SKÝRSLA STJÓRNAR 1998
SKÝRSLA STJÓRNAR FÉLAGS
ÍSLENSKRA RAFVIRKJAUM STARFSEMINA SÍÐASTA STARFSÁR. LÖGÐ FRAM Á AÐALFUNDI 10. APRÍL 1999 STJÓRNAR- OG TRÚNAÐARMENN FÉLAGS ÍSLENZKRA RAFVIRKJA STARFSÁRIÐ 1998 Formaður: Haraldur Jónsson Trúnaðarmannaráð: Skoðunarmenn FÍR : Hermann Lúðvíksson og Viggó Jensson. Til vara Jóhannes Bjarni Jónsson. Kjörstjórn FÍR : Bjarni Sigfússon, Jóhannes Bjarni Jónsson, Halldór Ingi Hansson og Sigurður Geirsson Stjórn Lífeyrissjóðsins Lífiðnar: Skoðunarmenn Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna: Formenn kjörstjórna vegna stjórnarkosninga aðildarfélaga : Bjarni Sigfússon og Leó Ingólfsson, aðildarfélög tilnefna auk þeirra tvo menn í kjörstjórnir. Kjörstjórn og umsjón kjörskráa vegna afgreiðslu kjarasamninga : Bjarni Sigfússon, Elín Fríða Sigurðardóttir og Sigurður Geirsson. Laga- og skipulagsnefnd RSÍ : Rúnar Bachmann, Guðmundur Gunnarsson og Helgi R. Gunnarsson Reglugerðir Styrktar- og lífeyrissjóðs : Þórir Hermannsson, Haraldur Jónsson, Helgi R. Gunnarsson. Orlofsnefnd RSÍ : Björn Ágúst Sigurjónsson, Jón Þór Kristmannsson og Runólfur Þorláksson Stjórn Furulundar : Björn Ágúst Sigurjónsson. Stjórn Einarsstaða : Björn Ágúst Sigurjónsson Stjórn Vatnsfjarðar : Haraldur Jónsson Atvinnuleysisbótanefnd : Helgi R. Gunnarsson, Elín Fríða Sigurðardóttir og Sigurður Hallvarðsson Úthlutunarnefnd styrktarsjóðs : Sigurður Hallvarðsson, Bjarni Sigfússon og Helgi R. Gunnarsson Ákvæðisvinnunefnd rafiðna : Guðmundur Gunnarsson, til vara Þorleifur Hjaltason Golfmótanefnd : Stefán Ó. Guðmundsson, Björn S. Björnsson, Garðar Árnason og Víðir Tómasson Stjórn Eignarhaldsfélags Alþýðubankans : Rúnar Bachmann Mennta- og fræðslunefndir Nefndir á vegum ASÍ FRÁ SÍÐASTA AÐALFUNDI HAFA ÞESSIR FÉLAGAR LÁTIST: (Efnisyfirlit) Jónas Haraldsson Fæddur 30/1 1916 dáinn 25/4 1998. Jónas lærði rafvirkjun hjá Jónasi Magnússyni í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1948. Lengst af starfaði hann að iðn sinni hjá Jóhann Rönning h.f. og síðan hjá Ljósvirki h.f. Ólafur Arnars Fæddur 21/9 1946 dáinn 26/6 1998. Ólafur vann m.a. við Sigölduvirkjun og um tíma hjá Varnarliðinu. Lengst af starfaði hann sjálfstætt sem rafverktaki. Ólafur Thoroddsen Fæddur 29/7 1918 dáinn 5/8 1998. Ólafur lærði rafvirkjun . Meistari hans var Eiríkur Ormsson. Sveinsprófi lauk Ólafur 1947. Starfaði m.a. hjá Br. Ormsson h.f., hjá Júlíusi Björnssyni, Starfaði frá 1949 hjá Eimskip, sem rafvirki,ýmist til sjós eða lands, þar til hann lét af störfum 1988 Ólafur Oddgeirsson Fæddur 30/3 1929 dáinn 12/8 1998. Ólafur lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum. Meistari hans var Lárus Guðmundsson. Lauk sveinsprófi 1951. Meistarabréf 1956. Vann m.a hjá Neista s.f. Kjarna s.f., Fiskiðjunni h.f. Vörumarkaðinum, Gunnari Ásgeirssyni og Prentsmiðjunni Odda h.f. Sat oft í prófnefndum og sem formaður prófnefnda. Leifur Sigurðsson Fæddur 22/7 1929 dáinn 1978 1998. Leifur nam rafvirkjun og lauk sveinsprófi 1951. Var Þorlákur Jónsson meistari hans. Leifur vann lengst af hjá Hauki og Óla , eða í um 35 ár. Leifur starfaði sjálfstætt á árunum 1987-1991., en gerðist síðan rafvirkjameistari hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Leifur sat lengi í trúnaðarmannaráði Félags íslenskra rafvirkja og hlaut gullmerki félagsins. Guðmundur Jensson Fæddur 3/7 1917 dáinn 30/8 1998. Guðmundur lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1944. Meistari hans var Halldór Ólafsson.Guðmundur kenndi rafmagnsfræði við vélanámskeið Fiskifélags Íslands 1950-1960. Var stundakennari við Iðnskólann í Reykjavík 1960-1967, og yfirkennari rafiðna frá 1975. Guðmundur var í prófnefnd rafvélavirkja í um 12 ár. Gísli Ágústsson Fæddur 6/5 1926 dáinn 15/9 1998. Lauk sveinsprófi í rafvirkjun 1947. Meistari hans var Haraldur Eiríksson. Fékk löggildingu 1951. Gísli rak lengst af kælitækjaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn Þorsteinsson Fæddur 9/9 1944 dáinn 3/1 1999. Þorsteinn var mikill áhugamaður um félagsmál. Hann hefur verið í forystusveit rafiðnaðarmanna nánast frá því að hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1966. Meistari hans var Skúli B. Ágústsson. Starfaði m.a. hjá Raflögnum s.f. Rafmagnsveitum ríkisins og Rafveitu Selfoss frá 1970. Hann var í stjórn Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi frá stofnun 1970, ritari 1975 - 1982 og formaður frá 1982 til 1997 að einu ári undanskildu. Þorsteinn sat í miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins frá 1983 til dauðadags. Auk þess hefur hann setið í mörgum nefndum fyrir verkalýðshreyfinguna og aðra m.a. var í stjórn Veitustofnana á Selfossi í mörg ár. Hann var í þeim hóp manna sem mótaði Rafiðnaðarsambandið frá stofnun. Þorsteinn sat mörg þing ASÍ og flest þing RSÍ. Erling Adolf Ágústsson Fæddur 9/8 1930 dáinn 8/1 1999. Nam rafvirkjun við Iðnskóla Vestmannaeyja og lauk sveinsprófi 1953 Meistari hans var Lárus Guðmundsson. Var einnig með sveinspróf í útvarpsvirkjun. Lærði hjá Hauki og Eggerti. Starfaði við viðgerðir á kæli- og heimilistækjum og einnig við verslunarstörf. Bjarni Júlíusson Fæddur 30/4 1931 dáinn 18/2 1999. Bjarni nam rafvirkjun og lauk sveinsprófi 1957. Meistari hans var Jón J. Guðjónsson. Bjarni starfaði m.a. hjá Ljósbliki og Johan Rönning en starfaði síðan til æviloka hjá Landsvirkjun. Bjarni vann mikið að félagsmálum stéttarfélags síns. Var m.a. í stjórn Lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna 1975-1990. Sat í kjörnefndum og var endurskoðandi Félags íslenskra. rafvirkja í áratugi. Hann var lengi í trúnaðarmannaráði FÍR. Þá sat Bjarni flest þing Rafiðnaðarsambandsins, var varamaður í miðstjórn og einnig í sambandsstjórn. Bjarni var árum saman trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna hjá Landsvirkjun. Hann var hlaut gullmerki FÍR 1987. (Efnisyfirlit)Stjórnar- og félagsfundir Þetta er sama skipulag og er viðhaft innan hinna rafiðnaðarsambandanna á norðurlöndunum. RSÍ er eina landsambandið hér á landi sem hefur þetta fyrirkomulag við afgreiðslu kjarasamninga, í öðrum landssamböndum er það hvert aðildarfélag sem afgreiðir hvern kjarasamning fyrir sig. Í flestum tilfellum er um að ræða einn aðalkjarasamning viðkomandi félags og síðan eru í einhverjum tilfellum samið um kálfa út frá honum. Rafiðnaðarsambandið var eina heildstæða starfsgreinasambandið hér á landi og hefur það fyrirkomulag marga augljósa kosti í för með sér, sérstaklega við skipulag starfsmenntunar í starfsgeiranum og eins nýtast eftirmenntunarnámskeið fyrir allar starfsgreinar í geiranum. Matvís hefur verið byggt upp með sama skipulagi og RSÍ. Þátttaka rafiðnaðarmanna í sameiginlegri starfsemi verkalýðshreyfingarinnar er mikil, auk þess að við eigum fulltrúa í nokkrum nefndum hins opinbera og í sameiginlegum nefndum norrænna rafiðnaðarmanna og norræna og evrópska byggingarsambandinu. Þetta kostar tíma og fjárútlát, en gefur okkur tækifæri til þess að hafa víðtækari áhrif á framvindu mála og aðstæður til þess að koma sjónarmiðum okkar mjög víða á framfæri. (Efnisyfirlit)Starfsemi skrifstofunnar verður sífellt margþættari m.a. sakir þess að lögð hefur verið á það áhersla undanfarin ár, að félagsmenn sjái sér hag í því að vera innan samtaka rafiðnaðarmanna frekar en litið sé á það sem skyldu. Mjög mikil fjölgun hefur verið á félagsmönnum undanfarið ár eftir nánast kyrrstöðu á meðan niðursveiflan ríkti á árunum 1991 1995. En við höfum við einnig orðið að vísa mörgum frá sem sótt hafa í RSÍ vegna skipulags ASÍ. Nokkuð hefur borið á því að verktakar hafi sótt inn sambandið vegna hagstæðra námskeiðsgjalda og styrkja frá Styrktarsjóð, og viljað greiða afturvirkt félagsgjöld til þess að öðlast full réttindi strax. Þessir aðilar hafa svo gefið upp laun sem eru lægri en lægstu taxtar á vinnumarkaði. Nú hafa verið settar strangari reglur um inngöngu í sambandið. Það er leitt til þess að vita að til séu aðilar, sem hiklaust ætlast til þess að fá að njóta alls þess sem fullborgandi félagsmenn hafa skapað án þess að taka þátt í að greiða fyrir það. Sambandið hefur aðgang að lögmönnum ASÍ og eru þeir nýttir þegar upp koma deilur vegna túlkana á kjarasamningum, en þegar upp koma deilur vegna launa eða innheimtu gjalda þá sjá lögmenn sambandsins, þ.e. Löggarður, um þau mál. Rafiðnaðarsambandið hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að þjálfa upp trúnaðarmenn sambandsins og hefur verið varið til þess hundruðum þúsunda króna á hverju ári síðustu árin. (Efnisyfirlit)Guðmundur Gunnarsson form. kjarasamn. og samskipti út á við; ASÍ, nefndarstörf og norræn samskipti. Helgi R. Gunnarsson framkv.stj. dagleg stjórnun á skrifstofu, kjarasamningar og nefndarstörf. Sigurður Hallvarðsson gjaldkeri, atvinnuleysistr. og styrktarsj. útsendingar og umsjón kjörskráa. Þór Ottesen samskipti við vinnustaði, vinnuverndarmál, viðhald orlofshúsa. Hulda Jakobsdóttir ritari, bókhald, útleiga orlofshúsa. Við inngöngu Félags símamanna var skrifstofu félagsins lokað og starfsmaður Halldóra Guðmundsdóttir fluttist á skrifstofu RSÍ. Starfsmaður Ákvæðisvinnustofu : Þór Ottesen Starfsmenn innheimtudeildar : Elín Sigurðardóttir framkv.stj., bókhald, afgr. atv.leysisbóta. Anna María Hannesdóttir færsla innheimtukerfis Fjóla Þorvaldsdóttir færslur innheimtukerfis, bókhald aðildarfélaga, umsjón orlofsumsókna. Sigrún Magnúsdóttir ritari. um áramótin var innheimtustofa Matvís sameinuð innheimtustofu rafiðnaðarmanna við það fluttist Ásta Kristjónsdóttir starfsmaður hennar til okkar. Starfsmenn Lífiðnar : Friðjón Þórðarson framkv.stj.,
innheimtumál, ávöxtun verðbréfa, Bjarni Sigfússon innheimtumál, umsjón
lífeyrissjóðs. Gunnar Árnason bókhald, uppfærslur verðbréfa, Unnur Magnúsdóttir
bókhald lífeyrissj. Fulltrúar á landsbyggðinni : Bjarni Árnason starfar nokkrar klst. á viku á skrifstofu á Akranesi og Helgi Jónsson ásamt stjórnarmönnum sínum í RFN sjá um skrifstofuna á Akureyri. Ómar Baldursson ásamt stjórnarmönnum sínum í FRS sjá um skrifstofuna á Selfossi og Arnoddur Jónsson um málefni sambandsins á Suðurnesjum, Sigurður Björnsson í Borgarnesi, Júlía Björk Þórðardóttir á Ísafirði, Ingimar Hólm Ellertsson og Frosti Frostason á Sauðárkrók, Vigfús Ingi Hauksson Siglufirði, Magni B. Sveinsson á Neskaupstað, Sigurður Karlsson á Höfn, Gunnar Jónsson Kirkjubæjarklaustri, og Arngrímur Magnússon í Vestmannaeyjum. Starfsmenn Rafiðnaðarskólans : Sigurður Geirsson framkv.stj, Jón Árni Rúnarsson framkv.stj., Guðfinnur Traustason verkefnastj., Haukur Konráðsson verkefnastj., Þórdís Bergmundsdóttir skrifstofustj., Rannveig Friðriksdóttir ritari og skráning, Hafdís Reinaldsdóttir skráning og umsjón kaffist., Guðmunda Kristinsdóttir verkefnastj., Anna S. Ragnarsdóttir skrifst., Gunnlaugur S. Gunnarsson netumsjón, kennsla, Logi Halldórsson útbreiðsla og auglýs. Auk þess er skólinn með samninga við u.þ.b. 25 kennara, sem hver um sig sér um ákveðin námskeið. Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins : Ísleifur Árni Jakobsson. Starfsmenn viðskipta- og tölvuskólans : Jón Árni Rúnarsson skólastjóri, Fjóla Hauksdótir verkefnastj., Jón B. Georgsson kennslustj., Heimir Barðason rekstrarstj., Erna Sigfúsdóttir verkefnastj., Jóhanna Gautsdóttir verkefnastj., Hróbjartur Árnason verkefnastj., Guðjón Stefánsson kennari, Ragnheiður Brynjólfsdóttir kennari Auk þess er skólinn með samninga við yfir 20 kennara. (Efnisyfirlit)Í aðildarfélögum RSÍ voru 1997 og 98 :
