Fréttir frá 2019

09 10. 2019

Skattalækkun þeirra tekjuhæstu

 

rafidnadarsambandidRétt fyrir helgi birtist fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í því koma fram þær breytingar sem á að gera á tekjuskattskerfinu. Það er verulega jákvætt að sjá að skattþrepum er fjölgað og skattprósenta lækkar verulega í lægsta þrepinu. Þar með er allt það jákvæða komið fram að mér sýnist.

Lagt er til að frítekjumark (skattleysismörk) haldist óbreytt og það er gert með því að lækka persónuafslátt á móti lægri skattprósentu. Þetta þýðir að persónuafsláttur verður mun lægri í lok tímabilsins. Gera má ráð fyrir að persónuafsláttur geti verið að lækka um 8.000 kr, á mánuði, ef lesið er í óljósar tillögur að breytingum. Þetta þýðir þó að skattgreiðslur þyngjast ekki hjá neinum hópi. 

En það er einmitt það sem mun gerast, tekjuskattur hækkar ekki hjá neinum hópi, ekki einu sinni þeirra allra tekjuhæstu! Það er verið að tryggja þeim tekjuhæstu lækkun skattgreiðslum upp á rúmar 3.500 kr mánuði með tilheyrandi tekjutapi fyrir ríkissjóð án þess að viðkomandi aðili hafi nokkra þörf fyrir lækkun skattgreiðslna. Mögulegt hefði verið að létta skattbyrði meira á millitekjuhópinn í stað þessa.

Það er stórmerkilegt ef ríkisstjórnin ætlar að fara þá leið að standa fyrst og fremst vörð um þá allra tekjuhæstu! Þessi útfærsla er ekki fullkomlega í takt við það sem unnið var með í kringum kjarasamningana á almennum vinnumarkaði. Breytingarnar hefðu þurft að koma fyrr til framkvæmda með meiri ávinningi fyrir launafólk. Raunverulegur hátekjuskattur á ofurlaun er hins vegar nauðsynlegur.

Hækkun á fjármagnstekjuskatti á arðgreiðslur úr fyrirtækjarekstri er nauðsynleg. Það þarf að gera breytingar á fjármagnstekjuskatti á þann hátt að uppruni fjármagnstekna ráði skattlagningu og upphæð hennar. Arðgreiðslur úr fyrirtækjum ætti að skattlegja nákvæmlega eins og launatekjur. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?