Fréttir frá 2019

05 23. 2019

Breytingar á kjarasamningi RSÍ-SA/SART frá 1. apríl 2019

rafidnadarsambandid

Helstu atriði um kjarasamninginn
 
Kjarasamningur aðildarfélaga RSÍ og SA/SART voru samþykktir í atkvæðagreiðslu sem lauk 21. maí síðastliðinn. Í kjölfar þess þá hækka laun sem koma til útgreiðslu með eftirfarandi hætti:
 
Hækkun lágmarkslauna:
Frá og með 1. apríl 2019 gilda eftirfarandi lágmarkslaun:
Rafiðnaðarmaður að loknu 2ja ára fagnámi: 327.303 kr. (1.888 kr. á klst. í dagvinnu)
Rafiðnaðarmaður að loknu 3ja ára starfsnámi: 347.351 kr. (2.004 kr. á klst. í dagvinnu)
Rafiðn.maður að loknu 3ja ára starfsnámi, eftir 1 ár: 354.357 kr. (2.044 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Rafiðnaðarmaður með sveinspróf:
Grunnlaun: 388.165 kr. (2.239 kr. á klst. í dagvinnu)
Eftir 1 ár: 394.496 kr. (2.276 kr. á klst. í dagvinnu)
Eftir 3 ár: 406.756 kr. (2.347 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Rafiðnaðarsveinn eftir 5 ár með meistararéttindi: 423.048 kr. (2.441 kr. á klst. í dagvinnu)
 
Hækkun mánaðarlauna
Mánaðarlaun fyrri dagvinnu hækka um 17.000 kr. Frá 1. apríl 2019 og því er nauðsynlegt að uppreikna laun starfsmanna frá þeim tíma og greiða út í næstu útborgun, mánaðarmótin maí/júní 2019.
 
Hækkun tímakaups
Þeir starfsmenn sem eru á tímakaupi eiga að hækka um 98,1 kr. á klukkustund í dagvinnu á sama tíma. Launahækkun kemur frá 1. apríl 2019 og því þarf að uppreikna tvo mánuði sem greiðist út um næstu mánaðarmót (maí/júní).
 
Eingreiðsla
Eingreiðsla upp á 26.000 kr. Greiðist út með launagreiðslu í næstu útborgun (mánaðarmótin maí/júní 2019).
 
Orlofsuppbót
Orlofsuppbót greiðist út í næstu útborgun (mánaðarmótin maí/júní 2019) og er að upphæð 50.000 kr.
 
Aðrar launabreytingar:
Aðrir kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 2,5% frá 1. apríl 2019. Ákvæðisvinnueining hækkar um 2,7%.
 
Ákvæðisvinna:
Ákvæðisvinnueining hækkar um 2,7% og verður frá 1. apríl 2019 647,85 kr.
 
Rétt er að taka fram að ekki verður nein breyting á yfirvinnuálagi á þessu ári og er yfirvinna 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu líkt og áður. Engin breyting er á neysluhléum samkvæmt kjarasamningi.
 
Samningsforsendur
Ein af samningsforsendum er að vextir lækki verulega og er ánægjulegt að geta þess að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti þann 22. maí 2019 og var lækkunin 0,5% sem er verulega jákvætt og getur haft veruleg áhrif á stöðu margra heimila. Önnur forsenda er að kaupmáttur launa hafi aukist þegar endurskoðun fer fram fyrir september 2020.

Rafiðnaðarsamband Íslands
*með fyrirvara um innsláttarvillur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?