Fréttir frá 2018

11 26. 2018

Verkalýðsfélög vinna mál gegn ISAL

rafidnadarsambandid2Nýverið kom upp deila á milli RSÍ, VM, FIT, Hlíf og VR um kjör aðaltrúnaðarmanns hjá ISAL þar sem fyrirtækið ætlaði sér ekki að greiða aðaltrúnaðarmanni ISAL rétt laun samkvæmt kjarasamningi.

Miðvikudaginn 21. nóvember sl., kvað Félagsdómur upp dóm sinn í máli nr. 6/2018, þar sem félögin gerðu kröfu um rétta niðurröðun í launaflokk. Það er skemmst frá því að segja að lögfræðingur RSÍ vann málið fyrir hönd aðaltrúnaðarmanns og ber ISAL því að greiða honum laun samkvæmt kjarasamningi. ISAL ber jafnframt að greiða málskostnað vegna málsins.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?