idan2

IÐAN fræðslusetur óskar eftir sviðsstjóra prent- og miðlunarsviðs í sinn öfluga hóp starfsmanna. Sviðsstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra IÐUNNAR, sviðsstjórn prent- og miðlunarsviðs sem og sviðsstjórum matvæla-, veitinga- og bílgreinasviðs IÐUNNAR. Ráðið verður í starfið sem fyrst

Umsóknarfrestur 24. nóvember.

      Helstu verkefni:

 • Stefnumótun fyrir sviðið auk rekstrar- og fjárhagsáætlunargerðar.
 • Skipulagning á fræðslustarfi fyrir prent- og miðlunargreinar.
 • Samstarf við lykilfólk í prent- og miðlunargreinum, innlendar og erlendar menntastofnanir og systurfélög vegna sí- og endurmenntunaráætlana.
 • Heldur utan um og stjórnar framleiðslu á nýjum námsleiðum eða námsefni og öðrum þjónustuþáttum.
 • Vinnur að þróun rafrænnar fræðslu - eftirfylgni með gerð vefnámskeiða, aðstoð við framleiðslu vefnáms.
 • Vinnur að almennum námskeiðum IÐUNNAR.

       Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Framúrskarandi samskiptafærni, frumkvæði og árangursdrifni.
 • Menntun sem nýtist í starfið.
 • Þekking á prent- og miðlunargreinum kostur.
 • Framúrskarandi vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Þekking/reynsla af verkefnastjórnun.
 • Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
 • Menntun í kennslufræði og/eða vefnámi er kostur .

  Upplýsingar og umsókn:
  capacent.com/s/15151

 

rafidnadarsambandid2Þessar vikurnar stendur yfir vinna innan RSÍ að vinna úr ýmsum þáttum tengdum þeim kjarasamningum sem afgreiddir hafa verið á undanförnum mánuðum. Það eru fjölmargar bókanir í samningum sem þarf að vinna úr, unnið er að útfærslu á mismunandi styttingum vinnutímans og það er verið að vinna við uppfærslu launareiknivélar sem sett verður á heimasíður iðnaðarmannafélaganna. Í kjarasamningi RSÍ og SA/SART er jafnframt bókun um að vinna skuli að gerð heildstæðs kjarasamnings fyrir starfsfólk í tækniiðnaði en í þeim kjarasamningi sem samþykktur var í maí er þó stigið markvisst skref þar sem að gerður verði sérkjarasamningur á milli RSÍ/FTR og SA fyrir tæknifólk í rafiðnaði. 

Þetta þýðir það að hluti aðalkjarasamnings tekur markvisst á mismunandi störfum innan rafiðngreinanna. Þegar kemur að endurnýjun kjarasamningsins þá getur þetta leitt til þess að ennþá markvissari vinna verður í samningaviðræðum við SA um réttindamál félagsmanna okkar sem taka laun samkvæmt þessum aðalkjarasamningi. 

Umræða hefur verið um það með hvaða hætti greidd eru atkvæði um kjarasamninga RSÍ og kröfur hafa komið fram um að skipta atkvæðagreiðslum upp eftir síðustu atkvæðagreiðslu en þar sem um heildarkjarasamning sem nær yfir öll aðildarfélög eða ná yfir félagsmenn sem starfa í sömu sérgrein þá er framkvæmd ein atkvæðagreiðsla. Þessu fyrirkomulagi er hægt að breyta með tvennum hætti, að breyta lögunum eða þá að samninganefnd ákveði að skipta atkvæðagreiðslu upp, slíka ákvörðun þarf að taka í samninganefnd ef slíkt ætti að gera og var ákveðið að gera það ekki í síðustu atkvæðagreiðslu.

