingakerfið verður endurskoðað og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir 1. des. næstk. Ákvæðisvinnutímaeiningin
hækkar um 2% aukalega nú og um önnur 2% um næstu áramót. Fullnægi atvinnurekandi ákvæðum um að útvega hlífðarfatnað. Ber hann
kostnað vegna þess. Útborgun launa síðasta virkan dag í mánuði. Það olli vandræðum ef mánuður
byrjaði á frídögum að útborgun sé fyrsta virkan dag í mánuði, þessu er breytt núna. Endurgjald ef
fyrirfram skipulagðri vinnu er aflýst tvöfaldast. Viðurkenndur er ákvörðunarréttur starfsmanna um
heimferð í vinnutíma ef þeir eru að störfum í innan við klst. fjarlægð frá heimili sínu. Þeir rafiðnaðarmenn sem starfa á þessum kjarasamningi fengu á síðasta
samningstímabili um 38% launahækkun, þar af var 13% umsamin launahækkun og 25% er til komin vegna
launaskriðs, sem endurspeglar að stærstum hluta atvinnuástand og svo aukna starfsmenntun í gegnum öflugt
starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna og svo, stjórnunar- og starfsaldursálög. Atvinnuástand hefur verið með
hreinum ólíkindum hjá rafiðnaðarmönnum. Auglýsingar eftir okkar fólki birtast mörgum sinnum í viku
og fjöldi fyrirtækja hefur ekki fengið svör. Hér má t.d. benda á álverksmiðjurnar sem hafa verið að
leita eftir rafiðnaðarmönnum mánuðum saman og eru að bjóða laun sem menn líta ekki við, þær fá
ekki eina einustu umsókn. Ákveðið að hætta birtingu launatöflu Á miðstjórnarfundi RSÍ í marz 2001 var harðlega átalið að starfsmenn hefðu
sent út óbreytta töflu. Töldu miðstjórnarmenn að betra hefði verið að slíta samstarfinu við SART
um launatöfluna og senda einungis út hver væru umsamin lágmarkslaun í rafiðnaði. Um það hefði verið
samið milli RSÍ og SART, að taflan myndi ætíð endurspegla þau laun sem væru á almennum markaði.
Samstarf RSÍ við SART hefði ætíð verið mikið og farsælt á mörgum sviðum og vildu miðstjórnarmenn
ógjarnan slíta samstarfi um birtingu leiðbeinandi launatöflu, en ef SART fengist ekki til þess að
endurskoða töfluna, þá væri ekki annað að gera en að slíta
samstarfinu og birta í Kaupskránni einungis lágmarkslaun. Eftir nokkra fundi RSÍ og SART um málið náðist ekki samkomulag og því mun
verða hætt við að birta Launatöflu SART og RSÍ í Kaupskrá RSÍ. Í stað launatöflunnar verður birt
lágmarkslaun, þ.e. taxti 1 fyrir tæknifólk, taxti 6 fyrir rafiðnaðarmenn með sveinspróf og taxti 10
fyrir rafiðnaðarmenn sem geta starfað sjálfstætt að verkefnum. RSÍ setti fram kröfur um að bæta við
töxtum í töfluna í samræmi við þá þróun sem hefur orðið á vinnumarkaði rafiðnaðarmanna. SART
hafnaði því og var svo komið að efsti launaflokkur launatöflunnar er nokkuð undir meðallaunum rafiðnaðarmanna.
RSÍ hélt því fram að það væri út í hött að vera birta launatöflu sem ekki endurspeglaði þau
laun sem verið væri að greiða. Einnig kom fram að skrifstofa RSÍ hefur að beiðni margra fyrirtækja
reiknað út launataxta fyrir ofan töfluna. Samningur við Íslenzka útvarpsfélagið. Helstu atriði nýs kjarasamnings RSÍ og fjármálaráðuneytis. A rammi almenn rafiðnaðarstörf frá 95.523 kr að 156.130 kr. B rammi meirihluti rafiðnaðarmanna. frá 114.209 kr. til 189.472 kr. C rammi deildarstjórn og faglegri ábyrgð. frá 130.585 kr. til 240.437 kr. Í grein 2.4.1. er ákvæði um að tímakaup í dagvinnu sé 0,615% af mánaðarlaunum.
Þetta þýðir 0,5% til 6,6% hækkun á vaktaálagi. Desemberuppbót hækkar um 7% eða úr 31.900 í 34.000 og fer í 37.000. Á
almennum markaði eru sambærilegar tölur 28.200 og fara i 31.000. Útborgun launa breytist úr vikukaupi í mánaðarlaun, fyrir það er greitt
kr. 40.000 og 15 yfirvinnutímar á nýju laununum sem þýðir um 63.000 kr. hjá flestum Nýr og mun betri tryggingarkafli, t.d. ákvæði um bætur til 18 – 25 ára
barna sem eru í langskólanámi. Margfeldi vegna varanlegrar örorku fjórfalt í stað þrefalt fer í 15 millj. en er 12 millj á almennum markaði Samningurinn var kynntur á mjög fjölmennum fundi og stóð síðan kjörfundur
í tvo daga. Þegar kjörfundi lauk höfðu 81 kosið eða 73%.
Á kjörskrá voru 113. Já sögðu 47 eða 58%, nei sögðu 33 eða 41% og ógildir voru 1 eða 1% Nýr kjarasamningur
við Reykjavíkurborg. Á sviði Tækna og almennra rafiðnaðarmanna kr. 114.747 – 133.169. Á sviði Heimtaugamanna, mælingarmanna og tölvutækna kr. 127.351 – 150.012. Á sviði Vaktmanna, flokksstjóra og eftirlitsmanna kr. 127.351- 154.546. Á sviði Stjórnenda kr. 131.200 – 164.030 Í grein 2.4.1. er ákvæði um að tímakaup í dagvinnu sé 0,615% af mánaðarlaunum.
Þetta þýðir 0,5% til 6,6% hækkun á vaktaálagi. Desemberuppbót hækkar um 17% eða úr 29.257 í 34.000 og fer í 37.000. Á
almennum markaði eru sambærilegar tölur 28.200 og fara í 31.000. Ákvæði um ástæðu uppsagnar sem ekki eru í öðrum samningum en verkalýðshreyfingin
hafi sótt ákaft Flokksstjórar fái verkstjórnarálag þegar þeir vinna sem slíkir. Starfsmaður sem tekinn er úr bónus og settur í annað heldur meðalbónus Skilvirkni bónuskerfi skoðað. Samningstími þessara samninga er svipað og á almennum samning. Auk þess eru atriði sem eru eins og í almenna samningnum eins og veikindaorlof vegna barna og séreignarsjóður. Að loknum kynningarfundi var opnaður kjörfundur sem stóð í einn
sólarhring. Þegar honum lauk þá höfðu 68,5% greitt atkvæði. Já sögðu 43 eða 73% og nei sögðu 17
eða 27%. Samningur sýningarmanna
endurnýjaður. Virkjanasamningur kolfelldur. Á svæðinu var mikil óánægja með vaktir og ferðatíma og eins vildu menn fá
staðaruppbót. Hún var á sínum tíma felld inn í launataxta. Í vetur var í fyrsta skipti unnið allan
veturinn og er óhætt að segja að sú reynsla gefi fyllilega tilefni til þess hvort það sé leggjandi á
menn og þá verður að endurskoða lengd úthalda yfir háveturinn. Þessum atriðum ásamt fleirum voru
samninganefndarmenn launamanna árangurslaust búnir að reyna að koma á framfæri við samningamenn SA. Þegar
það var orðið ljóst að ekki væri lengra komist með þá, var samningurinn undirritaður og borinn
undir fólkið og niðurstaðan staðfesti einvörðungu það sem samningamenn höfðu haldið fram. Aftur var sest að virkjanasamningnum og þann 5. júní var viðbót við
samninginn undirrituð. Hún felur í sér staðaruppbót, sem er um fjórðungi hærri að vetri. Einnig er
hluti tækja- og járnamanna fluttir upp um launaflokk. Samningurinn var samþykktur með þessum breytingum. Samningur við Eimskip. Samningur RSÍ og Leikfélags Reykjavíkur Rafiðnaðarmenn hjá LR voru lengi vel á kjörum sem voru tengd við samning RSÍ
við Reykjavíkurborg. Fyrir nokkrum árum var gerður sjálfstæður samningur við LR. Í vor var sá
samningur endurnýjaður, umtalsverðar breytingar voru gerðar á launatöflu í samræmi við aðra
fastlaunasamninga sem við vorum búnir að gera. Samningur við Áburðarverksmiðjna. Rafiðnaðarmenn á Keflavíkurflugvelli. Fyrir nálægt tveim árum fóru rafiðnaðarmenn fram á að þeirra viðmið væri
flutt yfir á Ísal samninginn, hjá Ísal væri starfsvið rafiðnaðarmanna líkara en í Áburðarverksmiðjunni.
