Ráðningarsamningar

02 13. 2014

Ráðningarsamningar

Efni ráðningarsamninga (Sýnishorn af ráðningarsamningi)

Í ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningar, þ.e. ráðningarbréfi, skal a.m.k. eftirfarandi koma fram sbr. ákvæði kjarasamninga, sbr. og fyrrgreinda tilskipun 91/533/EBE:

  1. Deili á aðilum þ.m.t. kennitölur.
     
  2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi    vinnustöðum.
     
  3. Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
     
  4. Fyrsti starfsdagur.
     
  5. Lengd ráðningar sé hún tímabundin.
     
  6. Orlofsréttur.
     
  7. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
     
  8. Mánaðar- eða vikulaun, t.d. með tilvísun til launataxta, mánaðarlaun sem yfirvinna er reiknuð af, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil.
     
  9. Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku.
     
  10. Lífeyrissjóður.
     
  11. Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags.

     Upplýsingar skv. 6. - 9. tl. má gefa með tilvísun til kjarasamninga.

     Þó ekki sé um það fjallað í kjarasamningum er að auki er æskilegt að eftirfarandi komi fram: Menntun, starfsreynsla, áunnin réttindi frá fyrri atvinnurekanda og hver sé næsti yfirmaður. Reglur um tilkynningar á veikindum eða öðrum vinnuhindrunum og hvenær þörf er á læknisvottorði.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?