isal 4 banner

Iðnaðarmenn:

91 á kjörskrá

82 tóku þátt (90,11%)

Já sögðu 71 (86,59%)

Nei sögðu 10 (12,20%)

Taka ekki afstöðu 1 (1,22%)

ASI verdlagseftirlit rautt

Alþýðusambandið beinir þeim tilmælum til fyrirtækja að sýna ábyrgð og halda aftur af verðhækkunum við þær aðstæður sem nú eru uppi og koma þannig í veg fyrir frekari verðbólgu og efnahagslega óvissu sem kemur illa niður bæði á heimilum og fyrirtækjum.

Nokkur umræða hefur verið um að verð á innfluttum vörum fari nú hækkandi vegna þeirrar gengislækkunar sem orðið hefur á síðustu mánuðum og hefur verðlagseftirliti ASÍ einnig borist nokkuð af ábendingum og áhyggjum neytenda þar um. Í því samhengi er nauðsynlegt að beina því til söluaðila að  gengislækkun ein og sér leiðir ekki sjálfkrafa til samsvarandi verðhækkana þar sem mun fleiri þættir hafa áhrif á verðlag innfluttra vara.  

Í því sérstaka ástandi sem myndast hefur vegna Covid-19 veirunnar, hefur almenningur heldur ekki sömu tækifæri til að versla og gera verðsamanburð og hann hefur venjulega. Samkeppni á markaði minnkar þar sem verslun færist yfir á færri aðila og tækifæri neytenda til að veita aðhald minnkar. Í slíkri stöðu er auðveldara en ella fyrir fyrirtæki að hækka verð og okra á viðskiptavinum.

Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér ekki ástandið með þessum hætti heldur laða frekar að sér ný viðskipti og styrkja þau viðskiptasambönd sem fyrir eru með því að sýna samfélagslega ábyrgð og  leita allra leiða til að halda verði í lágmarki.

Neytendur eru hvattir til að fylgjast vel með verðlagi, biðja um og passa upp á strimla og láta vita ef þeir verða varir við okur eða óeðlilega miklar verðhækkanir. Það má gera með því að deila inn á facebook hóp verðlagseftirlitsins; Vertu á verði – eftirlit með verðlagi en einnig má senda ábendingu til Samkeppniseftirlitsins í gegnum útfyllingarform á vefsíðu þeirra eða í gegnum netfangið samkeppni@samkeppni.is.

starfshlutfall3

Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags frá launamanni umfram það starfshlutfall sem eftir stendur þegar starfshlutfall hefur verið minnkað.

Ef starfsmaður er færður í....

25% STARF
Þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 9,25 virkar klst. á viku eða 40 virkar klst. á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl.

50% STARF
Þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 18,5 virkar klst. á viku eða 80 virkar klst. á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl.

75% STARF
Þá má atvinnurekandi fara fram á að hámarki 27,75 virkar klst. á viku eða 120 virkar klst. á mánuði í vinnuframlag frá og með 1. apríl.

asi rautt

Heimsfaraldur vegna Covid-19 hefur nú áhrif á atvinnu og afkomu fjölmargra heimila. Alþýðusamband Íslands leggur ríka áherslu á að stjórnvöld, fjármálastofnanir og aðrir kröfuhafar komi til móts við fólk í þessum erfiðu aðstæðum. Öllu máli skiptir nú að tryggja afkomuöryggi heimila þannig að öllum sé kleift að setja eigin heilsu og annarra í forgang. 

Liður í þessu er að opinberir aðilar, sveitarfélög, fjármálastofnanir, leigufélög, lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar sýni sanngirni og sveigjanleika varðandi greiðslufresti á meðan mesta óvissan stendur yfir. Mikilvægt er að innheimtukostnaður og dráttarvextir verði ekki lagðir á vanskil og fólki gefist tækifæri til að dreifa greiðslum og lengja í lánum svo greiðslubyrði fari ekki úr hófi fram. 

