Fréttir frá 2019

09 6. 2019

RAFMENNT vill minna félagsmenn RSÍ og SART á að sækja um að fá merktan persónulás

rsi sart rafmennt logo

Með afhendingu öryggislásana er verið stíga stórt skref til þess að draga úr hættu á slysum. Þegar hafa um eitt þúsund félagsmenn fengið lás.

Með notkun öryggislása getur starfsmaður tryggt að hann sé að vinna við búnað sem ekki er spennuhafa. En um leið er verið vekja athygli starfsmanna á því að þeir bera ekki einungis ábyrgð á eigin öryggi heldur þurfa þeir jafnframt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi annarra sem gætu verið í hættu vegna þeirra vinnu eða bilunar í rafbúnaði.

Félagsmenn fá sendan öryggislás sér að kostnaðarlausu með því að skrá sig á "Mínum síðum" á heimasíðu RSÍ og gefa þar upp nafn og GSM símanúmer.

Kjörorð verkefnisins er „Einn lás, eitt líf“

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?