Fréttir frá 2020

12 8. 2020

Grái herinn skorar á alþingismenn: Farið að lögum!

grai herinn 

Almenn umsamin launahækkun hjá BSRB-ASI-BHM fyrir árið 2021 eru 15.750 kr.

Fjármála — og efnahagsrádherra hefur sagt að meginreglan við hækkun ellilífeyris milli ára skuli vera að miða við almennar umsamdar launhækkanir á almennum vinnumarkaði. Það sé í fullu samræmi við 69. gr. laga um almannatryggingar. (Sjá þingskjal 327 - 149 löggjafarþing)

Þad er skýlaus krafa eldra fólks að við ákvörðun um hækkun ellilifeyris fyrir árið 2021 fari Alþingi að lögum og lífeyririnn hækki að lágmarki um 15.750 kr.

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2021 er hins vegar gert ráð fyrir að ellilífeyrir hækki um 3.6%, sem myndi hækka lífeyrinn um 9.244 kr. á mánuði á sama tíma og lágmarks launahækkun skv. kjarasamningum er 15.750 kr. Að frádregnum skatti og skerðingum verða þessar 9.244 kr. að rétt um 4000 kr.

Þvi er fagnað að öryrkjum skuli ætlud 50 þús. kr. eingreiðsla í desember og minnt á jafnræðisreglu í þvi sambandi.

Eldra fólk hefur ekki samningsrétt og verður að treysta á að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?