Fréttir frá 2019

11 3. 2019

Trúnaðarmannaráðstefna 2019, kjarasamningur undirritaður

rafidnadarsambandid2Í vikunni hélt RSÍ árlega trúnaðarmaannaráðstefnu þar sem farið var yfir ýmis mikilvæg málefni er snúa að starfi trúnaðarmanna og stöðuna á vinnumarkaði. Farið var yfir stöðu í efnahagslífinu og hagspá ASÍ komandi mánaða og ára. RSÍ er bakhjarl UN Women á Íslandi og var málefni UN Women til umræðu á ráðstefnunni. Send var áskorun frá ráðstefnunni vegna þessa en mjög mikil umræða varð um það hvað við getum gert og hvað þarf að gera til þess að vinna að jafnrétti í samfélaginu. Við þekkjum hvernig umræðan um jafnrétti eða almennt um þá stöðu þegar hallar á aðila/einstaklinga að þá sé það viðkomandi sem þurfi eingöngu að vinna að því að bæta sína stöðu. Það mátti heyra á trúnaðarmönnum RSÍ að sá tími eigi að vera liðinn. Lausnin að jafnrétti felist ekki í því að laga konur heldur að við sem samfélag vinnum saman að því að bæta samfélagið!

Farið var yfir niðurstöður launakönnunar RSÍ sem bárust á föstudag. Könnunin er mjög umfangsmikil og verður gerð opinber í vikunni á heimasíðu RSÍ. Þó nokkur umræða var um stöðu kjaraviðræðna en þegar ráðstefnan stóð yfir áttum við eftir að ganga frá 16 kjarasamningum, 9 samningar hafa verið undirritaðir frá því í maí síðastliðnum. Stytting vinnutímans var mikið í umræðunni auk þess að farið var yfir eftirfylgni á þeim þáttum sem ríkisstjórnin lagði til málanna við gerð kjarasamninganna.

Það er gaman að segja frá því að í kjölfar ráðstefnnunnar héldum við beint á fund með Landsvirkjun þar sem skrifað var undir kjarasamning við fyrirtækið vegna félagsmanna RSÍ, VM og Samiðnar. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum á mánudagsmorgun og hefst atkvæðagreiðsla í kjölfarið.

Þrátt fyrir þétta dagskrá vikunnar þá voru haldnir samningafundir vegna Landsnets, RARIK og Landsvirkjunar. Undirbúningsfundur var haldinn vegna kjarasamnings stéttarfélaganna við Norðurál. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?