Bankar, fjármálastofnanir, lífeyrissjóðir og leigufélög hafa þegar tilkynnt um úrræði fyrir heimili sem þurfa aukið svigrúm við þessar aðstæður. Alþýðusambandið beinir því til þessara aðila að þeir hafi ávallt að leiðarljósi að upplýsa einstaklinga með skýrum og greinagóðum hætti um áhrif þeirra úrræða sem í boði eru á greiðslubyrði til lengri og skemmri tíma og hvaða leiðir séu færar til að draga úr langtímaáhrifum á fjárhag heimilanna. Þá skuli öllum kostnaði sem innheimtur er vegna úræðanna haldið í lágmarki.

Alþýðusambandið telur með öllu óásættanlegt að kröfuhafar geti nýtt sér þá neyð sem blasir við mörgum heimilum við núverandi aðstæður. ASÍ mun á næstunni fylgjast náið með þeim greiðsluerfiðleikaúrræðum sem boðið verður upp á og þeim þjónustugjöldum sem innheimt verða vegna þeirra.

rafidnadarsambandidMóttakan lokar 

Móttöku í Húsi fagfélagana, Stórhöfða 31, verður lokað frá og með mánudeginum 23. mars vegna Covid-19 veirunnar sem gengur nú yfir. Beinum við því til félagsmanna okkar að hafa samband við félögin með rafrænum hætti. Hægt er að hafa samband við starfsfólk RSÍ síma 5 400 100, í gegnum e-mail rsi@rafis.is eða í gegnum Facebooksíðu RSÍ

The reception closes

The reception at Húsi fagfélagana, Stórhöfða 31, will be closed from Monday, March 23, due to the Covid-19 virus currently undergoing. We therefore call on our members to contact the unions electronically. You can contact RSÍ staff at 5 400 100, via e-mail rsi@rafis.is or through Facebookpage RSÍ

rafidnadarsambandid2Síðustu vikur hafa verið annasamar vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu og víðast hvar í heiminum. Mikil vinna hefur verið lögð í samstarf innan ASÍ vegna aðgerða stjórnvalda vegna tímabundins samdráttar. Samninganefnd ASÍ hefur fundað daglega, í fjarfundi, og hefur ASÍ staðið vaktina fyrir okkur öll, með virkum samskiptum við baklandið. Verulega mikilvæg skref hafa verið stigin á Alþingi við að tryggja launafólki tekjur þrátt fyrir þau áföll sem dynja á okkur, hlutaatvinnuleysi stendur til boða þegar verulegur samdráttur hefur orðið í rekstri fyrirtækja en það þýðir að með lækkuðu starfshlutfalli og vinnuframlagi launafólks er viðkomandi tryggðar bætur á móti upp að ákveðnu hámarki. Það er þó þannig að fullar tekjur eru ekki tryggðar sem er miður. Úrræðið er tímabundið enda um tímabundið ástand að ræða.

Ákveðið hefur verið að útvíkka verkefnið “Allir vinna” en þar hefur endurgreiðsluhlutfall af virðisaukaskatti af vinnu verið hækkað upp í 100% vegna endurbóta við ýmis verkefni. Þetta mun skipta verulega miklu máli fyrir okkar greinar. 

Vegna smithættu vegna Covid-19 hefur skrifstofa RSÍ breytt starfsháttum til að tryggja áframhaldandi þjónustu við félagsmenn, við nýtum tæknina í enn meiri mæli en áður, fjarfundir eru nýttir oft á dag til að eiga samskipti. Miðstjórn RSÍ fundaði á föstudag og voru allir fundarmenn í fjarfundi. Það er mikilvægt að geta haldið starfseminni áfram með þessum hætti enda koma upp ýmis mál sem þörf er á að finna lausnir á. 

Nú er það svo að við höfum jafnframt hvatt félaga okkar til þess að mæta ekki á skrifstofuna heldur að nýta aðrar leiðir, síminn er opinn en auk þess er mjög einfalt að sækja um alla styrki í gegnum “mínar síður” en þar er hægt að skila öllum gögnum með rafrænum hætti. Það er með einföldum hætti hægt að “hitta” félaga sem þurfa ráðleggingar í gegnum fjarfundi ef þörf krefur. Við höfum skipt starfsfólki upp og nú þegar vinna margir að heiman frá sér enda er það gert til að tryggja þjónustu við félagsmenn.

