rafidnadarsambandid rautt

 Föstudaginn 5. júní er starfsfólk RSÍ á Sambandsstjórnarfundi frá 10:00-16:00. Þeir sem þurfa að heyra í okkur í dag eru beðnir um að skilja eftir skilaboð í móttöku og við hringjum til baka. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst (smella hér)

Apavatn2009(10)

Minnum félaga okkar, sem hyggja á útilegu um helgina í góða veðrinu, á breytt fyrirkomulag vegna greiðslu fyrir tjaldstæði í Miðdal og á Skógarnesi. Bóka þarf tjaldstæði fyrirfram, bókað er á orlofsvefnum,innskráning með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Yfirlitsmyndir af svæðunum eru á vefnum.

rafidnadarsambandid2Í líðandi viku hefur starfsemi sífellt færst nær eðlilegra horfi. Samfélagsleg smit veirunnar eru lítil og sá árangur náðist að eingöngu eitt virkt smit er í samfélaginu þegar þetta er skrifað. Þetta er hins vegar ekki búið, við verðum að halda áfram aga í hreinlæti og sóttvörnum til þess að tryggja að veiran dreifi sér ekki í miklum mæli aftur. Sé horft til annarra landa þá eru blikur á lofti í Suður Kóreu þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar er gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri útbreiðslu.

Við sjáum það hjá okkur að staðan getur breyst snöggt og því vissara að hafa áfram varann á og halda hreinlæti áfram miklu. Þetta verður að gera til þess að tryggja öryggi starfsmanna á vinnumarkaði. Fyrirtækjunum ber að tryggja hreinlætisaðstöðu og starfsfólk á ekki að láta það óáreitt ef brotalöm er þar á! Ræðið við öryggistrúnaðarmann, trúnaðarmann eða skrifstofu RSÍ og fáið ráðleggingar og aðstoð.

Nú eru fjölmörg mál til umræðu á Alþingi, mörg mikilvæg í þeirri aðstöðu sem samfélagið er. Unnið er að því að tryggja launafólki launagreiðslur þrátt fyrir erfiðleika. Fyrirtæki munu geta sótt stuðning frá hinu opinbera til þess að tryggja að mögulegt sé að greiða laun á uppsagnarfresti, að skýrum skilyrðum uppfylltum. Þetta er mikilvægt. Það er enn mikilvægara að tryggja réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja áfram launakjörin. ASÍ hefur beitt sér mjög markvisst til að tryggja að svo verði áfram og því munum við halda áfram!

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Þar er verið að leggja til breytingar til að bregðast við þeirri takmörkun sem hefur verið á aðgengi launafólks að hálfum lífeyri. Nú er það svo að eingöngu þeir tekjuhæstu hafa geta nýtt sér úrræðið um hálfan lífeyri. Það hefur gert það að verkum að afar fáir hafa nýtt sér þetta úrræði. Verulega jákvæð breyting ætti að verða á sem gerir tekjulægri hópum kleyft að nýta sér þetta úrræði um að hefja töku hálfan lífeyri.

Þess ber þó að geta að vart er hægt að styðja við þetta frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að taka á upp tekjuskerðingar í hálfum lífeyri. Þrátt fyrir þær deilur sem hafa staðið um lögmæti skerðinganna gagnvart lífeyrisþegum þá virðist Alþingi ætla að stíga enn eitt skrefið gegn launafólki, gegn lífeyrisþegum. Frumvarpið gengur út á að taka upp jafn grimmar skerðingar sem við höfum gagnrýnt á undanförnum árum og áratugum.

Fari svo að frumvarpið verði samþykkt fæ ég ekki betur séð en að hálfur lífeyrir muni vart standa okkar félögum til boða nema með verulega lækkun ráðstöfunartekna. Nú þegar störfum fækkar á vinnumarkaði hefði verið mögulegt að bjóða fólki upp á að hefja töku hálfs lífeyris en samt sem áður taka þátt að hluta á vinnumarkaði. Með þessu hefði verið hægt að fækka þeim sem eru í atvinnuleit eða mögulega missa starf á komandi mánuðum.

