Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 

Starfandi kvikmyndasýningarmenn án réttinda.

 

Þar sem starf kvikmyndasýningarmanna hefur nú verið samþykkt i Menntmálaráðuneytinu þá heyrir það ekki lengur undir Vinnueftirliti ríkisins heldur mun Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins halda utan um réttindamál þeirra.

 

Þeir kvikmyndasýningarmenn sem nú þegar eru í starfsþjálfun eða við vinnu án réttinda þurfa að leggja inn meðfylgjandi umsókn til Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins fyrir 17. desember 2007. Fræðsluskrifstofan mun síðan gefa út námssamning á viðkomandi aðila sem munu síðan gangast undir próf í apríl  2008 sem staðfestir ákveðna kunnáttu þeirra og færni í kvikmyndasýningastjórn.

 

Frá og með 1. janúar 2008 þurfa þeir einstaklingar sem hyggja á að starfa sem kvikmyndasýningarmenn að hafa lokið grunnnámi rafiðna, síðan tekur við samningsbundin starfsþjálfun í 12 vikur undir umsjón tæknistjóra viðkomandi kvikmyndahús. Starfsþjálfunin sem um getur skal taka minnst 300 sýningartíma og skal nemi á reynslutíma starfa í minnst 100 klukkustundir, síðan skulu 200 klukkustundir dreyfast jafnt á vikurnar sem eftir er.

 

Fyrirhugaður er fundur boðaður af Fræðsluskifstofu rafiðnaðarins í janúar 2008 með forráðamönnum kvikmyndahúsa og stjórn FSK til að fara yfir stöðu mála og verður áhersla lögð á að virða þessar starfsaðferðir, því það er engin spurning að það er allra hagur að hafa hæfa og vel upplýsta menn til að stjórna nútíma sýningarkerfum í kvikmyndahúsum í dag.

 

Meðfylgandi er umsókn um gerð námssamninga.

 

Með kveðju,

Félag Sýningarstjóra við kvikmyndahús og

Fræðsluskifstofa rafiðnaðarins

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220