Fréttir frá 2016

10 5. 2016

Launakönnun 2016 í vinnslu

Gallup2

Síðustu daga hefur Gallup verið að senda út tölvupósta á félagsmenn sem gefur aðgang inn í launakönnun 2016. Þeir félagsmenn sem ekki eru með skráð netfang í tölvukerfi RSÍ munu fá sendan bréfpóst á lögheimili þeirra. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að taka þátt í þessari launakönnun enda nýtast þessar niðurstöður okkur vel í starfsemi okkar, bæði vegna kjarasamninga en ekki síður að heyra viðhorf félagsmanna til þeirrar starfsemi og þjónustu sem við veitum.

Afar mikilvægt er að félagsmenn hafi launaseðil fyrir septembermánuð (sem kom til greiðslu um mánaðarmótin september/október) við höndina og svari spurningum um laun samkvæmt launaseðli.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?