Undanfarin tvö ár hefur félagsmönnum okkar farið fjölgandi eftir kyrrstöðu í nokkur ár þar á undan. Sú fjölgun er að hluta til kominn vegna inngöngu símsmiða í RSÍ. En vegna gífurlegs uppgangs í byggingariðnaði þá er mikil fjölgun meðal rafvirkja. Þar eru að koma fram rafvirkjar sem hurfu til annarra starfa á meðan niðursveiflan var 1991 1994. Ef spár okkar rætast þá eru líkur á að félagsmönnum okkar fjölgi um 7 10% á ári fram yfir aldamót. Starfsmenn hafa orðið varir við að margir af þeim sem hafa starfað sem undirverktakar, eða eru einstæðir verktakar sæki fast inn í sambandið. (Efnisyfirlit)Fundir um land allt. Undanfarin ár hafa verið haldnir fundir á Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduós, Sauðárkrók, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Höfn, Vestmannaeyjum, Selfoss, Keflavík og í Reykjavík auk fjölmargra vinnustaðafunda. Þessir fundir hafa mælst mjög vel fyrir og fundarsókn hefur undantekningalítið verið góð. Á fundina hafa mætt stjórnarmenn úr aðildarfélögum RSÍ og starfsmenn. Samningar hafa verið kynntir og skýrðir, farið hefur verið yfir helstu atriði í rekstri sambandsins, starfsemi sjóða og réttindi félagsmanna í þeim. Framkvæmdir í orlofsmálum og úthlutunarreglur verið kynntar, auk þess sem fjallað hefur verið um málefni fræðslu- og eftirmenntunarnefndanna og Rafiðnaðarskólans. Auk þess hefur á fundum undanfarið verið farið yfir nýtt ákvæðisvinnuforrit og félagsmönnum afhent það sér að kostnaðarlausu. (Efnisyfirlit)Á síðasta þingi RSÍ var ákveðið að nota þetta kjörtímabil til þess að kanna hvort áhugi væri á því innan sambandsins að gera svipaðar breytingar á skipulagi og gerðar hafa verið í hinum norrænu rafiðnaðarsamböndunum. Þau hafa sum lagt niður þing sín eða minnkað umfang þeirra umtalsvert. Á fundum í miðstjórn og í stjórnum og trúnaðarráðum aðildarfélaganna og svo á félagsfundum kom fram að enginn áhugi er á því að leggja þing okkar niður. En félagsmenn virðast vera sammála um að þau megi stytta og jafnvel lengja bilið milli þeirra í 4 ár. Áhugi hefur komið fram að í stað þess verði trúnaðarráðstefnurnar fastsettar í lögum RSÍ á hverju hausti. Þar telja félagsmenn að þau fræðsluerindi geti verið sem hafa verið á þingum, það stytti þingtímann. Skipta má lögum og reglugerðum, þannig að reglugerðum megi breyta á sambandsstjórnarfundum, en aðrar lagabreytingar geti einungis farið fram á þingum. Þar fari fram einnig allar kosningar. Í þessari umræðu er gert ráð fyrir að afgreiða reikninga á sambandsstjórnarfundum í stað þess að vera afgreiða þá 3 ár aftur í tímann á þingum. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóði er búið að flytja alla umræðu, afgreiðslu reikninga og laga og reglugerða lífeyrissjóðsins á ársfund hans sem fer fram í maí á hverju ári. Það fækkar þeim málum sem þingin þurfi að afgreiða. Þessi stefnumörkun var aðalmál á sambandsstjórnarfundi RSÍ á Akureyri 8. 9. maí í fyrra og var samþykkt þar. FÍR ræður starfsmann Breytingar á starfi Orlofsnefndar Þing Félags íslenskra símamanna samþykkir inngöngu í RSÍ (Efnisyfirlit)Félag íslenskra símamanna hélt þing sitt 28. nóvember síðastliðinn. Á þinginu voru lagðar fram þær lagabreytingar sem þarf að gera til þess að samræma lög félagsins lögum RSÍ og þá um leið lögum ASÍ félaganna. Einnig voru lagðar fram breytingar á reglugerðum verkfalls-, eftirmenntunar-, orlofs- og sjúkrasjóða félagsins svo sameina megi þá sjóðum innan RSÍ. Þessi vinna fór af stað síðastliðinn vetur eftir fundahöld í félaginu, þar sem samþykkt hafði verið að hefja undirbúning þess að hægt væri að leggja fram þessi gögn á þinginu. Eins og áður hefur komið fram þá var umsókn FÍS tekin til umfjöllunar á síðasta sambandsstjórnarfundi RSÍ á Akureyri í maí síðastliðnum. Þar var hún samhljóða samþykkt. Næsta skref í ferlinu var aukaþing FÍS í september, þar sem samþykkt var að leggja af stað í breytingar á lögum og reglugerðum sem lögð yrðu fyrir þingið. Algjör samstaða var á þinginu. Í umræðum kom m.a. fram að þar sem Landsíminn væri orðinn að hlutafélagi á almennan vinnumarkaði, væri nauðsynlegt fyrir félagið að aðlaga sig þessari þróun, ætti það að geta tekist á við gerð kjarasamninga í nýju umhverfi. Síðan fór fram allsherjaratkvæðagreiðsla í FÍS um úrsögn úr BSRB og inngöngu í RSÍ. Tillaga þingsins var samþykkt með margföldum yfirgnæfandi fjölda atkvæða með 11 mótatkvæðum. Inngöngu félagsins þarf síðan að staðfesta á næsta þingi RSÍ. Ósmekkleg afskipti VR af innri málum RSÍ (Efnisyfirlit)Sama þróun hefur átt sér stað í kjölfar einkavæðingar símans á öllum norðurlandanna, samtök símanna hafa gengið í rafiðnaðarsamböndin. VR hefur sett fram mótmæli og hefur skipulagsnefnd ASÍ skoðað málið. Nefndin komst að sömu niðurstöðu og RSÍ um að þetta sé í samræmi við starfsgreinaskipulag ASÍ, samruni starfsgreinafélaga rafiðnaðarmanna í landsamband. Forystumenn RSÍ hafa lýst því yfir þeir muni á engan hátt leggja stein í götu þeirra sem vilja vista sig í öðrum stéttarfélögum og hafa lýst sig reiðubúna að mæta á fundi með skipulagsnefnd ASÍ, en VR hefur ætíð komið sér undan að mæta. Forystu VR hefur vikið sér undan að svara þeim rökum sem RSÍ, FÍS og skipulagsnefnd ASÍ hafa sett fram um þetta mál. Í VR-blaðinu í febrúar var birt einungis hluti þess sem fram hefur komið um málið og því lýst svo yfir á yfirlætisfullan hátt, að það sem RSÍ hafi sett fram um málið sé í engu samræmi við raunveruleikann!! Forystumenn VR er þar að víkja sér undan því að svara fyrir hvernig þeir klúðruðu að gera kjarasamning við Landsímann í síðustu samningum. Hvers vegna fjölmargir félagsmanna í VR ættu að vera í öðrum stéttarfélögum ef félagið ætlaði að starfa samkvæmt starfsgreinaskipulagi ASÍ. Ekki er svarað kvörtunum Flugfreyjufélagsins að VR hafi innan sinna raða flugfreyjur Atlanta gegn þeirra eigin vilja og komi með því í veg fyrir eðlilega kjarabaráttu flugfreyja. Ekkert ASÍ-félaganna hefur farið þess á leit við forystu VR, að hún reki félagsmenn yfir í önnur félög. Það viðhorf forystu VR að telja sig geta ráðskast með launamenn að þeim forspurðum, samrýmist á ekki nútíma verkalýðshreyfingu. Forysta VR virðist ætla sér að sigla inn í 21. öldina á 19. aldar skipulagi. RSÍ hefur oft átt mjög gott samstarf við VR. Leitt er að horfa upp á að einstrengingsleg afstaða þeirra setur það í hættu. RSÍ stendur í þakkarskuld við forystu VR. Hún hefur með afstöðu sinni þjappað rafiðnaðarmönnum vel saman og sannfært þá enn frekar um hversu gott sé að vera í virku starfsgreinasambandi þar sem þátttaka í afgreiðslu kjarasamninga er frá 70% í tæp 100%. Hafa aðgang að öflugustu starfsmenntuninni hér á landi, flestum orlofshúsum pr. félagsmann og þeim best búnu, langöflugasta verkfallsjóðinn, sterkan sjúkrasjóð og lífeyrissjóð sem eru með langbestu og rúmustu reglugerðirnar. Þetta hlutskipti velja þeir sér sjálfir og óstuddir, frekar en að láta forystu í risafélagi óskilgreinds samansafns starfsgreina segja sér fyrir verkum. Því miður hefur þetta mál orðið til þess að sumir af forystumönnum RSÍ hafa orðið að sitja undir margskonar dylgjum og ásökunum m.a. frá forystumönnum annarra stéttarfélaga. Við erum ásakaðir um að "Nappa félagsmönnum frá öðrum félögum" o.fl. í þeim dúr. Viðhorf þess sem setur fram svona ummæli, lýsa í raun fyrirlitningu þess sem setur þau fram á launamönnum. Launamenn virðast vera í augum þessarar aðila einhverjir viljalausir hlutir sem forystan geti ráðskast með, "kjötskrokkar sem streyma fram eftir færibandi sem forystan stjórni". Það er í engu tekið tillit til þess, að þeir sem hafa gengið til liðs við RSÍ hafa sjálfir tekið þá ákvörðun. Ákvörðunin var tekin af frumkvæði fólksins sjálfs og samþykkt af því sjálfu á fundum og síðan í allsherjaratkvæðagreiðslum. RSÍ-blaðið og heimasíðan. (Efnisyfirlit)RSÍ blaðið er mikilvægur upplýsingamiðill fyrir félagsmenn sambandsins. Gefið er út eitt stórt blað á ári fyrir jól og auk þess koma út nokkur lítil fréttabréf. Þar eru tilkynningar um margskonar efni, helst vegna breytinga á launtöflum eða kjarasamningum. Notkun heimasíðunnar hefur aukist umtalsvert til þess að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna. Á heimasíðu er úrval greina úr blöðum, launatöflur, upplýsingar um orlofshúsin o.fl. Þar tengdar saman heimasíður Rafiðnaðarsambands Íslands, Landsambands íslenskra rafverktaka, Rafiðnaðarskólans, Fræðslumiðstöðvar rafiðnaðarins og Ákvæðisvinnustofu rafiðna auk heimasíðna norrænu rafiðnaðarsambandanna. Launakönnun Íslensku tölvuverðlaunin (Efnisyfirlit)Íslensku tölvuverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í vetur. Verðlaunin verða veitt því fyrirtæki og þeim einstaklingi sem þykja hafa skarað fram úr í íslenska tölvuiðnaðinum og upplýsingasamfélaginu. Að verðlaununum standa Rafiðnaðarsamband Íslands, Landsamband íslenskra rafverktaka, Íslenska álfélagið, Tölvuheimar, Rafiðnaðarskólinn og Viðskipta- og tölvuskólinn. Með hinni gríðarlega öru tölvu- og netvæðingu landsins hafa Íslendingar tekið forskot á alþjóðasamfélaginu svo um munar og ljóst er að ef við náum að halda því, munum við storma inn í 21. öldina sem ein tæknivæddasta þjóð veraldar. Við höfum náð langt ef litið er til þess hve skammt er síðan atvinnulíf okkar var vanþróað og við vorum í hópi vanþróuðustu og fátækustu þjóða í álfunni. Samfara þessari þróun hefur tölvuiðnaðurinn hér á landi sprungið út á undanförnum árum og nú er svo komið að þjóðin hefur vaxandi útflutningstekjur af greininni, enda stuðningurinn í samfélaginu ríkur. Framámenn hafa þegar á heildina er litið verið samstiga um að gera veg greinarinnar sem mestan og skapa greininni heilbrigt umhverfi til frjálsrar samkeppni. Saga tölvutækni á Íslandi er að mestu leiti saga einstaklingsframtaks, djörfungar og dugs útsjónarsams fólks, sem á eigin spýtur hefur byggt upp fyrirtæki í tölvuiðnaði sem skapa þúsundum íslendinga atvinnu á einn eða annan hátt. Heiðruð voru fyrirtæki og einstaklingar, sem skarað hafa fram úr í íslenska tölvuiðnaðinum og lagt stóran skerf til þess að efla þróun hans og framgang. Þróunin er ör og svo margt að gerast í íslenskum tölvuheimi. Fyrirtækin springa út og dafna svo hratt að það er stundum erfitt að fylgjast með. Í flokki fyrirtækja voru tilnefnd: Hugvit hf, Opin kerfi hf. og Nýherji hf og í flokki einstaklinga Friðrik Skúlason, Guðjón Már Guðjónsson og Oddur Benediktsson. Verðlaunin fengu Opin kerfi og Friðrik Skúlason. Eldri rafiðnaðarmenn. (Efnisyfirlit)Miðstjórn RSÍ og skólastjórn Rafiðnaðarskólans hafa oft rætt ekki ætti að reyna að styðja á einn eða annan veg stofnun félagsskapar eldri rafiðnaðarmanna. Hér hefur ekki sérstaklega verið átt við fyrrverandi félagsmenn RSÍ, heldur alla rafiðnaðarmenn sem eru t.d. 65 ára og eldri. Við getum átt samleið í ýmsum málum og ekki síður við gætum auðveldlega stutt við svona félag á margan hátt. Í stjórnum skólanna okkar hefur m.a. verið samþykkt að bjóða öllum rafiðnaðarmönnum á lífeyrisaldri ókeypis aðgang að öllum námskeiðum skólanna. Það mál væru best fyrirkomið í höndunum á svona félagi. Nýtt tryggingarfélag stofnað (Efnisyfirlit)Norrænu verkalýðsfélögin eru með sameiginlegar tryggingar fyrir félagsmenn sína. Þessar tryggingar eru mjög hagkvæmar, kostnaður félagsmanna er u.þ.b. 1/3 af því sem þeir þyrftu annars að greiða fyrir þær á almennum markaði. Hagkvæmnin næst upp með því að :
Ef félagsmaður hafnar þátttöku í stéttarfélaginu á fær hann gíróseðil frá tryggingarfélaginu fyrir tryggingunni. Sú innheimta er eins og fram hefur komið 2/3 hærri eða m.ö.o. hærri en tryggingin og félagsgjaldið til samans.. Vitanlega getur einstaklingurinn kveðið að vera hvorki í stéttarfélagi eða tryggður. Miðstjórn RSÍ hefur lengi barist fyrir þessu máli og bent á að þetta sé eitt af þeim atriðum sem íslensk verkalýðshreyfing verði að taka upp sem allra fyrst og sé grundvöllur þess að húin komist inn í nýja öld. Vinnuveitendur muni koma því í gegn með aðstoð stjórnmálamanna að þeim beri ekki skylda til þess að innheimta félagsgjöld fyrir stéttarfélögin. Í næstu kjarasamningum verða séreignardeildir ásamt umræðu um sjúkrasjóði og tryggingar starfsmanna mjög áberandi og miklar líkur á að framkomi kröfur frá VSÍ að hluti af sjúkrasjóðsgjaldinu fari í tryggingar starfsmanna. RSÍ hefur beitt sér fyrir því að ASÍ kynni sér hvernig þessum málum er fyrirkomið á hinum norðurlandanna og kynni þessi mál hér á landi. Á síðasta sambandsstjórnarfundi ASÍ 22. og 23. nóvember síðastliðinn lagði form. RSÍ fram tillögu um að stofnað yrði nýtt tryggingarfélag Alþýðutryggingar. Hann sagði að nú væri búin að vera að störfum nefnd vegna þessa máls á vegum verkalýðshreyfingarinnar í tvö ár. Málinu hefði allstaðar verið tekið jákvætt og væru menn sammála um ágæti þess.En því miður virtist það vera svo að sum félög væru ekki tilbúinn að taka ákvarðanir og létu málið reka áfram, þannig að nefndin virtist stundum vera á byrjunarreit. Búið væri að vinna alla helstu undirbúningsvinnu þannig að nú væri rétt að láta reyna á málið með því að ganga til stofnunar tryggingarfélags og ráða starfsmann svo hraða mætti framgangi málsins. Ákveðið var að halda fund formanna landssambanda og stærstu félaganna VR og Dagsbrúnar/Framsóknar. Stofnfundur Alþýðutryggingar var haldinn þann 18. desember. Í stjórn voru kosnir Björn Grétar Sveinsson, Grétar Þorsteinsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðmundur Hilmarsson og Gylfi Arnbjörnsson. Hlutafé var 12 milljónir og var ákveðið að stjórn mætti auka það í 20 milljónir. Um 40 stéttarfélög, landsambönd og lífeyrissjóðir voru stofnendur. Guðmundur Hilmarsson var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins frá 1. apríl og Halldór Björnsson frá Dagsbrún kom í stað hans í stjórn. (Efnisyfirlit)Á fundi rekstrarstjórna Landsambands íslenskra rafverktaka og RSÍ þann 15. desember varð samkomulag að auka við einn taxta í launakerfinu. Mikið launaskrið hefur verið undanfarin ár og í þeim launakönnunum sem RSÍ hefur gert hefur komið í ljós að töluverður fjöldi okkar manna er kominn á launataxta sem er fyrir ofan launakerfi LÍR og RSÍ. Einnig varð samkomulag um að 5. taxti væri lágmarkstaxti fyrir rafiðnaðarmenn með sveinspróf. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf hafa þá hækkað á samningstímanum frá 70.038 kr. í 107.025 kr. eða 52,8%. Einnig varð samkomulag um að setja á laggirnar nefnd sem myndi athuga rétt þeirra rafverktaka sem hafa verið í innan RSÍ og hafa þar fullt félagsleg réttindi, en gerast verktakar og fara yfir í LÍR. Samböndin reka saman Rafiðnaðarskólann með landsfrægum árangri og félagsmenn þeirra beggja eru þar með jafngild réttindi sama í hvoru sambandinu þeir eru. Innheimtustofa rafiðnaðarmanna innheimtir eftirmenntunargjald af öllum félagsmönnum beggja sambandanna. Nefndinni var falið það hlutverk hvort hægt væri að koma í veg fyrir að sá félagsmaður sem hefur full réttindi í styrktarsjóð RSÍ geti haldið þeim réttindum þó hann fari yfir í LÍR. Nefndin á að skila niðurstöðu um miðjan marz, svo tækifæri gefist að kynna og bera niðurstöður undir þing RSÍ 22. - 23. apríl. Einnig var nefndinni falið að fylgjast með launaþróuninni á vinnumarkaði okkar og endurskoða taxtakerfið með tilliti til þess. Þann 16. marz var undirritað samkomulag milli Landssamband íslenskra rafverktaka og Rafiðnaðarsamband Íslands um að félagsmenn LÍR geti haldið réttindum sínum í Styrktarsjóð rafiðnaðarmanna séu eftirtalin skilyrði uppfyllt.
