Fréttir frá 2021

03 1. 2021

Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn í atvinnuleit

rafidnadarsambandid rautt 

Hagnýtar upplýsingar fyrir félagsmenn í atvinnuleit

Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu atvinnuleysisbóta eða bætur vegna skerts starfshlutfalls - á höfuðborgarsvæðinu er skrifstofan að Kringlunni 1. www.vmst.is

  • Atvinnuleysisbætur eru 70% af launum – þó aldrei hærri en 472.835 krónur á mánuði í 6 mánuði, eftir þann tíma taka við grunnatvinnuleysisbætur.
  • Grunnatvinnuleysisbætur eru kr. 307.430 á mánuði
  • Hlutabætur eru greiddar í samræmi við skert starfshlutfall
  • Bætur vegna barna undir 18 ára aldri eru kr. 18.445 á mánuði með hverju barni
  • Frítekjumark er 73.827 krónur á mánuði í 100% atvinnuleysi

Þeir sem fá atvinnuleysisbætur þurfa að gæta þess að greiða áfram til stéttarfélaga til að halda réttindum sínum - Vinnumálastofnun sér um greiðslu félagsgjalda til RSÍ sé þess óskað á umsókn

Vinnumálastofnun veitir ýmsa styrki í atvinnuleysi t.d. námsstyrki, sjá nánar á www.vmst.is

Réttindi félaga í RSÍ sem eru í atvinnuleit:
Félagsmenn RSÍ sem eru atvinnulausir greiða ekkert fyrir námskeiðin.
Námskeið hjá IÐUNI þarf að fá samþykkt hjá Rafmennt (sími:5400160)

  • Fræðslusjóður RSÍ veitir 80% styrki til náms 
  • Námskeið hjá Rafmennt – aðilar kynni sér námsframboð. Rafmennt.is
  • Námskeið hjá IÐUNNI – aðilar kynni sér námsframboð. IÐAN fræðslusetur
  • Réttindi félaga í RSÍ almennt eru m.a: Sjá nánar á mínum síðum. Mínar síður   
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga lögfræðiaðstoð
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga styrk til líkamsræktar
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga styrk til sjúkraþjálfunar og endurhæfingar
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga styrk til sálfræðiþjónustu
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga styrk til kaupa á gleraugum
  • RSÍ veitir félagsmönnum aðildarfélaga styrki vegna kostnaðarsamrar heilbrigðisþjónustu t.d. lasersjónaðgerð, heyrnartæki, dvöl á heilsustofnun NLFÍ

 

Þegar samanlagðar tekjur af hlutastarfi og atvinnuleysisbætur eru hærri en sem nemur óskertum rétti til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki skal skerða atvinnuleysisbætur um helming þeirra tekna sem umfram eru. Hið sama gildir um tekjur fyrir tilfallandi vinnu, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur.

Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem hinn tryggði hefur haft á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur, sætir biðtíma eða viðurlögum skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

Athygli er vakin á að umsækjendur um atvinnuleysistryggingar þurfa að gera grein fyrir öllum þeim tekjum sem þeir kunna að hafa á sama tíma og þeir eru á atvinnuleysisbótum, einnig ef tekjur eru lægri en frítekjumark.

Frítekjumark vegna tekna samhliða atvinnuleysisbótum er 71.262 kr.

 

Skerðing atvinnuleysisbóta er á eftirfarandi hátt:

  1. Atvinnuleitandi er í hlutastarfi - Atvinnuleysisbætur skerðast um starfshlutfall og um helming samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

  2. Tekjur vegna tilfallandi vinnu - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

  3. Elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

  4. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að hluta - Atvinnuleysisbætur skerðast um hlutfall óvinnufærni skv. læknisvottorði og helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur úr sjúkrasjóðum og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
  5. Fjármagnstekjur (t.d. húsaleigutekjur, vaxtagreiðslur, arður) - Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (fjármagnstekjur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

  6. Aðrar greiðslur sem umsækjandi fær samhliða atvinnuleysisbótum og eru til framfærslu umsækjanda -Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur sem eru til framfærslu og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

  

Verktakavinna

  • Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar þá daga sem þú sinnir verktakavinnu.
  • Ef þú ætlar að taka að þér verkefni sem verktaki þarft þú að tilkynna um þá daga í gengum Mínar síður þá daga sem verkefni stendur yfir. 
  • Tilkynningin þarf að eiga sér stað áður en verkefnið hefst.
  • Farir þú í verktakavinnu þarftu að tilkynna það þann dag sem þú sinnir verkefninu jafnvel þó vinnan við það vari minna en 8 klst.
  • Ekki er heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu.