Það tók Kaupskrárnefnd nær tvö ár að komast að niðurstöðu, en meirihluti hennar tók loks þá ákvörðun
að launakjörin yrðu miðuð við almenna samninginn og laun hækkuð jafnt og meðallaunahækkanir verði
á vinnumarkaðnum. Þetta voru rafiðnaðarmönnum á vellinum
vonbrigði, þá sérstaklega með tillit til þess að nokkur atriði sem þeir hafa eins og t.d. orlof,
desember- og orlofsuppbót og tryggingar eru betri en tíðkast á almenna samningnuum. Í greinargerð
meirihlutans kemur fram að rafiðnaðarmenn eigi ekki að missa neitt af þeim kjörum sem þeir þegar hafa.
Við höfum því sett fram þá túlkun að ef samið verði um samskonar atriði í almenna samningnum og
rafiðnaðarmenn á vellinum þegar hafa, þá beri þeim samsvarandi kjarabót. Samningur við Félag stórkaupmanna. Nýr kjarasamningur
RSÍ við RARIK. Kaupauki hækkar úr 2,5% í 4%. Upphafshækkun er því að meðaltali 18% og er afturvirk frá 1.10 2000. Það er tilkomið vegna þess að fyrirtækið gaf út þá yfirlýsingu
við upphaf viðræðna, að samningurinn myndi gilda frá 1.10. 2000 ef niðurstaða næðist með friðsamlegum
hætti. Fyrirtækið vildi með þessu tryggja að nefndin, sem
endurskoðaði launakerfið, gæti unnið starf sitt án utanaðkomandi þrýstings. Þann 1.1.2001 hækkuðu
laun svo um 1,5% og verður því launahækkun við gildistöku samningsins verði hann samþykktur að meðaltali
um 19.77% Umsamdar launahækkanir verða með svipuðum hætti og í öðrum kjarasamningum, þann 1.1 2002 hækka laun um 3% og þann 1.1. 2003 um 3% og svo þann 1.1. 2004 um 2,75%. Laun í hinu nýja kerfi verða endurskoðuð í síðasta lagi í fyrir 1. maí 2001 um 1,5% að meðaltali,
þ.e. að meðaltali upp um einn launaflokk. Heildarhækkun á samningstímanum verður því
að meðaltali a.m.k. 32,5% Önnur helstu atriði í samningnum
eru : Endurskoðun á útköllum og hvíldartíma ákvæðum. Ákvæði um veikindi í orlofi og veikindi barna breytast Tryggingarkafli samningsins var endurskoðaður. Samskonar ákvæði eru í samningnum um séreignarsjóð og samið hefur verið
um í öðrum kjarasamningum á þessu ári. Endurskoðunarákvæði eru í samningnum í ársbyrjun 2002 og 2003. Ástæða er að geta þess að við undirbúning kröfugerðar var ákveðið að
sækja sérstaklega fram í hækkun launa og en láta sem minnst fara í aukaatriði. Samningar við Landsímann. Eftir að FÍS gekk í RSÍ var það ætlun miðstjórnar að sameina samninga FÍS
og RSÍ við Símann. Þegar viðræður hófust kom í ljós að Síminn taldi alla vankanta á því að það
væri hægt. Þá helst vegna þess að kjarasamningur RSÍ og Símans hefði verið gerður af SA en það væri
ekki upp nein áform af hálfu Símans að fara með það starfsfólk sem væri í FÍS inn í SA. Því voru gerðir tveir kjarasamningar við Símann. Eldri samningur RSÍ er
vegna símsmiða, rafvirkja og rafeindavirkja. Við einkavæðingu í símamálum hefur umhverfi Landssímans
breyst og hann kominn í samkeppni við önnur símafyrirtæki um tæknifólk. Þetta hefur leitt til þess að
launakerfi hjá Landssímanum hafa á undaförnum árum tekið umtalsverðum breytingum til samræmis við það
sem tíðkast á almennum markaði. Nýr kjarasamningur RSÍ og Landssímans tekur mið af þessum breytingum
og er gamla launakerfinu hent og í stað þess samið um nýtt og sveigjanlegt launakerfi. Upphafs- og áfangalaunahækkanir
eru svipaðar og í öðrum kjarasamningum sem RSÍ gerði. Sama má segja um önnur almenn atriði. Nýr samningur FÍS/RSÍ og Landssímans h/f. var undirritaður. Í honum var nýtt
og opið launakerfi, svipað og er í samningum RSÍ m.a. við Fjármálaráðuneytið og RARIK. Lágmarkslaun
voru hækkuð umtalsvert og talsímaverðir fengu sérstaka hækkun um nokkra launaflokka. Töluverðar
breytingar voru gerðar á texta hins eldri kjarasamnings FÍS og Símans. Samningarnir voru kynntir á fundum í Reykjavík sem voru tengdir með
fjarfundabúnaði við nokkra staði á landsbyggðinni. Auk þess voru haldnir nokkrir minni fundir á
landsbyggðinni. Samningarnir voru báðir afgreiddir í póstakvæðagreiðslum og samþykktir með afgerandi hætti. Samningur við Landsvirkjun. Samningur við Selfossveitur og viðræður við Bæjarveiturnar í Vesmannaeyjum Samningur RSÍ við Selfossveitur er í öllum meginatriðum eins og samningur
sambandsins við RARIK. Að frágengnum RARIK viðræðum var sest að Selfossveitnasamningnum og gerðar
samskonar breytingar á honum. Í framhaldi af því hafa staðið yfir viðræður um að gera samskonar samning við bæjarveiturnar í Vestmannaeyjum, en þær hafa hingað til notað RARIK samninginn. Samningur við ÍSAL. Þann 12. janúar var undirritaður nýr kjarasamningur við ÍSAL. Samningurinn
er um margt líkur þeim fastlaunasamningum sem við höfum verið að gera, en sker sig þó frá með víðtækum
breytingum á bónuskerfum sem geta gefið starfsmönnum góða möguleika á kaupaukum. Samningstími er til
30. nóvember 2004 og áfangahækkanir á samningstímanum þær sömu og annarstaðar. Við endurnýjun samninga RSÍ höfum við lagt á það sérstaka áherslu við
endurnýjun fastlaunasamninga okkar að skera upp launakerfin og opna þau. Með fastlaunakerfi er átt við
launaflokkakerfi með fasmótuðum starfsaldurshækkunum og stjórnunarálögum. Í þessum kerfum lenda menn
í ákveðinni skúffu og ef þeir hafa viljað fá einhverja breytingu hefur algengt viðkvæði
vinnuveitenda verið, að því miður geti þeir ekki hækkað launin þó svo þeir svo gjarnan vildu og
afkoma fyrirtækisins gefi tækifæri til þess. “En það er hið blessaða verkalýðsfélag sem bannar mér
að hækka launin, það þvingaði mig til þess að gera kjarasamning með þessum skítalaunum!!”. Við höfum viljað losa vinnuveitendur úr þessari leiðinlegu klemmu með því
að opna kerfin og lyfta þakinu af launakerfunum. Þetta var eitt af sérstökum áhugamálum okkar gagnvart
ÍSAL, við náðum ekki eins langt og við hefðum viljað en núna síðustu dagana náðist þó ágætur
áfangi. Annað sérstakt áhugamál okkar var að útkljá langvinnar deilur vegna vaktarafvirkja, sem risu
upp í hámark eftir alvarlegt vinnuslys vaktarafvirkja. Ákveðin niðurstaða náðist í því máli á síðustu
stundu. Eins og flestir vita þá hefur verið mikil ólga hjá ÍSAL undafarin misseri,
málferli tíð og margskonar leiðindi. Gerð þessa samnings tók óvenjulega langan tíma og voru yfir 50
fundir haldnir. Tekist var á um mjög mörg atriði sem hafa valdið deilum og reynt að setja skýrari texta
í kjarasamninginn. Kjarasamningur er sáttagjörð milli vinnuveitanda og starfsfólks, sem er gerður til þess
að setja báðum aðilum leikreglur. Vitanlega er það öllum aðilum áhugamál að á vinnustaðnum sé sátt
og samskipti góð. Væntingar standa til að með þessum nýja samningi takist mönnum að komast upp úr hjólfarinu
og ÍSAL verði eftirsóknarverður vinnustaður eins hann var lengi vel. En þessi samningur var felldur bæði hjá iðnaðarmönnum og verkafólki.