Við gerum kröfu til þess að þessari tekjutengingu verði hafnað á Alþingi en á sama tíma verði launafólki gert kleyft að hefja töku hálfs lífeyris samhliða hlutastarfi án frekari takmarkana. Það verður að tryggja landsmönnum nægilegar ráðstöfunartekjur til þess að halda hjólum samfélagsins gangandi!

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

asi rautt

Vísitala neysluverðs mældist 480,1 stig í maí mánuði samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar sem birt var í morgun.
Verðlag hækkaði um 0,54% milli mánaða og mælist verðbólga nú 2,6% á ársgrundvelli. Meiri hækkun mældist ef horft er fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar, eða 0,88% milli mánaða og mælist verðbólga án húsnæðis nú einnig 2,6%. (sjá meira smella hér)

orlofslogOpnað hefur verið á bókanir á tjaldsvæðin á Skógarnesi og í Miðdal. Nú er nauðsynlegt að bóka ákveðin tjaldstæði áður en komið er á staðinn. Farið er inn á orlof.is/rafis þar sem félagar skrá sig inn og bóka tjaldstæði líkt og um orlofshús sé að ræða. 

Til að velja sér tjaldsvæði á orlofshúsavefnum:

Hægt er að sjá svæðisskipulagið með því að fara inn á Öll ORLOFSHÚSIN og leita með leitarstikunni að „tjaldstæði“ og þá opnast möguleikar til að skoða nánar, þar undir er svæðisskipulagið.

Til að velja tjaldstæði þarf að fara inn á LAUS TÍMABIL og velja þar í felliglugganum undir flokkur, tjaldsvæðið í Miðdal eða á Skógarnesi. Þegar valið hefur verið svæði þá opnast nokkrir möguleikar á tjaldstæðum (númeruð) Þarna er hægt að fara beint í það að velja dagana eða að ýta á stæðið sjálft og þá opnast ný síða þar sem einnig er hægt að sjá svæðisskipulagið. 

 

rafidnadarsambandid

Tjaldsvæði á Skógarnesi og í Miðdal verða opnuð föstudaginn 29. maí 2020

 

Aðgengi að tjaldsvæðum RSÍ er með breyttu sniði í sumar vegna Covid-19. Settar hafa verið reglur um fjarlægðir á milli eininga og hafa svæðin verið stúkuð í samræmi við þær reglur. Fjórir metrar eiga að vera á milli eininga (hver eining er hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn húsbíll eða tjald). Félagar eru því beðnir um að passa upp á að staðsetja einingu tvo metra frá stiku sem skilur að stæðin til að tryggja að fjórir metra séu á milli. 

Panta þarf og greiða fyrir tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þannig fyrirbyggjum við að ekki verði of margir verði á svæðinu á hverjum tíma. 

Yfirlitsmynd af öllum svæðum verður á orlofsvefnum til að allir séu meðvitaðir um það hvaða stæði er verið að bóka. 

Tjaldstæði eru bókuð á orlofsvef með sambærilegum hætti og orlofshúsin. Framvísa  þarf kvittun þegar komið er á svæðið, hafa þarf samband við umsjónarmann við komu. 

Rafmagn er innifalið í gjaldi – boðið verður upp á tjaldsvæði án rafmagns á tilgreindum svæðum fyrir þá sem það vilja. 

Tjaldstæði er aðgengilegt kl 16:00 á komudegi, nema á sunnudögum þá er komutími kl 18:00

Yfirgefa þarf svæðið í síðasta lagi kl 16:00 á brottfarardegi nema á sunnudögum þá er brottfarartími kl 18:00

Hver félagsmaður má hafa með sér gesti, eina einingu fyrir utan sína eigin, samtals 2 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar). Ákveðið var að láta félaga okkar ganga fyrir á tjaldsvæðum í sumar og takmarka fjölda gesta frá því sem verið hefur. 