Sbr. umsækjandi sem kennir 2 x 2 klst. í viku = afskráning í 2 daga.

 

Atvinnuleysisbætur eru ekki skertar vegna eftirfarandi tekna:

  • Umönnunarbætur barna.
  • Styrkir úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem ekki eru ætlaðir til framfærslu hins tryggða sbr. styrkir til líkamsræktar, námskeiða o.s.frv.
  • Styrkir úr opinberum sjóðum eða sambærilegum sjóðum sem hinn tryggði fær til þróunar eigin viðskiptahugmyndar.
  • Séreignarsparnaður.
  • Uppgjör síðasta launagreiðanda nema ef um uppgjör á orlofi er að ræða og umsækjandi hefur ekki ráðstafað óteknu orlofi.
  • Aðrar greiðslur sem eru greiddar fyrir tímabil sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
  • Arfur.
  • Slysa- og sjúkrabætur sem greiddar eru fyrir slys/veikindi á tímabili sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
  • Félagslegir styrkir frá sveitarfélögum.
  • Mæðra- og feðralaun.
  • Barnalífeyrir.

 

Jafnframt segir í 36. gr. laga nr. 54/2006:

„Þegar um er að ræða aðrar áður ótaldar greiðslur sem ekki eru ætlaðar til framfærslu hins tryggða skal Vinnumálastofnun meta í hverju tilviki hvort þær skuli koma til frádráttar atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr.“

 

Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar samhliða eftirfarandi greiðslum:

  • Endurhæfingarlífeyrir.
  • Foreldragreiðslur vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.
  • Slysadagpeningar skv. lögum um almannatryggingar (TR).
  • Sjúkradagpeningar skv. lögum um sjúkratryggingar (TR).
  • Sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að fullu.
  • Fæðingarorlofsgreiðslur.
  • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.
  • Námslán.


Lífeyrissjóður:
Umsækjandi greiðir að lágmarki 4% af atvinnuleysisbótum í lífeyrissjóð og Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir 11,5% mótframlag.
Auk þess umsækjanda heimilt að greiða í séreignarsjóð en Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ekki mótframlag vegna þess.

Stéttarfélög:
Sá sem fær greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélags síns og sér þá Vinnumálastofnun um að koma greiðslunni til hlutaðeigandi stéttarfélags. Einungis eru greidd félagsgjöld.

 

Eftirfarandi fjárhæðir gilda frá 1. janúar 2021:

Upphæð grunnatvinnuleysisbóta reiknast í hlutfalli við bótarétt:

  • · Atvinnuleysisbætur eru 307.430 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt.
  • · Atvinnuleysisbætur eru 230.572 kr. á mánuði miðað við 75% bótarétt.
  • · Atvinnuleysisbætur eru 153.715 kr. á mánuði miðað við 50% bótarétt.
  • · Atvinnuleysisbætur eru 76.857 kr. á mánuði miðað við 25% bótarétt (lágmarksbótaréttur).

Vegna framfærsluskyldu barna yngri en 18 ára eru greiddar 18.445 kr. á mánuði með hverju barni (4% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum).

 

Tekjutenging:
Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi.

Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 472.835 kr. á mánuði.
Útreikningur tekjutengingar miðast við:

Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.

Sjálfstætt starfandi: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og skal þá miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.

Bótarétt umsækjanda: Upphæð tekjutengingar miðast einnig við bótarétt umsækjanda sbr. reiknist umsækjandi með hámarkstekjutengingu en 50% bótarétt þá verða hámarksatvinnuleysisbætur 50% af 472.835 kr. eða 236.417 kr.

Réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils ef skilyrði um tekjutengingu eru uppfyllt.*

*Athugið að tekjutengdar atvinnuleysisbætur eru nú  lengdar tímabundið úr 3 mán í 6. þetta á við um alla þá sem ekki hafa fullnýtt rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
 Ákvæði gildir til og með 30. september 2021.

 

Sá sem sætir biðtíma eftir atvinnuleysisbótum á ekki rétt á tekjutengdum atvinnuleysisbótum.
Umsækjandi á aðeins einu sinni rétt á hverju bótatímabili á tekjutengdum atvinnuleysisbótum og þá í upphafi tímabilsins.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?