Fastlega má gera ráð fyrir að aðgerðir stórnvalda verði hertar í dag eða á næstu dögum og þá gefur auga leið að móttaka skrifstofunnar mun loka fyrir utanaðkomandi, þ.e.a.s. ekki verður boðið upp á að félagsmenn geti mætt á skrifstofuna til að sækja þjónustu. Þegar það verður gert þá er rétt að ítreka að þjónusta verður áfram í boði í gegnum allar rafrænar leiðir (síma og tölvu). Það verða leiðir fyrir neyðarúrræði.

Þess ber að geta að í vikunni var skrifað undir kjarasamning við ISAL, álverið í Straumsvík. Gríðarlega jákvæðar fréttir en þar gefur auga leið að þær boðuðu aðgerðir höfðu þau áhrif að svo varð, samstaða starfsfólks skiptir öllu máli! Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum RSÍ í vikunni, í gegnum fjarfund eða þeim leiðum sem mögulegt er að nota við þær aðstæður sem uppi eru. 

Að lokum er rétt að ítreka og hvetja alla til þess að virða tilmæli Sóttvarnar-, Landlæknis sem og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjórans. Allar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til er til þess að tefja útbreiðslu veirunnar og kemur okkur til hagsbóta sé farið eftir þeim tilmælum og bönnum sem sett hafa verið. Förum vel með okkur og hugum fyrst og fremst að hreinlæti. 

Þess má geta að atvinnurekendum ber að tryggja ykkur aðgengi að hreinlætisaðstöðu, aðstöðu fyrir handþvott, heitt rennandi vatn ásamt handsápu, auk þess sem aðgengi að handspritti þarf að vera til staðar. Þetta á að sjálfsögðu við um alla vinnustaði, einnig vinnustaði eins og á byggingarsvæðum eða í húsnæði þar sem breytingar standa yfir. Þetta snýst um ykkar öryggi og ekki hika við að gera athugasemdir ef þessu er ábótavant!

Kristján Þórður

Formaður RSÍ

rafidnadarsambandid rautt

Á miðstjórnarfundi í dag, föstudaginn 20.03.2020 var tekin ákvörðun um að bjóða félagsmönnum sem þurfa að fara í sóttkví orlofsíbúðir til leigu. Þessar íbúðir eru ekki bókanlegar á netinu, hafa þarf samband við Sigrúnu í síma 694-4959 til að bóka íbúð. Til að byrja með munum við bjóða upp á þrjár íbúðir og verða þær eingöngu fyrir þá sem eru í sóttkví, ekki í almennri útleigu. 

Timakaup i dagvinnu 1300x400

 Við upptöku virks vinnutíma eru 37 klst. greiddar að jafnaði á viku m.v. fullt starf í stað 40 klst. og deilitala dagvinnutímakaups verður 160 í stað 173,33. Tímakaup í dagvinnuhækkar því um 8,33% eða sem nemur greiðslu fyrir kaffitíma sem færist yfir í tímakaup fyrir virkan vinnutíma,kaffitímar verða áfram teknir með sama fyrirkomulagi og áður, 35 mínútur á hverjum virkum degi.Ef færri tímar eru greiddir á viku / mánuði m.v. fullt starf skal reikna hækkun þannig að dagvinnulaun fyrir 37 klst. á viku / 160 klst. á mánuði verði þau sömu og áður var greitt fyrir fleiri tíma. Þar sem starfsmaður nýtur aukagreiðslna m.v. 40 klst. á viku (t.d. verkfæra- eða fatagjalds) taka þær hækkun 8,33% til samræmis.

Engar breytingar eru gerðar á fyrirkomulagi kaffihléa í yfirvinnu, þau verða áfram greiddur tími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri tími sem unninn er. 

Dæmi til 31.03.2020 

Mánaðarlaun

Deilitala

Tímakaup

500.000

173,33

2.885 kr.

 

 

Dæmi frá 01.04.2020 með kr.18.000 hækkun sem koma á öll laun 01.04. 2020.

Mánaðarlaun

Deilitala

Tímakaup

518.000 kr.*

160

3.238 kr.