Þegar kemur að undirritun kjarasamninga þá er það samninganefnd RSÍ sem metur hvort lengra verði komist í kjaraviðræðum, telji nefndin að svo sé ekki, þ.e.a.s. ekki verði lengra komist í viðræðum og að innihald samnings geti leitt til þess að samningur verði samþykktur þá er nauðsynlegt að fá fram afstöðu félagsmanna við þeim ákvæðum sem þá eru á borðinu, þá er gengið til undirritunar og ætíð liggur þar vilji nefndarinnar undir og samninganefndin skrifar undir kjarasamninginn. Sem dæmi má nefna er kjarasamningur RSÍ-SA/SART (almenni kjarasamningurinn) sem skrifað var undir þann 3. maí 2019 en hér má sjá hvernig undirritunin fór fram að þessu sinni. 

Tryggt er að öll aðildarfélög RSÍ hafi fulltrúa í samninganefndinni og að ekki sé skrifað undir nema sátt ríki í samninganefndinni um framgang mála. Í samningaviðræðum þarf oft á tíðum að sættast á málamiðlanir. Þegar síðasti kjarasamningur var undirritaður voru þar þrír fulltrúar FÍR auk fulltrúa FTR, RFS, FÍS og FRV. Telji fulltrúar í samninganefnd ástæðu til að skrifa ekki undir kjarasamning þá er ekki skrifað undir. 

KÞS

Banner Kjarasamningur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning RSÍ, VM og Samiðnar sem undirritaður þann 1. nóvember er lokið. 

Kjörsókn var 84,3%.  84,88% samþykktu samninnginn, 12,79% höfnuðu honum og 2,33% skiluðu auðu..

 

fir

Fundurinn verður kl.18 miðvikudaginn 13. nóvember á Stórhöfða 31, jarðhæð, gengið inn Grafarvogsmegin

Dagskrá:

 1. Kosning fundarstjóra
 2. Fara yfir skoðanakönnun FÍR, umræður: Tómas Bjarnason frá Gallup
 3. Svör við spurningum úr skoðanakönnun
 4. Farið yfir Lögfræðiálit vegna framkvæmdar kosninga um kjarasamning, umræður: Ólafur Karl Eyjólfsson lögfræðingur RSÍ
 5. Stofnun deildar Innan FÍR fyrir nema og ómenntaða, umræður: Andri R.
 6. Hver er framtíðarstefna FÍR?
 7. Önnur mál

Boðið upp á léttan kvöldmat

rafidnadarsambandidÍ upphafi vikunnar kynntum við kjarasamning sem RSÍ, VM og Samiðn gerðu við Landsvirkjun fyrir starfsmönnum. Kynningin fór fram í Búrfellsvirkjun og var send út á aðrar starfsstöðvar Landsvirkjunar. Atkvæðagreiðsla stendur til loka dags 11. nóvember og því munu niðurstöður liggja fyrir á þriðjudag. Kjaraviðræður héldu áfram hjá Landsneti en það má með sanni segja að bakslag hafi komið í viðræður þar og ekki er ljóst hvenær þær viðræður munu skila árangri. Fundað var hjá RARIK á föstudag en þar þokast viðræður áfram en næsti fundur hefur verið boðaður eftir rúma viku. Fundað var með fulltrúum ISAL á þriðjudagsmorgun en sá fundur skilaði engum árangri. Fundað var með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem og Ríkisins í vikunni. 

Í vikunni fór fram þing Evrópsku byggingamannasamtakanna (EBTF). Sam Hägglund lét af störfum sem framkvæmdastjóri eftir að hafa sinnt því starfi um árabil með góðum árangri. Nýr framkvæmdastjóri heitir Tom Deleu og kemur frá Belgíu. Nýr formaður EBTF var líka kjörinn en hann heitir Johan Lindholm. Johan er formaður sænska Byggingamannasambandsins. Til umræðu á þinginu  var aðgerðaráætlun næstu fjögurra ára auk þess sem þrjár ályktanir voru samþykktar m.a. um umhverfismál, vinnuverndarmál, réttinda og kjaramál svo dæmi séu nefnd.

