Félag Sýningarstjóra við Kvikmyndahús.

 

 

 

NÝTT
Myndir úr 70 ára afmæli F. S. K.
Aðsent efni
Saga F.S.K.
A.T.H.
Gömlum myndum af bíóhúsum tækjabúnaði og starfsemi þeirra er hægt að senda á rpbryn@gmail.com
Gott er að hafa smá texta með myndum.


vefstjóri

 
Tæknibúnaður

 

  
DOLBY DIGITAL
Spurningar og svör
 

Hver er munurinn á línulaga og stafrænu hljóði?

Línulaga hljóðform búa yfir breytu sem svipar til hljóðbylgna upprunalega hljóðsins. Þessi breyta getur verið styrkur segulsviðsins á segulbandinu, sveiflurnar í skorunni á hljómplötu eða vídd ljóstónshljóðrásar. Stafrænt form breytir hljóðinu í 1 og O, eða tölustafi tölvumáls, sem geta birst sem segulslög á bandi, smásæ göt á geisladiski eða smádeplar á ljóstónshljóðrás í kvikmynd. Báðar þessar gerðir af hljóðupptöku hafa sína kosti og galla.  Þegar þær eru rétt notaðar býður stafræna tæknin upp á enn meiri möguleika með kvikmyndahljóðið en jafnvel bestu línulaga form sem til eru.

Hvers vegna stafrænn kvikmyndahljómur?

Stafrænt hljóð býður leikstjórum og hljóðblöndurum upp á aukna möguleika með hljóðvinnslu, öflugri mælisvið, tíðnisvið og fleiri hljóðrásir.  Áhorfendur hrífast enn meira af kvikmyndahúsunum og kvikmyndin verður minnisstæð skemmtun. Það gerir jafnvel filmuna endingarbetri því að hún þolir vel mikla notkun. Stafræn tækni tryggir samt sem áður ekki þessa kosti. Þeir spretta bara úr stafrænu kvikmyndahljóðformi sem er sérstaklega hannað til að fullnægja öllum þörfum iðnaðarins, þ.á.m. single inventory-filmur, áreiðanleiki og hagkvæmni. Þetta form er Dolby Digital.

Að hvaða leyti er Dolby Digital betra en línulaga form?

Dolby Digital er það nýjasta og besta sem Dolby ljóstónskvikmyndir bjóða upp á. Upprunalega Dolby Stereo-kerfið á áttunda áratugnum gæddi ljóstónshljóðrásina meiri hljómgæðum og úrvals-fjölrása hljóði. Dolby SR minnkaði björgun, jók tíðnisviðið og bætti mælisviðið. Dolby Digital bætir við víðóma umhverfishljómi og betri rásaskiptingu, minnkar bjögun enn frekar og eykur bæði mæli- og tíðnisvið. Allir þessir kostir, ásamt fádæma hljóðrásaendingu, prýða besta kvikmyndahljóðaform sem hannað hefur verið.

Hvernig verkar Dolby Digital?

Dolby Digital ljóstónshljóðrás samanstendur af gagnabálkum milli færslugatanna á brún 35 mm Dolby Digital-filmu. Línulaga Dolby SR-rás fylgir líka svo að þessar filmur má leika  í hvaða kvikmyndahúsi sem er. Stafræna hljóðrásin lætur sex hljóðrásir í té í hinni svonefndu 5.1 mynd.: vinstri-, miðju- og hægri-skjárásir;  aðskilinn vinstri og hægri umverfishljómur; og hátalarás sem ber aukabassahljóð. Ný tækni og búnaður frá Dolby-rannsóknarstofunum og öðrum er notaður til að blanda hljóðrásina, búa til negatífuna, framleiða filmurnar og leika hljóðrásina í kvikmyndahúsinu.

Er Dolby Digital ekki bara fyrir hasarmyndir með  miklum tæknibrellum?

