Fréttir frá 2007

12 12. 2007

Forysta ASÍ fundaði með ríkisstjórn

Í dag lagði foyrsta ASÍ fram í Ráðherrabústaðnum drög að sáttmáli um efnahagslegt jafnvægi og félagslegt réttlæti. Þar kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild á undanförnum árum. Þensla og uppgangur undanfarinna missera hefur leitt til aukinnar misskiptingar og ójafnaðar meðal landsmanna.Í dag lagði foyrsta ASÍ fram í Ráðherrabústaðnum drög að sáttmáli um efnahagslegt jafnvægi og félagslegt réttlæti. Þar kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa orðið á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild á undanförnum árum. Þensla og uppgangur undanfarinna missera hefur leitt til aukinnar misskiptingar og ójafnaðar meðal landsmanna.   Það er við þessar aðstæður sem kjarasamningar aðildarsamtaka Alþýðusambandsins á almennum vinnumarkaði losna um næstu áramót og kjarasamningar við ríki og sveitarfélög á næsta ári. Landssambönd og aðildarsamtök Alþýðusambandsins hafa þegar hafið viðræður við samtök atvinnurekanda og lagt fram áherslur sínar. Alþýðusamband Íslands telur mikilvægt að við þessar aðstæður verði gerður sáttmáli milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um samræmda stefnu í kjara-, efnahags-, atvinnu- og félagsmálum.   Alþýðusambandið leggur því áherslu á að stjórnvöld beiti sér fyrir eftirfarandi aðgerðum. Í fyrsta lagi að dregið verði úr skattbyrði þeirra tekjulægstu, staða barnafjölskyldna verði treyst og komið til móts við aukna greiðslubyrði húsnæðislána. Í öðru lagi verði blásið til sóknar í menntaúrræðum þeirra sem minnsta menntun hafa á vinnumarkaði. Í þriðja lagi verði lágmarks bótafjárhæðir velferðarkerfisins miðaðar við 150.000 kr. og staða fólks á vinnumarkaði treyst.   Sáttmála má lesa hér Dæmi um skattaleg áhrif má lesa hér

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?