Miðstjórn ASÍ fundaði í vikunni en á fundinum var m.a. farið yfir stöðu mála gagnvart stjórnvöldum í eftirfylgd með kjarasamningum. Formaður Neytendasamtakanna kynnti gang mála í baráttunni gegn smálánafyrirtækjum en um gríðarlega mikilvægt mál er að ræða sem bráðnauðsynlegt er að koma í eðlilegt horf. 

KÞS

GallupNú er launakönnun RSÍ 2019 komin í loftið, smelltu hér til að nálgast niðurstöðurnar. Þátttakan í könnuninni var svipuð og fyrir ári síðan en alls svöruðu 1.624 félagsmenn þessari könnun. Það sem mikilvægast er að horfa í er hvernig launaþróun dagvinnulauna er á milli ára. Að meðaltali eru dagvinnulaun í september 2019 621.000 kr. og eru að hækka um 3,8% að meðaltali. Það er hins vegar misjafnt á milli félaga hvernig breytingar mælast en mest er hækkun dagvinnulauna á Suðurlandi eða 11,5% en dagvinnulaun lækka að meðaltali á Suðurnesjum um 1,3%. Rétt er að taka fram að þetta eru tiltölulega fáir svarendur í hvorum hópi fyrir sig sem getur valdið meiri sveiflum í mælingum á milli ára. Heildarlaun eru að hækka nokkuð minna en dagvinnulaun en heildarlaun mældust 774.000 kr og hækka um 2,2% á milli ára.

Dagvinnulaun mælast 6,3% hærri á milli ára í byggingaiðnaði og mældust þau 539.000 kr en laun í þeim hluta vinnumarkaðar mælast lægst í dagvinnu. Hæst dagvinnulaun mælast í tækniþjónustu eða 751.000 kr. 

Spurt var um tímakaup hjá þeim sem fá greitt samkvæmt tímakaupi og var meðaltímakaupið 2.987 kr og stendur tímakaup því í stað á milli ára. Langflestir sem svara því til að fá greitt samkvæmt tímakaupi eru í byggingariðnaði.

Meðalvinnutími hjá þeim sem vinna fullt starf samkvæmt könnuninni voru 186,7 klst. 

Launakönnunin er mjög umfangsmikil og hvetjum við félagsmenn til þess að kynna sér helstu niðurstöður hennar en jafnframt gefur könnunin félagsmönnum gott tækifæri til að bera sig saman við markaðinn og sækja á um launahækkanir séu laun ekki samkeppnishæf. 

rafidnadarsambandid2Í vikunni hélt RSÍ árlega trúnaðarmaannaráðstefnu þar sem farið var yfir ýmis mikilvæg málefni er snúa að starfi trúnaðarmanna og stöðuna á vinnumarkaði. Farið var yfir stöðu í efnahagslífinu og hagspá ASÍ komandi mánaða og ára. RSÍ er bakhjarl UN Women á Íslandi og var málefni UN Women til umræðu á ráðstefnunni. Send var áskorun frá ráðstefnunni vegna þessa en mjög mikil umræða varð um það hvað við getum gert og hvað þarf að gera til þess að vinna að jafnrétti í samfélaginu. Við þekkjum hvernig umræðan um jafnrétti eða almennt um þá stöðu þegar hallar á aðila/einstaklinga að þá sé það viðkomandi sem þurfi eingöngu að vinna að því að bæta sína stöðu. Það mátti heyra á trúnaðarmönnum RSÍ að sá tími eigi að vera liðinn. Lausnin að jafnrétti felist ekki í því að laga konur heldur að við sem samfélag vinnum saman að því að bæta samfélagið!

Farið var yfir niðurstöður launakönnunar RSÍ sem bárust á föstudag. Könnunin er mjög umfangsmikil og verður gerð opinber í vikunni á heimasíðu RSÍ. Þó nokkur umræða var um stöðu kjaraviðræðna en þegar ráðstefnan stóð yfir áttum við eftir að ganga frá 16 kjarasamningum, 9 samningar hafa verið undirritaðir frá því í maí síðastliðnum. Stytting vinnutímans var mikið í umræðunni auk þess að farið var yfir eftirfylgni á þeim þáttum sem ríkisstjórnin lagði til málanna við gerð kjarasamninganna.