Á meðan Dolby Digital getur skilað miklum, dramatískum áhrifum, er líka fleira sem batnar eins og skýrari hljóðstaða allan tímann, hreinni samtöl, raunverulegra andrúmsloft, þögul áhrif, og nákvæmari tónlist. Með öðrum orðum, þá er Dolby Digital líkara veruleikanum, ekki bara háværari eða stærri. Það bætir Dolby SR á sama hátt og SR bætti upprunalega Dolby A-gerðar-formið og það síðarnefnda bætti mónó. Dolby Digital-hljóðrásir eru ekki jafnnæmar fyrir áhrifum vegna þéttleikareks (density drifts) í filmunni sem geta aukið truflun í línulaga rásum. Ennfremur þola þau betur daglega notkun. Það er erfitt að ímynda sér nokkra filmu, án tillits til stærðar eða sviðs, sem hagnaðist ekki á því að hljóma jafnskýrt og eðlilega og síðasta daginn sem það var sýnt og þann fyrsta. Sjá Dolby Digital Films-listann um það nýjasta um útgefna og  væntanlega titla og sambönd við myndver sem hafa nánari upplýsingar.

Hverjir eru kostir þess að vera með stafræna hljóðrás á filmunni?

Kostir þess að vera með stafræna hljóðrás á filmunni eru þeir sömu og að vera með hvaða hljóðrás sem er á filmunni. Það eru engir diskar eða aðrir óháðir hljóðberar sem þarf að flytja og fylgjast með, svo að hljóð  og mynd er aldrei hægt að aðskilja. Þetta merkir að kvikmyndahúsið fær alltaf réttu hljóðrásina og Dolby Digital-filmur má snúa innan fjölsala kvikmyndahúss jafn auðveldlega og venjulegum filmum. Dolby Digital og línulega einkenni og glefsur úr næstu myndum má leika í hvaða röð sem er meðan á sýningu stendur ásamt einni sem sýnd er sjálfkrafa í besta hugsanlega hljóði. Það er ekki aukabyrði á starfsliði kvikmyndahússins og ekki verða klaufalegar tafir á meðan samstilla þarf hljóð og mynd. Sú staðreynd að öll fyrri form með aðskildum hljóðberum hafa brugðist í venjulegum kvikmyndahússýningum. Jafnvel tölvutækni og geisladrif geta ekki útrýmt ókostunum sem leiddi til falls þeirra.

Er dýrara að búa til Dolby Digital-filmu?

Nei, Dolby Digital-filma er ekki endilega dýrari en venjuleg Dolby-filma. Það er enginn aukakostnaður frá Dolby-rannsóknarstofunum, stórar rannsóknarstofur í Bandaríkjunum taka ekki meira fyrir Dolby
Digital-filmur, og aukablöndunartími er ekki alltaf nauðsynlegur. Á meðan allar filmur geta notið góðs af skýrleika Dolby Digital, með minni truflun og betri endingu, hagnast ekki allar titlar á víðóma umhverfishljómi og fínum bassa áhrifarásum. Nota má aukarásirnar í Dolby Digital eftir hverjum titli og sama gildir um aukablöndunartíma.

Kostar Dolby Digital kvikmyndahúsin meira en önnur stafræn form?

Nei, það er ranghugmynd að Dolby Digital kosti meira en önnur stafræn form, t.d. geisladrif.  Vegna slíkra betrumbóta, t.d. sérhannaðs IC sem leysir nokkra dýra DSP-kubba af hólmi, er afspilunarbúnaðurinn, sem nú er notaður, miklu ódýrari en upprunlega gerðin. Sýningarvélaframleiðendur útvega núna ódýra hljóðhausa sem lesa bæði stafræn og línulaga hljóðrásir. Það getur aldrei orðið neinn aukakostnaður vegna diska eða annarra aðskildra hljóðbera. Fjárfesting í hvaða stafræna formi sem er, er dýrari en nýr vinnslubúnaður. Afganginn af afspilunarkerfi kvikmyndahússins þarf oft að endurbæta fyrir áhorfendur til að heyra llan muninn sem stafræn hljóðrás getur búið til. Kostnaður vegna stafræns afspilunarbúnaðar er bara
brot af heildarfjárfestingunni sem þarf. En mest af öllu þá verður að meta kostnað nýja formsins til lengri tíma litið.

