Nordural

449 voru á kjörskrá og þar af kusu samtals 399 eða 88,9%

Já =                     356 eða 89,22%  

Nei =                     32 eða 8,02%  

Tek ekki afstöðu = 11 eða 2,76%


Alls bárust 9 kærur á kjörskrá, 8 var bætt inn á kjörskrá og 1 var hafnað

 

 

Við, hjá RSÍ, viljum koma á framfæri þökkum til ykkar kæru félagsmenn fyrir að hafa sýnt ábyrgð í verki og afbókað orlofshús á landsbyggðinni á meðan núverandi sóttvarnarreglur eru í gildi þar sem fólk er hvatt til að halda sig innan sinna byggðalaga.

Saman tekst okkur þetta og persónulegar sóttvarnir eru lang, lang áhrifaríkastar í þessu skrítna árferði.

Vetrarfríin á höfuðborgarsvæðinu hefjast í dag og ljóst að hugsa þarf í lausnum til að gera þennan tíma sem skemmtilegastan fyrir fjölskyldur í vetrarfríi. Meira um sóttkví og afþreyingarhugmyndir í vetrarfríi hér!

 

 

asi thing 2020

 

Á 44. þingi Alþýðusambands Íslands sem haldið var í 300 manna fjarfundi í dag var samþykkt að breyta lögum sambandsins þannig að varaforsetum verður fjölgað úr tveimur í þrjá. Í kosningu um þetta nýja embætti var aðeins Ragnar Þór Ingólfsson í framboði og var hann því sjálfkjörinn.  

Ekki bárust nein mótframboð um embætti forseta ASÍ, 1. varaforseta né 2. varaforseta og eru Drífa Snædal, Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir því sjálfkjörin í þau embætti. Þá voru 11 einstaklingar sem kjörnefnd gerði tillögu um, sjálfkjörnir sem aðalmenn í miðstjórn þar sem engin mótframboð bárust.

Miðstjórn ASÍ 2020-2022 verður því þannig skipuð:

 • ASÍ Drífa Snædal, forseti ASÍ
 • RSÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, Félag Rafeindavirkja, 1. varaforseti
 • SGS Sólveig Anna Jónsdóttir, Efling stéttarfélag, 2. varaforseti
 • LÍV Ragnar Þór Ingólfsson, VR, 3. varaforseti 
 • SGS Hjördís Þóra Sigþórsdóttir, AFL – starfsgreinafélag
 • SGS Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur 
 • SSÍ Valmundur Valmundarson, Sjómannafélagið Jötun  
 • Bein aðild Guðmundur Helgi Þórarinsson, Félag vélstjóra og málmtæknimanna  
 • SGS Björn Snæbjörnsson, Eining – Iðja 
 • LÍV Eiður Stefánsson, Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri 
 • SGS Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga  
 • SGS Halldóra Sveinsdóttir, Báran - stéttarfélag 
 • Samiðn Hilmar Harðarson, Félag iðn- og tæknigreina
 • LÍV Harpa Sævarsdóttir, VR 
 • LÍV Helga Ingólfsdóttir, VR

Tvær ályktanir samþykktar á þingi ASÍ (smella hér)

 

 asi thing 2020

44. þing ASÍ fer fram í dag með tæplega 300 þingfulltrúum. Þingið er rafrænt og verður þingsetningin og ávörp í opnu streymi. Rétt fyrir klukkan 11 verður þinginu svo lokað öðrum en skráðum þingfulltrúum en reiknað er með þinglokum á öðrum tímanum í dag.

Á þessu þingi verða kjarnaatriðin, samkvæmt lögum ASÍ, afgreidd en þinginu svo frestað fram á vor þegar farið verður í málefnavinnu.

Sjá dagskrá og aðrar upplýsingar á sérstökum þingvef ASÍ (smella hér) 

 

NA skilti

 Rafræn kosning um kjarasamning Norðuráls við RSÍ, FIT, VLFA og VR 

Kjarasamningurinn gildir frá 1.jan 2020 og er til 5 ára.
(samningurinn í pdf. smella hér)


Hann byggir að verulegu leyti á lífskjarasamningi þeim sem undirritaður fyrir ári.

Kosningahnappur er aðgengileg á heimasíðum félaganna. (Kjósa - smella hér)

•Íslykill eða rafræn skilríki notuð til að komast inn og taka þátt
•Atkvæðagreiðsla hefst föstudaginn 16. október 2020 kl. 12:00
•Atkvæðagreiðslu lýkur fimmtudaginn 22. október 2020 kl. 12:00
•Hægt að greiða atkvæði utankjörfundar í móttöku Norðuráls, Grundartanga.

 Kynningafundur um kjarasamninginn verður haldinn í fjarfundi  mánudaginn 19.október

Verkfallshnefi 2Í dag var gengið frá samkomulag við ISAL um frestun verkfallsaðgerða um eina viku. Þetta er gert til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan kjarasamning. Ef samningar nást ekki fyrir þann tíma hefjast verkfallsaðgerðir þann 23. október í samræmi við fyrri boðun.

asi bsrb bhm

Skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins

Þungt högg fyrir ungt fólk og erlenda ríkisborgara. 

