Fréttir frá 2007

11 29. 2007

Launakostnaður svipaður hér og á öðrum norðurlöndum

Hagdeild ASÍ hefur tekið saman skýrslu um samanburð á launakostnaði hér á landi og í nágrannalöndunum. Niðurstaða hennar er sú að launakostnaður hér, reiknaður í evrum, er mjög svipaður og á hinum Norðurlöndunum. Aftur á móti er hann heldur hærri en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Af einstökum atvinnugreinum sker iðnaður sig þó úr, en þar er launakostnaður umtalsvert lægri hér á landi en á flestum hinna Norðulandanna. Hafa verður í huga að samanburður á launakostnaði milli landa er mjög háður gengi íslensku krónunnar, sem verið hefur mjög sterk undanfarin misseri. Sterk króna leiðir til þess að launakostnaður reiknast hærri en ella og leiðir til þess að staða Íslands í þessum samanburði raskast.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?