Uppfyllir formið þarfir alls iðnaðarins?

Eru þjálfaðir starfsmenn tiltækir öllum þjóðum   til að starfa með myndverunum og líka til að ganga úr skugga um að búnaðinum sé almennilega komið fyrir í kvikmyndahúsunum?

Hversu samrýmanlegar eru Dolby Digital-filmur?

Sérhver Dolby Digital-filma er með línulaga Dolby SR-rás á stöðluðum stað og í stafrænni rás milli færslugatanna. Þetta þýðir að Dolby Digital-filmur má leika í hvaða 35 mm kvikmyndahúsi sem er. Rétt eins og með SR-titla, single-inventory Dolby Digital-mynd, er vandlega fylgst með SR-rásunum í mónó og venjulegu, línulaga Dolby-afspilunarkerfi til að ná fram huglægum samþýðanleika. Árangurinn er gott hljóð í mónó eða venjulegum kvikmyndasölum með Dolby-búnaði, æðri hljóð í Dolby SR-kvikmyndasölum og fyrsta flokks hljóð í Dolby Digital-kvikmyndasölum.

Er ekki hljóðrás í færslugatinu sérlega viðkvæm?

Nei, víðtækar rannsóknir og ótal auglýsingamyndir hafa sýnt fram á það að Dolby Digital hljóðrás er ekki sérlega hætt við skaða og að myndsvæðið slitnar yfirleitt fyrr en færslugatið. Dolby Digital hljóðrásin hljómar raunar nær óaðfinnanlega  alla keyrsluna.  Ef færslugatið skemmist óvart breytir stafræni hljóðvinnslubúnaðurinn afspiluninni í línulaga SR rás. Um leið og skemmda svæðið er komið fram hjá skiptir búnaðurinn aftur yfir í stafrænt form.

Hver býr til Dolby Digital-filmur?

Núna eru margar rannsóknarstofur sem framleiða Dolby Digital-filmur í Bandaríkjunum, Kanada,  Mexíkó, Suður-Ameríku, Vestur-og Austur-Evrópu, Japan og Suðaustur-Asíu.

Hvað um hljóðrásanegatífur?

Ein hljóðnegatífa er notuð til að prenta bæðistafrænar og línulaga upplýsingar. Tækni til að breyta Wextrex ljóstónsupptökubúnaði til að taka upp bæði rásirnar samtímis býðst nú hvaða fyrirtæki sem er nú þegar sem býr til Dolby-hljóðrásanegatífur. Engin breyting á hljóðnegatífubúnaðinum er nauðsynleg.

Þarf að geyma filmur eða hljóðrásanegatífur á sérstökum stað?

Nei, vegna hins tiltölulega stóru hlutastærðar Dolby Digital-hljóðrásarinnar, þurfa hvorki filmurnar né hljóðrásanegatífurnar sérstaka geymslu. Dolby Digital-filmur eru búnar til á venjulegar Eastman, Agfa og Fuji-filmur með úrvalsárangri.

Hvernig vita áhorfendur hvort mynd er sýnd í Dolby Digital?

Dolby-rannsóknarstofurnar hvetja kvikmyndahús til að nota ýmis konar auglýsingar á Dolby Digital, t.d. veggmyndir, í glefsum úr næstu myndum, utan á kvikmyndahúsinu  og í auglýsingum. Þegar vafi leikur á forminu, geta og ættu áhorfendur, sem láta sér annt um hljóðið, að spyrja stjórnendur kvikmyndahússins og láta vita  af því hvað hljómgæðin skipta þá miklu máli í kvikmyndasalnum. Skoðið gagnagrunn okkar um Dolby Digital kvikmyndahús til að finna næsta Dolby Digital kvikmyndahús.

