Fréttir frá 2007

12 8. 2007

Rafiðnaðarmaður vinnur mál um laun í uppsagnarfresti.

Rafiðnaðarmaðurinn var staddur erlendis í sumarfríi og fékk símtal frá þáverandi yfirmanni sínum þar sem honum var tjáð að verið væri að loka þeirri deild fyrirtækisins sem hann ynni hjá. Rafiðnaðarmaðurinn sagði að ekki hefði komið fram að verið væri að segja honum upp störfum og hann stóð í þeirri trú að hann myndi verða færður á milli deilda. En fyrirtækið hélt því hins vegar haldið fram að þar hafi rafiðnaðarmanninum verið upp störfum í símtalinu.Málavextir voru þeir, að fyrirtækið sem rafiðnaðarmaður starfaði hjá tók þá ákvörðun að segja hópi starfsmanna fyrirtækisins upp störfum. Ástæður þessara uppsagna voru samdráttur vegna tapreksturs.   Rafiðnaðarmaðurinn var staddur erlendis í sumarfríi og fékk símtal frá þáverandi yfirmanni sínum þar sem honum var tjáð að verið væri að loka þeirri deild fyrirtækisins sem hann ynni hjá. Rafiðnaðarmaðurinn sagði að ekki hefði komið fram að verið væri að segja honum upp störfum og hann stóð í þeirri trú að hann myndi verða færður á milli deilda. En fyrirtækið hélt því hins vegar haldið fram að þar hafi rafiðnaðarmanninum verið upp störfum í símtalinu.   Þegar rafiðnaðarmaðurinn kom aftur til landsins að loknu sumarleyfinu átti hann fund yfirmanni sínum og fékk hann þá afhenta skriflega uppsögn í byrjun október. Stuttu síðar var gekk hann skriflega frá starfslokasamning, þar sem kom fram að rafiðnaðarmaðurinn ætti ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Hann fengi greidd laun út nóvember og orlof hans yrði gert upp í desember.   Samkvæmt gr. 8.1.2 í kjarasamningi Rafiðnaðarsambandsins átti rafiðnaðarmaðurinn rétt á 3 mánaða uppsagnarfresti og í almennum reglum vinnuréttarins miðast uppsögn ætíð við mánaðarmót, þ.e. næstu mánaðarmót eftir að honum berst lögformleg skrifleg uppsögn. Rafiðnaðarsambandið taldi að uppsagnarfresturinn hafi því byrjað 1. nóvember 2006 og lokið 30. janúar 2007.   Á þessum forsendum taldi RSÍ að samkomulagið, sem rafiðnaðarmaðurinn hafi undirritað hjá starfsmannastjóra fyrirtækisins, gæti ekki staðist, þar sem það sé ekki í samræmi við gildandi kjarasamning. Þar vísaði RSÍ til 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, þar sem kveðið sé á um að löglega gerðir kjarasamningar séu lágmarkskjör á vinnumarkaði og samningar fyrirtækja við starfsmenn sína sem kveði á um lakari kjör séu þar af leiðandi ógildir.   Á þessum grundvelli gerði lögmaður RSÍ þá kröfu fyrir hönd rafiðnaðarmannsins að hann fengi full laun uppsagnarfresti út janúar. Fyrirtækið krafðist sýknu. Dómarinn féllst á kröfu rafiðnaðarmannsins og dæmdi fyrirtækið að auki til þess að greiða málskostnað.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?