Verkstjórn viðræðna var þá falin sáttasemjara. Eftir viðræður í nokkar vikur og gerðar höfðu
verið breytingar á bónus- og kaupaukakerfinu voru samningarnir samþykktir í lok febrúar. Helstu atriði voru að laun hækkuðu frá 1.12. 2000 um tæp 8% og síðan um 3% 1.1. 2001 og um 3% hver áramót til 2003 og 3,25% 2004. Starfsaldurshækkanir eru hraðari, nýtt sveinsprófsálag, umtalsverð hækkun tryggingarbóta, fjölgun launaflokka, hækkun á námskeiðsálagi um 1%. Gæða- og nýtingabónus kemur og gefur að lágmarki 5,5%. Öryggis- og umgengisbónus kemur inn og gefur að lágmarki 6,6%. Inn kemur ábyrgðarálag og lagfæring á kaupaukum. Aukinn réttur til hlutastarfs eftir 55 ára aldur og 28 ára starf hjá Ísal. Auk þess voru mörg atriði skýrð og bókanir gerðar til þess að reyna að koma í veg fyrir þær deilur sem risu á síðasta samningstímabili. Nýr samningur við Launanefnd sveitarfélaganna. Undanfarin ár hafa rafiðnaðarmenn hjá mörgum bæjarveitum velt því fyrir sér
að ganga úr starfsmannafélögum sveitarfélaganna og yfir í RSÍ. Rafiðnaðarmenn hjá Norðurorku gengu
úr Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar í fyrra yfir í RSÍ. Í framhaldi af því var farið fram á viðræður
við Akureyrarbæ, en þeim var vísað til Launanefndar sveitarfélaganna. Við lögðum fram nýjan
kjarasamning við RARIK. Því var algjörlega hafnað af hálfu Launanefndarinnar, en samninganefnd RSÍ sagði
útilokað að hún myndi semja um lægri launakjör en þar væru. Þau væru þau sömu og margar aðrar bæjarveitur
hefðu samið um. Eftir margra vikna hark endaði með því að
rafiðnaðarmenn hjá Norðurorku boðuðu verkfall þann 21. febrúar. Á miðnætti þann 21.2. eða á sama
tíma og verkfall hófst, var undirritaður nýr kjarasamningur RSÍ við Launanefnd sveitarfélaganna sem
gildir til 30. nóvember n.k. Þetta er fyrsti kjarasamningur RSÍ við Launanefndina, en sambandið hefur
undanfarin ár gert samninga beint við nokkur sveitarfélög. Einnig hafa starfsmenn nokkurra bæjarveitna
fylgt samningi sambandsins við RARIK. Þessi samningur verður í framtíðinni aðalsamningur sambandsins við
sveitarfélögin og er reiknað með að rafiðnaðarmenn hjá mörgum bæjarveitum flytji sig yfir á hann.
Það eru starfsmenn Norðurorku sem hafa barist fyrir þessum samningi, þeir voru í Starfsmannafélagi
Akureyrarbæjar en sögðu sig úr því og gengu í RSÍ. Tekist var á um samskonar innröðun í launakerfi og eru í kjarasamningum RSÍ
og hefur borið töluvert á milli eins og fram hefur komið. Verulegur áfangi náðist nú í launaleiðréttingum,
en nota á samningstímann til þess að endurskoða og samræma laun hjá Norðurorku við önnur
orkuveitufyrirtæki. Einnig eru ákvæði í samningnum um viðbrögð og neyðarþjónustu í verkföllum,
sem vitanlega giltu ekki nú þar sem ekki var í gildi samningur RSÍ við Launanefndina. Samkomulag náðist
nú um að setja að hluta til inn samskonar ákvæði í þennan nýja samning og verða þau ákvæði
endurskoðuð á samningstímanum. Samningar við verksmiðjurnar. Nokkuð uppnám varð innan forystu RSÍ þegar fréttist að búið væri að
ganga frá samning við Kísiliðjuna, það var gert án þess að bera samninginn undir RSÍ á neinu stigi.