Þarf stafrænt hljóð í kvikmynd "of mikla" gagnasamþjöppun?

Nei, a.m.k. ekki þegar um Dolby Digital ræðir. Samþjöppunartæknin, sem notuð er í önnur stafræn form, kann að fela í sér heyranlega galla, en Dolby Digital-hljómurinn hefur víða hlotið lof og er líkt við geisladiska og er viðurkennt að það taki fram  70 mm segul. Dolby Digital notar þróað stafrænt hljóðkóðunarkerfi  sem kallast Dolby AC-3. Þessi tækni gerir það kleift að koma fyrir mörgum hljóðrásum á minna svæði en þarf  fyrir bara eina rás á geisladiski. En eftir meira en aldarfjórðungs rannsóknir Dolby-rannsóknarstofanna á því hvernig eyrað nemur hljóð, er gæðunum ekki fórnað til að ná þessum ótrúlega árangri.

Hvað felur þetta í sér fyrir myndbönd og heimabíó?

Sama Dolby AC-3 kóðunarkerfið í Dolby Digital-filmum færir margrása stafrænt umhverfishljóm heim í stofu á nýjustu leysidiskunum, bæði í rafeindabúnaði  og hugbúnaði. Dolby AC-3 er líka að vænta í formi á borð við DVD (nýja stafræna myndbandsdisknum  á stærð við geisladisk) og bandaríska  Home Dolby-sjónvarpskerfið. (U.S. HDTV-system)

Dolby og THX

Hvernig þau starfa saman?

Til að leiðrétta algenga ranghugmynd þá eiga Dolby  og THX-hljóðkerfin ekki í neinni samkeppni. Bæði kerfin eru notuð í úrvalskvikmyndahúsum um heim allan til að færa áhorfendum bestu hugsanlegu hljóðgæði. Í hljóðkerfi kvikmyndahúsa felst tvenns konar búnaður.  A-keðjan er búnaður sem komið er fyrir í sýningarklefanum til að lesa hljóðrásina í myndinni og vinna úr henni. Merkið, sem verður til, berst til B-keðjunnar en það er magnara- og hátalakerfið.  Kvikmyndabúnaðurinn, sem Dolby rannsóknarstofurnar framleiða, er notaður í A-keðjunni. Hljóðvinnslubúnaðurinn (sound processor) breytir línulaga og stafrænum hljóðupplýsingum í hágæðahljóð. THX-deildin hjá Lucasfilm leggur línurnar aðallega fyrir B-keðjuna, þ.á.m. nýja hátalara og hljómburðinn í kvikmyndahúsunum. Til að fá THX-staðfestingu verður kvikmyndahúsið að uppfylla þessa staðla og líka nota búnað frá viðurkenndum THX-framleiðendum. Allan Dolby-hljóðvinnslubúnað má nota í THX og í langflestum THX-kvikmyndahúsum  er Dolby-búnaður.

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hinn almenna kvikmyndahúsagest? Ef bæði Dolby og THX-merki  sjást utan á kvikmyndahúsinu eða í blöðunum er ekki um að villast: Hægt er að nota Dolby og THX saman. Hvorugt er betra en hitt, en þau eru ólík og bæta hvort annað upp. Dolby-hljóðrás í THX-kvikmyndasölum nær nánast öllu því fram sem kvikmyndagerðarmaðurinn ætlaði sér. Leitið þegar færi  gefst að kvikmyndahúsum sem eru búin bæði Dolby Digital  og THX því að hið aukna mælisvið og tíðnisvörun,  sem Dolby Digital-hljóðrás skilar, nýtur sín sérlega vel  í kvikmyndasal sem uppfyllir THX-kröfur.  Ennfremur búa bæði Dolby og THX-hljóðkerfin yfir kostum sem njóta sín jafnvel heima í stofu og í kvikmyndasalnum. Í heimabíó er Dolby Surround Pro Logic aðalhljóðtæknin fyrir umhverfishljóm og búnaður í THX heimabíóhljómtæki nær fram því besta úr kvikmyndahljóðrásinni. Leitið frekari upplýsinga á heimabíósíðunni okkar.