Ólík áhrif eftir landsvæðum og kyni.

Efnahagskreppan af völdum COVID-faraldursins hefur komið sérstaklega þungt niður á ungu fólki og erlendum ríkisborgurum hér á landi. Atvinnuleysi er afar mismunandi eftir landsvæðum og kynbundin áhrif COVID-kreppunnar hafa m.a. komið fram í hlutfallslega mikilli aukningu atvinnuleysis meðal kvenna með grunnskólapróf og í auknu álagi af ólaunaðri vinnu.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í fyrstu skýrslu sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-faraldursins sem birt er í dag. Hópurinn hóf störf um miðjan september og áformar að senda frá sér reglulega skýrslur um áhrif COVID-kreppunnar.

Í þessari fyrstu skýrslu er athygli sérstaklega beint að hópum í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og áhrifum faraldursins á þá. Í efnahagslegu tilliti hefur samdráttur á Íslandi  bitnað á erlendum ríkisborgurum umfram íslenska. Atvinnuleysi í þessum hópi er mjög mikið og langt umfram meðaltal í landinu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er einnig vaxandi og mælist rúm 18% í aldurshópnum 16-24 ára. 

Vakin er athygli á að atvinnuleysi og ógn við afkomu geti aukið hættu á vinnumarkaðsbrotum gegn launafólki.

Í skýrslunni kemur einnig fram að kynbundin áhrif COVID-veirunnar birtast í auknu álagi á kvennastéttir og inni á heimilum. Athygli er vakin á því að einkum konur sinni umönnunarstörfum  og ólíkt mörgum öðrum eigi þær þess því ekki kost að sinna störfum sínum í fjarvinnu. Konur í lægri menntunar- og tekjuflokkum verða fyrir mestum áhrifum í yfirstandandi efnahagssamdrætti.

Fyrirliggjandi tölur gefa til kynna að atvinnuleysi komi af miklum þunga niður á íbúum Suðurnesja og Suðurlands. Hlutfallsleg aukning atvinnuleysis á Suðurnesjum er 92% frá í marsmánuði. Sérfræðingahópurinn hvetur stjórnvöld til að setja sér heildstæða atvinnustefnu sem sé um leið verkfæri til að takast á við afleiðingar COVID-kreppunnar og stuðla að uppbyggingu til framtíðar. Þá sé nauðsynlegt að sértækum aðgerðum verði beint að ungu fólki og erlendum ríkisborgurum, auk þess að tekist verði á við svæðisbundinn vanda atvinnuleysis. Loks telur hópurinn mikilvægt að fylgjast vel með kynbundnum áhrif COVID-kreppunnar og að vinnumarkaðsaðgerðir taki mið af þeim. 

Skýrslan (smella hér)

NorduralÍ kvöld var skrifað undir kjarasamning RSÍ, FIT, VR VLFA og StéttVest við Norðurál. Kjarasamningurinn mun fara í kynningu á meðal félagsmanna RSÍ, sem og annarra verkalýðsfélaga sem standa að kjarasamningnum, hjá Norðuráli á næstu dögum. Það er gríðarlega mikilvægt að ná kjarasamningi við fyrirtækið enda höfðu viðræður staðið yfir í rúma 10 mánuði. 

 

rafidnadarsambandid bleikur

Nú er árleg launakönnun Rafiðnaðarsambands Íslands hafin og ættu allir félagar aðildarfélaga þess að hafa fengið tölvupóst með link á könnunina. Einnig er hægt að skrá sig inn á „Mínar síður“ og svara könnuninni þar. Gallup sér um alla gagnavinnslu og framkvæmd könnunarinnar.

 

Við vonum að þú gefir þér tíma til að svara könnuninni því þátttaka þín skiptir okkur mjög miklu máli.

 

Með því að taka þátt í könnuninni leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum kjörum. 

 

Til mikils er að vinna því 10 gjafakort að andvirði kr. 15.000 verða dregin úr innsendum svörum.

 

Við þökkum þeim sem nú þegar hafa tekið þátt og vonum að þeir sem ekki eru búnir að svara bregðist skjótt við og verði með. 

ISAL5

Stéttarfélög starfsmanna Rio Tinto á Íslandi hf. luku í dag atkvæðagreiðslu um boðun verkfalla til að knýja á um nýjan kjarasamning. Félagsmenn í fimm af sex stéttarfélögum samþykktu að boða til verkfalla með yfirgnæfandi meirihluta, þ.e. félagsmenn Félags rafeindavirkja, Félags íslenskra rafvirkja, FIT, VM og Hlífar. Félagsmenn VR felldu hins vegar boðun verkfalla á jöfnu. 

Af öllum greiddum atkvæðum voru yfir 80% fylgjandi boðun verkfalla.

Félagsmenn stéttarfélaganna sem samþykktu verkfallsboðun hefja því skæruverkföll föstudaginn 16. október 2020. Ef ekki semst fara sömu starfsmenn í ótímabundið allsherjarverkfall frá og með 1. desember 2020. Kröfur starfsmanna hljóða upp á launahækkanir sambærilegar þeim sem samið var um í lífskjarasamningnum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?