Fréttir frá 2021

05 4. 2021

Tjaldsvæði á Skógarnesi og í Miðdal

rafidnadarsambandid rautt

Tjaldsvæðin á Skógarnesi og í Miðdal verða opnuð  föstudaginn 21. maí. 

Greiðslufyrirkomulag verður með sama hætti og í fyrra þar sem greiða þarf fyrirfram fyrir tjaldstæði á orlofsvef RSÍ. Vegna Covid-19 verður skipulag svæðisins með sama hætti og á síðasta ári þar sem 4ra metra reglan á milli eininga verður í hávegum höfð. Eingöngu verður heimilt að koma sér fyrir á því stæði sem bókað er á orlofsvef.

Fimmtudaginn 20. maí kl 9.00 verður opnað  fyrir bókanir tímabilið 21. maí til 16. júní. Fjöldi stæða í boði taka mið af þeim samkomutakmörkunum vegna Covid-19 sem verða í gildi þegar svæðin verða opnuð. 

 

Verðskrá sjá hér

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?