Félag íslenskra rafvirkja og Rafveituvirkjafélagið sameinast (Efnisyfirlit)Í haust var samþykkt í stjórn Rafveituvirkjafélags Íslands að kanna hvort það kæmi til greina að félagið sameinaðist Félagi íslenzkra rafvirkja. Rafveituvirkjar eru búnir að ganga í gegnum þann aðlögunartíma nýrrar iðngreinar og menntamálin kominn í fastar skorður. Mjög margir rafvirkjar eru með starfsréttindi rafveituvirkja og eru í félögum rafvirkja innan RSÍ, stjórnum félaganna þykir því rétt að kanna möguleika á sameiningu eða nánari samstarfi.. Niðurstöður þessara viðræðna urðu að ákveðið var að ganga til sameiningar. Stjórn FÍR taldi ekki vera nein vankvæði á því. Gert væri ráð fyrir því í lögum félagsins að í því væru rafvirkjar, rafvélavirkja og rafveituvirkjar. Það væru þegar í félaginu fjölmargir rafveituvirkjar. Í viðræðunum kom það fram að Rafveituvirkjafélagið væri landsfélag og í því væri félagar sem samkvæmt skipulagi RSÍ ættu að vera í Rafvirkjafélagi Norðurlands og Félagi rafiðnaðarmanna á Suðurlandi. Haldnir voru fundir með forystumönnum allra þessara félaga og náðist samkomulag sem allir voru sáttir við. Að því loknu var ákveðið að láta fara fram allsherjarkosningu í Rafveituvirkjafélaginu um hvort félagið sameinaðist félögum rafvirkja. Niðurstaðan í kosningunni var að 79 kusu eða 63,2% af þeim sem voru á kjörskrá. 53 sögðu já eða 67,09%. 26 sögðu nei eða 32,91%. Samkvæmt lögum félagsins þurftu 2/3 af þeim sem kusu þurftu að segja já. Kosningin er því lögleg og mun félagið verða lagt niður á aðalfundi þess 10 apríl. Samkvæmt uppstillingu á lista stjórnar og trúnaðarráðs FÍR munu trúnaðarmenn Rafveituvirkja hjá Landsvirkjun og RARIK koma inn í trúnaðarráð FÍR og einnig mun það miðstjórnarsæti í RSÍ, sem Rafveituvirkjafélagið hefur haft flytjast til FÍR og mun það verða skipað rafveituvirkja Í þessu sambandi má minnast á að tvö önnur félög innan RSÍ, Félag sýningarmanna og Félag tæknifólks hafa verið í nánu samstarfi um menntamál, þar hefur heyrst að sameining gæti verið hugsanlegur möguleiki í framtíðinni. Félög rafvirkja gefa kennslutæki. Laugardaginn 6. marz voru gullmerki Félags íslenskra rafvirkja afhent í ráðstefnusal VT-skólans. Í lögum félagsins stendur að afhenda skuli öllum þeim sem hafa verið í félaginu í 25 ár gullmerki félagsins. Þetta er gert annað hvert ár á formlegan hátt. Nú voru það 74 sem fengu merkið afhent. Þessi hópur hefur farið stækkandi sem segir okkur að það sé liðin tíð að allir félagar FÍR gerist verktakar og hverfi á braut eins og var á árum áður. Merkjasafn Svavars Guðbrandssonar Svavar sat öll þing Rafiðnaðarsambands Íslands og var sambandsstjórnarmaður þar. Hann sat einnig mörg þinga ASÍ. Hann barðist fyrir útbreiðslu ákvæðisvinnunnar og mætti á alla fundi hjá samtökum rafiðnaðarmanna til þess að sína fram á hvaða launabætur lægu í taxtanum, án þess að kostnaður verkkaupa hækkaði með aukinni hagræðingu á vinnu. Hann kenndi á mörgum námskeiðum við Rafiðnaðarskólann notkun taxtans, áætlana- og tilboðsgerð.Svavar var mikill bókamaður, áhugamaður um ættfræði og grúskari. Hann safnaði m.a. öllum merkjum félaga rafiðnaðarmanna. Hér er samankomið eina heildstæða safn merkja FÍR. Stjórn FÍR fór þess á leit við Ragnhildi ekkju hans að fá safnið til þess að setja það upp við síðasta vinnustað hans. (Efnisyfirlit)Golfmót RSÍ, SPENNUGOLF, eru orðin að árlegum viðburði í félagsstarfinu. Þann 13. júní síðastliðinn var mótið haldið á Strandarvelli við Hellu. Á mótið mættu tæplega 60 rafiðnaðarmenn og háðu skemmtilega og drengilega keppni. Í golfklúbb RSÍ eru nú yfir 60 félagar. Ýmis fyrirtæki sem eru velunnarar sambandsins, hafa gefið verðlaun til mótsins.Til þess að sjá um næsta mót voru kosnir Björn S. Björnsson, Garðar Árnason og Víðir Tómasson. Fjölskylduhátíð á Þórisstöðum. Húsnæðið að Háaleitisbraut selt og nýtt keypt (Efnisyfirlit)Föstudaginn 30 marz var tekin fyrsta skólfustunga að nýju húsi RSÍ, Matvís og Lífiðnar. Byggingarverktakinn á að skila húsinu tilbúnu undir tréverk í lok þessa árs og varð því að byrja sem allra fyrst. Ætlunin var að taka skóflustunguna á þingi okkar en byggingarverktakinn vildi ekki bíða svo lengi. Því hefur verið unnið mjög hratt að frágangi teikninga og skipulagi hússins, svo það væri hægt að fá graftarleyfi hjá byggingarfulltrúa sem fyrst. Í byrjun febrúar voru undirritaðir samningar milli Ármannsfells annars vegar og Rafiðnaðarsambandsins, Matvís og Lífiðnar hinsvegar, um kaup á húsunum nr. 29 og 31 við Stórhöfða, fyrir innan Íslandsbankahúsið beint á móti athafnasvæði Landsímans, sem kallað er Jörfi. Húsin standa á gullfallegum stað á sjávarbakka sunnan við Grafarvoginn með ákaflega fallegu útsýni yfir flóann. Húsin verða afhent í lok þessa árs og er ætlunin að flytja þangað eftir rúmt ár. Heildarstærð húsanna er 4.060 ferm. Gólfflötur hvors hús er 450 ferm. Húsin eru 4 hæðir, en gólfflötur efstu hæðar er 230 ferm. Frá götu séð eru húsin þrjár hæðir en ef ekið er niður fyrir þau þá eru þau 4 hæðir. Milli húsanna er tengibygging á tveim hæðum með 150 ferm. gólffleti. Fyrir innan húsin er tæplega 600 ferm. innri kjallari, sem er undir bílastæðum götumegin við húsin. Ætlunin er að aðilar komi sér fyrir í öðru húsinu. Reiknað er með að á jarðhæð verði fundarsalur, eldhús, tölvu- og tækjaherbergi, minni fundarherbergi og skrifstofur. Á götuhæð verður Lífiðn ásamt Innheimtustofunni. Á þriðju og fjórðu hæð munu Matvís og RSÍ vera með skrifstofur og fundarherbergi. Í rýminu sem er undir bílastæðunum fyrir ofan húsið verður orlofsútgerð RSÍ og Matvís ásamt geymslum Lífiðnar. Við erum að fjölga tjaldvögnum og Matvís er að kaupa sér vagna. Við ætlum að sjá sjálfir um vagnana í framtíðinni. Hingað til hefur VR séð um afhendingu og umsjón vagnanna yfir sumarið. Lífiðn þarf mikið geymslurými, vegna þess að í nýjum lögum er lífeyrissjóðum uppálagt að geyma alla pappíra um alla eilífð. Rafiðnaðarsambandið mun ásamt Matvís kaupa hitt húsið ásamt tengibyggingunni. Þar er verið að hugsa til framtíðar. Það hús verður leigt út næstu árin. Ýmislegt varð til þess að dráttur varð á því að við næðum lendingu í húsakaupamálum okkar. Þegar við seldum Landsvirkjun stóð hugur okkar, til þess að kaupa Sóknarhúsið í Skipholti. Við keyptum jarðhæðina af Framsókn, en Sókn vildi ekki ræða við okkur fyrr en að loknum viðræðum um sameiningu við Dagsbrún. Að þeim loknum settu þær um 30% yfirverð á sinn húshluta. Reyndar var þá komið í ljós að við þyrftum að leggja í a.m.k um 50 millj. kr. viðgerðir og breytingar á húsinu. Það að viðbættu söluverðinu, gerði það að verkum að miðstjórnarmenn voru því algjörlega andvígir að frekari viðræður færu fram um kaup á Sóknarhúsinu. Við seldum því aftur þann hluta sem við höfðum keypt. Við fréttum að Trésmiðafélagið vildi sleppa lóð sem höfðu fengið úthlutað við Efstaleitið ef þeir fengju lóð við Suðurlandsbraut, sem kostaði breytingu á skipulagi. Þetta var lóð sem við sóttum um 1996 en umsókn okkar var hafnað á grundvelli þess að lóðin væri ekki ætluð undir samskonar starfsemi og værum rækjum. Eftir nær 2ja mánaða bið þá vorum við upplýstir um að ósk trésmiðanna um breytingar á skipulagi á lóðum við Suðurlandsbrautina hefði verið hafnað. Þá var okkur boðin lóðin við hliðina sem SÁÁ hafði fengið úthlutað en ætlaði ekki að nýta. SÁÁ gat ekki framselt lóðina til okkar en þeir buðu okkur 1.600 ferm. hús á lóðinni á 150 þús. kr. ferm., sem yrði afhent í marz á næsta ári. Í samningi okkar við Landsvirkjun er gert ráð fyrir að við afhendum 1. október næstk., einnig er í honum ákvæði um að við getum leigt húsið í einhvern tíma ef við gætum ekki rýmt það. Í undirbúningi eru viðræður um framlengingu á leigu eitthvað fram yfir aldamótin. (Efnisyfirlit)Trúnaðarmannakerfið endurspeglar fulltrúalýðræði stéttarfélaganna. Því miður hafa mörg þeirra ekki sinnt því að skipa trúnaðarmenn og þaðan af síður að þjálfa þá upp. Þetta hefur komið berlega í ljós þegar farið var í auknum mæli að ræða um fyrirtækjasamninga. RSÍ hefur undirbúið sig til þess að taka þátt í þessari þróun með því að auka þjálfun trúnaðarmanna sambandsins. Árið 1993 var byrjað á markvissu starfi við að skipa trúnaðarmenn á þeim vinnustöðum sem ekki höfðu þegar skipað þá. Samfara því var unnið að því að þjálfa þá upp. Síðan þá höfum við varið um milljón kr. á ári í þjálfun trúnaðarmanna okkar. Þetta hefur skilað sér í því að við eigum nú um 100 manna forystusveit, sem getur tekið virkan þátt í gerð kjarasamninga og túlkun þeirra. Það hefur vakið athygli við gerð kjarasamninga, að RSÍ er ætíð með 1 - 2 af starfsmönnum sambandsins í samninganefndum auk 4 - 6 trúnaðarmanna af viðkomandi kjarasamningi. Hjá flestum öðrum stéttarfélögunum eru það einungis starfsmenn viðkomandi stéttarfélags sem sjá um gerð kjarasamninga. Undanfarin haust höfum við haldið trúnaðarmannaráðstefnur í Ölfusborgum. Upphaf þeirra var að kallaðir voru saman trúnaðarmenn FÍR og farið yfir helstu atriði er snúa að starfi þeirra. Ári síðar kallaði miðstjórn RSÍ alla trúnaðarmenn sambandsins saman og voru undirbúnir síðustu kjarasamningar. Þetta þótti takast svo vel að trúnaðarmenn sóttu það mjög ákveðið að þetta yrði að árlegum viðburði og hefur verið ákveðið að leggja það til á næsta sambandsstjórnarfundi að gert verði ráð fyrir trúnaðarmannaráðstefnum á hverju hausti. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 1998 var 25. - 26 september voru trúnaðarmenn okkar kallaðir saman á haustfund í Ölfusborgum. Dagskráin hófst á föstudagskvöld á því að Snorri Konráðsson fór yfir kennsluefnið trúnaðarmaðurinn sem leiðtogi.Á laugardagsmorgun fór Gylfi Dalhmann yfir starfsmannastefnu fyrirtækja og þá tók Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur ASÍ við og fjallaði um framleiðni. Í lokin fóru starfsmenn RSÍ yfir innri málefni RSÍ eins og ákvæðisvinna, orlofsmál og Lífiðn og Starfsmenn Rafiðnaðarskólans fóru yfir námskrár, sveinspróf, nýr verknámsskóli rafiðna.. A sunnudagsmorgun var fjallað um kjarasamninga og samning sem ASÍ og VSÍ hafa gert um nýjar hvíldartímareglur. Þær hafa valdið miklum vandræðum á vinnustöðum okkar manna í orkugeiranum og er nú unnið að því að endurnýja ýmiskonar atriði sem félagsmenn höfðu. Í síðustu kjarasamningum var lögð sérstök áhersla á gerð vinnustaðasamninga þannig að fræðsla trúnaðarmanna hefur fengið aukið vægi. Trúnaðarmönnum á vinnustöðum skal gefinn kostur á að sækja viðurkennd námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi og halda á meðan dagvinnutekjum í takmarkaðan tíma. Eftir síðustu kjarasamninga eiga trúnaðarmenn í fyrirtækjum þar sem starfa 15 manns eða fleiri rétt á að halda dagvinnutekjum í alltaf að tvær vikur á fyrsta ári. Rafiðnaðarsambandið hefur haft samstarf við MFA um námskeið eða fyrirlestra og trúnaðarmenn okkar hafa farið á Félagsmálaskólann. Í vetur hefur MFA boðið upp á umtalsverðan fjölda af námskeiðum sem ýmist standa yfir heila eða hálfa daga. Þar hefur verið fjallað um margskonar efni sem snerta störf trúnaðarmanna og starfsmanna stéttarfélaga. Farið er yfir leikreglur og samskipti á vinnumarkaði, það er kjarasamninga, samningaferlið og samningatækni. Einnig er fjallað um vinnurétt, vinnuvernd og öryggismál, mannleg samskipti og vellíðan á vinnustað. Reynsla félaga okkar á hinum norðurlandanna er mjög góð af vinnustaðasamningum, en þeir hafa lagt á það áherslu að það sé lykilatriði að þjálfa trúnaðarmenn vel upp. Það er öllum ljóst að það er brýn þörf á vel þjálfuðum trúnaðarmönnum á vinnustöðunum, sérstaklega þegar við erum í auknum mæli farin að gera vinnustaðasamninga. Sigur í máli trúnaðarmanns við Búrfellslínu (Efnisyfirlit)Þann 22. des. féll dómur í því máli sem ASÍ fyrir hönd RSÍ höfðaði í Félagsdómi gegn VSÍ fyrir hönd JÁ verktaka. Þess var krafist að trúnaðarmaður RSÍ væri viðurkenndur sem fullgildur trúnaðarmaður og uppsögn hans dregin til baka. VSÍ og JÁ verktakar héldu því fram að trúnaðarmaðurinn hefði ekki verið valinn á réttan hátt, ekki hefði farið fram kosning. VSÍ hélt því fram að þar sem trúnaðarmaðurinn væri ekki með sveinspróf í rafiðnaðargrein gæti hann ekki verið félagsmaður í RSÍ og þar af leiðandi ekki trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna. Fram kom í málflutningi VSÍ að trúnaðarmanninum hefði verið sagt upp á grundvelli þess að hann hefði ekki til að bera faglega færni RSÍ sýndi fram á að val á trúnaðarmanni hefði farið fram með eðlilegum hætti og síðan kosning. Einnig var sýnt fram á að þó svo trúnaðarmaðurinn hefði ekki sveinspróf þá væri hann búinn að læra og væri í starfsþjálfun og hefði til þess fullgild réttindi til þess að starfa á starfsviði rafvirkjunar undir stjórn rafvirkja. Fjöldi rafiðnaðarmanna væru í Rafiðnaðarsambandinu án þess að hafa sveinspróf, lög sambandsins gerði ráð fyrir því, ásamt því að þeir sem væru í starfsþjálfun gætu verið í sveinafélögunum um ákveðinn tíma frá því að starfsþjálfun væri lokið þar til viðkomandi færi í sveinspróf, eins væri í þessu tilfelli. Á þeim grundvelli væri hann fullgildur félagsmaður RSÍ. Þegar trúnaðarmaðurinn var færður úr verkinu við línuna til baka til Árvirkjans setti RSÍ strax fram þá kröfu að ekki mætti lækka hann í heildarlaunum fyrr en að undangegnum uppsagnarfresti, samkvæmt