 

·         Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr.18.000 - eða 112,50 pr. tíma frá 1. apríl 2020.

 

Breyting á yfirvinnuálagi

Yfirvinna 1

  Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu fyrstu 4 klst á viku að jafnaði eða 17,33 klst á mánuði. Álag á yfirvinnu 1 verður 1,02% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Yfirvinna 2 er greidd umfram það.

Yfirvinna 2

  Yfirvinna 2 greiðist fyrir alla tíma umfram 17,33 yfirvinnutíma á mánuði og á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2 verður 1,10% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

 

Mánaðarlaun

Álag

Tímakaup

518.000 kr.

1,02%

5.284 kr.

518.000 kr.

1,10%

5.698 kr.

 

Stytting vinnuvikunnar

Starfsmenn eiga rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum. 

Ef samkomulag verður á milli aðila vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skiptist ávinningur milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma um 13 mín á dag eða 65 mín á viku.

 

Viðbótarstytting virks vinnutíma:

Náist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups).

Yfirvinna 1 greiðist áfram af fyrstu 4 klst á viku að jafnaði umfram 36 klst í dagvinnu eða 17,33 klst á mánuði. 

Stéttarfélögin sem standa að þessum kjarasamningum eru tilbúin að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum sínum innan handar við styttingu vinnuvikunnar.

Kynnningarglærur RSÍ (smella hér)      Spurt og svarað (smella hér)

ISAL5

Í dag 18. mars skrifuðu samninganefndir stéttarfélaga sem eiga aðild að samningum við Ísal undir kjarasamning.

Verkföllum verður því frestað um tvær vikur, verið er að vinna sameiginlega kynningu á kjarasamningnum, verður hún birt eins fljótt og hægt er og kosið rafrænt um samninginn í framhaldinu.

Covid 19  

Í samræmi við þríhliða yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar frá 5.3 2020 um nauðsyn þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 hefur á undanförnum dögum verið unnið að lagafrumvarpi sem tryggja á launarétt launafólks sem þarf að sæta sóttkví skv. fyrirmælum yfirvalda. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram á Alþingi og er þar til meðferðar. 

Meginreglan verður sú að atvinnurekendur haldi áfram að greiða laun en ríkið endurgreiði þeim allt nema launatengdu gjöldin. Kanna ber möguleika á að starfsmenn fari í fjarvinnu og skerðast þá endurgreiðslur sem því nemur. Greiði atvinnurekandi ekki laun meðan á sóttkví stendur geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur. Ef fjarvinna er möguleg skerðast greiðslur sem því nemur. Gert er ráð fyrir að greiðslur verði aldrei hærri en 633.000 kr. miðað við heilan almanaksmánuð og hámarkgreiðsla fyrir hvern almanaksdag því 21.100 kr. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að sjálfstætt starfandi einstaklingar í sóttkví geti átt sambærilegan rétt og launafólk.

Eftir að vinna hófst við gerð frumvarpsins var sett á tímabundið samkomubann. Af þeim ástæðum hefur orðið alvarleg röskun á skólastarfi þannig að nemendum er gert að sækja ekki skóla tiltekna daga eða tilteknar stundir dagsins. Af þeim ástæðum munu margir foreldrar ekki geta komið við gæslu barna sinna. Jafnframt hafa heilbrigðisyfirvöld hvatt til þess að samgangur barna og eldri kynslóða, afa og ömmu, verði takmörkuð til verndar þeim síðarnefndu. Samkomubann yfirvalda getur þannig haft sömu beinu áhrifin á launafólk eins og sóttkví þess sjálfs. Af þessum ástæðum hefur ASÍ að höfðu samráði við SA gert tillögur um að frumvarpinu verði breytt til þess að ná utan um þennan hóp launafólks. 

Heilbrigðisyfirvöld leggja mikla áherslu á að smit nái ekki til viðkvæmra hópa. Sá hópur sætir ekki sóttkví skv. fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda en ASÍ telur brýnt að haga málum þannig að úrræði frumvarpsins nái einnig til þeirra enda fari það í sóttkví að læknisráði. Breytingar hafa verið lagðar til í þessu efni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?