Fréttir frá 2020

11 18. 2020

Nemendasamsetning í framhaldsskólum: 31% nemenda í starfsnámi

bordar 1300x400 12

Teknar hafa verið saman lykiltölur um nemendasamsetningu í framhaldsskólum og innritun síðasta hausts. Þar kemur fram það þann 1. október sl. voru alls 22.644 nemendur skráðir í 34 framhaldsskóla hér á landi.

Þegar námsval þeirra tæplega 4500 nýju nemenda sem innrituðust í haust er skoðað nánar kemur í ljós að stærstur hluti þeirra stundar nám á starfsnámsbrautum, eða 51%. Hlutfall 16 ára nýnema sem innritast í starfsnám er 15,2% sem er hliðstætt hlutfall og undanfarin ár. Gögn sýna að ásókn í starfsnám eykst verulega með hækkandi aldri. Það kann að benda til þess að nokkur hluti nemenda hafi ekki fundið sig á þeirri námsleið sem þau höfðu valið áður og kjósa að færa sig yfir í starfsnám.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?