Þær upplýsingar sem RSÍ voru sendar, sýndu að lágmarkslaun rafiðnaðarmanna voru mun lægri en þau
markmið sem við höfðum sett okkur. RSÍ hafnaði að staðfesta samninginn. Því fylgdi einkennileg bréf
frá formanni samninganefndarinnar. RSÍ fór fram á fund með SA, sem tók því vel og þar var farið yfir
samninginn með þeim. Þá kom fram að gerður hafði verið samningur við rafiðnaðarmennina hjá verksmiðjunni,
sem hafði lyft launum þeirra langt umfram það sem samið hafði verið um við aðra og lágmarkslaun þeirra
væru mun hærri en fram kæmi í samningnum. Auk þess hefðu rafiðnaðarmenn húsaleigustyrki, sem verksmiðjan
hefði orðið að gera við þá til þess að fá þá til starfa við verksmiðjuna. Aðrir hefðu gert kröfu
um samskonar styrki en ekki fengið. Á grundvelli þessa þótti mönnum harla einkennilegt, að formaður
samninganefndarinnar skyldi ekki hafa leitt okkur í sannleikann en frekar valið þann kost að leggjast í
skotgrafirnir, það hefði verið svo auðvellt að komast hjá þessum vandræðum. Rekstur Járnblendiverksmiðjunar hefur verið mjög erfiður undanfarið. Á þeim
forsendum varð sú niðurstaða að framlengja samningnum óbreyttum til haustsins. Þetta var fellt af
starfsmönnum. Árið 1998 var gerður samningur við eigendur Norðuráls til 2004. Á honum
voru samskonar launahækkanir og voru þá í öðrum kjarasamningum og ákvæði um að þegar búið væri að
endurnýja kjarasamninga um áramótin 2000/2001 ættu aðilar að setjast niður og semja um samskonar
breytingar. Þessa dagana standa yfir viðræður og deilt er um hvaða launahækkanir urðu í raun. Deilur um búsetuskyldu starfsmanna Ratsjárstofnunar. Síðar RS byggði RS íbúðarhús á Bakkafirði og í Bolungarvík, og starfsmönnum var þá gert skylt að leigja húsin og hafa búsetu á viðkomandi stað og því fylgdu hótanir um brottrekstur ef starfsmenn sættu sig ekki við tilskipanir RS um búsetu og leigu á húsum í eigu RS. RSÍ setti fram á sínum tíma aths. þegar starfsmönnum var gert skylt að leigja hús í Bolungarvík, sem voru reist á snjóflóðasvæði. Einnig hafa ítrekaða risið deilur búsetuskyldu á Bakkafirði. Þar sem starfsmönnum er gert skylt að leigja hús þrátt fyrir að þeir nýti þau ekki. RSÍ hefur aldrei fallist á þá búsetuskyldu sem RS hefur gert starfsmönnum sínum skylt að hlýta og haldið því fram að búsetuskyldu og skyldu til leigu á húsum í eigu stofnunarinnar standist ekki landslög. Um þetta hafa staðið deilur og hefur árangurslaust verið leitað til utanríkisráðuneytisins með ósk um að það hlutist til um að þessum málum sé komið í eðlilegan farveg. Samningur RSÍ við Ratsjárstofnum fylgir sjálfvirkt Landsvirkjunarsamningnum,
en framangreindar deilur hafa tafið endurnýjun síðasta kjarasamnings. RSÍ hefur sett fram eftirfarandi kröfur : Tekið verði upp upphaflegt úthaldsfyrirkomulag, eins og kjarasamningurinn er byggður á enn í
dag. Ekki er farið fram á breytingu af okkar hálfu á ákvæðum kjarasamnings um flutningsskyldu milli
starfstöðva. Við viljum að starfsmönnum sé í sjálfsvald sett hvort þeir leigi hús hjá RS. Við ítrekum
fyrri óskir um að RS falli frá kröfum um búsetuskyldu og leigu á húsum. Samningaviðræður við Kögun. Umsamin lágmarkslaun á kjarasamningum RSÍ. Á síðustu kjaramálaráðstefnu RSÍ var ákveðið að halda áfram á þeirri
braut að ná upp hlut dagvinnulauna í heildarlaunum og eins að samræma lágmarkslaun í kjarasamningum
rafiðnaðarmanna. Vel miðaði á þessari braut og má segja að lágmarkslaun í kjarasamningum rafiðnaðarmanna
séu orðin mjög svipuð á öllum kjarasamningum. Opin launkerfi og persónubundnir samningar hafa rutt sér
rúms en það gerir það að verkum að enn nauðsynlegra er að skilgreina vel hver lágmarkslaun eru
hverju sinni og leggja á það áherslu að þau séu í samræmi við það sem gengur og gerist á
vinnumarkaðnum hverju sinni. Yfirlit um launabreytingar frá áramótunum 96/97 Lágmarkslaun áramótin 96/97 voru á bilinu frá kr. 48.129 til kr. 61.069
fyrir rafiðnaðarmenn með styttri en 4 ára menntun, tæknifólk. Fyrir rafiðnaðarmenn með 4 ára menntun
og sveinspróf voru lágmarkslaunin kr. 64.325 til kr. 70.038. Á kjaramálaráðstenfu RSÍ settu menn sér
það markmið að samræma lágmörk launa í samningunum. Ef tekinn er miðtala frá 1.1. 1997 þá hafa lágmarkslaun
tæknifólks hækkað um 86% og þeirra sem hafa lokið þriggja ára námi um 110 %. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna
með fjögurra ára nám hafa hækkað um 81%. Lágmörk í kjarasamningum rafiðnaðarmanna
Niðurstaða endurskoðunarnefndar ASÍ og SA. Ástæða er til að rifja upp það samkomulag sem varð á miðstjórnarfundi
ASÍ síðastliðið vor um að í kjarasamninga yrðu sett samskonar ákvæði um að vísa málum til þeirrar
nefndar sem kveðið var á um í samningi Flóans og SA, svo ekki þyrfti að stofna endurskoðunarnefnd
fyrir hvern einasta kjarasamning. Það væri samkomulag um að í henni yrðu tveir frá SA og tveir frá ASÍ. Þeir hefðu samið fyrstir og þar af leiðandi sett inn þetta ákvæði
á þeim forsendum sem þar var. Flóinn hefði ásamt starfsfólki ASÍ, sem starfaði með þeim að gerð
kjarasamningsins, ekki talið sig hafa umboð til þess að gera þetta öðruvísi og þá fyrir verkalýðshreyfinguna
í heild. Á umræddum miðstjórnarfundi var um það fullkomin samstaða að viðhafa þessa framkvæmd. Nefndin komst að niðurstöðu og ákvað að orlofsuppbót í sumar muni hækka
úr kr. 9.600 í kr. 20.000, árið 2002 verði hún kr. 20.300 í stað kr. 9.900, hefði átt að fara í
kr. 20.600 ef hún fylgdi launabreytingum eins og kveðið er á um í kjarasamningum. Árið 2003 verði hún
20.400 í stað kr. 10.000, hefði átt að vera kr. 21.218 ef hún hefði fylgt umsömdum launabreytingum.
Desemberuppbót fer á þessu ári í kr. 35.000 í stað kr. 29.000. Árið 2002
fer hún í kr. 36.000 í stað kr. 30.000, hefði átt að fara í kr. 37.080 ef hún fylgdi umsömdum
launabreytingum. Árið 2003 í kr. 37.000 í stað kr. 31.000, hefði átt að fara í kr. 38.192 ef hún
fylgdi umsömdum launabreytingum. Margir furðuðu sig á því af hverju er nefndin að ákvarða þessar
breytingar svona langt fram í tímann, því að samningunum er ákvæði um að hún eigi að hittast árlega
og meta stöðuna. Hagfræðingar ASÍ koma á miðstjórnarfund RSÍ. Í umræðum í miðstjórn RSÍ eftir inngangserindi hagfræðinganna kom m.a.