ákvæðum um starfskjör. Hann hefði verið ráðinn í verkið og þar væri í gildi samningur um ákveðin fjölda yfirvinnutíma á viku. Væri hann færður í starf þar sem heildarlaun væru mun lægri bæri Árvirkjanum samt sem áður skylda að greiða óbreytt laun sem svaraði til uppsagnarfresti starfskjara. Á það féllst Árvirkinn þó með fyrirvara um niðurstöðu í væntanlegum dómi. Á mörgum vinnustaða rafiðnaðarmanna væri saman félagsmenn margra aðildarfélaga RSÍ, en það væri viðtekin venja að velja einn úr hópnum til þess að vera trúnaðarmaður. Á það var bent af hálfu RSÍ fyrir dómnum, að hæfni eða geta manna til þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir launamenn væri í engu samhengi við það hvort viðkomandi væri með sveinspróf. Ef dómurinn færi að kröfum VSÍ þá væri í raun verið að dæma umtalsverðan fjölda trúnaðarmanna launamanna vanhæfan. Félagsdómur féllst ekki á sjónarmið VSÍ. Rétt hafi verið staðið í öllu hjá RSÍ hvað varðar val hans og hann væri fullgildur trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna við línuna. En þar sem trúnaðarmaðurinn væri með ráðningarsamning við Árvirkjann, sem hefði lánað hann til JÁ verktaka í þetta verk, þá gilti starfsvernd hans ekki gagnvart JÁ verktökum, heldur einungis gagnvart uppsögn hjá Árvirkjanum. Það var því einnig rétt hjá RSÍ að Árvirkjanum bar að greiða trúnaðarmanninum full laun þar til uppsögn starfskjara tók gildi. (Efnisyfirlit)Atvinnuástand hefur verið mjög gott og allir rafiðnaðarmenn hafa vinnu og eftirsókn er eftir vönum mönnum. Farið er að bera á skorti á rafvélavirkjum, en mjög fáir hafa útskrifast undanfarin ár. Félagsgjöld eru ekki tekin af atvinnulausum rafiðnaðarmönnum, þrátt fyrir það halda þeir öllum réttindum sínum innan sambandsins. Undanfarið hafa margir rafiðnaðarmenn farið til starfa á hinum norðurlandanna, mest til Noregs. Gífurlegar breytingar í orkugeiranum Hagsmunir fjárfesta Danir hafa sett lög til þess að vernda neytendur orkuveitna og eru orkufyrirtækjunum gert skylt að skila orku til neytenda. Þessu hefur stundum verið lýst á þann veg að kaupendur orku séu að kaupa eigin fyrirtæki aftur með hækkuðu orkuverði. Þessi fyrirtæki urðu til vegna orkukaupa bæjarbúa og sveitarfélögin eigi ekkert með að vera að selja þessi fyrirtæki. Breyting á starfsmannastefnu (Efnisyfirlit)Talið er að einkavæðingin muni leiða til mun harðari krafna til stjórnenda fyrirtækjanna. Það getur verið okkur til hagsbóta. Norræna verkalýðshreyfingin hefur ekki beitt sér gegn einkavæðingunni og hefir í sumum löndum meira að segja tekið þátt í henni eins í Noregi. Þar hafði verkalýðshreyfingin áhríf á gang mála sérstaklega hvað varðar starfsmannastefnu. Síðustu 6 ár hefur gífurlegur fjöldi bæjarveitna og veitna sem fylkin áttu verið seldar eða verið sameinuð. Statkraft hefur verið mjög áberandi við þessi kaup, sama er að segja um þrjú fyrirtæki í Svíþjóð. Þetta væri sambærileg við það að Landsvirkjun og RARIK keyptu upp öll orkufyrirtæki á Íslandi. Einkavæðingin og það að dreifikerfið er í dag rekið sérstaklega hefur leitt til þess að orkufyrirtækin eyða í dag umtalsverum fjármunum í auglýsingar til þess að ná til sín viðskiptavinum. Norðurlöndin hafa minnkað orkunotkun sína frá því í orkukreppunni. T.d. hafa svíar minnkað orkunotkun um helming á hvern íbúa undanfarin áratug. Einkavæðing í orkugeiranum hefur leitt til þess að langtímaskipulagning hefur horfið. Starfsmannaþróun hefur einnig minnkað. Orkufyrirtækin hafa stundum hætt að nota þá orkugjafa sem áður voru notaðir og farið að nota í staðinn ódýrari innflutta orkugjafa, þetta er í sumum tilfellum ákaflega þjóðhagslega óhagkvæmt. Fækkun starfsmanna Veruleg fækkun hefur orðið á starfsmönnum. Þeir sem voru í vinnu 1993 og voru orðnir 60 ára geta hætt. Þeir sem eru með 13 þús Skr. í mán. laun fá 80% af launum þangað til þeir ná eftirlaunaaldri og þeir sem eru með yfir 17 þús. Skr. mán.laun fá 70% af launum. Margir starfsmanna hafa verið umskólaðir. Nú starfa fleiri markaðsfræðingar og hagfræðingar í þessum fyrirtækjum. Í Noregi hefur einkavæðingin leitt til 9% fækkunar á starfsmönnum, meiri fækkun varð í Danmörku. Mikil kapalvæðing í dreifikerfinu hefur leitt til verulegrar fækkunar í línuflokkum. Einnig er aukin fjöldi verkefna boðin út. Það þarf ekki endilega þýða fækkun starfa í rafiðnaðarsamböndunum heldur flutning verkefna frá orkufyrirtækjunum til rafiðnaðarfyrirtækja á almennum markaði. Það er talið að fyrirtækin hygli frekar stórum viðskiptavinum á kostnað hinna smærri þ.e. heimilunum. Einkavæðingin útilokar að stjórnvöld geti selt orku á mjög lágu verði til fyrirtækja sem þau vilja styðja. Reyndar eru nú þegar kominn lög frá EU sem banna stjórnvöldum að gera þetta, þannig að tímar mjög lágs orkuverðs eru að baki. Ein starfstétt hefur hagnast á einkavæðingunni. Hið opinbera hefur verið að fjölga embættismönnum til þess að fylgjast með orkufyrirtækjunum. Umhverfissjónarmið ráða miklu (Efnisyfirlit)Umhverfissjónarmið hafa sett mark sitt í vaxandi mæli á öll viðhorf og ekki síst gagnvart orkufyrirtækjunum. Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um að loka kjarnorkuverum og var t.d. búið að samþykkja lög í Svíþjóð að byrja á því á næsta ári og 2010 á að vera búið að loka öllum kjarnorkuverum. Það eru að renna tvær grímur á umhverfisverndarmenn vegna þessa, einhversstaðar frá verður orkan að koma. Talin er veruleg hætta á að í stað kjarnorkunnar fari orkufyrirtækin að brenna olíu eða gasi til þess að framleiða orkuna. Það veldur mun meiri umhverfismengun sérstaklega gasbrennslan. Einnig er talið að Austantjalds orkufyrirtækin bjóði aukna framleiðslu með því að auka brennslu brúnkola og bjóði ódýra orku inn á raforkukerfi í Evrópu. Sænska þingið er í þessari viku að taka málið á dagskrá og ekki er talið ólíklegt að fyrri áætlunum verði breytt, a.m.k. verði lokadagsetningar felldar niður. Unnið er að því að samtengja allar veitur hringinn í kringum Eystrasaltið. Búið að samtengja norrænu rafdreifikerfin og syncrónsera þau. Eystrasaltslöndin eru samtengd rússneska kerfinu. Þýskaland og Pólland eru samtengd. Til þess að hægt sé að samtengja þessi kerfi þarf að samræma reglugerðir og mælikerfi. Ein helsta ástæða fyrir því að mikill áhugi er á þessu hjá okkar fólki er að með þessu telja Norðurlöndin sig geta komið í veg fyrir brúnkolanotkun. Sem veldur mikilli súrri rigningu á Norðurlöndum eyðileggur skóga og vötn. Bandarísk fyrirtæki hafa keypt sig inn í sum orkufyrirtæki í Austur-Evrópu. Þeir víla ekki fyrir sér að nota hvaða orkugjafa sem er, ef þeir eru hagkvæmir og hafa tekið m.a. upp notkun á brúnkolum sem eru mjög mengunarvaldandi. Menntun starfsmanna (Efnisyfirlit)Sænskt, þýskt, spánskt og írskt orkufyrirtæki hafa sameinast um verkefni til þess að auka menntun og þekkingu starfsmanna í dreifikerfinu. Til þess að opna þeim leið frá þessum fyrirtækjum út í atvinnulífið. Þessi fyrirtæki hafa fengið til þess Leonardo styrk. Norrænu rafiðnaðarsamböndin eru þekkt fyrir svokallaða lóðrétta kjarasamninga vegna þess að þau eru með mjög öfluga eftirmenntunarkerfi séu til innan þeirra raða starfsmenn á öllum stjórnstigum í fyrirtækjunum. Önnur stéttarfélög hafa ekki viljað fara út í öfluga eftirmenntun vegna þess að með því séu þau að mennta eigin félagsmenn út úr sínum félögum. Þau eru með svokallaða lárétta kjarasamninga, þ.e. samninga sem miða ekki við miklar breytingar á stöðu starfsmanna. Rafiðnaðarsamböndin eru nær einu samböndin sem eru með innan sinna raða starfsmenn í öllum stjórnstigum og í mörgum tilfellum æðstu stjórnendur fyrirtækja og geti því boðið upp á öfluga eftirmenntun. ÁKVÆÐISVINNAN Rafiðnaðarsambandið hafði um það frumkvæði að eftir fundi með félagsmönnum sínum við upphaf síðustu kjarasamninga að við vildum viðhalda stöðugleika og vera með raunsæjar kröfugerðir og byggja launahækkanir á kaupmáttarauka.Þær kröfur sem stéttarfélögin settu fram eru að mörgu leiti eins og norræn stéttarfélög hafa verið að semja um undanfarin misseri eða eru að búa sig undir að semja um næsta haust. Þar er allstaðar samið í 3 ár og miðað við að halda verðbólgu innan við 3 - 4% og ná kaupmætti sem mest upp meðal annars með því að stjórnvöld komi inn í myndina með skattalækkunum og öðrum aðgerðum sem stuðla að auknum kaupmætti. RSÍ sýndi fram á að kröfugerð sambandsins raskaði ekki stöðugleika, verðbólga myndi verða 2 - 3,5% og kaupmáttur gæti vaxið um 3 -5% á ári á næstu árum. Verkalýðshreyfingin náði markmiðum sínum og gerði tímamótasamninga með því að hækka lægstu laun verulega frá 43 þús í 70 þús. og náðum fram kröfum um aukinn kaupmátt. Það var umhugsunarefni hvernig fjölmiðlarnir fjölluðu um málin, málum var stillt upp þannig að verkalýðshreyfingin hefði tapað. Hvers vegna fóru fjölmiðlar ekki á stúfana og spurðu forystumenn VSÍ um hvernig þeir fóru nú að því í upphafi viðræðna að reikna út verðbólgu upp á 40 - 50%, en eftir gerð samninganna reiknuðu þeir út 2 - 3,5% verðbólgu út frá sömu forsendum! (Efnisyfirlit)Ef við skoðum árangur okkar í launabaráttunni síðustu ár þá voru meðaldagvinnulaun innan RSÍ um 100 þús. kr. 1994 í 149 þús. kr. 1. sept. síðastl. Heildarlaun hafa á sama tíma farið frá 170 þús. kr. í 228 þús. kr. Meðaldaglaun hafa hækkað á þessum tíma um 49% og heildardaglaunin um 34%. Meðalvinnuvikan er svipuð þennan tíma. Það er í samræmi við stefnu okkar að leggja áherslu á að ná daglaunum eins mikið upp og hægt er. Lágmarkslaun rafiðnaðarmanna hafa á almennum markaði hækkað á sama tíma úr 64 þús. kr. í 96 þús.eða 49,4%. Lámarkslaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf hafa hækkað úr 64 þús. kr. í 107 þús. kr. eða 67,1%. Á þessum tíma hefur verðbólga verið innan við 2% á ári og verðhjöðnun hefur verið á helstu nauðsynjarvörum, þannig að kaupmáttur hefur aukist umtalsvert. Sé kaupmáttarþróun launa RSÍ manna skoðuð og launavísitalan sett á 100 1990 þá er hún í lok 1998 126 stig á móti því að á sama tíma hefur launavísitala hjá öðrum launamönnum farið í 116 stig samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Við gerð síðustu kjarasamninga, var í fyrsta skipti unnið undir nýjum lögum, sem sett höfðu verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Í kjaraviðræðunum settu flest stéttarfélögin fram kröfugerðir sínar 10 vikum áður en kjarasamninga runnu út, eins og til var ætlast í nýjum lögum. Ummæli VSÍ forystunnar þá, voru eins og venjulega við upphaf samningaviðræðna að stéttarfélögin væru að fara fram á 40 - 50% launahækkanir og óðaverðbólgu sem myndi skella á með tilheyrandi vaxtahækkunum. Fjölmiðlarnir tóku að venju undir málflutning VSÍ og stjórnvöld skoruðu á verkalýðsforystuna að sýna ábyrgð. Verkalýðsforystan sýndi fram á að ekki væri verið að fara fram neitt óraunsætt, það væri hægt að hækka lægstu laun sérstaklega. Það hefði ekki för með sér nema um 1% launakostnaðarauka fyrir fyrirtækin þó lægstu launin væru hækkuð um 20 - 30%. (Efnisyfirlit)Í viðhorfskönnun sem RSÍ lét gera um miðjan marz þá kom greinilega fram að félagsmenn okkar vilja gera kjarasamningum isem ekki raska stöðugleika. Þeir leggja mesta áherslu á atvinnuöryggi og möguleikum til skapandi og sjálfstæðrar vinnu sem gefur möguleika á eftirmenntun. Í kjölfar rafeindatæknibyltingarinnar sem tók að verulegu marki að ryðja sér rúms 1970 fóru grunneiningar iðnaðarsamfélagsins að riðlast og hátæknisamfélagið tók að myndast. Vinnutími hefur orðið sveigjanlegri, sífellt fleiri vinna utan hefðbundins dagvinnutíma og vinnuvikan nær hjá auknum fjölda inn á helgar. Fyrirvinnur heimilisins í dag eru tvær og vinnutími þeirra fellur sjaldnar saman. Börnum fækkar, meðalaldur hækkar, einstaklingshyggja vex og stórsamfélagið og samneysla missir þýðingu fyrir einstaklinginn. Við erum á leið tilbaka til þess samfélags þar sem fjölskyldan og vinahópurinn skiptir mestu máli. Þetta kemur fram í könnunum sem gerðar hafa verið meðal ungs fólks á norðurlöndum undanfarið. Sífellt færri launamenn starfa hjá sama fyrirtækinu allan sinn starfsaldur. Í dag verða flestir að reikna með að þurfa að skipta um starf minnst tvisvar á starfsævinni. Sérhæfing fyrirtækjanna vex, þau minnka og þeim fjölgar. Kröfur til sérhæfingar og sveigjanleika starfsfólksins vaxa. Talið er að eftir 10 ár verði þau iðnaðarlönd sem ætla að hanga með í tækniþróuninni og standast samkeppnina, að sjá til þess að 1/3 hluti vinnuaflsins sé að staðaldri að sækja sér aukna þekkingu á endurmenntanámskeiðum. Samkeppni fyrirtækja grundvallast á því að ná til sín besta starfsfólkinu. Þrátt fyrir að forystumen leiðandi fyrirtækja hafi áttað sig á þessu þá virðast margir af forystumönnum samtaka atvinnurekenda ekki vera með á nótunum og líta á það sem hlutverk sitt að standa í vegi fyrir að gert sé ráð fyrir þessu þegar gengið er frá kjarasamningum og þar með séu þeir að koma í veg fyrir aukin kostnað fyrirtækjanna. Launþegar verða ólíkari og skiptast í smærri og sérhæfðari hópa sem hafa ólíka hagsmuni og áhugamál. Áður vorum við bundin við hefðbundin vinnutíma og vorum háð honum. Nú veljum veljum við vinnutíma sem hentar okkur með tilliti hvernig maki okkar vinnur og tómstundaiðju okkar.Bil þeirra sem eru í vinnu og fá starfsmenntun og þeirra lenda utan vinnumarkaðsins eykst. Flest heimili hafa gert langtímaáætlanir um fjárhag heimilsins og þær færu um koll ef vextir hækkuðu mikið og kaupmáttur lækki. Félagsmenn okkar létu koma fram að þeir þekktu af reynslu að launahækkanir þurfa ekki að þýða að kaupmáttur vaxi. Það eru að koma fram kynslóðir á vinnumarkaði sem hafa alist upp við að eiga sér margskonar afþreyingu og meta frítímann mjög mikils. Þessar kynslóðir vilja ekki vinna lengur en 40 klst. á viku, kynslóð sem vill losna við alla yfirvinnu. Erlendis er styttri uppsagnarfrestur, styttri veikindaréttur, launalausir fyrstu veikindadagar, lægra yfirvinnuálag og þannig mætti lengi upp telja, þetta veldur því að daglaun eru hærri. Launafólk í þessum löndum er búið að selja hluta af þessum réttindum fyrir hærri daglaun. Við verðum að taka þátt í því að tryggja atvinnu hér á landi og verðum að hlusta á þennan málflutning, en við eigum að stjórna því sjálf hvernig vinnutími þróast hér á landi t.d. með auknum frítíma og lægri lífeyrisaldri. Það er ábyrgðarhluti að vera í forystu í kjarabaráttu og stundum erfitt að sætta sig við að of miklar launahækkanir geta haft öfug áhrif og leitt til lélegra atvinnuástands. (Efnisyfirlit)Aðaláhersla samtaka atvinnurekenda við gerð síðustu kjarasamninga var fyrirtækjaþáttur kjarasamning, eins og kemur fram í 16. gr. kjarasamnings RSÍ og LÍR/VSÍ. Samninganefndir RSÍ voru ekki mótfallnar gerð vinnustaðasamninga, enda hefur gerð þeirra verið tíðkuð um árabil á vinnustöðum rafiðnaðarmanna.