Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

Reyðarfirði 15/3 "1961.


Óskar.
Einu sinni fyrir langa löngu varstu að hafa orð á því, að vér dreifbýlingar ættum að láta heyra um áhuga og hagsmunamál vor.

Eitt hið allra mest sálarslítandi í starfinu er ykkur útsendingarmönnum að kenna, það er að segja þeim sem hnýta helvítis hnútinn að lykkjunni í fyrsta bragðinu utan um filmupakkann, hversu margar munnherkjur, ó hve mörg ljót orð og ókristilegar hugrenningar, streyma um búk fórnalambsins, þegar það rís upp úr gólfinu aftur, með froðuvellandi og hampkrydduð kjaftvik, vegna þess að blessaður vasahnífurinn vildi ekki fara úr hinum buxunum.

Mikil dýrð væri það, ef allir skrifuðu á merkimiðann, hvaða mynd væri nú í þessu íláti.

Hugsið ykkur hvað við 6000 feta snáðarnir yrðum fegnir að fá allar myndir "öfugar" og þegar að aukamynd er með 5 og ½ spólu aðalmynd, að þá yrði þess gætt að það væri ávalt FYRSTA spólan sem væri hálf, en ekki sú síðasta, eins og undartekningalítið virðist vera, - - - - - - - - og hvað skyldi sá dagur heita þegar öll útlánin skrifa á umslagið utan um sýningarskrána : Má, eða má ekki sýnast á breiðtjaldi.

Ég hefi ákaflega mikla ánægju af litla blaðinu okkar, það er mátulega faglegt, án þess að vera leiðinlegt, en vildi koma þeirri ósk á framfæri, að þar kæmi góð grein um viðhald á filmum, t.d. um límingar, hún gæti gert pínulítið kraftaverk í viðreisnarstíl.

Einu sinni sá ég í blaðinu, að sagt var að grófkorna filmur væru óskarpari en fínkorna, þetta er dálítið vafasamt, stundum , því að oft eru fínu kornin fengin í framköllun á normalkorna filmu með þeim hætti að notaður er framkallari er kemur í veg fyrir að "kornin" í "emulsioninni" renni saman og verði sýnileg við stækkun, en þessi meðhöndlan gefur aldrei eins góða randskerpu og normalframkallari, þótt að kornin verði smærri, því er það, að á fínkorna svart-hvítum filmum, er "soft fókus" áferðin oft mjög áberandi.

Læt þessum kjafthætti lokið að sinni, með beztu kveðju.

P.S. Ef þú notar einhvað af þessu
einhvern tíma, þá hefurðu bara
upphafsstafina með. K.Ó.

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220