fram að miðstjórnarmenn væru í sjálfu sér sáttir við niðurstöðu nefndarinar, en áttuðu sig ekki
á því hvers vegna nefndin hefði séð ástæðu til þess að undanskilja umtalsverðan hluta félagsmanna
ASÍ á grundvelli þess að umræddir hópar hefðu í kjarasamningum sínum ákvæði um hærri desember- og
orlofsuppbætur. Þekkt væri að þessir hópar væru bundnir á fastlaunasamningum og sætu þar af leiðandi
eftir þegar launaskrið væri og þeir væru yfirleitt með lægri laun en tíðkuðust á almennum
vinnumarkaði. Þessir hópar hefðu náð að hluta til leiðréttingu sinna launa með hærri desember- og
orlofsuppbótum en tíðkuðust á almennum vinnumarkaði. Það væri því óskiljanlegt hvers vegna SA og
ASÍ sæju ástæðu til þess að þessir hópar ættu ekki rétt á samsvarandi leiðréttingu og aðrir. Það
þyrfti ekki endilega að vera í formi þess að hækka desember- og orlofsuppbætur þessara hópa og viðhalda
með því bilinu á þessum eingreiðslum, allt eins væri hægt að gera það með einhverjum öðrum hætti. Það vakti athygli miðstjórnarmanna að SA hefði séð ástæðu til þess að
hækka sérstaklega desemberuppbót hjá næststærsta verkalýðsfélagi landsins í kr. 40.000 og orlofsuppbót
í 15.000, þrátt fyrir að forysta þess félags væri margítrekað búin að lýsa því yfir í fjölmiðlum,
að hún sæi ekki ástæðu til leiðréttinga, efnahagsástandið væri þannig og einnig hefði ítrekað
komið fram hjá forystu þessa félags að það vildi ekki undir neinum kringumstæðum hækka launakjör hjá
sínum félagsmönnum á grundvelli þess að önnur stéttarfélög hefðu náð betri árangri í sínum
kjarasamningum. Einnig væri þetta félag með í sínum kjarasamning við SA, tryggingarákvæði sem væri
öðruvísi en önnur ASÍ félög þ.á.m. RSÍ hefðu. Tryggingarákvæði þessa félags væri þannig að
ekki hefði verið á grundvelli þess ástæða til að leiðrétta launakjör félagsmanna þess félags, en
miðstjórn RSÍ lýsti yfir sérstakri ánægju með þetta óvænta uppátæki SA. Á grundvelli þessa töldu miðstjórnarmenn að ekki væri ástæða til annars en bjartsýni í viðræðum við SA og ákveðið var að kalla saman samninganefndir RSÍ og fara fram á viðræður eins áður er getið. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Fjöldir próftaka í sveinsprófum í rafiðnaðargreinum
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Það hefur komið sveinsprófnefndarmönnum á óvart hve illa próftakar eru að sér
í mælingum. Eitt þeirra verkefna sem próftakar leysa, er einangrunarmæling á greinartöflu, allan
skilning og kunnáttu vantaði hjá flestum þeirra á þessu verkefni. Hvernig getur það verið, eftir 4 ára
iðnám í sterkstraumnum, að nemar og próftakar, kunni ekki að einangrunarmæla veitu?. Af þeim 34 próftökum
sem þreyttu mælingarprófið, þá var aðeins einn sem leysti þetta verkefni 100 % rétt.
Í sveinsprófum rafvirkja hefur verið venja að hafa iðnteikningu (raflagnateikningu). Samkvæmt 12.gr. byggingarlaga nr.54/1978, hafa þeir rafvirkjar sem lokið hafa sveinsprófi fyrir 1.janúar 1979, rétt til þess að gera raflagnauppdrætti, og þeir sem taka sveinspróf eftir þennan tíma, ekki. Þar sem þessi réttindi fylgja ekki með sveinsbréfum í dag, þá gæti verið eðlilegra að taka upp teiknilestur, eins og við gerum hjá rafveituvirkjunum og að sjálfsögðu í samráði við skólana. Það er eins og það sé ekki alveg eðlilegt stöðva próftaka í sveinsprófum vegna falls í iðnteikningu, þar sem engin réttindi eru þar á bak við. Hins vegar vitum við það, að það eru meiri möguleikar á atvinnumarkaðnum fyrir þá sem geta teiknað og kunna góð skil á raflagnateikningum, það er engin spurning. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Heildarfjöldi 632 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Starfmenntakerfi rafiðnaðarmanna það öflugasta á Íslandi. Hratt vaxandi tölvunotkun og uppbyggingar netsins og þær breytingar sem eru að
eiga sér stað á íslenskum vinnumarkaði hefur valdið því að uppbygging og skipulag náms er að gjörbreytast. Störf í tæknigreinum eru að renna saman og starfsmenntakerfið að þróast
þannig að mótaðar námsbrautir, sem ljúka með prófi og veiti löghelgan aðgang að einhverju starfi,
eru á undanhaldi. Vaxandi fjöldi lýkur grunndeild og fer að því loknu út á vinnumarkaðinn og sinnir
tiltölulega einföldum tæknistörfum. Samfara starfsþjálfun eru valin námskeið og námsáfangar, m.ö.o.
byggja sjálfur upp og móta sína menntabraut, "pick and mix education" eins og það er kallað á
ensku. Sífellt er kallað á aukið framboð á sérhæfðum fagnámskeiðum í þeim menntastofnunum rafiðnaðarmanna.
Þróun tölvunnar og netsins muni að öllum líkindum leggja bekkjarkennslukerfið eins og við þekkjum það
í dag, að velli á næsta áratug. Í undirbúningi er að bjóða upp á gagnvirkt kennslunet í
starfsmenntaskólum rafiðnaðarmanna. Þróun skólakerfisins er hæg. Það tekur langan tíma að
breyta námsskrám og að því loknu tekur langan tíma að breyta kennslu. Í dag eru taldar líkur á því
að framhaldskólinn muni einangrast. Hann muni einfaldlega ekki hafa tíma til þess að fylgjast með þróuninni.
Bekkir muni tæmast og námið flytjast úr skólunum, mun hraðar en forráðamenn þeirra geri ráð fyrir.
Framtíðin kemur af sjálfu sér, en þróunin ekki og við erum tilneydd að hefja nú þegar undirbúning
vegna fyrirsjáanlegra breytinga á skólakerfinu. Á síðasta ári voru nemendur í starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna tæplega
9.000, skólarnir voru reknir í tæplega 8.000 ferm. húsnæði í eigu rafiðnaðarmanna, fastir starfsmenn
voru 62 og fjöldi verktaka tæplega 90. Hröð þróun í rafiðnaði kallar á síaukna starfsemi.
Undanfarin misseri hafa vinsældir heildstæðra námsbrauta vaxið og eru nú svo komið að meginhluti námsframboðsins
þar byggist á lengri starfsmenntabrautum. Það hefur aftur á móti kallað á formlegar útskriftir og
ekki duga lítil hús til útskrifta, því Borgarleikhúsið og Íslenska óperan hafa verið leigð til útskriftar. Rafiðnaðarskólinn. Framkvæmdastjórn Rafiðnaðarskólans er skipuð tveimur fulltrúum launþega
(Rafiðnaðarskamband Íslands) og tveimur fulltrúum atvinnurekenda (Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði).
Þessir aðilar eru jafnframt eigendur skólans. Helstu starfsmenn Rafiðnaðarskólans : Sigurður Geirsson framkv.stj, Jón Árni Rúnarsson
framkv.stj., Guðfinnur Traustason verkefnastj., Haukur Konráðsson verkefnastj. og Guðmunda Kristinsdóttir
verkefnastj. CTEC á Íslandi Í samvinnu við Microsoft verður opnaður skóli fyrir fagfólk og sérfræðinga
í raf- og tölvuiðnaði sem mun sérhæfa sig fyrst til að byrja með á Microsoft lausnum. Skólinn mun
bera nafnið CTEC á Íslandi og hefur starfsemi í haust að Faxafeni 10. Hann 100% í eigu Rafiðnaðarskólans.
Það hefur tíðkast að rafiðnaðarmenn í námi hverfa oft á tíðum úr námi og fara til starfa
innan rafiðnaðargeirans, oft lenda menn í þannig störfum að ekki er krafist sveinsprófs, en viðkomandi
sækir sérmenntun á sínu sviði í Rafiðnaðarskólanum eða annars staðar. Viðkomandi getur hvenær sem
er tekið upp þráðinn og hafið nám að nýju og lokið sveinsprófi í einhverri rafiðnaðargrein. Hann
fær þá metið það sérnám sem hann hefur sótt og þá starfsþjálfun sem hann hefur öðlast. Þetta
fyrirkomulag hefur leitt til þess að þörfum atvinnulífsins fyrir rafiðnaðarmenn með styttri menntun
hefur verið fullnægt og ekki síður, einstaklingurinn hefur ætíð haft möguleika á að bæta við sig námi.
Aðstoðarmenn rafiðnaðarmanna og sérstök menntun vegna þeirra hefur þar af leiðandi aldrei tíðkast,
það er engin þörf fyrir þá. Rafiðnaðarútgáfan Áður en Rafiðnaðarútgáfan var stofnuð gaf Eftirmenntun rafiðna út kennslubækur fyrir rafiðnarnámið.
