Fréttir frá 2019

10 27. 2019

Fréttir líðandi viku

rafidnadarsambandid2Í síðustu viku héldu áfram spjaldtölvuafhendingar, byrjuðum á því að afhenda spjaldtölvur í Tækniskólanum, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Undir lok vikunnar var farið í heimsókn til Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ánægjulegt er að sjá fjölda nýnema í rafiðngreinum.

Kjaraviðræður héldu áfram en nú er október mánuður nánast búinn en viðræður eru farnar að skila árangri á nokkrum stöðum og gera má fastlega ráð fyrir því að þessar viðræður fari að skila meiri og sýnilegri árangri. Í vikunni var fundað með fulltrúum RARIK, Landsvirkjun, ISAL, HS, Alcoa, HS Orku.

Á föstudag var haldinn fundur í miðstjórn RSÍ. Í komandi viku verður trúnaðarmannarásðtefna RSÍ haldin og fór mikill tími í undirbúning ráðstefnunnar. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?