Apavatn2009(2)

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 og herts samkomubanns er að ýmsu að huga varðandi skipulag á tjaldsvæðunum. 

 

Við biðjum gesti okkar um verslunarmannahelgina að fylgja reglum Almannavarna í hvívetna og virða eftirfarandi:

Skógarnes

Óheimilt er að fara á önnur svæði á Skógarnesi en það það svæði sem tjaldstæði var bókað á. 

Einungis er heimilt að hafa eina einingu í hverju bókuðu stæði. 

Gestum á hverju svæði fyrir sig er eingöngu heimilt að nota salernishús á því svæði. 

Svæði A er eitt sóttvarnarhólf, svæði B og C er eitt sóttvarnarhólf og D er eitt sóttvarnarhólf. Óheimilt er að fara á milli sóttvarnarhólfa.

Ekki er aðgangur að sturtum fyrir þá gesti sem eru á svæði D. 

Virða skal 1 metra fjarlægðarmörk, mælum þó alltaf með 2ja metra reglunni. 

Grímuskylda er á salernum.

Leiksvæði er eingöngu fyrir börn. Öðrum er óheimilt að nota leiksvæðin. 

 

Miðdalur

Ekki þarf að grípa til takmarkana varðandi fjölda á svæðinu þar sem tjaldstæði þar eru innan marka samkomubanns. 

Einungis er heimilt að hafa eina einingu í hverju bókuðu stæði. 

Virða skal 1 metra regluna, mælum þó alltaf með 2ja metra reglunni. 

Grímuskylda er á salernum.

Brenna sem fyrirhuguð var í Miðdal um verslunnarmannahelgina verður ekki. 

 

Þeir félagsmenn sem hafa bókað tjaldstæði fyrir helgina en hætta við vegna Covid-19 fá að sjálfsögðu endurgreitt. Senda þarf beiðni um afbókun á sigrun@rafis.is

 

 

Apavatn2009(2)

Kæru félagsmenn

Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambandsins þetta árið vegna breytinga á sóttvarnaraðgerðum. 

Það er gert vegna mikillar óvissu sem hefur einkennt faraldurinn fram að þessu. Núverandi aðgerðir gilda fram að þeirri helgi sem hátíðin átti að fara fram og því erfitt að undirbúa og skipuleggja hátíð sem mögulega þarf að blása af með litlum fyrirvara. 

golf2021 banner

Mótið verður haldið á Golfvelli Dalbúa við Laugarvatn 13 ágúst í tengslum við sumarhátíð RSÍ.
Mótið hefst kl 13 og verður ræst út á öllum teigum.
Spilaður verður höggleikur og pungtakeppni veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin.
Dregið verður úr skorkortum eftir leik.
Rúta verður frá Stórhöfða og leggur hún af stað kl 10 og rúta heim.
Mótsgjaldið er 3,500 kr og innifalið er eftirfarandi:

 

rafidnadarsambandid rautt

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa/afgreiðsla Rafiðnaðarsambands Íslands lokuð frá 19. júlí til og með 31. júlí. 

Skrifstofan opnar kl 8:00 þriðjudaginn 3. ágúst.

Vegna mála sem þola ekki bið er hægt að hafa samband við Sigrúnu Sigurðardóttur með því að senda tölvupóst á netfangið sigrun@rafis.is

 

 

 

 

isal 2 bannerRétt í þessu lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning iðnaðarmanna við ISAL. Á kjörskrá voru 98 félagar og greiddu 79 atkvæði eða 80,6% þeirra sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 58 eða 73,4%

Nei sögðu 21 eða 26,6%

Auðir eða ógildir voru 0 eða 0%

Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

middalur sumarhus til solu 

Þrjú sumarhús í Miðdal eru til sölu. (sjá nánar smella hér)

Banner Kjarasamningur undirritadurÍ kvöld var skrifað undir kjarasamning við ISAL en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi. Það verður síðan starfsfólk ISAL sem mun greiða atkvæði um kjarasamninginn. 

rafidnadarsambandid rautt

Af gefnu tilefni vekjum við athygli á að eingöngu er heimilt að koma sér fyrir á því stæði sem búið er að bóka og greiða fyrir. Við höfum heyrt af ánægju félaga okkar með bókunarkerfið en til að það virki þurfa allir að fara eftir settum reglum. Einnig ítrekum við að óheimilt er að bæta við ferðavögnum á bókuð stæði nema að höfðu samráði við umsjónarmenn. Brot á þessum reglum geta varðað brottrekstur af svæðinu. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar, bestu kveðjur umsjónarmenn

 

asi rautt

Formannafundur ASÍ fordæmir með öllu tilraunir til niðurbrots á skipulagðri verkalýðshreyfingu á Íslandi og varar sterklega við uppgangi gulra stéttarfélaga. Einkenni slíkra félaga er að þau eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda, ýmist beint eða óbeint, sækja sér ekki styrk til heildarsamtaka launafólks heldur standa utan þeirra og gera aldrei ágreining í kjaradeilum. Slík félög eru þekkt fyrir að gera lakari kjarasamninga en frjáls og skipulögð verkalýðshreyfing og grafa þannig undan almennum launakjörum í landinu. Gríðarlegur munur er á lífskjörum almennings í löndum þar sem skipulögð verkalýðshreyfing hefur verið brotin á bak aftur annars vegar og í löndum þar sem verkalýðshreyfingin stendur styrkum fótum hins vegar. Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess munu standa hart gegn hvers konar tilraunum til að brjóta á bak skipulagða verkalýðshreyfingu, enda á verkalýðshreyfingin ríkan þátt í þeim lífsgæðum sem almenningur nýtur á Íslandi. Það er fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar að vinnandi fólk á rétt til launaðs sumarleyfis og þorri almennings hefur aðgengi að bæði heilbrigðisþjónustu og menntun.

Nýjasta dæmið um tilraunir til að fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu eru samningar milli Play og hins Íslenska flugstéttarfélags sem ætlað er að móta ramma utan um kjör flugfreyja- og flugþjóna hjá flugfélaginu Play. Samningarnir kveða á um lakari kjör og réttindi en hafa þekkst á íslenskum vinnumarkaði og enn er á huldu hvort þeir hafa verið samþykktir af vinnandi fólki sem á allt sitt undir þeim, líkt og lög og leikreglur á vinnumarkaði gera ráð fyrir. Formannafundur ASÍ kallar einnig eftir því að Samtök atvinnulífsins og Samtök aðila í ferðaþjónustu fordæmi framgöngu Play og sendi út skýr skilaboð um að þessi háttsemi verði ekki liðin á íslenskum vinnumarkaði.

Krafan er skýr: að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þessum kjarasamningum, sá samningur verði lagður í dóm starfsfólks og þar með verði leikreglur á íslenskum vinnumarkaði virtar. 

 

elkemAtkvæðagreiðslu um kjarasamning sem RSÍ ásamt öðrum stéttarfélögum gera við Elkem Ísland á Grundartanga lauk í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslu var tæp 72% og var samningurinn samþykktur með rétt tæpum 60% greiddra atkvæða.

Á kjörskrá voru 103

Þeir sem kusu voru 74 eða 71,84%

Af þeim sem kusu sögðu 44 já eða 59,46%

Af þeim sem kusu sögðu 29 nei eða 39,19

Auður og ógildir voru 1 eða 1,35%

Samningurinn telst því samþykktur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?