Þeir hafa stundum gert þessa samninga sjálfir og þá byggt á einhverjum af föstum kjarasamningum RSÍ eða fengið aðstoð sambandsins og gert þá heildstæðan kjarasamning. Þar hefur verið samið um fastan og sveigjanlegan vinnutíma, meðaltalslaun, bifreiðastyrki, útköll, bakvaktir og þannig mætti lengi telja. Skrifstofan hefur alltaf haft nokkur afskipti af þessum samningum þá með ráðgjöf eða útreikningum fyrir félagsmenn. En félagsmenn okkar eða trúnaðaðrmenn þeirra þeir hafa ætíð gengið endanlega frá þessum samningum með sinni undirskrift. Á síðasta ári gerði sambandið nokkra vinnustaðasamninga. Sumir þeirra byggðust á notkun ákvæðisvinnutaxtans eða bónuskerfi sem byggt var á honum. (Efnisyfirlit) Við höfum fallist á að ekki séu í almennum kjarasamning skilgreindar og samningsbundnar starfsaldurshækkanir og/eða stjórnunarálögur. Þetta hefur skilað okkur hærri meðallaunum en hjá stéttarfélögum þar sem launataxtar eru njörvaðir niður með nákvæmum skilgreiningum. Kjarastefna Rafiðnaðarsambandsins hefur verið skilgreind þannig að það sé aukin framleiðni og verðmætara vinnuframlag sem byggist á aukinni þekkingu og hæfni starfsfólks sem leiði til hærri launa. RSÍ hefur unnið samkvæmt þessari kjarastefnu með öflugri menntastefnu og kröftugri uppbyggingu Rafiðnaðarskólans. Þessi stefna hefur oft sett sambandið í sérstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og hefur forysta sambandsins oft fengið kaldar kveðjur frá öðrum stéttarfélögum vegna þessarar afstöðu, þrátt fyrir það hefur henni verið fast fylgt eftir. Þetta er í samræmi við þá skoðun sem margítrekað hefur komið fram á fundum innan sambandsins með félagsmönnum, að sambandið ætti að leggja áherslu á að hækka daglaun sérstaklega. Við höfum dregið umtalsvert á félaga okkar á Norðurlöndunum hvað daglaun varðar. Ef launa- og kaupmáttarþróun verður svipuð út samningatímann, eins og allra líkur benda til, þá nálgumst enn frekar það mark sem við settum okkur að daglaun hér verði svipuð í byrjun næstu aldar og þau eru að meðaltali hjá rafiðnaðarmönnum á hinum Norðurlandanna. Undanbrögð atvinnurekendasamtakanna Það er skýlaust brot á samningnum ef samtök atvinnurekenda ætla nú að koma í veg fyrir eðlilega launaþróun og þróun launakjara í fyrirtækjum sem eru í samræmi við afkomu fyrirtækja og þróun launamarkaðar. Með því eru atvinnurekendur að ganga á bak orða sinna og eru með því að taka U-beygju frá áður útgefnum markmiðum kjarasamninganna. Þar féllumst við á að láta markaðinn ráða um launaþróun og féllum af þeim orsökum frá kröfum okkar um skilgreinda launataxta og verulega fjölgun þeirra. Inntak síðustu kjarasamninga var gerð vinnustaðasamninga, þar áttu launamenn að geta sótt launahækkanir sem væru í samræmi við getu hvers fyrirtækis fyrir sig. Það kom okkur því í opna skjöldu þegar VSÍ fór að hafa afskipti af því að við værum að vinna að gerð nýrra launataxta vegna þessara kjarasamninga. (Efnisyfirlit)Í síðustu kjarasamningum var sett inn í kjarasamninga ný hvíldartímalöggjöf. Síðan þá hafa veið miklar deilur um hverjar greiðslur vinnuveitenda eigi að vera fari hvíldatími niður fyrir lögbundið lágmark. Við tókum upp viðræður við Landsvirkjun og RARIK um þessi mál. Þar náðust bráðabirgðasamningar. VSÍ var í fyrstu mjög mótfallið þessum samningaviðræðum en virðist hafa áttað sig á sérstöðu raifðnaðarmanna hvað þetta varðar. RSÍ sendi f´ra sér tilkynningu um að sambandið myndi senda frá sér tilskipun um að allir rafiðnaðarmenn ættu að nýta allan hvíldartíma, sama á hverju gengi. Orkudreyfifyrirtækin stóðu við gerða samninga og hafa tilkynnt VSÍ að þau væru tilbúin til þess að ganga til viðræðna við okkur. Launamenn hafa kvartað undan því að hönnuðir verka setji tímamörk á þau sem ekki standist án þess að unnið sé dag og nótt. Þetta eru óábyrg vinnubrögð og ganga þvert á margsannað álit um að vinnubrögðum og vinnuhraða hraki umtalsvert fari vinnutími yfir ákveðin mörk í langan tíma í kjarasamningum er þess sérstaklega getið að ekki sé heimilt að skerða 8 tíma óskipta hvíld nema í sérstökum neyðartilfellum og um endurgreiðslu þurfi að semja sérstaklega fresti starfsmaður töku hvíldar. Vegna hvíldartíma. Force majeure ákvæði. Hugmynd til viðbótar við gildandi ákvæði kjarasamninga. Eftir þessari hugmynd er unnið í dag meðal margra fyrirtækja í rafiðnaði Fái starfsmaður ekki a.m.k 8 klst hvíld á sólarhringnum frá 8:00 að morgni til 8:00 næsta morguns skal hann ávallt fá greidda 1 klst í yfirv. fyrir hverja klst sem hvíldin fer undir 8 klst. eða þann tíma sem hann vinnur umfram 16 klst. Þetta ákvæði er óháð hvíldartímauppbót kjarasamnings. Ákvæði þetta er vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem geta skapast hjá veitufyrirtækjum við björgun verðmæta, en hvíldartímatilskipun Evrópusambandsins og samkomulag ASÍ og VSÍ heimilar ekki vinnu umfram 16 klst á sólarhring. Samkomulag Landssíma Íslands við starfsmenn. (Efnisyfirlit)Stjórn Landssímans lagði fram tilboð til allra starfsmanna um breytingar um síðustu áramót. Samkomulagið barst á skrifstofu RSÍ með stuttum fyrirvara og hafði þá enga umfjöllum fengið í samninganefnd eða stjórnum RSÍ eða meðal trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna hjá Landsímanum. Tilboð voru lögð fram til hópa launamanna sem eru í Verkamannasambandinu, Félagi íslenskra símanna og Rafiðnaðarsambandi Íslands. Lagt var til að felldur yði niður kaffitími að morgni, en í stað þess verð greidd yfirvinna. Þetta er heimilt í gildandi kjarasamning. Vinnuveitandi getur að höfðu samráði og samþykki launamanns breytt neysluhléum þá gegn því að greiða fyrir það í yfirvinnu. Fyrirtækið bauðst til þess að hækka laun starfsmanna um 2% 1. janúar og greiða einnig eingreiðslu að upphæð kr. 75.000. Afkoma fyrirtækisins er mjög góð, og fyrirtækið er í samkeppni við önnur fyrirtæki um starfsmenn þannig að þetta er eðlilegt, einnig má benda á að mörg fyrirtæki sem sýnt hafa góða afkomu hafa verið að gera þetta undanfarið. Gagnvart rafiðnaðarmönnum var farið fram á þeir fari af vikugreiðslum launa yfir á mánaðargreiðslur. Vikugreiðslufyrirkomulagið var tekið upp gagnvart rafiðnaðarmönnum þegar þeir fóru úr BSRB yfir í RSÍ. Það er viðurkennt að ef starfsmenn flytja sig frá vikugreiðslum yfir á mánaðarlaun, þá hlýst af því verulegt hagræði fyrir fyrirtækið. Önnur fyrirtæki hafa greitt starfsmönnum sínum eingreiðslu ef þeir fallist á þetta, má þar m.a. benda á Rafmagnsveitu Reykjavíkur síðastliðið sumar. Rafiðnaðarmenn hjá Landsímanum hafa ítrekað bent á að þeir telji ekki réttlátt að þeir séu að leggja þetta inn í púkkið án þess að fá greitt fyrir það sérstaklega. Hjá félagsmönnum Félags ísl. símamanna er farið fram á önnur atriði eins og t.d. hvað varðar vaktir og lífeyrisjóðsmál. RSÍ taldi að það sé ólöglegt og mjög óeðlilegt að leggja þrjú mismunandi samkomulög fyrir hópa sem eru hver í sínum samtökum og starfa á sitt hvorum kjarasamning og tengja síðan saman atkvæðagreiðslurnar. Ekki væri ólíklegt að eitthvað samkomulaganna sé álitlegra einhverjum hópanna en hinum. Það hlýtur að vera óheppilegt að etja saman hópunum með þessum hætti, þ.e. að ef einn hópurinn fellir samkomulagið þá er hann um leið að hafa eitthvað af öðrum hóp sem er búinn að samþykkja samkomulagið. Rafiðnaðarsamband Íslands taldi að þetta óvenjulega leið og vafasama. Hið minnsta væri að þetta væri lagt fyrir hvern hóp án samtenginga atkvæðagreiðslna. RSÍ bendir einnig á að starfsmenn eru dreifðir um allt land, þeir eru ekki einungis hér í Reykjavík, þannig að kynning fer fyrir ofangarð og neðan hjá mörgum, auk þess að allsherjaratkvæðagreiðsla á þrem dögum milli jóla og nýárs er erfið í framkvæmd ef hún á að standast það að vera talinn leynileg. Það er mat RSÍ að það hefði verið eðlilegra að hafa meira samráð við trúnaðarmenn og samninganefndir hópanna, auk þess að bera plöggin undir stéttarfélögin. Niðurstaðan þessa máls varð sú að Landsíminn féllst á rök RSÍ og dró tilbaka skilyrði um að launagreiðslur rafiðnaðarmanna yrðu færðar frá vikugreiðslum yfir í mánaðargreiðslur. Þannig var samkomulagið samþykkt. DEILAN VIÐ TECHNOPROMEXPORT - FÉLAGSLEGT NIÐURBOÐ (Efnisyfirlit)Á síðasta ári var ákveðið að reisa nýja 400 þús. V. háspennulínu frá Búrfelli til Reykjavíkur. Þessi lína er 94 km löng Í henni eru 253 möstur flest um 25 33 m. há, en þau hæstu eru 44 m. há þar sem breiðustu fljótin á Suðurlandi eru þveruð. Heildarkostnaðaráætlun var 2,4 milljarðar kr. Þar af 1,7 milljarðar kr vegna mastra og reisingar á þeim, útdrætti á línu og strengingar. 11 tilboð bárust í þann verkhluta. Við opnun tilboða kom í ljós að rússneska fyrirtækið Technopromexport var lægst með 1,2 milljarða kr. Þar kom m.a. fram að áætlaður innlendur launakostnaður á Íslandi væri enginn. Hin fyrirtækin voru töluvert hærri en rússarnir m.a. sakir þess að þau kæmust ekki hjá öðru en að taka tillit til íslenskra kjarasamninga og aðbúnaðar. Margir voru ósáttir þegar samið var við Technopromexport.Strax og það fréttist var varað við því m.a. af Rafiðnaðarsambandinu, eftir að formaður Finnska Rafiðnaðarsambandsins Lauri Lyly hafði haft sambandi við okkur á stjórnarfundi í norræna rafiðnaðarsambandinu í Lillehammer 16.-17. feb. 1998.og lýst áhyggjum sínum og varað við rússneska fyrirtækinu. En Landsvirkjun sinnti ekki aðvörunum. Við gerð samnings við Technopromexport var vitað að þeir hefðu ekki tæknilega getu til þess að draga hina sérstæðu 400 þús. volta "Duplex" línu út á möstrin og strengja. Til greina komu tvö evrópsk fyrirtæki. Franskt fyrirtæki Transel og Skandinaviskt fyrirtæki AS Linjebygg í Noregi í samstarfi við Transelectric AB í Svíþjóð og IVO Power Engineering OY í Finnlandi. Þessi fyrirtæki höfðu bæði boðið í verkið í samvinnu við íslensk fyrirtæki. Við frágang samninga við Technopromexport kom fram að þeir væru með samning við Transel um vírinn, útdrátt og strengingar. Transel gerði samninga við íslensk fyrirtæki um mönnum og aðbúnað og afgreiddi vírinn á hafnarbakka í Frakklandi og sendi strengingarvagnana þangað líka. Frakkarnir lögðu því mjög hart að Technopromexport að leggja fram tryggingar upp á 100 millj. kr. áður en lengra væri haldið. Fyrirtækið gat ekki lagt fram tryggingarnar og þá leituðu frakkarnir til virtasta banka Rússlands. Hann þvertók fyrir að eiga nokkur samskipti við Technopromexport. Þá vildi Technopromexport að Landsvirkjun gengi í ábyrgð. Landsvirkjun sagðist vera með samning við þá, það væri út í hött að þeir settu fram bankatryggingu gagnvart Technopromexport um að Technopromexport stæði við samning gagnvart Landsvirkjun. Þetta leiddi til þess að Landsvirkjun tók vírinn, útdrátt hans og strengingar út úr samning Technopromexport og gerði samning við norræn fyrirtæki AS Linjebygg í Noregi um að taka að sér þennan þátt í samstarfi við Transelectric AB í Svíþjóð og IVO Power Enginering OY í Finnlandi. Þessa vinnu átti að vinna í samvinnu við íslenska rafiðnaðarmenn sem voru í vinnu hjá Landsvirkjun. Fljótlega eftir undirskrift samninga komu fulltrúar rússneska fyrirtækisins til RSÍ. Farið var yfir þann kjarasamning sem gilti um svona störf og hvernig íslensk iðnlöggjöf væri. Rússarnir vildu fá að koma með 96 starfsmenn sína til landsins en því var hafnað af hálfu RSÍ að skrifa upp á atvinnuleyfi fyrir þann fjölda. Þeim var gerð grein fyrir því að einungis myndi verða skrifað upp á atvinnuleyfi fyrir stjórnendur og eftirlitsmenn. Þeir sóttu þá um að RSÍ skrifaði upp á 11 stjórnendur og eftirlitsmenn og var það gert. Á sama tíma fá rússarnir Félag járniðnaðarmanna til þess að skrifa upp á atvinnuleyfi fyrir 18 stjórnendur og eftirlitsmenn. Þetta kom RSÍ á óvart, því vinna við raforkulínur hafði ætíð fallið undir