Fréttir frá 2007

11 28. 2007

Hækkun lægstu launa og launatrygging

Á morgunverðarfundi SA í dag þá fór Vilhálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins yfir stefnu SA í komandi kjarasamningum. Í erindi hans kom m.a. fram að það hefði ekkert upp á sig á vinnumarkaði sem hefur búið við mikið launaskrið, að hækka almenn laun um flata hækkun t.d. 3 ? 4% eins og samið hefur verið um í undanförnum kjarasamningum.Á morgunverðarfundi SA í dag þá fór Vilhálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins yfir stefnu SA í komandi kjarasamningum. Í erindi hans kom m.a. fram að það hefði ekkert upp á sig á vinnumarkaði sem hefur búið við mikið launaskrið, að hækka almenn laun um flata hækkun t.d. 3 ? 4% eins og samið hefur verið um í undanförnum kjarasamningum. Verkefnið er að stilla vinnumarkaðinn af tryggja stöðugleika. Betra að nýta launakostnaðarauka til þess að hækka þá sem eru á lægstu launum og þá sem lítið launaskrið hafi fengið.   Fjöldi fólks hefur fengið launahækkanir á undanförnum mánuðum í formi launaskriðs að meðaltali var það um 16% innan Rafiðnaðarsambandsins. En í röðum rafiðnaðarmanna er hópur sem fékk töluvert minna en aðrir eða um 6%. Vinnumarkaðurinn lýtur sínum eigin lögmálum og margir bjarga sér sjálfir. Fram hafa komið hugmyndir að fara svipaða leið og gert var  sumarið 2006 að hækka taxtakerfin um fasta krónutölu 20 þús hefur verið nefnt, og semja síðan um launatryggingu. Þar er átt við að þeir sem hefðu fengið minni launahækkanir en einhverja tiltekna prósentu síðna sept. 2006, hér mætti nefna 8%, fengju það sem upp vantaði.   ASÍ og SA hafa unnið að því að endurskoða tryggingarkerfið og koma á Áfallatryggingarsjóð. Núverandi tryggingarkerfi framleiðir öryrkja, við þessu hefur atvinnulífið vilja bregðast með því að tengja saman kerfin. Afskiptaleysistefnan á stóran þátt í að það bætast árlega við um 1.200 nýjir öryrkjar. Hver öryrki kostar samfélagið 1.8 millj., kr. á ári, samanlagður aukin kostnaður er því 2 ? 2.5 milljarðar á ári.   Helstu áherslur SA eru í mörgu svipaðar og sett var fram á trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ fyrr í haust. Það sem verður erfiðast að eiga við í sambandi við launatryggingu er að finna leið til þess að hún skili sér til þeirra sem eiga rétt á henni og hvar eigi að setja viðmiðunartöluna. Þetta er t.d. vandamál hjá rafiðnaðarmönnum því það er alltaf töluvert um að menn skipti um fyrirtæki. T.d. hafa 1.168 rafiðnaðarmenn af um 5000 á almennm markaði skipt um fyrirtæki síðan september 2006.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?