Fréttir frá 2007

12 4. 2007

Lífeyrissjóðir - öryrkjar

Málefni öryrkja hafa verið til umræðu undanfarin misseri.  Kemur þar til árleg könnun lífeyrisjóða á tekjum öryrkja og breytingar á lífeyrisgreiðslum í samræmi við niðurstöður.  Það sem hefur hvað mest áhrif í nýlegri tekjukönnun er að nú í fyrsta skipti er litið á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins sem tekjur.  Óhætt er að fullyrða að umfjöllun hefur verið neiðkvæð og einhliða í garð lífeyrissjóða  þar sem lítið hefur heyrst frá sjóðunum vegna málsins. Málefni öryrkja hafa verið til umræðu undanfarin misseri.  Kemur þar til árleg könnun lífeyrisjóða á tekjum öryrkja og breytingar á lífeyrisgreiðslum í samræmi við niðurstöður.  Það sem hefur hvað mest áhrif í nýlegri tekjukönnun er að nú í fyrsta skipti er litið á greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins sem tekjur.  Óhætt er að fullyrða að umfjöllun hefur verið neiðkvæð og einhliða í garð lífeyrissjóða  þar sem lítið hefur heyrst frá sjóðunum vegna málsins. Í Fréttablaðinu 2. desember s.l. birtist grein þar sem lífeyrisþegi Stafa lífeyrissjóðs greinir frá áhrifum tekjukönnunar á lífeyrisgreiðslur sínar.   Reglur sjóðsins um trúnað koma í veg fyrir að hægt sé að tjá sig um málefni einstakra sjóðfélaga en eðli málsins samkvæmt brennur málið á öllum þeim sem fyrir verða.. Hvað gengur lífeyrissjóðunum til að skerða greiðslur  til öryrkja sem flestir eru langt í frá of sælir af sínum kjörum. Því er til að svara að þar eru lífeyrissjóðirnir að framfylgja ákvæði í samþykktum er segja að aldrei skuli samanlagður örorkulífeyrir og barnalífeyrir vera hærri en sem nemur þeim tekjumissi sem sjóðfélaginn hefur sannanlega orðið fyrir sökum örorkunnar.  Samþykktir kveða því á að sjóðfélagar sem missa starfsorku skuli ekki hafa hærri tekjur eftir að til örorku kemur  en sem svarar meðaltekjum á meðan  þeir voru á vinnumarkaði.  Tekjukönnun leiðir í ljós að þegar greiðslum frá Tryggingarstofnun hefur verið bætt við lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóða eru öryrkjar oft á tíðum með hærri tekjur en áður og ber því sjóðunum að bregðast við því.  Lífeyrissjóðir eru sameign þeirra er til hans greiða.  Starfsfólki er falið að sjá til þess að starfað sé eftir samþykktum og sjóðfélagar sitji við sama borð.  Úttektir innri endurskoðenda hafa ítrekað staðfest að starfsemi Stafa lífeyrissjóðs er í samræmi við gildandi lög og samþykktir.  Stjórn og starfsfólk sjóðsins væri að bregðast sjóðfélögum sínum ef þau ákvæðu að gera betur við öryrkja, einn hóp félagsmanna, en samþykktir gera ráð fyrir. Sá málflutningur öryrkja að lífeyrissjóðirnir eigi næga fjármuni til að standa undir greiðslum til þeirra er ósanngjarn gagnvart öðrum sjóðfélögum.   Eignir sjóðanna eru vissulega miklar en þær gera lítið meira en að standa undir þegar áföllnum skuldbindingum núverandi sjóðfélaga.  Ef tekin er ákvörðun um að breyta samþykktum þannig að þær séu hagfelldari öryrkum gerist það á kostnað elli-, maka-eða barnlífeyris, sem lækka mundi samsvarandi..   Á málefnum og aðstæðum  öryrkja er fullur skilningur,  en fylgja verður þeim leikreglum sem ákveðnar eru af sjóðfélögunum, öryrkjum sem öðrum, á ársfundi.  Þeir hafa lokaorðið um hve stór hluti lífeyrisgreiðslna skuli renna til öryrkja.   Lífeyrissjóður er ekkert annað en hópur félaga sem eru að vinna sameiginlega að því að tryggja kjör sín ef til örorku eða andláts eða við starfsloks vegna aldurs.   Sjóðfélögum er heimilt að leggja fyrir ársfund tillögur um breytingar á samþykktum varðandi örorkulífeyrisgreiðslur en þær þurfa að berast fyrir lok desember ár hvert þannig að stjórn sjóðsins geti látið meta fjárhagsleg áhrif slíkra tillagna þannig að ársfundur geti tekið upplýsta ákvörðun. Í umræddri blaðagrein bendir sjóðfélaginn réttilega á að framreikningur og þar með lífeyrir hans er miðaður við árin áður en til örorku kom og greitt hafi verið af nemalaunum að hluta til.  Þessar reglur eru sambærilegar í öllum sjóðum en vissulega má benda á tilfelli þar sem ákvæðið kemur illa við sjóðfélaga eins og í þessu tilfelli en þetta eru þær reglur sem ber að fara eftir. Greidd iðgjöld endurspegla réttindi og eftir því sem þær aukast, eykst réttur í sama hlutfalli.  Því ber að fagna því að stjórnvöld geri sér grein fyrir óheppilegum áhrifum víxlverkunar gagnvart öryrkjum.  Undanfarin ár hafa lífeyrissjóðir undantekningarlítið verið að auka réttindi sjóðfélaga sinna þar með talið öryrkja og hefur tekjutrygging Tryggingarstofnunar oft á tíðum lækkað í kjölfarið. Í lok greinarinnar gerir greinarhöfundur athugasemd við að meðallaun hans fyrir örorku hafi verið framreiknuð með vísitölu neysluverðs í stað launavísitölu.  Með því móti verða viðmiðunarlaunin af því launaskriði sem orðið hefur á undanförnum árum.  Það er hins vegar hægt að fara nokkur ár aftur í tímann t.d. á tímum ?þjóðarsáttar? til að finna tímabil þar sem vísitala neysluverðs hækkaði meira en launavísitala.   Tæplega helmingur sjóðfélaga á samningssviði SA og ASÍ notast við vísitölu neysluverðs og spyrja má hvort óeðlilegt sé að  kaupmáttur fjölskyldunnar sé tryggður m.v. neysluvörur frekar en að hann taki mið af launa­breytingum?

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?