Fréttir frá 2019

07 15. 2019

Alþjóðadagur ungra iðnaðarmanna er í dag

wIMFR Nysveinar 090219 JSX2626 bannerÁrið 2014 ákváðu Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) að halda upp á alþjóðadag ungs fólks sem meðal annars hefur iðnmenntun og hefur 15. júlí verið haldinn hátíðlegur síðan. Í kjölfarið fylgdu samtökin World Skills í fótspor SÞ og taka þátt í þessum degi ungra iðnaðarmanna. Það er ljóst að áskoranir vinnumarkaðarins verða miklar á komandi árum og við erum í dag raunverulega farin að sjá áhrif alþjóðavæðingar á þróun ýmissa starfa. Sjálfvirknivæðing starfa felur í sér áskoranir einar og sér en gefur okkur líka gríðarleg tækifæri á að sækja fastar fram til að tryggja góð og vellaunuð störf. Rafiðnaðarmenn munu verða í framlínu í þessari tækniþróun. Störf rafiðnaðarmanna munu gegna lykilhlutverki í innleiðingu nýrrar tækni og jafnframt til að viðhalda tækninýjungum. 

Það er því ljóst að á komandi árum verða iðnaðarmenn eftirsóttir starfskraftar og við þurfum að tryggja að öllum standi til boða að sækja sér þá menntun sem hentar hverjum og einum. Í rafiðnaði eru fjölmargar mismunandi greinar í boði og bjóða allar upp á mikil tækifæri. Við hvetjum ungt fólk því til að kynna sér námsframboð í rafiðngreinum sem meðal annars má nálgast upplýsingar um á www.straumlina.is

Endilega kíktu á þetta myndband sem WorldSkills hefur tekið saman í tilefni dagsins. Við viljum efla iðnaðinn á Íslandi og bjóða ungt fólk velkomið í rafiðngreinarnar. #WYSD2019

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?