Fréttir frá 2020

12 22. 2020

Jólastyrkur iðnfélaganna 2020

raudikrossinn 2020 banner

Iðnfélögin í 2F Húsi Fagfélaganna:

Byggiðn – Félag byggingamanna,
FIT – Félag iðn- og tæknigreina,
MATVÍS – Matvæla- og veitingafélag Íslands,
RSÍ – Rafiðnaðarsamband Íslands og
Samiðn – samband iðnfélaga,

hafa að þessu sinni ákveðið að veita innanlandsstarfi Rauða kross Íslands fjárstuðning fyrir jólin og vilja með því styrkja Rauða krossinn í því mikilvæga verkefni að styðja þá fjárhagslega sem höllustum fæti standa í samfélaginu og þá sérstaklega yfir jólahátíðina.

Iðnfélögin sem standa að 2F Húsi Fagfélaganna eru nú að ljúka sínu fyrsta starfsári í sameiginlegu húsnæði og með sameiginlega þjónustuskrifstofu, en markmiðið með nánara samstarfi er að efla starf félaganna og auka vægi þeirra til hagsbóta fyrir félagsmenn sína og iðngreinarnar í landinu.

Við óskum Rauða krossinum velfarnaðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

raudikrossinn 2020 1200 x 771

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?