Margmiðlunarskólinn Viðskipta- og tölvuskólinn Eftirmenntunarnefnd rafeindavirkja og Eftirmenntunarnefnd rafiðna sem stofnuðu Rafiðnaðarskólann
í upphafi eiga og reka Viðskipta- og tölvuskólann, Rafiðnaðarútgáfuna og Fjarkennslumiðstöð Íslands. Fjarkennslumiðstöð Íslands Skóli sem mun taka að sér fjarkennslu fyrir alla þá skóla sem rafiðnaðurinn kemur að og
einnig fyrir aðra skóla þ.e.a.s. hýsing og aðstoð. Netnám / Vefnám Í undirbúningi. Kennslumiðstöð. Opni skólinn “Skóli án takmarkana” Í undirbúningi nam.is / namskeid.is Í undirbúningi. Námsráðgjöf og áhugasviðmæling á netinu. RTV – Menntastofnun ehf. Viðskipta- og tölvuskólinn á fyrirtæki sem heitir RTV-Menntastofnun ehf. sem
er þjónustu- og þróunarstofnun sem rekur ýmsa þjónustu t.d. fjármálaþjónustu, (bókhald, gjaldkeri)
markaðsþjónustu (auglýsingagerð, vefstjórnun, vefsíðugerð) og
fleira sem tilheyrir menntakerfi því sem rafiðnaðurinn kemur að. Kvikmyndaskóli Íslands Fjarvídd ehf. RTV-Menntastofnun ehf. á fyrirtæki sem heitir Fjarvídd ehf., Fjarvídd
ehf. rekur kerfisleigu, hýsingu og er einnig kerfis- og netlausna fyrirtæki. Viðskiptavinir Fjarvíddar ehf. eru: Rafiðnaðarskólinn CTEC á Íslandi Viðskipta- og tölvuskólinn Rafiðnaðarútgáfan Fjarkennslumiðstöð Íslands Margmiðlunarskólinn Tölvuskóli Reykjavíkur Kvikmyndaskólinn Væntanlega munu þrír aðilar bætast við fyrir áramótin 2001/2002 Menntaheimur ehf. RTV- Menntastofnun ehf. á einnig 75% í Menntaheim ehf. sem rekur Tölvuskóla
Reykjavíkur. Efling stéttarfélag á 25% Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins Í framhaldi af því lagði Menntamálaráðuneytið fram ósk til starfsgreinaráðs
um að endurskoða námsskrá fyrir Grunndeild rafiðna hún er í dag 25 einingar sem er of mikið. Starfgreinaráð fól Fræðsluskrifstofunni að ganga til samninga við
ráðuneytið um þessa námsskrárvinnu. Samningur við Menntamálaráðuneytið
var undirritaður 13. febrúar 2001 og í beinu framhaldi var hafist handa við undirbúning að endurskoðun
námsskrárinnar. Laugardaginn 3. mars 2001 komu nokkrir kennarar af SV horninu ásamt fulltrúum
Fræðsluskrifstofunnar saman til að móta tillögu fyrir stærri fund þar sem ætlunin er að skipa í
vinnuhópa að námsskrárgerðinni. Þessi fundur tókst vel og
þeim niðurstöðum sem fundarmenn komust að var dreift á alla þá sem boðaðir voru á fundinn 17. mars. Fundur var síðan haldinn í Borgartúni 6 í boði menntamálaráðuneytisins
laugardaginn 17. mars og hófst hann kl. 10:00 alls mættu á fundinn 16 fulltrúar frá hinum ýmsu
verkmennta- og iðnskólum landsins, ásamt fulltrúa frá iðnnemum og Kristrúnu Ísaksdóttur frá Menntamálaráðuneytinu. Fyrri hluti þessa fundar fór í umræðu um námsskrána eins og hún
er í dag og þær tillögur sem okkur höfðu borist, í seinni hluti fundarins var síðan unnið að drögum
að áföngum og fundarmenn skiptu sér niður í 4 hópa til að vinna að áfangalýsingum fyrir GRUNNÁM
RAFIÐNA eins og þetta nám kemur til með að heita. Rætt var um nauðsyn á samræmingu á kennslugögnum og endurnýjun á þeim bókakosti
sem menn hafa í dag, var nokkur umræða um fyrirkomulagið sem Danir hafa en þar er einn miðlægur grunnur
á námsefni fyrir rafiðnbrautir. Áfram verður unnið við áfangalýsingarnar, en það er von ráðuneytisins að
taka þetta inn í skólakerfið sem fyrst. Samstarf Rafiðnaðarskólans og Landsvirkjunar Landsvirkjun hefur rekið mikinn og öflugan starfsmenntaskóla undanfarin sumur.
Þar hafa um og yfir 200 ungmenni unnið að uppgræðslu lands og gróðursetningar trjágróðurs. Samhliða
þessu hafa ungmennin farið í gegnum nokkra námsáfanga í jarðfræði og landnýtingu. Á þessu sviði
hefur Landsvirkjun unnið mikið og farsælt starf og á mikinn heiður skilið. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
SJÓÐIR RSÍ |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Lífeyrissjóðurinn Lífiðn
Lífiðn er tíundi stærsti lífeyrissjóður landsins. Eignir hans eru 16.3
milljarðar, og jukust þær um 12% á síðasta ári. Á árinu greiddu 4.936 einstaklingar til sjóðsins
sem er 7% fjölgun frá árinu áður. Iðgjaldatekjur uxu um 28% á sama tíma og námu 1.214 milljónum í
árslok. Samtals eiga 10.415 einstaklingar réttindi hjá sjóðnum. Meðaltal hreinnar ávöxtunar frá stofnun er 7,2%. Ávöxtun sjóðsins á árinu 2000 var 0,2% og lækkaði mikið frá árinu áður. Síðustu
mánuði ársins 2000 lækkuðu innlend og erlend hlutabréf mikið sem leiddi til þess að ávöxtun sjóðsins
lækkaði verulega. Hlutfall hlutabréfa í eignasafni sjóðsins fer hækkandi og má því búast við meiri
sveiflum á ávöxtun sjóðsins. Til lengri tíma litið mun hærra hlutfall hlutabréfa skila sjóðnum
betri ávöxtun vegna þess að vænt ávöxtun þeirra er mun meiri en skuldabréfa. Hlutverk Lífiðnar er að tryggja öryggi sjóðfélaganna, maka þeirra og barna, í framtíðinni.
Sjóðurinn greiðir sjóðfélögum sínum elli- og örorkulífeyrir og mökum látinna sjóðfélaga fjölskyldulífeyrir.
Samtrygging sjóðfélaga um örorku- og fjölskyldulífeyrir tryggir sjóðfélögum og mökum þeirra lífeyrir
við óvænt áföll. Stefna Lífiðnar er að auka þjónustu á sviði heilsu og líftrygginga og fyrsta
skrefið í því var að stofna okkar eigin séreignarsjóð sem býður upp á séreignarsparnað með 8
valleiðum og ættu allir að geta fundið sparnaðarleið sem hentar þeim hjá okkur. Hjá sameignarsjóðum
gerir enginn kröfur um útgreiðslu arðs, heldur renna öll iðgjöld til uppbyggingar lífeyrisréttinda.