starfssvið rafiðnaðarmanna. Rússneska fyrirtækið benti á að ætlunin væri að setja möstrin ekki saman á línustað, heldur yrði það gert í færibandavinnu fjarri línustæði. Á þessum forsendum var ekki hægt að koma í veg fyrir að rússarnir fengu uppáskrift málmiðnaðarmannana. Félag járniðnaðarmanna skrifaði upp á 18 atvinnuleyfi til viðbótar fyrir rússneska málmiðnaðarmenn. Technopromexport tókst ekki að fá nema 10 íslenska rafiðnaðarmenn að línunni svo RSÍ skrifaði upp á 8 rússneska rafiðnaðarmenn, gegn því að fyrirtækið skrifaði upp á samning að vinna út við línu væri einungis unnin af rafiðnaðarmönnum. Hefja átti reisingu línunnar í lok maí en það var ekki fyrr en í lok júlí sem fyrsta sendingin kom af stálinu í línuna. Þá var verkið orðið það langt á eftir áætlun að Landsvirkjun var hrætt um að ekki næðist fyrir veturinn að ljúka reisingu línunnar, svo íslenskir hópar rafiðnaðarmanna voru settir í að reisa 21 mastur, jafnframt því sem rússarnir voru að reisa. Þetta varð að gera svo norrænu strengingarflokkarnir yrðu ekki verkefnalausir þegar þeir kæmu. Rússarnir reistu 1 mastur á dag á meðan íslendingarnir reistu 3 - 6. Rússarnir voru einungis með fasta lykla og mjög léleg verkfæri. Á meðan íslendingarnir voru með loftlykla og skröll. Fljótlega kom í ljós að hinir svokölluðu rússnesku eftirlitsmenn og stjórnendur voru einungis venjulegir verkamenn og gengu í öll störf. Þessu var harðlega mótmælt og þess krafist að ráðuneytið afturkallaði atvinnuleyfin, þau hefðu verið undirrituð á röngum forsendum. Því var hafnað af ráðuneytinu. Þá fór RSÍ fram á að atvinnuleyfin yrðu leiðrétt á þann veg að þarna væru ekki stjórnendur og eftirlitsmenn eða iðnaðarmenn heldur verkamenn, því var einnig hafnað. Þegar starfsmenn stéttarfélaganna höfðu samband við rússnesku launamennina kom í ljós að þeir voru með 300 dollara á mánuði. Aðbúnaður þeirra var hrikalegur. Þeir voru í mjög lélegum vinnufötum, öryggisbúnaður var lítill og það litla sem þeir voru með var ónýtt. Þeir voru látnir gista 10 saman í 12 14 ferm. herbergjum. Mötuneyti þeirra var í bílskúr, þar var eitt klósett en engin hreinlætistaða. Þeir fengu 700 kr. á dag sem átti að duga fyrir fæði. Þeir höfðu engan aðgang að þvottavél og urðu að þvo öll föt í handlaug á klósetti eða í sturtu. Nú var tekin sú ákvörðun úr því ráðuneytið var búið að hafna að afturkalla og leiðrétta atvinnuleyfin og settar fram kröfur um að aðbúnaður og laun rússanna yrðu í samræmi við íslenska kjarasamninga okkar. Ekki væri bæði haldið og sleppt af hálfu ráðuneytisins og Technopromexport í þessum efnum. Fyrirtækið var þvingað til þess að lagfæra aðbúnað en launin voru ekki leiðrétt. Ráðuneytið reyndi ítrekað að breiða yfir mistök sín. Það kallaði inn upplýsingar um launakjör og án nánari athugunar lýsti því yfir að launamál væru með eðlilegum hætti. Við fórum með rússneska túlka út að línu og ræddum við rússnesku línumennina. Þar kom í ljós að þessir pappírar voru ekki réttir. Fyrirtækið hafði ekki borgað rétt laun heldur einungis sent heimatilbúna pappíra í ráðuneytið um að það hefði gert það. Eftir mánaðarþref var ljóst að grípa yrði til aðgerða til þess að þvinga fyrirtækið til þess að leiðrétta launin og einnig þyrfti að þvinga íslensk stjórnvöld til þess að fara eftir íslenskum lögum um lágmarkskjör. RSÍ hélt fund með norrænu rafiðnaðarmönnunum sem voru við línuútdráttinn. Þeir voru um 30 frá norðurlöndum og um 30 íslendingar. Þar var samþykkt að ef laun við byggingu línunnar væru ekki í samræmi við kjarasamning þá yrði öll vinna við línuna stöðvuð. Allir íslendingarnir lögðu niður vinnu og norrænu rafiðnaðarmennirnir ætluðu einnig að stöðva eftir 4 daga ef ekki væri búið að semja. Eftir 3ja daga vinnustöðvun gafst Technopromexport upp og skrifaði undir samning um að það myndi leiðrétta launin. Vinna rússana var að stöðvast vegna þess að íslendingarnir blokkeruðu alla flutninga frá samsetningarstað mastranna. Þegar Technopromexport átti að greiða út launin var enn notuð sama aðferð, pappírar voru útbúnir á skrifstofum og þeir sendir í ráðuneytið og það lýsti því yfir að allt væri með eðlilegum hætti. En á ný fórum við út að línu og töluðum við rússnesku línumennina með aðstoð túlks. Það kom í ljós að rússnesku línumennirnir voru ráðnir hjá einhverju fyrirtæki sem hefur staðsetningu á Kýpur. Það gerði samning við þá um að þeir ætti að vinna í 6 daga í viku 10 tíma á dag og fá fyrir það 1000 dollara á mánuði. Síðan áttu þeir að fá 3,85 dollara fyrir alla yfirvinnutíma. Eftir fyrsta slaginn þá reyndi Technopromexport að leiðrétta sín mál gangvart starfsmönnum sínum, með því að standa við þennan samning. Það kom í ljós að mismunin á 300 og 1000 höfðu yfirmennirnir ætlað að stinga í eigin vasa og réttlætt það með því að þeir hefðu orðið að kaupa hlífðarfatnað á línumennina og fækka í 2 í hverju herbergi auk þess að hækka verulega matarútgjöld. Yfirmennirnir urðu stjörnuvitlausir þegar þeir áttuðu sig á því að starfsmenn stéttarfélaganna hefðu komust að því sanna í málinu og hótuðu rússnesku línumönnunum öllu illu m.a. að þeir yrði reknir úr rússneskum stéttarfélögum og séð yrði til þess að þeir fengu aldrei vinnu aftur. Rússnesku línumennirnir sögðu að það skipti engu máli þeir hefðu verið atvinnulausir þegar þeir komu til Íslands og færu beint í atvinnuleysi aftur. Sumir höfðu haft vinnu hjá kjarnorkuveri, en höfðu ekki fengið útborgað í þrjú ár. Því var umsvifalaust hótað af RSÍ að öll vinna við línuna yrði stöðvuð aftur, ef ekki væri staðið við samninginn og farið eftir íslenskum kjarasamningum. Rússnesku línumennirnir ættu að fá um 3.600 dollara á mánuði, frítt uppihald og ferðir auk alls hlífðar- og öryggisfatnaðar. Það var svo 9. október sem fyrirtækið gafst endanlega upp. Þá var RSÍ búið að koma málum þannig fyrir að sambandið var búið að þvinga Landsvirkjun til þess að axla ábyrgð á öllum launakjörum við línuna. RSÍ hafði hótað að fara í mál við Landsvirkjun og láta kyrrsetja öll laun við línuna í landinu. Sambandið ætlaði að leggja fram 200 millj. IKr tryggingu í réttinum. Fullkominn sigur vannst í málinu, en nokkrar eftirstöðvar eru. Þær snúa að embættismannakerfinu sem hefur reynst stéttarfélögunum ákaflega erfitt og reyndar andsnúið. Það hefur ætíð tekið málstað Technopromexport og haldið stéttarfélögunum allan tímann í þeirri stöðu að þurfa að afsanna allt sem fyrirtækið hefur lagt fram, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi ítrekað verið staðið að því að leggja fram röng gögn. Málið hefur vakið gífurlega athygli og er það mál manna að það hafi verið embættismannakerfinu þörf lexía. Það vakti athygli að starfsmenn samtaka atvinnurekenda tóku enga afstöðu í málinu. Margir forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja lýstu aftur á móti að málið væri mjög þarft því þeir hefði nákvæmlega enga möguleika á að bjóða gegn fyrirtæki sem sem kæmist upp með sambærilega aðstöðu og Technopromexport biði sínu starfsfólki, hvað þá að hægt væri að keppa við fyrirtæki sem greiddu 300 dollara laun á mánuði fyrir 6 daga vinnuviku og 10 tíma á dag. (Efnisyfirlit)Frá iðnaðarsamfélaginu yfir í hátæknisamfélagið Það er viðurkennd staðreynd að skortur á menntun leiðir til atvinnuleysis og lægri launa. Fólk sem hefur ekki aðlagað sig að sérhæfðum kröfum vinnumarkaðarins hefur átt í mun meiri erfiðleikum með að fá atvinnu en þeir sem það hafa gert.. Launabil þessara hópa hefur aukist. Lenging skólagöngu eykur hins vegar ekki möguleika á atvinnu, nema það viðbótarnám sé í tengslum við þarfir vinnumarkaðsins um sérhæfni og þekkingu. Að Rafiðnaðarskólanum standa klasi fyrirtækja í rafiðnaðargeiranum. Þetta hefur aukið samkeppnishæfni og framleiðni fyrirtækja innan geirans og hefur stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Þessi stefna hefur tryggt okkur betri stöðu á vinnumarkaðinum og skapað sóknarfæri í launabaráttunni. Síðastliðin vetur var tekin sú ákvörðun að skrifa menntamálaráðherra bréf þar sem farið er fram á viðræður um hvernig bæta megi úr því ófremdarástandi sem virðist ríkja í verkmenntadeildum í rafiðnaðargreinum. Gífurlegt fall hefur verið hjá rafiðnaðarnemum í sveinsprófum og fer það vaxandi hjá rafvirkjanemum. Til greina gæti komið að fræðsluráðið okkar gerði samning um rekstur rafiðnaðarbrauta á svipuðum grunni og Verzlunar- og Samvinnuskólarnir eru reknir á. Þetta bréf varð til þess að sumir verkmenntaskólanna tóku sig á og bættu rafiðnaðarbrautirnar. Starfsemi Rafiðnaðarskólans hefur farið stöðugt vaxandi. Á síðasta ári var keyptur 1/3 hluta kjallarans í skólahúsinu við Skeifuna og þar hefur nú verið innréttuð góð aðstaða fyrir sveinsprófs, reistir básar og aðstaða fyrir verklegan hluta prófsins. Verið er að kaupa vindingabekk svo einnig sé hægt að halda sveinspróf fyrir rafvélavirkja. Rafiðnaðarmenn eiga nú um 3000 ferm. skólahúsnæði í Skeifunni og Faxafeni. Rúmlega 5000 þátttakendur voru á námskeiðum á síðasta ári.Eftirmenntunarnefndir rafiðna og rafeindavirkja stofnuðu Rafiðnaðarskólann 20. september árið 1985. Lengst af báru nefndirnar sjálfar ábyrgð á fræðslustarfinu. Árið 1993 var formlega stofnað til skólanefndar Rafiðnaðarskólans. Rafiðnaðarskólinn rekur Rafiðnaðarútgáfuna og Fræðslumiðstöð rafiðnaðarmanna. Í hverri eftirmenntunarnefnd eru fjórir fulltrúar, tveir frá launþegum og tveir frá atvinnurekendum. Í vetur hefur verið unnið að stofnun eftirmenntunarnefnda í Símsmíði, Tæknifólks í rafiðnaði og Sýningarmenn og munu fulltrúar þeirra taka sæti í fræðsluráðinu. Niðurstaða í sveinsprófum í febrúar 1999, sterkstraum (Efnisyfirlit)Þetta sveinspróf þreyttu einungis rafvirkjar. Engir rafvélavirkjar eða rafveituvirkjar sóttu um próftöku nú. Af próftökum sem voru 55 náðu 40 eða 73% sem er töluvert betra en undanfarin ár. Skipting eftir skólum
Heimildarmenn eru þeir sem hafa starfað í 10 ár eða lengur í iðngreininni og sóttu um það til ráðuneytis að fá að gangast undir verklegan hlutasveinsprófs. Þessi heimild hefur verið um langt árabil í reglugerðum, þrátt fyrir margítrekuð mótmæli okkar. Þar höfum við bent á að með þessari heimild, sé í fyrsta lagi verið að brjóta rafmagnsreglugerðir og iðnlöggjöf. Þar er kveðið mjög skýrt á um hverjir megi starfa á sviði viðkomandi iðngreinar. Einnig höfum við bent á að þetta fyrirkomulag gangi beinlínis gegn uppbyggingu verkmenntaskólanna. Í stað þess að fara í skóla fari menn að vinna og mæti síðan til sveinsprófs. Núverandi menntamálaráðherra hefur fallist á þessi rök og felldi þessa heimild úr gildi í fyrra, þannig að nú er síðasti hópurinn að taka sveinspróf á heimild. Ef skoðað er fall eftir prófþáttum þá kemur í ljós að fall í skriflegum hluta prófsins er nú hærri en áður. Undanfarin ár hafa menn verið að falla á algjörum grundvallaratriðum í verklegum þáttum eins og t.d. mælingum. Greinilegt er að skólarnir hafa gert átak til þess að bæta þetta. Það er ánægjulegt að sjá góðan árangur í verklegum greinum, þar hefur fall farið úr 20% undanfarin ár í um 4% nú. Iðnteikning hefur farið úr 22% falli í 11.6%. Niðurstöðu úr rafmagnsfræði og Stýringum og búnaði kom prófnefnd hins vegar á óvart, þar hefur fall verið um 5 -7 % undanfarin ár. Heildarfall er um 22% það hið góð tilbreyting til hins betra frá undanförnum árum, en að sjálfsögðu ekki nægilega gott. Fall eftir prófþáttum (Efnisyfirlit)
Einkunnir einstakra prófþátta
Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins (Efnisyfirlit)Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins tók formlega til starfa um áramótin 97 98. Menntamálaráðuneytið, Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins og sveinsprófsnefndir í rafiðnaði hafa gert með sér samning vegna umsýslu sveinsprófa og námssamninga í rafiðngreinum. Í samningi þessum er Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins falin umsýsla sveinsprófa, eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í rafiðngreinum. Menntamálaráðuneytið setti reglugerð um námssamninga og starfsþjálfun (nr.280 frá 17. apríl 1997), og reglugerð um sveinspróf (nr. 278 frá 17. apríl 1997). Í reglugerðum þessum er fjallað um skyldur samningsaðila og þau skilyrði sem uppfylla þarf til að taka að sér kennslu nema á vinnustað og framkvæmd sveinsprófa. Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins mun veita rafiðnaðarfyrirtækjum allar upplýsingar er varða gerð náms- og starfsþjálfunarsamninga og vera til aðstoðar um gerð þeirra. Hjá Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins liggja frammi öll eyðublöð er varða rafiðnaðar-menntunina og þangað skulu berast öll erindi um nýja námssamninga, breytingar á námssamningum og umsóknir um sveinspróf. Meistaraskólinn Viðskipta- og tölvuskólinn (Efnisyfirlit)Eftirmenntunarnefndir rafvirkja og rafeindavirkja tóku fyrir liðlega ári að sér rekstur Viðskipta- og tölvuskólans af Nýherja, það var gert vegna þess að reksturinn féll mjög vel að tölvudeildum Rafiðnaðarskólans, auk þess að margt af tækjabúnaði VT-skólans féll að þörf Rafiðnaðarskólans. Reksturinn hefur gengið vonum framar og er nær fullbókað í öll námskeið skólans. Aukið var við húsrými skólans og yfir standa viðræður um enn frekari stækkun skólans. Aðrir tölvuskólar hafa komið að máli við nefndirnar um sameiningu eða sameiginlegan rekstur. Rekstur tölvu- og viðskiptabrauta við Rafiðnaðarskólann og VT-skólann hafa skilað umtalsverðum tekjum inn í fræðslukerfi okkar. Það hefur gert okkur kleift að vinna mun kröftugar að uppbyggingu fagnámskeiða Rafiðnaðarskólans. Þau hafa skilað umtalsverðum auknum verkefnum til fyrirtækja í rafiðnaðargeiranum og skapað okkur raunhæfari möguleika til launaskriðs. Nýjar námsbrautir við Rafiðnaðarskólann í tölvugeira eins og t.d. kerfisfræði og rekstur og umsjón tölvuneta hefur orðið til þess að margir einstaklingar sem sjá um þennan búnað en eru félagsmenn í öðrum stéttarfélögum hafa sótt um inngöngu í RSÍ. Stofnun Margmiðlunar og fjarkennsluskólans