Það er gaman að segja frá því að í kjölfar ráðstefnnunnar héldum við beint á fund með Landsvirkjun þar sem skrifað var undir kjarasamning við fyrirtækið vegna félagsmanna RSÍ, VM og Samiðnar. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á mánudagsmorgun og hefst atkvæðagreiðsla í kjölfarið.

Þrátt fyrir þétta dagskrá vikunnar þá voru haldnir samningafundir vegna Landsnets, RARIK og Landsvirkjunar. Undirbúningsfundur var haldinn vegna kjarasamnings stéttarfélaganna við Norðurál. 

KÞS

rafidnadarsambandid rautt

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 2019

Áskorun frá trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ styður heilshugar UN Women í baráttunni við að koma í veg fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi. Það er löngu orðið ljóst að jafnrétti í samfélaginu þarf að byggja upp með samstarfi og gagnkvæmri virðingu og er það ekki einkamál kvenna. Samfélagið þarf að aðlagast að þörfum kynjanna og tryggja jafnan rétt, jöfn kjör og öryggi á vinnustöðum á allan hátt.

Öll eigum við rétt á því að starfsumhverfi okkar einkennist af gagnkvæmri virðingu í samskiptum og felur það m.a. í sér að njóta verndar gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustað. Slík hegðun er bæði lögbrot og siðferðilega ámælisverð. Það á við hvort heldur sem um er að ræða hegðun atvinnurekanda, samstarfsmanna eða einstaklinga sem starfsmaður þarf að hafa samskipti við vegna starfs síns.

Rafiðnaðarsamband Íslands hefur ákveðið að taka frumkvæði í málefnum sem stuðla að því að breyta menningunni og tryggja öruggt starfsumhverfi félaga sinna. Í þeim tilgangi verður sett upp aðgerðaáætlun til að fylgja eftir í starfi RSÍ og aðildarfélögum þess þegar upp koma áreitnis-, ofbeldis- og eineltismál. 

RSÍ skorar á aðila vinnumarkaðarins að taka höndum saman um að tryggja öruggt starfsumhverfi, breyta vinnustaðamenningunni til hins betra, fordæma hverskonar ofbeldi og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir ofbeldi í samfélaginu. Við viljum tryggja að allir njóti sömu tækifæra því þá blómstrar samfélagið.

 

 

National Committee Logos RGB UN Icelandic ICELAND.png 600RSI tviskipt

rafidnadarsambandid bleikur

Í dag var opnað fyrir bókanir í orlofshús / íbúðir innanlands fyrir tímabilið 3. janúar til 29. maí 2020.  Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu er hinsvegar hægt að bóka til 28. ágúst 2020.

Í gildi er reglan "fyrstur kemur fyrstur fær" smella hér

rafidnadarsambandid2Í síðustu viku héldu áfram spjaldtölvuafhendingar, byrjuðum á því að afhenda spjaldtölvur í Tækniskólanum, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Undir lok vikunnar var farið í heimsókn til Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ánægjulegt er að sjá fjölda nýnema í rafiðngreinum.

Kjaraviðræður héldu áfram en nú er október mánuður nánast búinn en viðræður eru farnar að skila árangri á nokkrum stöðum og gera má fastlega ráð fyrir því að þessar viðræður fari að skila meiri og sýnilegri árangri. Í vikunni var fundað með fulltrúum RARIK, Landsvirkjun, ISAL, HS, Alcoa, HS Orku.

Á föstudag var haldinn fundur í miðstjórn RSÍ. Í komandi viku verður trúnaðarmannarásðtefna RSÍ haldin og fór mikill tími í undirbúning ráðstefnunnar. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?