Enginn hagnast á rekstri sjóðsins aðrir en sjóðfélgar. Grundvallarlaun Lsj. Lífiðnar er nú kr. 78.723 á mánuði. Samkvæmt samþykktum
sjóðsins skal gera tryggingarfræðilegaúttekt á hverju ári. Samkvæmt
úttekt tryggingafræðings þá eru áfallnar skuldbindingar umfram eignir 80 millj. eða –0,2%. Ljóst er
að staða Lífiðnar er eins sú besta sem þekkist á milli lífeyrissjóða. Eignir umfram áfallnar
skuldbindingar eru 5,3 milljarður. Lífiðn veitir auk þess töluvert hærri og víðtækari réttindi en
flestir aðrir sjóðir. Réttindi til eftirlauna eru ríflega 14% hærri en hjá flestum öðrum sjóðum.
Einnig er mun öflugri tryggingarvernd, t.d. hvað varðar makalífeyrir.
Starfsmenn Lífiðnar eru 5 og meðalstöðugildi 4,5. Miklar breytingar eru í rekstri lífeyrissjóða.
Öflugra eftirlit er komið á til að fylgjast með því að allir greiði í lífeyrissjóð, þessu
eftirliti er fylgt eftir af skattayfirvöldum. Með nýjum kjarasamningum hefur sveigjanleiki aukist til greiðslu
í séreignarsjóði og hafa margir nýtt sér það hjá Lífiðn. Stjórn sjóðsins er skipuð eftirfarandi mönnum. Þórir
Hermannsson, formaður, Níels S. Olgeirsson og Haraldur Jónsson fyrir launamenn og Arnbjörn Óskarsson,
Sveinn Jónsson og Tryggvi Guðmundsson fyrir atvinnurekendur. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Friðjón Rúnar
Sigurðsson. Starfsmenn Lífiðnar : Friðjón Þórðarson framkv.stj., innheimtumál, ávöxtun verðbréfa,
Bjarni Sigfússon fulltrúi lífeyrismála og gjaldkeri, Viktor Guðmundsson skrifstofustjóri, Marin Jónsdóttir fulltrúi verðbréfaumsýslu. Á síðasta ári stofnuðu
Lífiðn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn sameiginlegt verðbréfafyrirtæki sem sér um ávöxtun séreignadeilda
lífeyrissjóðanna, forstöðumaður var ráðinn Gunnar Árnason fyrrv. starfsm. Lífiðnar. Starfsmenn innheimtudeildar : Elín Sigurðardóttir framkv.stj., bókhald. Anna María Hannesdóttir færsla
innheimtukerfis, Ásta Sóley Sigurðardóttir færslur innheimtukerfis, bókhald aðildarfélaga. Sigrún
Magnúsdóttir ritari, símsvörun. Ásta Kristjónsdóttir innheimta og innskráning. Styrktarsjóður rafiðnaðarmanna Styrktarsjóður rafiðnaðarmanna er einn af virkustu sjúkrasjóðunum og reglugerð sjóðsins veitir félagsmönnum og fjölskyldum þeirra eitt langöruggasta umhverfi sem þekkist í íslenskri verkalýðshreyfingu. Styrktarsjóðurinn greiðir félagsmönnum bætur og styrki vegna veikinda og slysa, eftir að greiðslum frá atvinnurekenda lýkur. Þá greiðir sjóðurinn einnig útfararkostnað, dánarbætur og styrkir sjóðsfélaga sem þurfa að fara sjálfir eða með einhvern úr fjölskyldu sinni til lækninga fjarri heimilum til Reykjavíkur eða erlendis. Einnig tekur sjóðurinn þátt í greiðslum vegna sjúkranudds og sjúkraþjálfunar. Greiðslur úr styrktarsjóð hafa vaxið verulega undanfarin ár. Til þess eru
nokkrar ástæður, réttindi félagsmanna hafa verið kynnt þeim ítarlega á fundum og á heimasíðunni,
einnig hefur meðalaldur félagsmanna vaxið umtalsvert undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum voru ekki margir félagsmenn
í aðildarfélögum RSÍ yfir 40 ára, þeir voru undantekningalítið orðnir atvinnurekendur. Greiðslur úr sjóðnum skiptast þannig:
Starfsreglur styrktarsjóðs rafiðnaðarmanna. Dagpeningar greiðast úr sjóðnum með
eftirfarandi hætti: Dagpeningar greiðast frá þeim tíma að lögboðinni eða samningsbundinni
kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur. Endurnýja þarf umsókn um dagpeninga við lok bótatímabils, (sem
er 180 dagar) vari veikindi áfram. Sjóðstjórn metur hvort greitt er lengur en eitt bótatímabil og hvaða
dagpeningar séu þá greiddir. Upphæð dagpeninga skal tryggja 80% af meðallaunum viðkomandi síðustu fimm mánuði
fyrir veikindi, skv. iðgjaldayfirliti til styrktarsjóðs. Hafi verulegar breytingar orðið á launum viðkomandi
yfir þetta fimm mánaða tímabil er heimilt að lengja viðmiðunartímann í allt að 10 mánuði. Sé um að ræða greiðslu vegna tímabundinnar örorku er heimilt að skerða bætur
sjúkrasjóðs sem því nemur. Sjúkra- eða slysadagpeningar Tryggingarstofnunar skerða ekki dagpeningar sjúkrasjóðs. Vegna langvarandi veikinda maka eða barna enda missi sjóðfélagi launatekjur
vegna þeirra. Sé um veikindi barna að ræða þá hafi 7 daga rétturinn verið fullnýttur, og maki eigi
ekki tök á að annast barnið. Vegna veikinda maka skal við það miðað að veikindi hafi staðið í amk
2 vikur. Heimilt er sjóðstjórn að greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki
vegna sjúkdóms eða slyss stundað fulla vinnu. Dagpeningar greiðast ekki þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að
ræða. Af framangreindum bótum styrktarsjóðs greiðir bótaþegi 4% í lífeyrissjóð
og sjóðurinn 6%. Einnig greiðir bótaþegi félagsgjald til viðkomandi stéttarfélags. Dæmi um sjúkra- og slysadagpeninga sjúkrasjóðs. Tekjur fyrir veikindi eða slys
Dagpeningar sjúkrasjóðs RSÍ.
kr. 100.000
kr. 80.000
kr. 180.000
kr. 144.000
kr. 260.000
kr. 208.000
kr. 340.000
kr. 272.000 Viðkomandi getur auk þess átt rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum frá
Tryggingar-stofnun ríkisins. Bætur frá Tryggingarstofnun voru í janúar 2001 kr. 22.020 á mánuði fyrir
einstakling í fullu starfi. Við andlát sjóðfélaga skal: a) greiða
kr: 261.500.- vegna útfararkostnaðar, enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi í a.m.k. 6 mánuði þegar
dauða hans bar að höndum. eftirlifandi maka, eða foreldri á framfæri hins látna, verði greiddir lágmarksdagpeningar
fyrir 90 daga, kr. 235.350. fyrir hvert barn undir 18 ára aldri á framfæri viðkomandi verði greiddir lágmarksdagpeningar
fyrir 90 daga, kr. 235.350. Heimilt er að greiða lágmarksdagpeninga vegna barna til allt að
21 árs aldurs, enda hafi barn sannarlega verið á framfæri sjóðfélaga og er ekki á vinnumarkaðinum. ( Tölur miðast við grundvallarlaun
Lífeyrissjóðs Lífiðnar janúar 2001) Styrkir vegna forvarnar- og líkamsræktar
: Hafi viðkomandi verið fullgildur félagsmaður næstliðið ár þá á hann rétt
á sama styrk til forvarnar- og líkamsræktar og greitt er til námskeiða. Þ.e. allt að helmingi gjalds en
þó aldrei hærra en kr. 10.000 á hverju almanaksári. Styrkur verður greiddur ef félagsmaður sýnir löggilta kvittun í frumriti þar
sem fram kemur að hann hafi greitt fyrir sig kort í viðurkenndri líkamsræktarstöð eða íþróttafélagi,
sundkort eða skíðakort að því tilskyldu að það sé til 3ja mán eða lengra. Ef viðkomandi félagsmaður getur ekki lagt fram frumrit, skal hann leggja fram
afrit þar sem kemur fram hversu mikið framlag vinnuveitanda er og gildir reglan hér að ofan, þ.e. styrkur
getur aldrei orðið hærri en mest helming af eftirstöðvum. Sjúkranudd, Sjúkraþjálfun og meðferð
hjá kírópraktor. Sjúkrasjóður greiðir styrk vegna þessa gegn löggiltum kvittunum að hámarki
25 skipti á ári. Greitt er 40% af heildarkostnaði fyrir hvern tíma, gegn framvísun greiðslukvittunar, ásamt
tilvísun frá lækni um þjálfunina (á ekki við kírópraktor). Áfengismeðferð. Greiddir eru dagpeningar styrktarsjóðs í allt að 90 daga. Dagpeningar eru
greiddir skv. 80% reglu sé henni viðkomið, annars lágmarksdagpeningar. Ferðakostnaður. Til að jafna aðstöðu þeirra sem búa á landsbyggðinni tekur sjúkrasjóður
þátt í ferðakostnaði þeirra sem þurfa að fara landshluta á milli til aðgerða eða rannsókna að læknisráði.