Orlofshúsin (Efnisyfirlit)Vetrarnotkun orlofshúsanna hefur vaxið verulega. Heitir pottar eru við 15 húsanna, þeir eru vinsælir hjá félagsmönnum og fellur vart helgi úr leigu allan ársins hring. Þetta kallar á verulega aukna vinnu í viðhaldi, úthlutun og öðru sem rekstri orlofshúsanna hefur fylgt. Á síðasta ári var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús í Varmahlíð Skagafirði. Það hús er með heitum potti og er húsið á tveim hæðum vegna mikils lóðarhalla. Þessi mikla nýting hefur þýtt umtalsverða aukningu á rekstrarkostnaði en á móti hafa komið auknar leigutekjur. Vetrarleiga hefur aukist verulega undanfarin ár. Sérstaklega er sótt í húsin sem eru með heitum pottum. Einnig má segja að nær samfelld notkun sé á íbúðunum í Reykjavík. Nú er svo komið að vetrarleigutekjur okkar af sumum húsanna eru orðnar mun hærri en sumarleigan. Apavatn orlofssvæði Félags símamanna. Svæðið. (Efnisyfirlit)Svæðið er ákaflega vel hirt á því er búið að rækta töluverðan trjágróður og búið að mynda mjög gott skjól utan um stóra flöt sem er á miðju svæðinu. Með tjágróðrinum eru myndaðir básar. Þar væri auðvelt að vera með nokkra tugi af tjöldum eða tjaldvögnum. Hringvegur er utan um trjágróðurinn sem umlykur þetta svæði. Milli vegarins og vatnsins er töluvert svæði þar sem er auðveldlega hægt að byggja mörg hús án þess að skerða flatir. Þá væri byggt meðfram vatni og girðingu að norðanverðu á svæðinu. Minni húsin. Stóra húsið Stórt leiksvæði. Bátahús, flotbryggja og gufubað Nokkrar hugmyndir um nýtingu svæðisins við sameiningu. (Efnisyfirlit)Miðstjórn RSÍ hefur ákveðið að selja í haust hús okkar á Snæfoksstöðum og í Haunborgum og byggja í stað þess í vetur 4 ný hús á svæðinu af því væri sparnaður af hitaveitukostnaði og lóðaleigugjöldum. Þetta svæði rúmar auðveldlega hina árlegu fjölskylduhátíð RSÍ. Einnig rúmar það haustráðstefnur og sambandsstjórnarfundi RSÍ og vinnufundi aðildarfélaganna, þá með því að keyra hluta af mannskapnum upp í Brekkuskóg, 10 mín. akstur. Þegar er búið að selja annað húsið á Snæfoksstöðum og verður það afhent um miðjan ágúst. Hraunborgir skemmast Samningur við hótel (Efnisyfirlit)Gerður var samningur við Hótel Vík í Reykjavík. Þar stendur félagsmönnum til boða mjög hagstæð gisting. Tvennskonar herbergi eru á þessu hóteli. Þau stærri eru með eldunaraðstöðu og þar geta heilar fjölskyldur auðveldlega gist. Þau minni eru rúmgóð 2ja manna herbergi með baði og sjónvarpi. Hótelið er í Síðumúlanum ekki langt frá skólunum og skrifstofum sambandsins. Viðhald Undanfarin vor hefur verið gróðursettur töluverður fjöldi trjáplantna. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel hefur til tekist og má þar sérstaklega benda á lóðirnar okkar við Klaustur, þar hefur orðið bylting og svæðið orðið mun vistlegra. Sameiginleg aðstaða við Ölfusborgir Núverandi eignir orlofssjóðs. (Efnisyfirlit)Í vetur var ákveðið að kaupa 2 nýja tjaldvagna og verða tveir staðsettir á Akureyri í sumar til reynslu. Í fyrra var gerð tilraun um breytt fyrirkomulag á umsóknum. Nokkur fjöldi félagsmanna hefur kvartað undan hversu seint hefur verið úthlutað. Margir þeirra þurfa að ákveða snemma veturs hvenær þeir ætla í orlof. Uthlutanir eru nú tvær og sú fyrri í byrjun apríl. Í dag eigum við 35 hús og íbúðir auk 6 tjaldvagna. Sumarleigutíminn er 13 vikur, umsóknirnar sem bárust í fyrra voru um 420 vikur. Þeir sem sækja um fyrri hluta sumars fá undantekningarlítið það sem þeir sækja um, einnig þeir sem sækja um seinni hluta ágústs. Það eru umsóknir sem eru á tímabilinu frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst sem þurfa að hafa verulegan punktafjölda á bak við sig til þess að komast í gegnum um úthlutunarkerfið. Umsóknarfjöldi og nýting okkar félagsmanna hefur verið mjög há, langt umfram það sem þekkist í öðrum stéttarfélögum. Því var spáð í vetur að umsóknarfjöldi myndi lækka umtalsvert. Atvinnuástand væri mun betra nú og gífurlegur fjöldi væri búinn að panta sér sólalandaferð. Reyndin er önnur engin fækkun virðist ætla að verða á umsóknum. Helgarnýting húsanna hefur aldrei verið betri og eru biðlistar í vinsælustu húsin á suður- og vesturlandi og standa þau fyllilega undir rekstrarkostnaði eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu. Orlofsaðstöðurnar sem við eigum eru : 3 íbúðir í Reykjavík, 2 hús í Skorradal, 2 hús í Svignaskarði, 1 hús í Vatnsfirði, 1 hús í Skagafirði, 3 íbúðir á Akureyri, 3 hús á Einarstöðum, 2 hús í Lóni, 2 hús á Kirkjubæjarklaustri, 4 hús í Brekkuskógi, 3 hús í Grímsnesi og 3 hús í Ölfusborgum, auk eigna sem komu með inngöngu FÍS í RSÍ. Þar er um að ræða eitt hús í Vaglaskógi, 4 orlofshús með heitum potti við Apavatn og eitt stort hús þar með einni íbúð og 4 svefnherbergjum og glæsilegri tjaldaðstöðu. (Efnisyfirlit)Norðurlönd eru sameiginlegur vinnumarkaður rafiðnaðarmanna. Töluverður fjöldi félagsmanna er þar í vinnu. Þeir njóta þar fullra réttinda í félögunum hvar sem þeir eru búsettir. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að samræma réttindi og kjarasamninga milli norðurlandanna. Það hefur færst í aukana að rafiðnaðarfyrirtæki taki að sér verkefni yfir landamæri víðsvegar um norðurlöndin auk þess sem þau hafa sótt verkefni í Þýskalandi og í Austur-Evrópulöndunum. Sambönd rafiðnaðar- og símamanna sameinast í Noregi. Helsta ástæða sameiningar þessara sambanda er sú afleiðing einka- og tæknivæðingarinnar að félagsmenn þeirra eru að starfa á sama markaði. Opinberu fyrirtækin í rafiðnaðargeiranum hafa eftir einkavæðinguna haslað sér völl á rafverktakamarkaðinum af miklum krafti. Norski landsíminn, Telenor, hefur undanfarið keypt upp hvert rafverktakafyrirtækið af öðru og nú eru starfandi hjá Telenor um 5000 rafvirkjar. Fyrirtækið og dótturfyrirtæki þess taka að sér allar raf-, tölvu- og samskiptakerfislangir í húsum, fyrirtækjum og yfir höfuð hvaða nafni rafkerfin nefnast. Sama er að segja um norsku rafveiturnar þær hafa skellt sér í samkeppnina á rafverktakamarkaðinum en ekki af sama krafti og símafyrirtækin. Hjá norsku rafveitunum eru í dag starfandi um 500 rafvirkjar í deildum sem keppa á rafverktakamarkaðinum. Sama þróun hefur átt sér stað hjá rafveitunum í Danmörku, en bandarískt fjármögnunarfyrirtæki keypti danska landsímann fyrir nokkru og þeir hafa ekki skellt sér í samkeppnina á rafverktakamarkaðinum. Þróun á vinnumarkaði (Efnisyfirlit)Á þingum beggja sambandanna sátu tæplega 500 fulltrúar. Fyrst voru þingin í sitt hvoru lagi en svo voru þau sameinuð á stofnþingi hins nýja sambands. Í ræðum Andresar Kristoferssen formanns NEKF og Tove Guldbrandsen formanns TD kom m.a. fram að tækniþróunin hafi þurrkað út landamærin sem voru á milli þessara sambanda. Tove sagði í setningarræðu sinni að um orkudreifikerfið og venjulegar raflagnir fari mikið af tölvu- og símasamskiptum. Í dag er útilokað að skilja á milli raflagna, tölvulagna, símakerfa og útvarps- og sjónvarpskerfa, þegar verið er að setja upp raf- og samskiptakerfi í íbúðar- og skrifstofuhúsum. Þróunin stefnir enn lengra á þessu sviði því þær raflangir sem eru að koma á markað eru forritanlegar og tölvustýrðar og þú getur hringt heim og komist í samband við raflögnina og sett af stað hvern hluta hennar sem þú villt. Hann sagði að staðan á vinnumarkaðinum væri orðin þannig að útilokað væri að komast hjá því að sameina þessi sambönd. Miklar breytingar hjá alþjóðasamböndum ASÍ verður að taka þátt í þróuninni (Efnisyfirlit)Samböndin innan ASÍ eru skyldug til þess að samhæfa skipulag hreyfingarinnar við þau störf sem unnin eru á vinnumarkaðinum kom fram í ræðu Jans Kr. Balstads frá norska alþýðusambandinu þegar hann ávarpaði þingið. Þó svo að við höfum okkar skoðanir á einkavæðingunni, verðum við að sætta okkur við að ákvarðanataka fer í vaxandi mæli fram á fjölþjóðlegum grunni. Verkalýðshreyfingunni ber skylda til þess, hvort sem henni líkar það eða ekki, að nýta alla þá möguleika sem hún hefur til þess að laða til sín launamenn og svo hægt sé að ná sem bestum árangri í hinni eilífu baráttu fyrir bættum kjörum og félagslegu öryggi einstaklingsins. Stjórnvöld hafi verið að þrengja að verkalýðshreyfingunni og muni örugglega gera það enn frekar. Samtök atvinnurekenda séu sífellt að verða betur skipulögð á alþjóðlegum vettvangi. Ef verkalýðshreyfingin ætlar að berjast áfram, verða menn þar á bæ að hafa burði til þess að takast á við að laga skipulagið að þeim breytingum sem tæknibyltingin og einkavæðingin hefur valdið á vinnumarkaði og þeirri þjóðfélagslegri byggingu sem við búum við í dag. Aðdragandi sameiningar Í samtali RSÍ-blaðsins við formann Danska rafiðnaðarsambandsins kom fram að sama þróun ætti sér stað í Danmörku. Áætlað væri að samböndin sameinuðust formlega 1. júní á næsta ári. En hvað kjarasamninga varðaði þá væri þessu öfugt varið í Danmörku, Danska rafiðnaðarsambandið væri með mun betri samninga en danska símasambandið. Skrifstofurnar NEKF og TD verða sameinaðar og flytja símamenn sínar til rafiðnaðarsambandsins. Félagsgjöld voru mismunandi, í báðum sambandunum er grunnfélagsgjaldið 1,2% af heildarlaunum, en til viðbótar greiddu félagsmenn NEKF mismunandi gjöld til deilda sinna þannig að félagsgjöldin þar eru frá 1,3% - 1,5%. Tryggingar félagsmanna (Efnisyfirlit)Í félagsgjöldum sambandanna eru innifaldar tryggingar félagsmanna. Bæði samböndin eru með líf- og slysatryggingar fyrir félagsmenn, ásamt heimilistrygginum og ferðatryggingum. Þar til viðbótar eru samböndin með nokkrar mismunandi tryggingar og einnig eru þær mismunandi milli deilda í NEKF. Fyrir þingið var lagt til að kaupa heimilis- og húseigendatryggingu ásamt ferða- og frítímatryggingu. Þetta þýðir að félagsmenn eru tryggðir fyrir öllum helstu óhöppum, sem þeir sem einstaklingar eða fjölskyldur þeirra geta lent í. Einnig verður keypt líf- og slysatrygging fyrir félagsmenn þar sem makar og börn eru einnig tryggð. Þessar tryggingar fyrir alla félagsmenn kosta EL & IT 1.870 kr. pr. félagsmann á mánuði. Samsvarandi tryggingar myndu kosta einstaklinga mismunandi eftir kyni og hvar þeir búa í Noregi, sem dæmi þá var nefnt að fyrir 35 ára gamlan fjölskyldumann sem ætti heima í Osló myndu þessar tryggingar kosta 5.988 kr. á mán. og fyrir 45 ára konu með fjölskyldu sem ætti heima í Þrándheimi myndu þessar tryggingar kosta 8.712 kr. á mán. Mismunurinn á einstaklings- og hóptrygginug byggist á nokkrum atriðum eins og hefur komið áður fram í RSÍ blaðinu. Í fyrsta lagi kostar sala og auglýsingar á tryggingum tryggingarfélögin mikið, áhættudreyfing í stórum hópum verður strax rétt, innheimtukostnaður er einnig mikill. Taugaveiklun í verkalýðshreyfingunni Í ræðum Andrésar Kristoferssen kom fram að þróun á vinnumarkaði verði ekki stöðvuð með ákvörðunartöku á skrifstofum verkalýðsforingja, við verðum að fylgja henni. Þeir sem starfa í margmiðlun eru langflestir innan þessara sambanda sem eru að sameinast, en þau skarast vitanlega við önnur sambönd innan ASÍ. Störf í grafíska geiranum, útvarpinu, sjónvarpi, símanum og upplýsingatækninni almennt, tengjast mjög mikið störfum þeirra, sem starfa við raflagnir og uppsetningu rafbúnaðaðar. Í stað þess að berjast náum við mikið lengra með því að starfa saman, sagði hann. Félagsmennirnir eru ekki tilbúnir að taka þátt í einhverjum slag forystumanna um svæði á vinnumarkaðinum. Þeir vilja starf sem gefur góð laun, atvinnuöryggi og aðgang að öflugri eftirmenntun og félagslegu öryggi. Félagsmenn þessara sambanda hafa í vaxandi mæli starfað saman á vinnumarkaðinum og þeir vilja sameina krafta sína í kjarabaráttunni, það eru þeir sem eiga að ráða, sagði Andrés. Skyndilega í sambandi þar sem eru 5000 konur (Efnisyfirlit)Á þinginu var samþykkt ályktun um að allir eigi að hafa rétt til þess að sækja þá starfsmenntun sem þeir óska. Launamenn eigi að hafa rétt til þess að verja ákveðnum tíma á hverju ári til þess að bæta menntun sína. Framtíðarþjóðfélagið muni í vaxandi mæli grundvallast á þekkingu launamanna. Það á ekki að líðast að skammsýnir atvinnurekendur eða starfsmenn atvinnurekendasambanda komist upp með að taka sér þau völd að ákvarða einhliða hvort og hvaða eftirmenntun launamenn sæki. Einnig var ályktað um að endurnýjanlega orkugjafa. Fram komu áhyggjur yfir hvernig mæta eigi sívaxandi orkuþörf. Hvatt var til þess að unnið væri að endurbótum á vatnfallsorkuverum og bætt við fleirum, en þó í fullri sátt við náttuverndarsjónarmið. Í ræðum sumra félagsmanna rafiðnaðarsambandsins kom fram að það væri þeim nýlunda að vera skyndilega komnir í samband