Fréttir frá 2019

11 10. 2019

Þing evrópskra byggingamannasamtakanna og samningaviðræður

rafidnadarsambandidÍ upphafi vikunnar kynntum við kjarasamning sem RSÍ, VM og Samiðn gerðu við Landsvirkjun fyrir starfsmönnum. Kynningin fór fram í Búrfellsvirkjun og var send út á aðrar starfsstöðvar Landsvirkjunar. Atkvæðagreiðsla stendur til loka dags 11. nóvember og því munu niðurstöður liggja fyrir á þriðjudag. Kjaraviðræður héldu áfram hjá Landsneti en það má með sanni segja að bakslag hafi komið í viðræður þar og ekki er ljóst hvenær þær viðræður munu skila árangri. Fundað var hjá RARIK á föstudag en þar þokast viðræður áfram en næsti fundur hefur verið boðaður eftir rúma viku. Fundað var með fulltrúum ISAL á þriðjudagsmorgun en sá fundur skilaði engum árangri. Fundað var með fulltrúum Reykjavíkurborgar sem og Ríkisins í vikunni. 

Í vikunni fór fram þing Evrópsku byggingamannasamtakanna (EBTF). Sam Hägglund lét af störfum sem framkvæmdastjóri eftir að hafa sinnt því starfi um árabil með góðum árangri. Nýr framkvæmdastjóri heitir Tom Deleu og kemur frá Belgíu. Nýr formaður EBTF var líka kjörinn en hann heitir Johan Lindholm. Johan er formaður sænska Byggingamannasambandsins. Til umræðu á þinginu  var aðgerðaráætlun næstu fjögurra ára auk þess sem þrjár ályktanir voru samþykktar m.a. um umhverfismál, vinnuverndarmál, réttinda og kjaramál svo dæmi séu nefnd.

Miðstjórn ASÍ fundaði í vikunni en á fundinum var m.a. farið yfir stöðu mála gagnvart stjórnvöldum í eftirfylgd með kjarasamningum. Formaður Neytendasamtakanna kynnti gang mála í baráttunni gegn smálánafyrirtækjum en um gríðarlega mikilvægt mál er að ræða sem bráðnauðsynlegt er að koma í eðlilegt horf. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?