Sækja verður um styrk til TR. Sé því hafnað er greitt fyrir 40 – 250 km. kr. 3000, 250 - 400km. kr. 6000 og 400 km og lengra kr. 9000. Sé flogið er greitt
ódýrasta flugfargjald á þeirri leið. IVF meðferð. Sjúkrasjóður tekur þátt í IVF meðferð. Greiddur er styrkur allt að kr.
75.000 auk þátttöku í ferðakostnaði sé um það að ræða. Gögn sem þurfa að berast eru:
Skilavottorð frá lækni um fjölda meðferða og beinan kostnað vegna þeirra. Lýtaaðgerðir. Félagsmaður sem fer í lýtaaðgerð getur átt rétt á styrk einu sinni, enda hafi kostnaður verið
meiri en kr. 50.000. Styrkur getur mest orðið kr. 75.000, en þó aldrei hærri en 50% af útlögðum kostnaði.
Hér er átt við lýtaaðgerðir s.s. tannholdsaðgerðir, fjarlægja útlitsgalla og fl. Augnaðgerðir með
laser til þess að losna við notkun gleraugna. Fegrunaraðgerðir eru ekki styrktar. Lyfja- og lækniskostnaður. Sjúkrasjóður tekur ekki þátt í lyfja- eða lækniskostnaði fyrr en
afsláttarkorti er náð. Kostnaður umfram afsláttarkort kr. 12.000 er metið af sjóðstjórn hverju sinni.
Krabbameinsskoðun er greidd af sjúkrasjóðnum. Lágmarksdagpeningar eru kr. 2.615 samanber grundvallarlaun Lífeyrissjóðsins Lífiðnar þann 1. janúar 2001 og breytast tvisvar á ári 1. júlí og 1. janúar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Þórður Jónsson Fæddur 15/5 1940 dáinn 25/6 2000 Þórður nam rafvirkjun við Iðnskólann í Hafnarfirði og lauk sveinsprófi 1964. Þórður vann
m.a. hjá Rafmótor h.f.. Íslenskum aðalverktökum, Vélsmiðjunni Kletti, Suðurnesjaverktökum, Rafi í
Hafnarfirði, Jóni Bjarnasyni, Ljósvirki og Bræðrunum Ormsson. Lengst af vann Þórður hjá Íslenska Álfélaginu eða frá 1969 til dauðadags
og var þar lengst af sem flokksstjóri. Þórður var sæmdur gullmerki Félags íslenskra rafvirkja. Haukur Ákason Fæddur 18/1 1933 dáinn 26/7 2000 Haukur lærði rafvirkjun hjá Haraldi Eggertssyni í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi 1953 og hlaut meistararéttindi 1956. Haukur útskrifaðist
frá rafmagnsdeild Vélskóla Íslands. Hann starfaði m.a. um tíma sem rafvirki á olíuflutningaskipinu
Hamrafelli, þá starfaði hann sem flokkstjóri hjá hjá Rarik og síðar sem bæjarverkstjóri
hjá Húsavíkurbæ. Haukur stofnaði sitt eigið rafverktakafyrirtæki 1966, sem síðar sameinaðist fyrirtæki
sem stofnað var um rekstur slippsins á Húsavík. Árið 1994 stofnaði hann svo ásamt syni sínum fyrirtækið
Víkurraf ehf., þar sem hann starfaði allt til dauðadags. Guðjón Guðmundsson Fæddur 18/6 1914 dáinn 6/8 2000 Guðjón hóf nám í rafvirkjun hjá Júlíusi Björnssyni 1931. Hann lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1935 og hlaut meistararéttindi 1937. Rak eigið
raftækjaverkstæði og verslun 1937-1939. Var verkstjóri og rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafveitu Hafnarfjarðar
1939-1941. Var starfsmaður Rafmagnseftirlits ríkisins 1941-1946 og gerðist deildar og rekstrarstjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1946, þar til
hann lét af föstu starfi fyrir aldurs sakir. Guðjón var fyrsti ritstjóri Iðnnemans. Hann var í stjórn
Rafvirkjafélagsins, sem síðar varð Félag íslenskra rafvirkja, 1937-1939 og var formaður 1938. Magnús Guðmundsson Fæddur 25/5 1939 dáinn 25/8 2000 Magnús nam rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi 1979. Meistari hans var Hallur Björnsson. Magnús starfaði sem
rafvirki hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Guðni Helgason Fæddur 27/1 1920 dáinn 17/9 2000 Guðni lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík. Meistari hans var
Sigurður Bjarnason. Guðni lauk sveinsprófi 1947. Fékk meistarabréf 1950 og landslöggildingu 1950. Lauk
prófi frá rafmagnsdeild Vélskólans í Reykjavík 1951. Starfaði hjá Sigurði Bjarnasyni í 8 ár og hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í 2 ár. Eftir það rak hann eigin rafverkstæði. Guðni var heiðursfélagi í
Félagi löggiltra rafverktaka í Reykjavík. Jón Gamalíelsson Fæddur 23/3 1923 dáinn 1/12 2000 Jón nam rafvirkjun við Iðnskólann á Siglufirði. Hann lauk sveinsprófi 1948. Meistari hans var Jóhann Jóhannesson. Jón varð rafmagnstæknifræðingur
frá Osló Tekniske Skole 1957-1960. Starfaði innanlands og í Noregi við rafvirkjun til 1957 Starfaði hjá
Rafmagnsveitum ríkisins 1960-1967 og frá 1967-1994 hjá Rafmagnseftirliti ríkisins sem deildartæknifræðingur
og síðan deildarstjóri háspennudeildar. Símon Andreas Marthensson Ólsen Fæddur 20/2 1969 dáinn 17/3 2001 Símon starfaði
um tíma hjá Rafskaut á Ísafirði, þar sem hann síðan hætti vegna veikinda. Hann lauk námi í rafvélavirkjun
við Iðnskólann í Reykjavík árið 1997. Kjartan Arnórsson Fæddur 4/1 1950 dáinn 17/3 2001 Kjartan lærði rafvirkjun við
Iðnskólann á Akranesi . Hann lauk sveinsprófi 1975. Meistari hans var Ármann Ármannsson. Starfaði lengst af hjá Ármanni Ármannssyni
en síðustu árin starfaði hann hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðju
HB h.f. Var sæmdur gullmerki
FÍR 1999.
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||