Fréttir frá 2020

05 21. 2020

Tilboð á hótelmiðum í sumar

orlofslogHótelmiðar víðsvegar um landið

RSÍ bíður félagsmönnum sínum hótelmiða fyrir tvo á 7 Fosshótelum hringinn í kringum landið. Verð fyrir miðann er kr. 8.500 og gildir fyrir tveggja manna herbergi, án morgunverðar. Greitt er aukalega kr. 4.000 ef gist er á fjögurra stjörnu hóteli. Takmarkað magn er á miðum. 

Miðar eru seldir á orlofsvefnum. Til að kaupa miða þarf að skrá sig inn á orlofsvefinn, innskráning með íslykli eða rafrænum skilríkjum. 

Smella á orlofsvef, þá miðasala og hótelávísanir. Velja skal fjölda hótelmiða en hver félagsmaður getur keypt að hámarki 10 miða. Sækja þarf hótelmiðana á skrifstofu, framvísa þarf greiðslukvittun.

Óski félagsmaður eftir því að fá miðana senda þarf að velja "senda" í pöntunarferlinu og hafa svo samband við skrifstofu í síma 540-0100. 

Þeir félagsmenn sem geta af einhverjum ástæðum ekki keypt hótelmiða á orlofsvefnum geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofu og fengið aðstoð. 

Eftirfarandi hótel eru í boði:

Grand hótel*

Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)

Fosshótel Stykkishólmur

Fosshótel Vestfirðir (Patreksfjörður)

Fosshótel Húsavík

Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)*

*Fjögurra stjörnu hótel eru stjörnumerkt.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?