Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

Kvikmyndasafn Íslands Strandgötu Hafnafirði
Heimsókn sýningarmanna í Kvimyndasafn Íslands

Kvikmyndasýningarmönnum var boðið að koma og skoða safnið og það sem
það kemur til með að bjóða uppá á komandi árum.
 

Mikið verk bíður þeirra sem starfa á safninu, fjöldinn allur af tækjum og tólum sem tilheyra kvikmyndahúsum sem hafa lokað eða hætt rekstri safnast fyrir og bíður þess að vera sett í sýningarhæft form

Frystiklefar eru komnir í gagnið og eru þar geymdar filmur sem eru nitrocellulose og eða frumeintök af íslenskum myndum sem þarf að varðveita vel og lengi

Gömul ferðavél sem Sigga í Hveragerði notaði til margra ára og sýndi bíó víða á Suðurlandi og upp til sveita

Mikið er af gömlum sýningartækjum til staðar í safninu og er mikið verk óunnið í að flokka og skrá

Hundruðir klukkustunda af rússnesku efni kom þegar MÍR salnum var lokað og hætti að sýna þar rússneskar og austurevrópskar myndir

Ástand tækja er mismunandi og er það sem lent hefur í bruna hvað verst farið

Mikil vinna hefur verið við að setja saman gamlar fréttamyndir frá Sjónvarpinu til að skanna þær og koma á stafrænt form

Sigurjón hefur gert upp sýningarvélar til að nota við sýningar í Bæjarbíói.  Vélarnar eru af gerðinni Bauer B14 stendur hann stoltur hjá annarri vélinni

   
 
   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220