Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

Saga bíómenningar í Borgarnesi og helstu sýningarmenn s.l. 70 ár.



1.
Nú árið 2004 eru 73 ár liðin frá því fyrstu kvikmyndasýningarnar hófust í Borgarnesi.
Fyrstu sýningarnar voru út í Brákarey, sýndar á AEG þögla og handsnúna farandsýningarvél.
Sýnt var í nýuppsteyptu bílaverkstæði Finnboga Guðlaugssonar.
Sú vél var seld til Reykjavíkur í Sjálfstæðishúsið fór þaðan til Bolungarvíkur og er nú sennilega safngripur niðurkomin á Súðavík að því best er vitað.
 

Helstu sýningarmenn á þessum tíma voru:

  • Arnbergur Stefánsson ( um 1932)
  • Sigurjón Jóhannsson
  • Ólafur Guðmundsson

2.
Þegar herinn kemur um 1940 setti hann upp samkomubragga þar sem nú er gamla kaupfélagsplanið við Brákarbraut og sýndi kvikmyndir þar en notuðu Samkomuhúsið í aðra starfsemi sína.
Komu hermennirnir með farandkvikmyndasýningarvél með sér.

  • Bresku hermennirnir sáu sjálfir um sýningarnar á þeim tíma.


3.
Þegar herinn fer hefjast kvikmyndasýningar í Samkomuhúsinu að nýju og hafa verið síðan með nokkrum hléum þó og voru rekstraraðilar Ungmennafélagið Skallagrímur og ýmsir einkaaðilar.

Á þessum árum voru sýningarmenn m.a.:

  • Jóhann Valberg Sigurjónsson.
  • Jón B. Björnsson sem sýndi í um 35 ár.
  • Örn Símonarson og Björn Jónsson leystu af á þessum árum og sýndu af og til.
  • Sverrir Vilbergsson sýndi í yfir 20 ár.
  • Skúli Ingvarsson, Kristján Sverrisson og fleiri gripu í sýningar á þessum tíma.
  • Arinbjörn Hauksson sýndi í tvö ár.


4.
Félagsmiðstöðin Óðal tekur við. ( 1991) Eftir að Samkomuhúsinu Gunnlaugsgötu var breytt í félagsmiðstöð unglinga hafa kvikmyndasýningar verið undir stjórn Félagsmiðstöðvarinnar Óðals og Kvikmyndaklúbbs G.B. sem hluti af félagsstarfi unglinganna. Eldri unglingum var kennt að sýna og var Sverrir Vilbergsson góður og þolinmóður kennari þegar farið var á stað með þessa tilraun að láta ungmennin koma beint inn í þetta vandasama starf. Þar með var reynt að glæða bíóáhuga með því að setja þetta inn í starf unglingana og láta þá taka virkan þátt í framkvæmd kvikmyndasýninga og vali á myndum sem lið í félagsstarfi þeirra. Hefur þetta gengið einstaklega vel og hafa ungmennin verið þjálfuð upp af þeim eldri og öðlast réttindi með tímanum.


Helstu sýningarmenn s.l. ára í Óðali:

  • Sverrir Vilbergsson.
  • Ragnar Már Steinsen.
  • Friðrik Ísleifsson.
  • Kjartan Ásþórsson.
  • Einar Bragi Hauksson og Axel Ásþórsson.
  • Aðalbjörg Guðmundsdóttir er núverandi sýningarstjóri og er Ingi Björn Róbertsson í námi hjá henni.

Þess má geta að Aðalheiður er fyrsta konan sem sýnir í Borgarnesi, önnur tveggja kvenna sem eru sýningarstjórar á landinu.


5.
Þann 10. janúar 2001 var því fagnað að teknar voru í notkun nýjar kvikmyndasýningarvélar í Borgarnesi og þeim gömlu lagt eftir að hafa verið áratugi í notkun. Einnig voru gerðar verulegar endurbætur á hljóðkerfi bíósins og nýtt tjald sett upp. Þeir sem styrktu kaupin á vélum og hljóðkerfi voru Borgarbyggð, Sparisjóður Mýrarsýslu, Menningarnefnd Borgarbyggðar og Nemendafélag Grunnskóla Borgarness.

Samantekt:
Indriði Jósafatsson
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar.

Heimildamenn:
Sverrir Vilbergsson, Örn Símonarson, Jóhann Sigurjónsson
Sigurjón Jóhannsson, Ingibjörg Hargrave, Guðni Haraldsson o. fl.

Myndir úr starfinu:

Sverrir Vilbergsson á heiðurinn af því ásamt starfsmönnum Óðals að sýna fram á það að hægt sé að kenna og treysta unglingum í félagsmiðstöðinni fyrir svo ábyrgðarmiklum störfum sem starf sýningarmanna er þar sem allt getur gerst og halda þarf ró sinni og einbeitingu þegar eitthvað kemur upp á í sýningu.
Hér eins og annars staðar geta ungmenni axlað ábyrgð á starfi undir eftirliti og aðhaldi þannig að þau axli ábyrgð á starfinu sem þeim er treyst til að vinna.

 

 

 

 

 

 


Sigurjón Jóhannsson og Ragnar Már Steinsen sýningarmaður
með nýtt lampahús 1995
Vélin kom frá Kristneshælinu í Eyjafirði kringum 1968 - 1970

Sigurjón Jóhannsson og Einar Bragi Hauksson sýningarmaður
við nýju sýningarvélina sem tekin var í notkun 2001.



Núverandi sýningarstjóri í Óðali Aðalbjörg Guðmundsdóttir.



Ný kynslóð í læri !
Ingi Björn Róbertsson er nú að læra af Aðalbjörgu en Einar Bragi
á heiðurinn af því að hafa búið til námsefni fyrir þá sem eru að
byrja að læra að sýna kvikmyndir í Óðali sem auðveldar nemum
að læra þetta vandasama og ábyrgðarmikla starf.


i.j. 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220