Til að byrja með verður opnað á bókanir fyrir eina viku í senn þar sem hafa þarf svigrúm við skipulag vegna samkomubanns. 

Sameiginleg sturtuaðstaða og grill verða lokuð til að byrja með til að takmarka smitleiðir. Við bendum á sundlaugar sem eru í nágrenninu eins og t.d. Borg í Grímsnesi, Reykholt og Laugarvatn. 

Bátar verða lokaðir, golfkylfur og frisbí diskar verða ekki í boði, til að takmarka smitleiðir. 

Langtímatjaldstæði verða ekki í boði í Miðdal eins og verið hefur í sumar. 

 

Opnað verður fyrir bókanir: 

fimmtudaginn 28. maí kl 9:00. Opnað verður fyrir tímabilið 29.05-05.06. 2020

Fimmtudaginn 4. júní verður opnað fyrir bókanir 05.06-12.06.2020

Markmiðið er að hafa ekki of langt tímabil opið í einu til að geta gert breytingar með stuttum fyrirvara verði breytingar á samkomubanni. Einnig þurfum við svigrúm til að meta hvernig nýtt fyrirkomulag gengur fyrir sig og gera breytingar verði þess þörf. 

 

Verðskrá  Félagsmenn

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 4.000 per einingu með rafmagni (helgi er frá föstudegi til sunnudags)

Mánudagur til föstudags kr 2.000 sólarhringur per einingu með rafmagni 

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn 

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 3000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 1500 sólarhringur per einingu 

 

Verðskrá gestir 

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 6.000 per einingu með rafmagni 

Mánudagur til föstudags kr 3000 sólarhringur per einingu með rafmagni 

 

Verðskrá fyrir svæði sem eru ekki með rafmagn (D svæði)

Helgi frá föstudegi til sunnudags kr 5000 per einingu

Mánudagur til föstudags kr 2500 per einingu 

Þegar tjaldsvæði er bókað á orlofsvef fyrir gesti er greitt sama gjald og um félagsmann sé að ræða. Viðbótargjald greiðist hjá umsjónarmanni við komu. 

 

Til að velja sér tjaldsvæði á orlofshúsavefnum:

Hægt er að sjá svæðisskipulagið með því að fara inn á Öll ORLOFSHÚSIN og leita með leitarstikunni að „tjaldstæði“ og þá opnast möguleikar til að skoða nánar, þar undir er svæðisskipulagið.

Til að velja tjaldstæði þarf að fara inn á LAUS TÍMABIL og velja þar í felliglugganum undir flokkur, tjaldsvæðið í Miðdal eða á Skógarnesi. Þegar valið hefur verið svæði þá opnast nokkrir möguleikar á tjaldstæðum (númeruð) Þarna er hægt að fara beint í það að velja dagana eða að ýta á stæðið sjálft og þá opnast ný síða þar sem einnig er hægt að sjá svæðisskipulagið. 

Yfirlitsmynd (smella hér) 

Birt með fyrirvara um villur

orlofslogHótelmiðar víðsvegar um landið

RSÍ bíður félagsmönnum sínum hótelmiða fyrir tvo á 7 Fosshótelum hringinn í kringum landið. Verð fyrir miðann er kr. 8.500 og gildir fyrir tveggja manna herbergi, án morgunverðar. Greitt er aukalega kr. 4.000 ef gist er á fjögurra stjörnu hóteli. Takmarkað magn er á miðum. 

Miðar eru seldir á orlofsvefnum. Til að kaupa miða þarf að skrá sig inn á orlofsvefinn, innskráning með íslykli eða rafrænum skilríkjum. 

