Fréttir frá 2019

11 24. 2019

Hús Fagfélaganna, 2F

2FÍ vikunni héldu áfram fundir vegna endurnýjun fjölmargra kjarasamninga. Fundað var með fulltrúum Landsnets, ISAL, Ríkinu, Reykjavíkurborg og RARIK. Ekki er hægt að segja að mikill gangur hafi verið í málum í vikunni þó svo málin mjakist áfram og þá helst hjá RARIK. Bindum við vonir um að það fari að draga til tíðinda þar á næstu dögum. 

Vinnustaðaeftirlit hélt að sjálfsögðu áfram í vikunni en farnar voru eftirlitsferðir á Höfuðborgarsvæðinu auk þess að vinnustaðir voru heimsóttir á Reykjanesinu. Í eftirlitsferðum vikunnar hittu eftirlitsfulltrúar ASÍ á annað hundrað starfsmanna víðsvegar um landið.

Á föstudag var formleg opnun á nýuppgerðu skrifstofuhúsnæði á Stórhöfða 31 þar sem RSÍ og aðildarfélög, MATVÍS, Samiðn, FIT og Byggiðn eru til húsa. Í kjölfar nafnasamkeppni sem haldin var fyrr á árinu þá varð nafnið Hús Fagfélaganna fyrir valinu. Samstarfið er því kallað 2F í Húsi Fagfélaganna. Við formlega athöfn var verðlaunahöfum úr nafnasamkeppninni veitt verðlaun. Það vildi svo til að tveir aðilar voru með tillögur að sama nafni en það voru þau Þóra G. Thorarensen og Guðmundur Ingvar Kristófersson. 

Samstarfið byggir á því að bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn, sameiginleg móttaka er í húsinu auk þess að sambærileg starfsemi mismunandi sviða félaganna eru á einum stað, starfsfólk í kjaramálum starfa hlið við hlið, starfsfólk sem sinnir sjúkrasjóðs og orlofsmálum starfa saman. Í húsinu eru fimm VIRK starfsendurhæfingarfulltrúar. Starfsfólk sem sinnir bókhaldsmálum, vinnustaðaeftirlitsfulltrúar og mælingafulltrúar starfa í meiri nánd svo dæmi séu nefnd að ógleymdu sameiginlegu mötuneyti fyrir allt húsið sem jafnframt þjónustar fleiri aðila á Stórhöfða.

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?