efla kjarabar

Nú er launakönnun RSÍ hafin, þú getur tekið þátt með því að fara inn á "mínar síður" með því að smella hér.

 

 

GallupNú leitum við til ykkar kæru félagar! Árleg launakönnun er að hefjast en hún er líkt og síðustu ár framkvæmd af Gallup. Niðurstöður launakönnunar eru ópersónugreinanlegar.  Þær upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir félagsfólk í aðildarfélögum RSÍ enda veitir könnunin mikilvægar upplýsingar fyrir okkur öll til að sjá hver markaðslaun eru og hvar þið standið í dagvinnulaunum eða öðrum kjörum. Niðurstöður verða meðal annars aðgengilegar í launamælaborði RSÍ, „Markaðslaunum“, á heimasíðunni.

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með skilaboðum frá Gallup þar sem aðgengi er veitt að könnuninni. Jafnframt er mögulegt að fara inn á „Mínar síður“ hér á www.rafis.is og taka þátt í gegnum þær þegar launakönnun er byrjuð.

asi rautt 

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% milli mánaða og mælist ársverðbólga í september 4,4% samanborið við 3,5% í sama mánuði í fyrra. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hefur 1,7% hækkun á reiknaðri húsaleigu (kostnaður við eigin húsnæði) (áhrif 1,72%). Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis nálgast verðbólga markmið Seðlabankans og mælist 2,8%.

Ef breytingar á vísitölunni milli mánaða eru skoðaðar eftir eðli og uppruna má sjá að húsnæði hefur mest áhrif til hækkunar á vísitölunni og þar á eftir kemur hækkun á innfluttri vöru (áhrif 0,13%) sem má að mestu rekja til hækkana á fötum og skóm vegna útsöluloka. Hækkun á innfluttri mat- og drykkjarvöru má að mestu rekja til hækkana á berjum, grænmeti og kartöflu og þá hækkar bensín og olía nokkuð milli mánaða.

 

Húsnæðisverð heldur uppi verðbólgu Eins og sjá má er húsnæðisverð helsti drifkraftur verðbólgunnar. Hagstofan metur svokallaða reiknaða húsaleigu sem byggir á kostnaði við eigið húsnæði. Reiknuð húsaleiga tekur þannig bæði mið af húsnæðisverði og vaxtabreytingum. Samkvæmt íbúðarvísitölu þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2% milli mánaða í ágúst og ekkert lát virðist á þenslu á húsnæðismarkaði. Árshækkun húsnæðisverðs mældist 16,4% milli ára í ágúst og þar af hefur hækkun sérbýlis numið 20,4%. Húsnæðisverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og skýrist þróunin fyrst og fremst af hröðum vaxtalækkunum inn í umhverfi tregbreytanlegs framboðs. Ólíkt húsnæðisverði hefur leiguverð haldist tiltölulega stöðugt í heimsfaraldrinum. Þar spila inn í áhrif af fækkun ferðamanna og tímabundin tilfærsla af húsnæði úr skammtímaleigu í langtímaleigu. Leiguverð lækkaði því í heimsfaraldri, en óverulega, og er tekið að hækka á ný. Í febrúar hafði vísitala leiguverðs lækkað um 3,4%, að nafnvirði, frá því hún stóð hæst í janúar 2020. Í ágúst mældist 3,5% hækkun á leiguverði milli ára og er vísitala leiguverðs nú hærri en í upphafi faraldurs.

Banner LaunakonnunHefur þú rýnt í launakjör þín og í samanburði við félaga í RSÍ? Nú getur þú stillt upp samanburði við þá hópa sem þú vilt bera þig saman við. Ertu að vinna í byggingariðnaði eða í stóriðju? Viltu sjá hvernig laun hjá þínum aldurshópi eru eða þá hver launakjörin eru í hópnum sem er eldri en þú? 

Endilega prófaðu launamælaborðið hjá okkur. Þegar niðurstöður launakönnunar októbermánaðar verða aðgengilegar þá fara þær beint inn í launamælaborðið. Við erum að þróa þetta áfram fyrir félagsfólk og allar ábendingar vel þegnar. Núna eru því tölur fyrir október 2020 og eldri aðgengilegar þangað til nýjar tölur berast.

Gallup mun hefja framkvæmd launakönnunar í fyrstu vikunni í október og stendur hún yfir fram í miðjan október. Það skiptir okkur miklu máli að þú takir þátt því með mikilli og góðri þátttöku þá ertu að hjálpa félögum þínum að bera saman launakjörin og sjá hvort mikið ósamræmi er á milli hópa. 

thjonusta banner1300 400Í dag hófst þjónustukönnun RSÍ en allt félagsfólk í aðildarfélögum RSÍ fékk sendan tölvupóst í morgun með hlekk á könnunina. Við hvetjum félagsfólk til þess að taka þátt í þessari könnun, við viljum fá þitt álit á þeirri þjónustu sem þú hefur nýtt þér hjá okkur. Kíktu á tölvupóstinn þinn og athugaðu hvort þú hafir ekki örugglega fengið tölvupóstinn.

Ef þú fékkst ekki tölvupóst þá hvetjum við þig til þess að fara inn á "mínar síður" og athuga hvaða tölvupóstfang er skráð í kerfinu. Þú getur uppfært upplýsingar um þig þar, smelltu hér til þess að fara á "mínar síður"!

Bridge okt 2021

 Nú fer vetrarstarfið að byrja og fyrsta bridds-mót vetrarins verður fimmtudaginn 7. október og svo hálfsmánaðarlega til jóla:

  • Upphitun 7.okt.
  • FIT-bikarinn 21. okt og 4. nóv.
  • Hraðsveitakeppni 18. nóv. og 2. des.
  • Jólamót 16. des.
 
