Fréttir frá 2020

04 22. 2020

Fréttabréf RSÍ

rafidnadarsambandid2

Kæru félagar
 
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Covid-19 hefur haft mikil áhrif á samfélagið okkar og eflaust flestir ef ekki allir sem hafa þurft að endurskoða áætlanir sínar með einhverjum hætti. Mikilvægt er að við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að draga úr smithættu og fylgja sóttvarnarlögum. Þessi staða mun hafa umtalsverð áhrif á starfsemi Rafiðnaðarsambandsins á næstu vikum og verður öllum stærri viðburðum frestað um óákveðinn tíma með fyrirvara um nýjar upplýsingar varðandi Covid-19. Þó þróunin sé jákvæð þá hefur það sýnt sig víða erlendis að ef farið er of geyst af stað getur smitum fjölgað hratt aftur.
 
Fjölskylduhátíð RSÍ sem fyrirhuguð var helgina 19. - 21. júni 2020 verður frestað um óákveðinn tíma. Við munum fylgjast með þróun mála og taka ákvörðun um nýja dagsetingu í samræmi við ráðleggingar Almannavarna. Verður auglýst þegar nær dregur.
 
Ferð eldri félaga sem haldin hefur verið í lok júní ár hvert verður aflýst þetta árið. Ferðin verður hins vegar á sínum stað 2021 að öllu óbreyttu. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að skipuleggja góða skemmtun fyrir næsta ár.
 
Golfmót iðnfélaganna sem var fyrirhugað á Akranesi laugardaginn 6. júní verður aflýst þetta árið vegna Covid-19. Kylfingar þurfa þó ekki að örvænta því iðnfélögin stefna að því að halda golfmót á Akureyri laugardaginn 5. september. Endilega takið daginn frá, en nánari upplýsingar verða sendar þegar nær dregur.
 
Hátíðahöld 1. maí verða með breyttu sniði í ár. Vegna samkomubanns er öllum kröfugöngum aflýst en unnið er að baráttudagskrá í sjónvarpi sem verður auglýst nánar síðar. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og heiðra daginn sem aldrei fyrr.
 
Kveðja.
Rafiðnaðarsamband Íslands

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?