Smella á orlofsvef, þá miðasala og hótelávísanir. Velja skal fjölda hótelmiða en hver félagsmaður getur keypt að hámarki 10 miða. Sækja þarf hótelmiðana á skrifstofu, framvísa þarf greiðslukvittun.

Óski félagsmaður eftir því að fá miðana senda þarf að velja "senda" í pöntunarferlinu og hafa svo samband við skrifstofu í síma 540-0100. 

Þeir félagsmenn sem geta af einhverjum ástæðum ekki keypt hótelmiða á orlofsvefnum geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofu og fengið aðstoð. 

Eftirfarandi hótel eru í boði:

Grand hótel*

Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Vestfirðir (Patreksfjörður)

Fosshótel Húsavík

Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)*

*Fjögurra stjörnu hótel eru stjörnumerkt.

asi rautt

Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega því sem lýst er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag sem hugsanlegum viðbrögðum Icelandair í kjaradeilu félagsins við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Í báðum tilvikum er vísað til heimilda innan Icelandair. Samkvæmt fréttum Morgunblaðsins skoðar Icelandair möguleika á að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og samkvæmt Fréttablaðinu hyggst Icelandair láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings FFÍ fyrir félagsdómi náist ekki samningur.

Þessar vangaveltur eru settar eru fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna. Þær byggja einnig á mikilli vanþekkingu á íslenskri og alþjóðlegri vinnulöggjöf og kjarasamningi FFÍ.

Alþýðusamband Íslands áréttar að stéttarfélög eru félög launafólks sem njóta verndar í stjórnarskrá og atvinnurekendum er óheimilt að skipta sér af. Icelandair getur ekki sjálft stofnað til eða haft frumkvæði að stofnun stéttarfélaga. Við slíkt atferli verður ekki unað í íslensku samfélagi og Icelandair hollt að hafa í huga að aðildarfélög ASÍ hafa heimildir til þess að veita FFÍ stuðning í yfirstandandi kjaradeilu með boðun samúðarvinnustöðvana og fulla heimild til þess að verja réttarstöðu sína gegn ólögmætum árásum.

Raungerist fyrrnefndar vangaveltur á Icelandair ekkert tilkall til stuðnings úr opinberum sjóðum eða viðbótarhlutafjár úr lífeyrissjóðum launafólks. ASÍ krefst þess að stjórnvöld stígi fram og taki af öll tvímæli um að þau hyggist ekki styðja ólögmætt og ósiðlegt athæfi Icelandair.

 

Drífa Snædal, forseti ASÍ:
„Flugfreyjur hafa verið samningslausar lengi. Þær hafa staðið sameinaðar og komið fram af heilindum í kjaraviðræðum. Að mæta þeim á þessu stigi samningaviðræðna með hótunum um að ganga gegn lögum og leikreglum á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óviðunandi.“

„Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags. Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög.
Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“

 

rafidnadarsambandid rautt

Það er okkur ánægja að tilkynna að skrifstofa RSÍ í Húsi fagfélaganna hefur verið opnuð. Opnunartími er líkt og áður frá 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 8:00-15:00 á föstudögum. Við þurfum þó að fara varlega áfram og biðjum því alla okkar gesti að virða 2ja metra regluna í móttökunni og fara eftir reglum sóttvarnalæknis um handþvott  og handspritt.

 

Z przyjemnością informujemy, że biuro RSÍ w Hús fagfélaganna zostało ponownie otwarte. Godziny otwarcia pozostają bez zmian, czyli od poniedziałku do czwartku w godzinach od 8:00 do 16:00, a w piątki od 8:00 do 15:00. Pamiętajmy, że nadal należy zachowywać wszelkie środki ostrożności, dlatego prosimy naszych gości o przestrzeganie zasady zachowania odległości 2 metrów w recepcji, a także przestrzeganie zasad Epidemiologa dotyczących mycia i odkażania rąk.  

Vinnan 2020 1300x400

Vinnan, tímarit Alþýðusambands Íslands

Smellið hér

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?