þar sem væri með yfir 5000 konur sem félagsmenn. Á göngunum heyrðust umræður um að sumar af tillögum konanna kæmu rafiðnaðarmönnunum á óvart, þeir væru ekki vanir því að fjalla um svona mál á sínum þingum. Þar væru á ferðinni mál sem þeir töldu ekki falla undir fagpólitík en aftur á móti settu konurnar fram tillögur, sem útilokað væri að standa gegn eða fella. Jafnvel þó þú teldir að málið ætti ekkert heima á stéttarpólitísku þing. Norræna sambandið. (Efnisyfirlit)Norrænu rafiðnaðarsamböndin standa að Nordisk El-Federation (NEF). Í samböndunum eru 150 þús. rafiðnaðarmenn. Þeim hefur fjölgað þó nokkuð vegna þess að Noregi og Íslandi hafa samtök starfsfólks símafyrirtækjanna gengið í rafiðnaðarsamböndin og í sumar mun það sama gerast í Danmörki. Í báðum tilfellum er um að ræða um 15 þús. manna samtök allra starfsmanna þessara fyrirtækja. Þetta þýðir verulega breytingu í þessum samböndum, þó ekki væri bara vegna þess að um 2 x 7.000 konur eru nú að koma inn þessi karlasamfélög okkar. Það hefur ætíð verið mikið samstarf milli norrænu rafiðnaðarsambandanna, það skiptir ekki máli hvar á norðurlöndunum rafiðnaðarmenn starfa, þeir njóta fullra réttinda innan viðkomandi sambands, sama má segja um námskeiðahald, þannig er mikið samstarf á milli fræðslumiðstöðva sambandanna. Í vissu tilliti má segja að hvert hinna norrænu rafiðnaðarsambanda sé sjálfstætt starfandi deild innan NEF. Á þingum erlendis heyrist það oft að samtök norrænna rafiðnaðarmanna séu best skipulögðu stéttarfélagasamtök í heiminum. Norræna sambandið hefur undanfarin ár unnið mikið starf við að hjálpa rafiðnaðarsamböndum Eystrasaltslandanna við uppbyggingu innra starfs. NEF hefur t.d. sent tölvur til þeirra þegar tölvubúnaður hefur verið endurnýjaður á skrifstofum norrænu rafiðnaðarsamtakanna. Einnig höfum við veitt rafiðnaðarsambandi Rússlands margháttaða aðstoð. Formenn rafiðnaðarsambandanna skiptast á formennsku í NEF núverandi formaður er formaður danska sambandsins Erik Andersson. Undanfarin ár hefur í vaxandi mæli þess gætt að fyrirtæki í byggingariðnaðinum vilji nota undirverktaka sem nýta sér starfsmenn frá Austur-Evrópulöndum. Þessum starfsmönnum eru greidd mun lægri laun en tíðkast í Vestur-Evrópu. Útborguð laun geta verið svipuð og lægstu taxtar en þessir starfsmenn eru ekki tryggðir og ekki eru greidd nein launatengd gjöld. Ekki eru greiddir skattar, ekki í lífeyrissjóði og þannig má lengi upp telja. Í Austur-Evrópulöndunum er umtalsvert atvinnuleysi og mikil samkeppni milli manna að komast í vinnu. Ef við berum þetta saman við íslenskar aðstæður þá gæti hér verið að ræða um laun til Austur-Evrópumanns um 600 kr. á tímann sem er um tvöfalt hærra en honum hugsanlega stæði til boða í heimalandi. Ef fyrirtækið ætlaði að nota íslenskan starfsmann þyrfti það að greiða a.m.k. 50% meiri kostnað vegna launatengdra gjalda. Oftast er hér um ræða stór verkefni sem greidd eru af skatttekjum viðkomandi lands. Í Austur-Evrópulöndunum eru aftur á móti vandamálið að sömu fyrirtækin eru að ná til sín samningum í hinu miklu uppbyggingu sem á sér stað þar. Þau ná verkefnunum til sín vegna yfirburða í tæknilegri getu, sem þau bjóða síðan verkefni út til innlendra undirverktaka. Þeir taka þau að sér á lágmarksgjaldi í villtri samkeppni um verkefnin, en stóru erlendu fyrirtækin flytja svo allan hagnað í burtu og ekki er nokkur aðstaða til þess að innlend fyrirtæki geti byggt sig upp. Þetta er ástand veldur því að laun í byggingariðnaði í báðum hlutum Evrópu hækka ekki, og er helsta ástæða vaxandi undiröldu óánægju og jafnvel væringa á milli þjóðarbrota. Þetta er ástæða þess að í kosningum undanfarið hefur fylgi stjórnmálaflokka sem byggja sín helstu stefnumál á því að víkja erlendu vinnuafli úr landinu burt, vaxið gífurlega. Samtök stéttarfélaga í Evrópu hafa haldið undanfarið nokkrar ráðstefnur til þess að fjalla um þetta og leitað leiða til þess að vinna gegn þessu. Vestrænu félögin hafa verið umtalsverðum fjárhæðum til þess að byggja upp trúnaðarmannafræðslu og menntun forystumanna stéttarfélaganna í Austur-Evrópu Enska rafiðnaðarsambandið tekið upp samstarf við NEF. M.a. með sameiginlegum kjarasamningi á olíuborpöllunum í Norðursjó. Félagsmenn enska rafiðnaðarsambandsins eru 800 þús. Félagsmenn okkar fá aðstoð frá enska sambandinu starfi þeir á Bretlandseyjum og svo öfugt. Einnig er samstarf á menntasviðinu og við gerð kjarasamninga. Í undirbúningi er að reyna að koma á ráðstefnu á næsta ári þar sem öll samtök rafiðnaðarmanna í Evrópu mæta. Þessi samtök eru í nokkrum mismunandi heildarsamböndum, við erum ásamt norrænu félögunum í evrópska byggingarsambandinu Önnur evrópsk rafiðnaðarsambönd eru í sambandi málmiðnaðarmanna og sum eru í orku- og efnavinnslusambandinu. Norræna byggingar- og tréiðnaðarsambandið, NBTF. (Efnisyfirlit)Norrænu rafiðnaðarsamböndin eru aðilar að NBTF, sem er aðili að Evrópska byggingar- og tréiðnaðarsambandinu, EBTF, sem er aðili að Alþjóða byggingar- og tréiðnaðarsambandinu, IBTF. Árið 1995 tók formaður RSÍ sæti í stjórn í stjórn EBTF. Samband byggingarmanna og Rafiðnaðarsambandið skipta með sér að vera fulltrúar Íslands í þessum stjórnum. Allur kostnaður af fundarsókn er greiddur af NBTF og EBTF. NBTF hefur undanfarin ár varið töluverðum tíma í að kanna hvernig best sé að bregðast við aukinni frjálshyggju og markvissum árásum stjórnvalda og samtaka atvinnurekenda á samtök launafólks. Samfara þessu hefur verið unnið að því að kanna á hvern hátt verði best barist gegn þessu við samningaborðið. EBTF hefur beitt sér af miklum krafti í Evrópusambandinu í Brussel og oft með góðum árangri. Reyndar er það því miður svo að margar af þeim reglugerðum sem búið er að staðfesta í Brussel og mörgum Evrópulandanna um bætta stöðu launafólks hefur ekki verið staðfest hér á landi. Er nú svo komið að Ísland stendur verst að vígi gagnvart launafólki. IBTF beitir sér mjög í uppbyggingu stéttarfélaga í vanþróuðum löndum, sérstaklega í Afríku og Suður-Ameríku. Það er gert með margháttuðu starfi; þjálfun leiðtoga, skipulagningu aðgerða gegn yfirgangi og mannréttindabrotum alþjóðlegra auðhringa, ungliðaþjálfun o.fl. Með því að byggja upp stéttarfélög í þróunarríkjunum er verið að renna stoðum undir framsókn þeirra í kjarabaráttu þannig að launamunur okkar og þeirra minnki. Með því er samkeppnisstaða okkar heimshluta bætt og komið í veg fyrir félagsleg niðurboð. Nordisk El-Udbildnings Komitée - NEUK (Efnisyfirlit)NEUK hefur starfað frá 1974. Þar hittast formenn allra rafiðnaðarsambanda norðurland og formenn allra norrænna sambanda rafverktaka ásamt starfsmönnum sem sinna mennta- og eftirmenntunarmálum. Þetta er einstakt á norðurlöndum, að báðir aðilar eigi með sér svona samstarf. Fyrsta áratuginn einbeitti NEUK sér að því að byggja upp eftirmenntunarstarf og voru það Danmörk og Ísland sem leiddu það starf. Rétt er að benda á að í sumum norðurlandanna eins og t.d. í Danmörku þá eru rafeindavirkjarnir ekki í rafiðnaðarsambandinu, þeir eru í sambandi málmiðnaðarmanna, sama gildir um danska rafvélavirkja. Starf NEUK hefur mest beinst að grunnnámi norrænna rafvirkja og átti að gera tilraun til þess að samræma það og reyna þá að bæta. Markmiðið var að miða NEUK rafvirkjann við það besta sem þekktist á norðurlöndum, frekar en það sem allir gætu uppfyllt. Það væri hægt að lyfta þeim sem ekki uppfylltu öll skilyrði með því að gera þeim skylt, ef þeir ætluðu að fá NEUKsveinsbréf, að þeir þyrftu til viðbótar við sitt sveinspróf að bæta við sig ákveðnum eftirmenntunarnámskeiðum. (Efnisyfirlit)Árið 1997 var fyrsta starfsár sjóðsins eftir samruna lífeyrissjóðs rafiðnaðarmanna, lífeyrissjóðs matreiðslumann og lífeyrissjóðs framreiðslumanna.
Grundvallarlaun Lífeyrissjóðsins Lífiðnar er nú kr. 71.736- á mánuði. Samkvæmt reglugerð sjóðsins skal gera tryggingafræðilega úttekt á hverju ári. STYRKTARSJÓÐUR RAFIÐNAÐARMANNA. (Efnisyfirlit)Styrktarsjóðurinn greiðir félagsmönnum bætur og styrki vegna veikinda og slysa, eftir að greiðslum frá atvinnurekenda lýkur. Þá greiðir sjóðurinn einnig útfararkostnað, dánarbætur og styrkir sjóðsfélaga sem þurfa að fara sjálfir eða með einhvern úr fjölskyldu sinni til lækninga fjarri heimilum til Reykjavíkur eða erlendis. Einnig tekur sjóðurinn þátt í greiðslum vegna sjúkranudds og sjúkraþjálfunar. Greiðslur úr styrktarsjóð hafa vaxið verulega undanfarin ár. Til þess eru nokkrar ástæður, réttindi félagsmanna hafa verið kynnt þeim ítarlega á fundum og í RSÍ-blaðinu, einnig hefur meðalaldur félagsmanna vaxið umtalsvert undanfarin ár. Fyrir nokkrum árum voru ekki margir félagsmenn í aðildarfélögum RSÍ yfir 40 ára, þeir voru undantekningalítið orðnir atvinnurekendur. Greiðslur úr sjóðnum skiptast þannig:
Í dag greiðir sjóðurinn bætur sem eru 80% af meðallaunum. Þessi ákvörðun var tekin á síðasta ári og hefur haft umtalsverða auknuingu á útgjöldum sjóðsins í för með sér. Styrktarsjóður rafiðnaðarmanna hefur greitt styrki vegna fæðingarorlofs árabil. (Efnisyfirlit)Þegar fyrrum rafiðnaðarmenn sem voru innan BSRB fóru að færa sig yfir til Rafiðnaðarsambandsins kom fljótlega í ljós, að það ríkti misræmi milli þeirra sem eru innan ASÍ stéttarfélaganna og þeirra sem eru í BSRB stéttarfélögunum vegna greiðslna í fæðingarorlofi. Þá var ákveðið af miðstjórn RSÍ að jafna þetta misvægi með greiðslum frá Styrktarsjóð rafiðnaðarmanna, en jafnframt hefur í undanförnum kjarasamningum ítrekað verið reynt að koma samningamönnum Fjármálaráðuneytis í skilning um þá mismunum sem gildi milli launamanna velji þeir sér það hlutskipti að vilja frekar vera í stéttarfélagi innan ASÍ en BSRB. Þetta hefur verið gert ítrekað fyrir fullkomlega skilningslausum samningamönnum Fjármálaráðuneytis. Konur sem eru í stéttarfélögum innan ASÍ eiga rétt á um 73 þús. kr. greiðslu á mán. frá almenna tryggingarkerfinu, sem skiptist í fæðingarstyrk um kr. 34.000 á mán og fæðingardagpeninga um kr. 39 þús. Kona á almennum vinnumarkaði á rétt á þessum greiðslum í 6 mánuði. Við nýlegar breytingar á þessum lögum þá á karlmaðurinn á almennum vinnumarkaði rétt til þess að fá þessar greiðslur, þó þannig að hann getur fengið fullar bætur í tvær vikur. Vilji hann vera lengur fær hann einungis fæðingardagpeninga og konan glatar þá í jafnlangan tíma hvort tveggja fæðingarstyrk og fæðingardagpeningum.Þannig að í því tilfelli glata foreldrar fæðingarstyrknum. Félagskonum innan Rafiðnaðarsambandsins sem eru í fæðingarorlofi, hefur verið greiddur styrkur sem nemur mismun á þeim greiðslum sem þær eiga rétt á frá almenna tryggingarkerfinu og 80% af meðallaunum þeirra næstliðnum 3 mánuðum fyrir orlofið. Við breytingu á lögum vegna fæðingarorlofs þá fengu karlmenn rétt til tveggja vikna sambærilegs orlofsréttar og konur. En þeir hafa að auki þann rétt að geta tekið hluta af fæðingarorlofi konunnar, en þá glatast réttur til fæðingarstyrks og hann fær einungis fæðingardagpeninga. Í framhaldi af þessu var ákveðið af miðstjórn RSÍ að þeir nýorðnir feður sem eru félagsmenn í RSÍ njóti sömu réttinda vilji þeir fara í tveggja vikna fæðingarorlof. Styrkurinn er reiknaður út á sama grunni og til kvenna, þ.e. hann er mismunur á greiðslum frá almenna tryggingarkerfinu og 80% af meðallaunum næstliðinni 3ja mánaða. (Efnisyfirlit)Í skýrslu um starfsemina er að sjálfsögðu ekki hægt að gera grein fyrir öllum þeim málefnum sem unnið hefur verið að, heldur eru aðeins nefnd helstu verkefnin. Í landsfélagi er nauðsynlegt að birta ítarlegar skýrslur svo þeir félagsmenn sem ekki komast til aðalfundar, eigi þó kost á því að kynna sér til nokkurrar hlítar starfsemina. Við skráningu sögu FÍR kom í ljós að góðar árskýrslur eru langbestu og aðgengilegustu heimildir söguritara því er lögð á það áhersla að vanda til árskýrslna innan RSÍ. Eins og fram kemur í skýrslunni snýst starfsemi nútíma verkalýðsfélags ekki einungis um gerð kjarasamninga og innheimtu á gjöldum. Lifandi þróttmikil starfsemi á að skapa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra leið til öruggara og fyllra lífs. Eitt af þeim markmiðum sem núverandi stjórn setti sér, var að efla félagslíf og gera eignir sambandsins aðgengilegri félagsmönnum og fjölskyldum þeirra. Í viðhorfskönnun sem gerð var meðal félagsmanna okkar um miðjan marz kom í ljós að viðhorf félagsmanna er mjög gott til félagsins, þeir gáfu því 4,5 af 5 mögulegum. Þetta á ekki að vera stjórninn hvatning til þess að hún hafi náð markmiðum sínum, heldur er það viðurkenning á því að stjórnin sé á réttri braut og hvatning til enn frekara starfa. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur á undanförnum árum vakið athygli margra ekki bara hér á hér á landi, heldur einnig á hinum norðurlandanna vegna skipulags síns og hvernig tekist hefur að halda lifandi starfi með þátttöku félagsmanna langt umfram það sem þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. Sérstaka athygli hefur vakið árangur sambandsins á sviði mennta- og starfsréttindamála, sem hefur leitt til betri launakjara og betra atvinnuástands en þekkist annarsstaðar. En einnig er rétt að benda á orlofs-, sjúkrasjóðs- og lífeyrismál í öllum þessum er RSÍ leiðandi. Byggt á skýrslu formanns RSÍ |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||