Fréttir frá 2014

10 10. 2014

Launakönnun RSÍ í gangi

CapacentÞessa dagana er í gangi launakönnun sem Capacent vinnur fyrir RSÍ. Við hvetjum þá félagsmenn sem lenda í úrtaki að taka þátt í könnuninni og svara henni eftir bestu samvisku. Rétt er að vekja athygli á því að þess er krafist að félagsmenn hafi launaseðla tiltæka svo að niðurstaðan gefi besta mynd. Jafnframt er afar mikilvægt að sem flestir svari sem í úrtakinu eru. Úrtakið er líkt og undanfarin ár 1.350 manns.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?