Spilamennskan hefst kl. 19 í matsalnum og eru allir félagsmenn aðildarfélaga 2F velkomnir á meðan húsrúm leyfir (gengið inn frá Grafarvogi).
 

rafidnadarsambandid rautt 

Tekin hefur verið ákvörðun um að gera breytingar á greiðslutímabili styrkja hjá RSÍ.

Hingað til hefur réttur til styrkja miðast við almanaksárið. Frá og með 21.10.2021 mun réttur til styrkja miðast við 12 mánaða tímabil óháð almanaksárinu.

Dæmi: Félagsmaður sækir um líkamsræktarstyrk 08.08.2021 sem kemur til greiðslu 31.08.2021. Réttur til að sækja næst um styrk opnast 01.09.2022. Það þýðir að 12 mánuðir þurfa að líða á milli umsókna en réttur miðast við greiðsludagsetningu mánaðar sem greitt er út.

Nýtt fyrirkomulag gildir frá og með 21.10.2021, umsóknir sem berast frá þeim tíma koma til greiðslu 30.11.2021. Réttur til styrks endurnýjast að 12 mánuðum liðnum og þá er aftur hægt að sækja um frá og með 01.12.2022.

skot22021

 

Laugardaginn 2. október, verður skotmót Rafiðnaðarsambands Íslands haldið á skotsvæði SR á  Álfsnesi.

Skotnir verða þrír hringir á Skeet velli og einnig úr riffilhúsi af 100m og 200m færi á hreindýraprófs skotmörk. 

1) Skeet mót:

Mæting er kl 10:00 og keppni byrjar kl 10:30

Skotið á velli 3. og 4. Vanir skjóta  skeet á velli 3. og óvanir skjóta á velli 4. með hægari dúfur. (eingöngu stakar dúfur)

Reiknað með að þetta klárist um kl 13:00 með verðlauna afhendingu

Þátttökugjald er kr. 2.000

 

2) Rifill mót:  (ekki fyrir .22LR  aðeins miðkveikt)

Mæting kl 13:30 og keppni byrjar kl 14:00

Skotið verður á hreindýraprófs skotmörk á 100m og 200m færi.  Fimm skot á hverja skífu á tíma.

Reiknað með að þetta klárist um kl 15:30 með verðlauna afhendingu.

Þátttökugjald er kr. 2.000

 

Skráning (smella hér)

Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 28. september og skal borga skráningargjald í síðasta lagi þann dag.

 

Golfmot Idnadarfelaga 2021 1300x400

Alls tóku 88 manns þátt í frábæru golfmóti sem iðnfélögin héldu fyrir sína félagsmenn hjá Golfklúbbi Akureyrar að Jaðri. Voru þáttakendur víðsvegar af landinu og voru menn almennt mjög ánægðir með þetta skemmtilega mót. Umsjón mótsins var undir FMA og Rafiðnaðarmanna í þetta sinn. Leikið var í tveggja manna texas fyrirkomulagi þar sem betri bolti var valinn. Nándarverðlaun voru fyrir högg á öllum par 3 holum og 3 högg á 15. braut. Einnig voru mörg úrdráttarverðlaun og teiggjafir til félagsmanna og matur að loknu móti.

Sigurvegarar mótsins:

  1. Hallur Guðmundsson Rafeindavirki og makker Lárus Ingi Antonsson með -14 frá RSÍ
  2. Jóhann Rúnar Sigurðsson og Guðrún Sigurðardóttir með -11 frá FMA
  3. Unnar þór Axelsson og Sigurður Hreinsson með -10 frá Matvís
  4. Gunnar Rafnsson og Arnar Óskarsson með -10 frá FMA
  5. Helgi Einarsson og Guðbjörn Ólafsson með -9 frá RSÍ


golf ak 1

golf ak 2

 

Stelpurverkam 1300x400

Ekki sama skítavinnan og fólk heldur

Vesturbæingurinn Emilía Björt Gísladóttir er tveggja barna móðir um þrítugt. Hún starfaði sem flugfreyja og var í flugnámi þegar hún ákvað að taka u-beygju og hefja nám í pípulögnum, án þess að hafa nokkra þekkingu á faginu.

„Þegar börnin voru orðin tvö fann ég sterka löngun til að vera meira heima og til staðar. Ég vildi geta farið með börnin að morgni í leikskóla og skóla, og borðað kvöldmat með fjölskyldunni, en vinnutíminn í fluginu býður ekki upp á slíkt,“ segir Emilía Björt sem sýtir það ekki að hafa snúið baki við flugmannsdraumnum. „Nei, því ég eignaðist óvænt nýjan draum í pípulögnunum. Ég á samt örugglega eftir að klára einkaflugmanninn og fljúga mér til gamans seinna meir.“ Emilía hafði líka reynt fyrir sér í viðskiptafræði í háskólanum en fann sig ekki í náminu. „Ég hef hins vegar alltaf haft gaman af öllu verklegu, og fyrir hvatningu og með hjálp góðrar vinkonu sem er rafvirki fór ég að skoða hvaða verknám mér hugnaðist að læra. Þar hafði líka áhrif að við hjónin keyptum okkur íbúð sem við gerðum upp sjálf og því var mér hugleikið hvað fólk getur gert sjálft þegar kemur að iðnaðarverkum heima. Mér fannst líka ótvíræður kostur að mennta mig í starfi sem væri traustur starfsvettvangur til framtíðar, því fólk mun án efa alltaf þurfa hjálp við þetta tvennt; rafmagn og vatn, og úr varð að ég ákvað að fara í píparann.“ (sækja alla greinina á pdf formi) 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?