Fréttir frá 2016

09 27. 2016

Strætókort fyrir nemendur á námssamningi

Straeto

Í samvinnu við Strætó bs hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða nemendum á námssamningi í rafiðngreinum að kaupa strætókort á sömu kjörum og öðrum nemendum á framhaldskólastigi stendur til boða . Þessi kærkomna viðbót gildir fyrir þá nemendur sem eru ekki skráðir í framhaldsskóla en eru klárlega nemendur þar sem þeir eru að uppfylla skilyrði námssamnings.

Þeir sem hafa hug á því að nýta sér þennan möguleika hafi samband við Sigrúnu Sigurðardóttur á skrifstofu Rafiðnaðarsambandsins. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?