Heimsækið THX til að fræðast meira um THX-búnað frá Lucasfilm í kvikmyndahúsum og heimahúsum.

Þýðandi:
Hafsteinn Þór Hilmarsson.

 

HVAÐ ER THX ?

THX er staðall sem George Lucas setti saman ásamt fleirum, til þess að fólk gæti verið vist um að hljóð sem mixað er inn á filmunna  skilaði sér til áhorfandans í þeim bíóum sem hefðu þennan staðal.  Það byrjaði með því að hann fór í bíó að sjá mynd sem hann hafði búið til og hann vissi um öll hljóð sem áttu að heyrast og úr hvaða hátölurum , en ekki skiluðu sér öll hljóð sem höfðu verið mixuð inn á filmuna.  Þá skoðaði hann upp í sýningarklefann , en þar voru öll tæki af bestu gerðum sem voru notuð í bíóum um allan heim en þau virkuðu ekki öll saman þannig að hljóð skilaði sér illa eða ekki neitt.  Til dæmis voru magnarar og hátalar ekki að skila fullum afköstum þótt wöttin væru í lagi og allt í Þessu fína.  George Lucas fékk þá mann sem heitir Tomlinson Homlman til þess að rannsaka öll tæki sem notuð voru í kvikmyndahúsum út um allan heim og votta hvert tæki og hverja týpu af öllum þeim fjölda sem frammleidd væru fyrir kvikmyndahús.  Einnig voru allir sýningarsalir mældir og miðað við rúmtak og  ómtíma, þeir ráðleggja um breytingar og votta salin með THX leyfi ef öllum breytingum er sinnt.  Líka um tækjaval eins og magnara, hátalara og fleira.  Svo vinnur Lucas film  mikið með DOLBYrannsóknarstöðinni að nýjungum eins og til dæmis  DOLBY DIGITAL.  Lucas film gefur út samþykki fyrir mörg tæki sem þeir eru búnir að prufa á hverju ári.  Þessi listi er birtur í fréttabréfi sem þeir gefa út og senda til allra kvikmyndahúsa sem eru með THX sali.  

Ef salurinn er með THX samþykki þá getur áhorfandinn verið viss um að öll hljóð sem mixuð voru inn á filmuna komast vel til skila.  Salir með THX verða að vera í lagi alltaf því ekki er nóg að vera með góðan sal sem er nýr og flottur heldur verður að fylgjast vel með að allt sé í fullkomnu lagi þegar eftirlitsmaður kemur frá Lucas film.  En hann kemur einu sinni á ári,án þess að gera boð á undan sér.  Ef eitthvað er að þá getur hann svift bíóið THX staðlinum þar til búið er að gera við það sem ekki var í lagi.  Lucas film taka líka  út stúdíó þar sem hljóð er mixað inn á filmu og gefa þeim leyfi til að láta koma framm í kreditlista í enda hverrar myndar að hljóðvinnslan hafi farið fram í THX hljóðstúdíói.  Einnig votta þeir heimabíómagnara sem margir eru komnir með á heimilum sínum,og er þá THX merki framan á tækinu, en ekki er nóg að hafa góðan magnara og lélega hátalara því þá skila sér ekki öll hljóð.  Þannig að segja má að  THX sé rammi sem heldur utan um alla þætti sýningarinnar, allt frá ljósmagni á sýningartjaldið til salarins í heild og allra tækja í salnum og klefanum.  Eitt THX sýnishornið táknar einmitt þennan ramma sem heldur utan um THX staðalinn.

Höfundur Jón Pétursson.
 

 

   Rafiðnaðnarsamband Íslands    Stórhöfða 31   112 Reykjavík   sími 580 5200    fax 580 5220